Tíminn - 11.05.1989, Side 12

Tíminn - 11.05.1989, Side 12
12 Tíminn Fimmtudagur 11. maí 1989 FRETTAYFIRLIT MANNHEIM - Fyrrum stjórnarformaður í vestur- þýsku fyrirtæki sem sakað hef- ur verið um að aðstoða Líbýu- menn að reisa efnaverksmioju sem Bandaríkjamenn halda statt og stöðugt fram að eigi að framleiða efnavopn, hefur ver- ið handtekinn. Juergen Hipp- enstiet-lmhausen er nú í haldi í Bochum sakaður um að hafa brotið gegn útflutningslögum Vestur-Þýskalands. PANAMA - Manuel Antonio hershöfðingi og valdamesti maður Panama virðist nú vera að einangrast eftir að ríki Róm- önsku Ameríku tóku afstöðu með Bandaríkjamönnum sem saka Noriega og ríkisstjórnina í Panama um stórfelld kosn- ingasvik. BEIRUT - Michel Aoun her- foringi og forsætisráðherra í herforingjastjórn kristinna manna i Beirút flúði með fjöl- skyldu sína og nánustu sam- starfsmenn í sprengjubyrgi forsetahallarinnar, en Sýrlend- inaar skutu tuttugu sprengjum á nöllina f gær. Hamagangur- inn hélt áfram og varpa músl- fmar og kristnir menn sprengj- um eins og galnir menn hvorir á aðra og létust að minnsta kosti tveir menn í skothrfðinni f gær. Fulltrúar Arababanda- lagsins komu til Beirút f gær til ao freista þess að koma á vopnahléi áður en Beirút verð- ur endanlega jöfnuð við jörðu. ABU DHABI - Samkvæmt heimildum innan sendiráðs Palestínu ( Abu Dhabi hafa Bandaríkiamenn undirbúið friðaráætíun sem byggir á til- boði ísraela um kosningar á hernumdu svæðunum. Sam- kvæmt þessum heimildum hyggst Baker utanríkisráð- herra Bandarfkjanna leggja áætlunina fyrir Sovétmenn, en hann er f opinberri heimsókn í Moskvu. BUDAPEST - Ungverska þingið braut 40 ára tabú með því að minnast þeirra 600 þús- und gyðinga og 30 þúsund sígauna sem drepnir voru eftir að Þjóðverjar hertóku Ung- verjaland árið 1944. Á þing- fundi sem haldinn var 41 ári eftir stofnun Israelsríkis stóðu þingmenn úr sætum sínum og þögðu f eina mfnútu í virðing- arskyni við þá er létu lífið f heimsstyrjöldinni síðari. UTLÖND lllllllllllllll lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Sovésk stjórnvöld bregðast skjótt við endurnýjaðri kynþáttaólgu í Nagorno-Karabakh: Senda skriðdreka út á götur Stepanakert Yfirvöld í Moskvu voru ekki lengi aö senda hermenn og skriödreka út á götur Stepanakert höfuðstaðar Nagorno-Kar- abakh héraðs eftir að kynþáttaóeirðir brutust þar út að nýju milli Azera og Armena. Er greinilegt að stjómvöld ætla að koma strax í veg fyrir átök sem gætu leitt til blóðbaðs líkt og varð í Azerbaijan á síðasta ári. - Borgin er full af skriðdrekum og hermönnum sem tekið hafa sér stöðu á öllum mikilvægustu stöðum í borg- inni, sagði sovéskur blaðamaður í Stepanakert í símaviðtali við frétta- stofu Reuters. - Allsherjarverkfall lamar nú at- hafnalíf í Stepanakert og segjast borgarbúar ekki hætta verkfalli fyrr en málefni Nagomo-Karabakh hafa verið leyst, sagði sami blaðamaður. Þrátt fyrir verkfallið hefur ástand- ið verið tiltölulega rólegt frá því á föstudag, en þá lenti hópum Armena og Azera saman í Kirkidzahm, sem er í 5 km fjarlægð frá Stepanakert. Þar særðust þrír borgarar og fjórir hermenn í átökum. Voru það fyrstu átökin í Azerbaijan frá því sérstök nefnd skipuð af stjórnvöldum í Kreml var sett til að stjórna Nag- orno-Karabakh. Þá hafði 91 maður látið lífið í kynþáttaátökum. Verkfallið sem hófst 3. maí sýnir glögglega að Armenar sem eru í miklum meirihluta í Nagorno-Kar- abakh héraði, þó þeir séu í minni- hluta í sovétlýðveldinu sjálfu, Azer- baijan, eru óánægðir með störf nefndarinnar sem leysa átti vanda- málin íNagorno-Karabakh. Nefndin var sett á fót þegar Kremlverjar Sihanouk prins: Skriðdrekar og hermenn hafa nú tekið sér stöðu á helstu stöðum Stepanakert höfuðstaðs Nagorno-Karabakh héraðs vegna verkfalls og kynþáttaátaka þar. höfðu neitað kröfu Armena um að Nagorno-Karabakh yrði sett undir stjórn Armeníu. Átökin í Nagomo-Karabakh nú koma sér mjög illa fyrir sovésk stjómvöld sem nú eiga í erfiðleikum með kynþáttaólgu sem skapast hefur í Abkhazia héraði sem er á Svarta- hafsströnd Georgíu. Þar eigast við Azerar og Georgíumenn, en Azerar em í miklum meirihluta þar. Þeir hafa krafist þess að sameinast Azer- baijan. Sú ólga varð kveikjan að harmleiknum í Tbilisi höfuðborg Georgíu 9. apríl þegar tuttugu manns létust er hermenn beittu eitr- uðu táragasi á mótmælagöngu Ge- orgíumanna. „Flóttamenn haldi heim til