Tíminn - 11.05.1989, Qupperneq 10
10 Tíminn
Fimmtudagur 11. maí 1989
lllllllllllll ÍÞRÓTTIR
Knattspyrna:
Landslið með nítján
landsleiki að baki
Enska landsliðið sem mætir því
íslenska á Laugardalsvelli föstudag-
inn 19. maí n.k. verður vart talið til
reynslumeiri landsliða. Samanlagð-
ur landsleikjafjöldi leikmannanna
er aðeins 19 A-landsIéikir. Hér er
því um nokkurskonar B-landslið að
ræða. Leikurinn ætti þó að geta
orðið skemmtilegur því í enska lið-
inu eru margir gamalreyndir og
kunnir kappar.
Enska liðið kemur til íslands frá
Sviss, þar sem liðið mætir heima-
mönnum 16. maí. Héðan fer liðið til
Noregs.
Enska liðið er skipað eftirtöldum
leikmönnum:
Dave Beasant..............Chelsea
Stuart Naylor.................WBA
Gary Mabbut.............Tottenham
Tony Mowbay . . Middlesbrough
Gary Pallister . . . Middlesbrough
Alan McLeary ............Millwall
Tony Dorigo ..............Chelsea
Paul Parker...................QPR
Paul Gascoigne.......Tottenham
Paul AUen............Tottcnham
David Platt ....... Aston ViUa
Terry Hurlock ........Millwall
Steve BuU ..............Wolves
Andy Mutch..............Wolves
Paul Stewart.........Tottenham
Tony Ford................. WBA
Stuart Ripley . . . Middlesbrough
Stjórnandi liðsins verður Dave
Sexton og aðstðarmaður hans verður
Peter Bonnetti. BL
Enska knattspyrnan:
Naumt hjá Liverpool
Enn lifa titilvonir meistara Liver-
pool í ensku knattspyrnunni. í gær-
kvöld mættu meistararnir Notting-
ham Forest í deildinni, en þessi lið
mættust s.I. sunnudag í undanúrslit-
um bikarkeppninnar. Þá vann Li-
verpool 3-1, en í gærkvöld leit lengi
vel út fyrir markalaust jafntefli.
Þrátt fyrir fjölmörg dauðafæri í
leiknum tókst Liverpool ekki að
skora fyrr en 9 mín. fyrir leikslok.
Franz Carr felldi þá David Burrows
bakvörð Liverpool rétt innan víta-
teigsins og John Aldridge skoraði úr
vítaspyrnunni. Steve Sutton mark-
vörður Forest hafði þó hönd á knett-
inum, en gat ekki komið í veg fyrir
að Aldridge gerði sitt 27. mark á
keppnistímabilinu.
Mark Hughes skoraði sitt fyrsta
deildarmark í fjóra mánuði er Man-
chester United mætti Everton á Old
Trafford. Hughes og félagar máttu
þola þriðja ósigur United í röð á
heimavelli. Leiknum lauk 2-1 og
gerði Graeme Sharp bæði mörk
Everton.
Charlton bjargaði sér endanlega
frá falli þriðja árið í röð í gær er liðið
vann 3-0 sigur á Derby á heimavelli
sínum Selhurst Park. Andy Jones,
Peter Shirtliff og Paul Williams
gerðu mörk Charlton.
