Tíminn - 19.05.1989, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.05.1989, Blaðsíða 1
Gunnar Gunnarsson rithöfundur var fæddur 18. maí 1889. Hann átti því aldarafmæli nú fyrir fáum dögum. Gunnar var Austf irðingur, en fluttist ungur til Danmerkur. Þar hjó hann strandhögg að fornum sið í dönskum bókmenntaheimi. Hann setti ekki fyrir sig þá erfiðleika sem fylgdu því að hefja sagnaritun á erlendu tungumáli. Á tiltölulega fáum árum náði hann þeim árangri að verða einn af víðlesnustu höfundum í Danmörku, og skáldsög- ur hans voru þýddar á fjöldamörg önnur tungumál. Gunnar Gunnarsson lést í Reykjavík 21. nóvember 1975, þá aldraður maður. Eins og menn vita valdi hann sér legstað úti í Viðey og hvílir í kirkjugarðinum þar ásamt konu sinni og syni. Árið fyrir andlát Gunnars átti Jónas heitinn Guðmundsson rithöf- undur við hann nokkuð langt viðtal sem birtist hér í Tímanum á 85. ára afmælisdegi hans. Þar fer Gunnar meðal annars nokkrum orðum um skáldsagnaritun sína, en það var formið sem hann ræktaði langmest á akri skáldskaparins. í þessu viðtali spyr Jónas hvort skáldsagan sé lif- andi tjáningarform á dögum sjónvarps, leikhúsa og voldugra fjöl- miðla. Gunnar svarar þessu þannig: „Skáldsagan er ódrepandi - hrannir tískunnar hrynja af henni ósnortinni sem forngrýtisdranga í ólgusjó síbreytilegrar tísku.“ Jónas spyr aftur: „Er líklegt að þú hefðir, ef þú værir ungur nú, snúið þér að kvik- myndagerð eða leikhúsverkum?" Og Gunnar svarar: „Kvikmyndagerð áreiðanlega ekki - svo fremi ég væri sá sem ég er. Af leikritagerð er ég ekki alsak- laus, en það er og verður skáldsagan sem á hug minn og hjarta og sem ég lifi og anda í, enda ódauðleg, svo fremi mannkynið þráast ekki í fyrir alla muni að fyrirfara sjálfu sér.“ Skáldsagnahöfundur í þessum fáu og vel meitluðu orðum felst í rauninni ákaflega góð lýsing á öllu höfundarverki Gunnars Gunnarssonar. Sem skáld var hann fyrst og síðast sagnahöfundur, þótt eftir hann liggi raunar einnig bæði ljóð, leikrit og ritgerðir margs konar. En það er sem sagnamanns og meistara á því sviði sem hans er framar öðru minnst nú á dögum. Gunnar fæddist á Valþjófsstað í Fljótsdal. Hér heima var hann sem unglingur um tíma í námi hjá nálæg- um presti, en 1907 hleypti hann heimdraganum og fór til tveggja vetra náms í Lýðháskólanum í Askov í Danmörku. Þar með var hafin búseta hans í Danmörku, sem stóð í 32 ár. Þar kvæntist hann 1912 danskri konu, Franziscu, fæddri Jörgensen. Arið 1938 keypti Gunnar svo jörðina Skriðuklaustur í Fljótsdal, og fluttu þau hjón heim árið eftir. Þar voru þau síðan búandi í tæpan áratug, eða til hausts 1948. Þá fluttu þau til Reykjavíkur, reistu sér þar hús og bjuggu þar alit til dánardags. Gunnar var virkur rithöfundur alla ævi. En samt sem áður fer það ekki á milli mála að árin í Danmörku verður að telja blómaskeiðið á ferli hans. Þá frumsamdi hann nánast allar þær sögur sem hvað mest halda nafni hans á lofti. Eftir að heim var Icomið voru afköst hans við frum- samdar skáldsögur þó einhverra hluta vegna ólíkt minni en áður. Og síðustu æviárin fékkst hann fyrst og fremst við það verkefni að þýða sögur sínar á íslensku. Það var þó vissulega þarft verk, og fyrir vikið liggja þær nú flestar fyrir í aðgengi- legum útgáfum með eigin