Tíminn - 11.05.1989, Qupperneq 16

Tíminn - 11.05.1989, Qupperneq 16
16 Tíminn Fimmtudagur 11. maí 1989 Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag, fimmtudag 11. maí. Kl. 14:00 er frjáls spilamennska, kl. 19:30 félagsvist og kl. 21:00 er dansað. Göngu-Hrólfur hittist að Nóatúni 17 á laugardaginn kl. 10:00. Athugið að opið hús verður í Tónabæ laugardag fyrir hvítasunnu frá kl. 13:30-17:00. Félagsvist er kl. 14:00. Gestafundur Kven- félags Kópavogs Gestafundur verður haldinn fimmtu- daginn 11. maí i Félagsheimilinu í Kópa- vogi kl. 20:30. Skemmtiatriði ogkaffiveit- ingar. Aðalfundur Þjóðf ræðafélagsins Þjóðfræðafélagið heldur aðalfund laug- ardaginn 13. maí kl. 17:00 í stofu 101 í Odda, húsi félagsvísindadeildar Háskóla íslands. Venjuleg aðalfundarstörf. Helga Gunnarsdóttir flytur erindi um þjóðlaga- tónlist. ísland, Norðurlönd og EB: „Erum við með á nótunum?" Fimmtud. 11. maí kl. 20:30 mun Krist- en Nygaard, prófessor við Oslóarháskóla, fjalla um nýstofnaða samstarfsnefnd á Norðurlöndum um afstöðu landanna til Evrópubandalagsins og kynna það starf, sem nú þegar hefur verið unnið í Noregi við athugun á jafnt æskilegum sem óæski- legum áhrifum aðlögunar að EB og væntanlegum innri markaði bandalagsins. Fyrirhugaðar aðgerðir á vegum norrænu samstarfsnefndarinnar verða kynntar á fundinum og jafnframt verður rædd aðild íslands að nefndinni. Fundurinn verður haldinn í fyrirlestra- sal Norræna hússins og eru allir áhuga- menn um samskipti íslands og Evrópu- bandalagsins hvattir til þátttöku. Norræna húsið Háskólafyrirlestur: „Handan við Hávamál" Prófessor Hermann Pálsson flytur op- inberan fyrirlestur í boði Heimspekideild- ar Háskóla íslands fimmtudaginn 11. maí 1989 kl. 17:15 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist „Handan við Háva- mál“. Öllum er heimiil aðgangur. Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík Nýr dvalarstaður á vegum Orlofsnefnd- ar húsmæðra í Reykjavík verður kynntur að Hótel Loftleiðum fimmtudagskvöldið 11. maf kl. 20:30. Farnar verða fjórar ferðir í sumar, frá 28. júní til 19. júlí, og er hver ferð vikuferð. Farið verður til Benidorm á Spáni. Skrifstofa Orlofs húsmæðra í Reykja- vík, Traðarkotssundi 6, Reykjavík, verð- ur opin í sumar frá 16. maí á mánud. til föstud. kl. 15:00-18:00. Sími þar er 12617. 1 BILALEIGA meö utibu allt i kringum landiö, gera þér mögulegt aö leigja bíl á einum stað og skila honum á öörum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendi$ interRent Bílaleiga Akureyrar Halldór Haraldsson píanóleikarl. Sinfóníuhljómsveitin í Háskólabíói Fimmtudaginn 11. maí kl. 20:30 leikur Sinfóníuhljómsveit (slands í Háskólabíói. Flutt verða þessi verk: Punktar eftir Magnús Bl. Jóhannsson, Píanókonsert nr. 5, öðru nafni „Keisarakonsertinn“, eftir Beethoven, - einleikari Halldór Haraldsson og Sinfónía nr. 15 eftir Shos- takovitch. Stjómandi er Alexis Hauser, sem er Austurríkismaður, fæddur 1947 í Vín. Námskeið í „músík þerapíu" Dagana 3.