Staðan í 1. deild er nú þessi:
Arsenal......... 35 21 9 5 68 32 72
Liverpool....... 34 19 10 5 56 24 67
Norwich......... 36 17 10 9 46 42 61
Notth. Forest .... 35 16 12 7 57 39 60
Tottenham ...... 37 15 12 10 60 45 57
Derby........... 36 16 7 13 38 36 55
Coventry........ 36 14 11 11 44 39 53
Millwall........ 37 14 10 13 46 51 52
Q.P.R........... 36 13 11 12 42 35 50
Wimbledon....... 36 14 8 14 47 42 50
Man. Utd........ 37 12 12 13 43 35 48
Everton......... 36 12 12 12 46 44 48
Southampton .... 37 10 14 13 51 65 44
Charlton ....... 37 10 12 15 44 54 42
Aston Villa..... 37 9 12 16 44 55 39
Middlesbr....... 37 9 12 16 44 60 39
Luton........... 37 9 11 17 41 52 38
Sheff. Wed...... 36 9 11 16 31 49 38
WestHam......... 35 9 8 18 33 53 35
Newcastle....... 37 7 10 20 32 61 31
Knattspyrna:
Ba rcel or ia\ rann
Bercelona frá Spáni varð í gær- arte skoraði á 80. mín. Þetta er í
kvöld Evrópubikarmcistari í knatt- þriðja sinn sem Barcelona sigrar í
spyrnu eftir að liðið sigraði Sam- Evrópukeppni bikarhafa og í tvö
pdoria frá Ítalíu 2-0 í úrslitaleik fyrri skiptin 1979 og 1982 var
keppninnar. núverandi þjálfari liðsins Johan
Barcelona-liðið fékk sannkall- Cruylf leikmaður með liðinu. Cru-
aða óskabyrjum er Julio Salinas yff hefur einnig orðið Evrópubik-
skoraði á 4. mín. en eftir það náði armeistari með Ajax í Hollandi.
ítalska liðið undirtökunum á miðj- Leikurinn í gær fór fram í Berne í
unni. Börsungar voru þó ekki á þvi Sviss að viðstöddum um 45 þúsund
að gefa eftir og þeir tryggðu sér áhorfendum. BL
cndanlega sigurinn er Lopez Rek-
Margt smátt
Istalbúl. Sovétmenn sigruðu
Tyrki 1-0 í 3. riðli HM í knattspyrnu.
Það var Alexei Mikhailichenko sem
gerði sigurmarkið á 40. mín. Sovét-
menn hafa nú 7 stig eftir 4 leiki og
eru efstir í riðlinum. Tyrkir eru í
öðru sæti með 5 stig úr 5 leikjum.
Austurríkismenn, íslendingar og A-
Þjóðverjar hafa 2 stig.
OlomOUC Tékkóslóvakíu.
Austurríkismenn sigruðu Finna 84-
'73 í einum riðli undankeppni Evr-
ópukeppni landsliða í körfuknattleik
í gærkvöld. Þá sigruðu Tékkar Rúm-
ena með yfirburðum, 107-71.
Leverkusen. Það verða Wer-
der Bremen og Borussia Dortmund
sem leika til úrslita í v-þýsku bikar-
keppninni í knattspyrnu. í gærkvöld
vann Werder Bremen 2-1 sigur á
Bayer Leverkusen og í fyrrakvöld
vann Dortmund 2-0 sigur á Stuttgart
í Dortmund.
Helsinki. Finnski spjótkastar-
inn Tapio Korjus, sem varð Ólymp-
íumeistari í Seoul, tilkynnti í gær að
hann hygðist hætta keppni eftir yfir-
standandi keppnistímabil. Korjus
sem er 29 ára, hefur átt við þrálát
hnémeiðsl að strfða.
Atlantic City. Mike Tyson
heimsmeistari í þungavigt í hnefa-
leikum hefur samþykkt að verja titil
sinn þann 21. júlí n.k. Áskorandinn
er Carl “The Truth" Williams. Bar-
daginn fer fram í Atlantic City í New
Jersey.
New York. Chicago Bulls eru
enn á sigurbraut í úrslitakeppni
NBA körfuboltans. í fyrrakvöld
vann Chicago 120-109 sigur á New
York Knicks í framlengdum leik.
Chicago hefur því 1-0 yfir í viðureign
liðanna. Golden State Warriors hafa
jafnað 1-1 viðureign sína gegn Pho-
enix Suns. Warriors unnu í fyrra-
kvöld 127-122 sigur gegn Suns.
1 þróttir og lyl .