Kambódíu(< Sihanouk prins, sem leiðir eina af þremur skæruliðahreyf- ingum sem barist hafa gegn stjórninni í Kambódíu undanfarin tíu ár, hefur nú hvatt flóttamenn sem dvelja í Thailandi til þess að halda heim á ný eftir að Víetnamar draga herlið sitt frá Kambodíu. Hann skýrði frá þessu í ræðu sem hann hélt í flóttamannabúðum í austurhluta Thailands, en þar hafa 60 þúsund Khmerar dvalið allt frá því að þeir flúði heimaland sitt Kambódíu þegar Rauðir Khmerar komust þar til valda árið 1975. Sihanouk tók það skýrt fram að enginn hinna 300 þúsund flótta- manna frá Kambódíu sem nú eru í Thalandi yrði neyddur til þess að halda heim á ný. Sihanouk sem ræddi við Hun Sen forsætisráðherra ríkisstjórnar Kambódíu í Hanoi í síðustu viku sagðist bjartsýnn á að Víetnamar myndu yfirgefa Kambódíu fyrir lok septembermánaðar og að ríkis- stjórnin í Hanoi muni gera þær úrbætur í stjórnmálum sem hún hefur lofað. Sihanouk lýsti því einnig yfir í síðustu viku að hann hygðist snúa aftur til Kambódíu og vinna með núverandi valdhöfum þar við að byggja upp landið að nýju. Þetta er honum mögulegt eftir að ríkisstjórn Hun Sen breytti stjórnar- skrá landsins, sagðist stefna að fjöl- flokkakerfi og sagðist hafa skilið við sósíalismann. Þó Sihanouk hafi ákveðið að ganga til friðarsamninga við stjórn- ina í Hanoi eftir að víetnamskt herlið er farið frá Kambódíu, þá er ekkert sem bendir til þess að Rauðir Khmerar hætti baráttu sinni. Siha- nouk hefur því lagt áherslu á að Rauðir Khmerar verði að fá ein- hverja hlutdeild í stjórn landsins í framtíðinni, þrátt fyrir að þeir beri ábyrgð á dauða rúmlega milljón Khmera sem ýmist voru myrtir eða létust úr harðræði á valdatíma þeirra 1975 til 1979. - Það er mjög hættulegt að skilja Rauða Khmera eftir í frumskógin- um, sagði Sihanouk sem stefnir greinilega að því að endurheimta fyrri þjóðhöfðingjasess sinn í Kamb- ódíu. Danmörk: Lá látinn í koju í 18mán. Danskur ellilífeyrisþegi lá lát- inn í rúmi sínu í fjölbýlishúsi átján mánuði áður en flugnager þvingaði nágranna hans að kanna ástand mannsins. - Þetta er ekki fjölbýlahús þar sem fólk þekkir hvert annað vel, sagði kona er bjó á hæðinni fyrir neðan gamla manninn í viðtali við Ekstra Bladet. Konan hafði haft samband við félagsmálastofnun til að fá íbúð sína eitraða með skordýraeitri eftir að stórar svartar flugur fór að gera sig heimakomnar hjá henni. Flugumar komu úr íbúð- inni að ofan, en að því komust verkamenn sem hugðust eitra fyrir flugunum. Byssa daglegur gestur í skól- um Los Angeles Vopnuð árás hvern dag í skólum Los Angeles. Þetta er sá raunveru- leiki sem blasir við í skólalífinu þar vestra ef marka má skýrslur lög- reglunnar í Los Angeles. Vegna þessa hefur lögreglan komið á fót sérstökum sveitum sem eru sér- þjálfaðar í að eiga við þessar árásir. Á þessu ári hafa verið gerðar 140 vopnaðar árásir í skólum eða á skólalóðum borgarinnar. Á síðasta ári voru 228 árásir í skólum þar sem byssur voru með í spilinu og 259 árið 1987. • f þessum 140 tilfellum þessa árs var tólf sinnum beitt rifflum eða haglabyssum, en í hin skiptin var skatnmþyssa með í leiknum. James Baker utanríkisráðherra Bandaríkjanna ræðir við Sévardnadse starfsbróður sinn í Moskvu: ÁNÆGÐIR MED VIÐRÆÐURNAR James Baker utanríkisráðherra Bandaríkjanna er nú í Moskvu og ræddi hann við starfsbróður sinn Eduarde Sévardnadse drjúga stund í gær. Þeir félagarnir voru báðir hæstánægðir með fundinn og sögðu hann lofa góðu um framhaldið. Þetta er fyrsti opinberi fundur utanríkis- ráðherranna. Utanríkisráðherrarnir frestuðu að ræða um fyrirhugaðar viðræður um takmörkun kjarnavopna, en þeim var frestað í nóvember, tveimur mánuðum áður en Bush tók við völdum. Misjafnar áherslur Vestur- Þjóðverja annars vegar og sérstak- lega Bandaríkjamanna og Breta hins vegar um það hvernig skuli standa að þeim viðræðum um takmörkun skammdrægra kjarnavopna hafa skapað kreppu innan NATO. í stað þess að ræða takmörkun kjarnavopna ákváðu utanríkisráð- herrarnir að ræða fyrst um svæðis- .bundin átök í heiminum og ræddu þeir um átökin í Níkaragva og Afganistan, en munu ræða málefni Mið-Austurlanda í dag. Baker mun hitta Mikhaíl Gorbatj- sov að máli í dag. Nokkur eftirvænting hefur ríkt kringum þessa heimsókn Bakers til Sovétríkjanna, en þetta er frumraun Bakers sem utanríkisráðherra í svo mikilvægum viðræðum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.