hand- bragði höfundar á móðurmáli hans, hnitmiðuðu og meitluðu. Með því að skoða útgáfuár bóka Gunnars telst mér svo til að á Danmerkurárunum, nánar til tekið árin 1912 til 1937, hafi hann sent frá sér fulla tvo tugi af skáldsögum í frumútgáfum. Þó skal tekið fram að í því tel ég Sögu Borgarættarinnar fjórar bækur, og Fjallkirkjuna fimm, eða eins og þær komu út í fyrstu útgáfum á dönsku. Og eru þá ótaldar margar styttri sögur, bæði smásögur og aðrar sem máski mega teljast á mörkum þess að mega heita stuttar skáldsögur. En eftir að Gunnar Gunnarsson fluttist til íslands fæ ég á hinn bóginn ekki séð að hann hafi sent frá sér nema þrjár frumsamdar skáldsögur. Þær eru Heiðaharmur, árið 1940, framhaldið Sálumessa, tólf árum síðar, árið 1952, og loks Brimhenda, 1954. Á þeim árum sinnti hann þó mörgu öðru, svo sem tveimur heild- arútgáfum, annarri á öllum verkum sínum en hinni einungis á skáld- sögunum. Og er þá ógleymt þýðing- unum á þessum verkum sem ég gat um og komu út í bókaformi nokkuð jafnóðum og þær urðu til. Nýrómantíkin Að því er að gæta í þessu sam- bandi að á fyrstu áratugum aldarinn- ar var að mörgu leyti töluvert öðru vísi umhorfs í norrænum bók- menntaheimi, þar með talið íslensk- um, heldur en er nú á dögum. Fyrir aðeins fáum áratugum hafði þá kom- ið fram hin svo kallaða raunsæis- stefna, sem á sinn hátt má telja undanfara síðari tíma verka af teg- und þjóðfélagsádeilna og beindist kannski einna helst að þvi að taka málstað smælingja og yfirleitt alira þcirra sem Iftils máttu sfn í samfélag- inu. Á fyrsta og öðrum áratug aldar- innar var raunsæið að vísu farið að dala, en þó fjarri því dautt úr öllum æðum. Aftur á móti var þá risin upp ný stefna, sem með hæfilegri einföldun má kalla nýrómantík og gengur venjulega undir því nafni í íslenskri bókmenntasögu. Hún var í rauninni nátengd þeim breytingum hér heima, sem um þær mundir voru að eiga sér stað í þjóðfélaginu, með fyrstu myndun umtalsverðs þéttbýlis og þar með tilkomu eiginlegrar borg- arastéttar. 1 heild má þó segja það um norrænar bókmenntir þessara tíma að f þeim hafi verið ákaflega áber- andi margs konar innhverfar hug- myndir, sem beindust framar öðru Gunnar Gunnarsson 85 ára árið 1974. (L]ósm. Timlnn, Gunnar.) að innri tilfinningum og sálarlífi fólks. Þetta kemur meðal annars greinilega fram, reyndar í margs konar myndum, í skáldskap okkar hér heima fyrstu áratugi aldarinnar, og slfkar hugmyndir eru einnig, að því er ég fæ best séð, mjög ríkur þáttur f skáldsögum Gunnars Gunn-, arssonar frá Danmerkurárunum. Þetta birtist ekki hvað sfst í þvf hvað honum er þar tamt að leita inn á við í lýsingum sögupersóna sinna, kryfja tilfinningalíf þeirra, afstöðu þeirra til góðs og ills, tilgangsins í tilverunni og til hugsjóna hvers konar, svo sem varðandi framfarir til handa landi oe þjóð. S Og svo fer það vitaskuld ekki á milli mála heldur að ísland og ailt sem íslenskt er gerir í rauninni allan grunntón í þessum sögum. Gunnar Gunnarsson varð í rauninni aldrei danskur rithöfundur. Hann var með þessum bókum fyrst og síðast að túlka íslenska reynslu fyrir dönskum lesendum. „Hrannir tískunnar hrynja af henni ósnortinni" Á aldarafmæli Gunnars Gunnarssonar rithöfundar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.