-7. júní nk. stendur Tónstofa Valgerðar fyrir námskeiði í „músík þer- apíu“ sem haldið verður í Menningarmið- stöðinni Gerðubergi. Námskeiðið erliður í tónvfsindahátíð sem íslenska hljóm- sveitin hefur skipulagt með innlendum og erlendum fyrirlesurum. Þátttakendum í músík þerapíu nám- skeiðinu er heimill aðgangur að öllum liðum hátíðarinnar sem nánar verður auglýst síðar. Frekari upplýsingar um námskeiðið veitir Tónstofa Valgerðar í síma 612288. Þátttaka tilkynnist fyrir 20. maí nk. Landsstjórn og framkvæmdastjórn LFK Aðal- og varamenn eru boðaðir til fundar að Nóatúni 21, laugardaginn 27. maí kl. 10-16. Dagskrá: Undirbúningur landsþings. A: Málefni. B: Framkvæmd. C: Önnur mál. Áríðandi er að tilkynna þátttöku í síma 91-24480. Stjómin. Guðbjórg Lind sýnir í Slunkaríki Laugardaginn 29. apríl opnaði Guð- björg Lind Jónsdóttir sýningu á olfumál- verkum í Slunkaríki, Aðalstræti 22, Isa- firði. Guðbjörg Lind er (sfirðingur. Hún lauk námi frá MHÍ 1985 og sýndi þá sama ár í Slunkaríki. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnu- daga kl. 16:00-18:00 fram til sunnudags- ins 14. maí. Listasafn íslands: ÍSLENSKT LANDSLAG í Listasafni Islands stendur yfir sýning á úrvali íslenskra landslagsverka í eigu safnsins. Sýningin spannar þessa öld, allt frá verkum frumherjanna til yngstu lista- manna okkar og er sýningin afar fjöl- breytileg, bæði að myndefni og tækni. Leiðsögn um sýninguna fer fram í fylgd sérfræðings á sunnudögum kl. 15:00. Leiðsögnin „Mynd mánaðarins" fer fram á fimmtudögum kl. 13:30-13:45. Mynd maímánaðar er Bátur á heimleið eftir Gunnlaug Ó. Scheving. Listasafn Islands er opið alla daga nema mánudaga kl. 11:00-17:00 og er veitingastofa safnsins opin á sama tíma. Aðgangur að safninu er ókeypis svo og auglýstar leiðsagnir. Dagsferðir F.í. um hvítasunnu 1. Sunnud. 14. maí Id. 13:00: Garð- skagi-Stafnes-Básendar/ökuferð. Ekið sem leið liggur suður með sjó um Keflavík að Garðskagavita, síðan um Sandgerði, Hvalsnes að Stafnesi og geng- ið þaðan að Básendum, sem er fom miðstöð einokunarverslunarinnar dönsku til 1798 er hið mikla Básendaflóð lagði staðinn í eyði,. (1000 kr.) 2. mánud. 15. maí kl. 13:00: Höskuld- arvellir-Keilir. Keilir er 378 m og því afar létt að ganga á fjallið. Gengið er frá Höskuldarvöllum. Brottför frá Umferð- armiðstöðinni austanmegin. Farmiðar við bíl (800 kr.) Frítt fyrir böm yngri en 15 ára. Hinn árlegi GÖNGUDAGUR Ferða- félags lslands verður sunnudaginn 28. maí. Hvítasunnuferðir Útivistar 1. Skaftafell-Öræfasveit. Svefnpoka- gisting að Hofi. 2. Óræfajökull-Skaftafell 3. Snæfellsnes-Snæfellsjökull 4. Snæfellsnes-Breiðafjarðareyjar 5. Þórsmörk og Fimmvörðuháls. Allar upplýsingar á skrifstofunni Gróf- inni 1. Símar: 14606 og 23732. Göngudagar Kópavogsbúa Laugardaginn 27. júlí 1985 byrjuðu nokkrir Kópavogsbúar að rölta um götur bæjarins kl. 10:00 á laugardagsmorgni. Þetta var nýr klúbbur í „Hana nú-sam- tökunum" og frá þessum degi hefur enginn laugardagur dottið úr í þessum laugardagsgöngum. Vetur, sumar vor og haust hefur hópur af skemmtilegu fólki rölt um göturnar eftir að hafa drukkið saman molakaffi á Digranesvegi 12, en þaðan er ætíð lagt af stað í gönguna. Nú hafa Reykvíkingar byrjað að ganga á svipuðum nótum á laugardögum og heitir þeirra ganga „Göngu-Hrólfur“. Sel- tjarnarnes og nokkrir bæir úti á landi hafa einnig tekið upp þennan góða sið. Samtökin Hana nú hvetja