1 Ly fl 1 iai n teysl la n tei rsl kefj ial la u IS
segja leikmenn í ameríska fótboltanum
Neysla á hormónalyfjum, eða
svokölluðum sterum, er útbrcidd
meðal leikmanna í NFL-deiId amer-
íska fótboltans og mun meiri en
talsmenn deildarinnar vilja almennt
viðurkenna. Þessi staðhæfing kom
fram hjá fyrrum leikmönnum í deild-
inni og forseta NFL-deildarinnar við
yfirheyrslur rannsóknarnefndar
þingsins á þriðjudag.
„Ég tel að neysla stera sé skefja-
laus meðal leikmanna NFL-deildar-
innar og þar með talið í mínu eigin
liði, Atlanta Falcons," sagði Bill
Fralic við yfirheyrslur nefndarinnar
á þriðjudag. „Lyfjaneyslan er einnig
takmarkalaus bæði hjá leikmönnum
í háskólaliðunum og í menntaskólal-
iðunum. Það eru allir blindir fyrir
þessum staðreyndum vegna þess að
menn vilja ekki horfast í augu við
það sem er að gerast í heimi stera-
lyfjanna,“ segir Fralic.
Steve Courson fyrrum leikmaður
með Pittsburgh og Tampa Bay sagði
að steraneyslan í NFL-deildinni væri
orðin slík að umfangi sem um farsótt
væri að ræða. „Varfærnislega mundi
ég áætla að um 50% af varnar- og
sóknarmönnum í deildinni hafi not-
að eða noti hormónalyf með reglu-
legu millibili við þjálfun sína.“
Lyfjaneysla í íþróttum komst í
hámæli á liðnu ári er Ben Johnson
var sviptur gullverðlaunum sínum á
Ólympíuleikunum í Seoul, þar sem
í ljós kom að hann hafði neytt
steralyfja fyrir leikana. Hormónalyf
(sterar) hjálpa íþróttamönnum að
byggja upp vöðva sfna þannig að
þeir bæta árangur sinn á skemmri
tíma en ella. íþróttamennirnir verða
stærri, sterkari og fljótari fyrir tilstilli
hormónalyfjanna, en að auki eykst
hættan á háum blóðþrýstingi, hjarta-
áfalli, getuleysi og öðrum slæmum
kvillum samfara notkun lyfjanna.
Pete Rozelle talsmaður NFL-
deildarinnar sagði að lyfjapróf fyrir
keppnistímabilið 1987-1988 hafi
aðeins sýnt að 6-7% leikmanna hafi
notað stera, en bætti við að líklega
væri sú tala full lág. Rozelle sagði að
allir leikmenn í deildinni yrðu lyfja-
prófaðir í júlí þegar félögin opnuðu
æfingabúðir sínar. Þeir leikmenn
sem ekki stæðust lyfjaprófin yrðu
settir í 30 daga keppnisbann eða
bann þar til lyfjaáhrifun væru horfin.
Síðan yrðu þessir leikmenn prófaðir
á ný þegar keppnistímabilið væri
hafið.
Bill Fralic sagði að þeir leikmenn
sem neyttu hormónalyfja gætu hætt
að taka lyfið 6 vikum áður en
æfingabúðirnar hæfust, staðist lyfj-
apróf og síðan tekið til við lyfin og
neytt þeirra til loka keppnistímabils-
ins.
Chuck Noll þjálfari Pittsburgh
Steelers sagði að hormónalyfin gæfu
leikmönnum ekki aukinn styrk á
leikvellli, en þau væru hjálpartæki.
Noll bætti við að aðeins 3 leikmenn
sem mætt hefðu í æfingabúðir Steel-
ers liðsins á síðastliðnum 2 árum
hefðu orðið uppvísir að lyfjaneyslu
og enginn þeirra hefði komist í liðið.
Formaður rannsóknarnefndarinn-
ar, Joseph Biden áætlaði að um 1
milljón Bandaríkjamanna notaði
steralyf, þar af væri helmingurinn
menntaskólanemar. Hann bætti við
að áhrifamiklar persónur í eiturlyfja-
heiminum væru farnar að snúa sér
að steralyfjum í auknum mæli. BL