Tíminn - 19.05.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.05.1989, Blaðsíða 3
Laugardagur 20. maí 1989 HELGIN 3 Af A Fanzisca og Gunnar Gunnars- son á heimili sínu við Dyngjuveg í Reykjavík. Skáldið við vinnuborð sitt. sú að setjist þeir niður til að lesa þær þá opnist þeim fljótlega nýr og víðáttumikill heimur íslensks sveita- lífs, íslenskrar náttúru og íslenskrar sögu. Og það heimur sem verði minnisstæður og menn langi kannski helst af öllu til að yfirgefa ekki strax aftur. En ekki má þó hverfa frá þessu efni án þess að minnast á þá sögu Gunnars, þar sem hann beitir hvað mestum listrænum töfrabrögðum, og það er Vikivaki. Sú saga er vægast sagt ákaflega sérstæð, en hún gerist hér uppi á íslenskri heiði. Þar hefur ekkjumaður byggt sér nýtískulegt hús og býr í því einn. Um áramót vill svo til að í útvarpi er blásið í lúðra, og veit hann þá ekki fyrri til en hús hans fyllist af fólki. Á staðnum er gamall kirkjugarður, þar sem hinir framliðnu hafa villst á þessum lúðr- um og lúðrum hins efsta dags og risið upp frá dauðum. Þetta er fólk frá miðöldum, en einnig er þar stakt höfuð, sem reynist hvorki meira né minna en vera af sjálfum Gretti Ásmundarsyni. Úr verður svo hin skemmtilegasta söguflétta, eins og við er að búast. Og ekki má þá heldur gleyma öðru smágerðu snilldarverki, sem er Aðventa. Þetta er stutt skáldsaga, sem ýmsir hafa viljað nefna helgi- sögu, og er í sannleika sagt síður en svo út í loftið. Hún gerist rétt fyrir jól, áaðventu, og segir frá fjalla- og fjárleitar- manninum Benedikt. Hann fer í árlega eftirleit sína inn á öræfi, ásamt hundi sínum og forystusauð. Þar lenda þeir í foráttuveðrum og verða allir þrír að heyja harða bar- áttu við óvægin náttúruöfl, áður en þeim tekst að koma útigangsfénu, sem eftirleitin skilaði, aftur til byggða. I þessari litlu sögu fer ekki á milli mála að margs konar táknmáli er beitt. Það er ekki út í loftið að hún gerist undir jól og fjallar um mann sem leggur á sig mikið erfiði til þess að bjarga lifandi verum í húsaskjól fyrir hátíðina. Þar er kominn góði hirðirinn, sem við þekkjum úr Biblí- unni, í líki íslensks sveitamanns og uppi á íslenskum öræfum. Landið og sagan Og kannski er það alls ekki út í loftið að segja að Aðventa feli í sér líkt og í hnotskurn öll helstu höfund- areinkenni Gunnar Gunnarssonar. Venjulega leynist nefnilega töluvert meira í sögum hans heldur en liggur þar á yfirborði við fyrsta og fljótleg- an lestur. í sögum hans er í rauninni verið að takast á við margvísleg vandamál mannlegs lífs, spurningar um hluti eins og hvað sé rétt breytni og hvað röng í mannlegum samskipt- um, eða þá um það hvað taki við eftir líkamsdauðann og hvort lífið hér á jörðinni lúti raunverulega einhverri guðlegri stjórn að ofan. Að þessu leyti fer ekki á milli mála að sögur hans eru mannbætandi, og þegar við það bætist að í þeim er oftast nær ríkjandi töluverð tog- streita, af völdum þeirra andstæðu póla góðs og ills, sem í þeim ríkja gjaman og hér var getið, þá leiðir af því að þær eru líka spennandi. Gunnari var nefnilega töluvert vel lagið að halda lesendum sínum við efnið. Og er þá hinu ógleymt að sem íslenskur rithöfundur í erlendu landi tók hann sér það fyrir hendur að túlka íslenskan veruleika í þessum sögum sínum, jafnt gamlan sem nýjan. Af því stafar sú sérkennilega þverstæða að þessi höfundur, sem blómann úr ævi sinni skrifaði fyrir erlenda lesendur, er í rauninni tölu- vert íslenskari en ýmsir þeir sem skrifuðu hér h'eima. Það er ástæðan fyrir því að enn í dag eiga sögur hans fullt erindi til íslenskra lesenda. -esig AÐ HÓTEL LOFTLEIÐUM ER GJALDEYRIS- AFGREIÐSLA OPIN Á ÓTRÚLEGUSTU TÍMUM Já, það er ekki ofsögum sagt af þjónustu Landsbankans við erlenda jafnt sem innlenda ferðamenn. Gjaldeyrisafgreiðslan á Hótel Loftleiðum er opin sem hér segir: Mánudaga - föstudaga kl. 8:15-16:00 og 17:00-19:15. Laugardaga og sunnudaga kl. 8:15-19:15. Á sama tíma eru afgreiddar ferðatryggingar. Að öðru leyti er almenn afgreiðsla opin á venjulegum tímum: Mánudaga-föstudaga kl. 9:15-16:00 og fimmtudaga síðdegis kl. 17:00-18:00. Verið velkomin, - hvenær sem er. Landsbanki íslands Banki alira landsmanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.