Kópavogs- búa til að koma með í þetta skemmtilega trimm, en „Hana nú gangan" er fyrir unga og aldna og allt þar á milli. „Látum ekki göngumerki Kópavogs falla". Jóhannes Jóhannesson listmálari. Jóhannes Jóhannesson sýnir í Gallen' B0RG Jóhannes Jóhannesson opnar sýningu á verkum sínum í Gallerí Borg, Pósthús- stræti 9, í dag, fimmtudaginn 11. maí kl. 17:00. Jóhannes er fæddur í Reykjavík 1921. Hann hefur haldið margar einkasýningar og 1981 var haldin yfirlitssýning á verkum hans í Listasafni Islands. Þar að auki hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga á Norðurlöndum, Italíu, Sovétríkjunum, Póllandi og Bandaríkjunum. Á sýningu Jóhannesar nú eru ný olíu- málverk, sem öll eru til sölu. Sýningin er opin virka daga kl. 10:00- 18:00 og um helgar kl. 14:00-18:00. Sýningunni lýkur 23. maí. Gallerí Borg, kjallarinn f Pósthússtræti hefur ávallt til sýnis og sölu úrval af vatnslita- og pastelmyndum, bæði eftir unga og eldri listamenn. I Grafík-Gallerí Borg, Austurstræti 10, er úrval grafíkverka eftir hina ýmsu listamenn. Þar er opið á venjulegum verslunartíma. Ein af sjávarmyndum Bjarna Jónssonar. Sýning Bjama Jónssonar í Heppuskóla Bjami Jónsson listmálari heldur sýn- ingu í Heppuskóla, Höfn í Homafirði um hvítasunnuna, 13.-15. maí. Bjarni sýnir olíumálverk og vatnslitamyndir. Efni margra myndanna er sótt í sjósókn for- feðra okkar, aðra þætti þjóðhátta og náttúm landsins. Hann hefur haldið margar sýningar hér á landi og tekið þátt f samsýningum erlendis. Ámm saman hefur hann teiknað í námsbækur, gert bókakápur, jólakort, teiknað í Spegilinn o. fl. 126 ár vann Bjami að teikningum í hið stóra ritverk Lúðvíks Kristjánssonar (s- lenska sjávarhætti. Einnig gerði hann teikningar í orðabók Menningarsjóðs, skýringamyndir fyrir fræðslunámskeið fiskiðnaðarins o.fl. Sýningin í Heppuskóla verður opin kl. 14:00-22:00 daglega. Ferming í Hólmavíkurkirkju hvítasunnudag kl. 14.00. Fermd verða: Berglind Maríusdóttir, Borgabraut 9. Guðmundur V. Þórðarson, Vitabraut 17. Harpa Jóhannsdóttir, Austurtúni 7. Sigurður M. Þorvaldsson, Hafnarbraut 13. Fermingarbðm í Selfosskirkju á hvítasunnudag, 14.5.89, kl. 10.30 Ásdís Ingvarsdóttir, Lágengi 15. Brynja Kristín Guðmundsdóttir, Grashaga 21. Enok Jóhannsson, Lágengi 19. Fríður Ester Pétursdóttir, Gauksrima 7. Guðmundur Ámason, Spóarima 21. Guðný Birgisdóttir, Álftarima 6. Ingibjörg Birgisdóttir, Álftarima 6. Guðný Ingvarsdóttir, Grashaga 13. Guðrún Björg Lúðvíksdóttir, Starengi 9. Guðrún Hrafiíhildur Klemenzdóttir, Birkivöllum 20. Hilmar Freyr Hilmarsson, Suðurengi 20. Jóhann Georg Gunnarsson, Smáratúni 9. Jóhanna Ósk Aradóttir, Laekjargarði. Jónas Elvar Birgisson, Smáratúni 18. Magnús Helgi Valsson, Austurvegi 31. Olga Bjamadóttir, Birkivöllum 16. Ólafur Jóhannsson, Fossheiði 50. Pétur Harðarson, Birkivöllum 31. Sigurður Óli Kristinsson, Mánavegi 2. Sverrir Jón Einarsson, Tryggvagötu 18. Þorsteinn Ingi Garðarsson, Réttarholti 6. Örvar Þór Jónsson, Réttarholti 2. Fermingarbórn í Villingaholts* kirkju á hvítasunnudag 14.5.89 kl. 14 Ágúst Valgarð Ólafsson, Forsæti 3. Bima Jóhanna Ragnarsdóttir, Vatnsholti 2. Kristín Silja Guðlaugsdóttir, Arabæ. Kristrún Guðmundsdóttir, HólmaseU. Sigurdís LUja Guðjónsdóttir, Kolsholti 2. Theodór Kelpin Pálsson, Egilsstöðum 2. Fermingarbóm í Hraungerðis- kirkju annan hvítasunnudag 15.5.89, kl. 13.30 Arelíus Sveinn Arelíusson, Bitm. Ástmundur Sigmarsson, Langholti 2. Guðbjörg Jónmunda Pétursdóttir, Langholti 3. Ingibjörg Þórarinsdóttir, Litlu Reykjum. Jómnn Edda Hafsteinsdóttir, Túni 2. Fermingarbórn í Stokkseyrar- kirkju 2. hvítasunnudag 15. maí kl. 11.00 Ásgeir Hrafn Símonarson, Efra Seli. Guðríður Ester Geirsdóttir, Jaðri. Guðrún Elka Róbertsdóttir, Heiðarbrún 16. Hjörleifur Bjarki Kristjánsson, Sólvöllum 1. Hrefna Björk Sigurðardóttir, Heiðarbrún 22. Ingibjörg Ingibergsdóttir, Lyngheiði. Jón Ásgeir Guðjónsson, Heiðarbrún 24. Jón Sindri Stefánsson, Gmnd. Kristrún Sveinbjömsdóttir, Eyrarbraut 10. Sigurfmnur Bjarkarson, Tóftum. Vigdís Unnur Pálsdóttir, Stjömusteinum 10. Úlfar Guðmundsson Fermingarbórn í Gaulverja- bæjarkirkju hvítasunnudag 14. maí kl. 14.00 Bára Birgisdóttir, Seljatungu. Hrönn Birgisdóttir, Seljatungu. Þómnn Gunnarsdóttir, Hólshúsum. Úlfar Guðmundsson Guðlaug Bjamadóttir leikur lsabellu Leitner en það er eina hiutverk leikritsins Hvað gerðist í gær? Alþýðuleikhúsið: Hvað gerðist í gær? - síðasta sýning í kvöld kl. 20.30 hefst í Hlaðvarpanum síðasta sýning Alþýðuleikhússins á Hvað gerðist í gær? Leikritið eru minningarbrot höfundarins, ungverska gyðingsins Isa- bellu Leitner, sem lifði af hörmungamar í Auschwitz. KVIKMYNDIR Háskólabíó: The Naked Gun Stjörnugjöf ★★1/2 Rosalegt skopskyn Háskólabt'ó hefur tekið til sýn- inga myndina The Naked Gun eða Beint á ská. Framleiðendur mynd- arinnar eru þeir sömu og gerðu Airplane myndimar frægu. Þessi nýja mynd þeirra er á sömu nótum og þær fyrri og inniheldur hreint út sagt rosalegan húmor. Söguþráður myndarinnar er nú kannski ekki neitt sérlega inni- haldsmikill, en í stuttu máli ritað þá fjallar hún um foringja lögreglu- sveitar, Frank Drebin, er kemur heim frá árangursríkri ferð í að uppræta ráðgert morð á Banda- ríkjaforseta. Þegar heim er komið er honum falið að rannsaka morð á lögreglumanni og fyrir tilviljun kemst hann að því að hópur manna situr ráðgerir að myrða Englands- drottningu, en von er á henni til Bandaríkjanna. En Drebin er svona með þeim klaufalegri í löggustéttinni og ýmislegt kemur upp á hjá honum við störfin. I aðalhlutverki í myndinni er góðkunningi okkar úr Airplane myndunum Leslie Nielsen og gerir hann Frank Drebin alveg ágæt skil. Það er svo ekki ófrægari leikari en Priscilla Presley sem leikur hitt aðalhlutverkið, glæsilega konu sem fengin er til að eiga vingott við Drebin í þeim tilgangi að njósna um rannsókn Drebin. Priscilla sýn- ir þarna á sér nýja hlið, en hingað til hefur hún verið hvað frægust fyrir leik sinn í Dallas. í þessari mynd sýnir hún að hún er fullfær gamanleikari. Myndin er í heildina góð gaman- mynd með hreint geðveikum húm- or og þeir sem muna eftir Airplane myndunum og skemmtu sér á þeim ættu fyrir alla muni að drífa sig í Háskólabíó þar sem myndin er hin fínasta skemmtun. Kvikmyndinni The Naked Gun gef ég tvær og hálfa stjörnu fyrir þessa eina og hálfu hláturstund. Pétur Sigurðsson

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.