Tíminn - 19.05.1989, Qupperneq 13

Tíminn - 19.05.1989, Qupperneq 13
HELGIN Laugardagur 20. maí 1989 13 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL dökkum jakka en frakkalausan og ekki með neitt höfuðfat. Hann var dökkhærður. Með lýsinguna í fórum sínum hélt lögreglan leitinni áfram. Fólk kom til dyra í húsum sínum og átti von á litlum gestum að syngja jólasöngva en hitti í staðinn sterklega verði laganna sem tjáðu því að morðingi gengi laus á svæðinu og spurðu hvort einhver hefði séð hann. Auk lýsingarinnar mátti bæta við að maðurinn hlyti að vera allmikið blóðugur. Athugað var hvort hann hefði getað komist undan í bíl. Leigubíl- stjórar voru spurðir en enginn kann- aðist við að hafa tekið farþega á þessum slóðum á tilteknum tíma. Því var gert ráð fyrir að maðurinn hefði flúið fótgangandi. Rannsókn á gistiheimilinu leiddi í Ijós að náunginn hafði farið inn um glugga og hefði eins vel getað farið út um hann aftur en það gaf enga vísbendingu um í hvaða átt hann hafði svo hlaupið. Ýmsar miður þægilegar getgátur komu upp. Vera kynni að Geraldine Dunn væri ekki eina fórnarlamb mannsins. Ekki mátti úitloka að maðurinn hefði náð til annarrar stúlku sem farið hafði fyrr úr húsinu á leið í jólaleyfi sitt. Pegar í stað var haft samband við alla íbúa gistiheimilisins sem mögu- legt var að ná til. Stúlkurnar voru spurðar hvort þær hefðu séð mann snuðrandi við húsið og beðnar að skýra frá öllu, hversu smávægilegt sem það kynni að virðast, varðandi Geraldine Dunn og hvort hún gæti hafa óttast eitthvað sérstakt. Blóðugur í strætisvagni Eðlilega var áhugi á að hafa uppi á kunningjum Geraldine af karlkyni, svo og fólki sem hún vann með og ættingjum. Jafnframt hélt lögreglan áfram að ganga hús úr húsi í leit að einhverjum vísbendingum. Einnig var farið á veitingastaði og knæpur ef vera kynni að maðurinn hefði haldið sig þar áður en hann lét til skarar skríða. Lögð var áhersla á tímann milli kl. 18 og 19.30. Það virtist engan árangur ætla að bera þar til lögreglumaður ræddi við konu eina sem stigið hafði út úr strætisvagni skammt frá gistiheimil- inu. Hún kvaðst hafa séð mann sem lýsingin gæti átt við. Þá var klukkan tæplega 20. - Hann lét hallast upp að húsvegg við Leebank Road, sagði konan. - Fyrst hélt ég að hann væri drukkinn en götuljósið skein á hann og ég komst að þeirri niðurstöðu að hann væri veikur. Hann gretti sig eins og hann fyndi til. Konan sagðist ekki sjálf hafa talað við hann en tveir menn hefðu ávarp- að hann svo hún heyrði. Annar þeirra gekk til mannsins og sagði: - Ósköp eru að sjá þig. Hvað varstu að gera? Pá kvaðst konan hafa litið nánar á manninn og séð að hann var óhreinn í framan og fötin ötuð blóði. - Svaraði hann? spurði lögreglu- maðurinn. - Já og hann talaði skýrt og vandað mál, eins og menntaður maður. Hann sagði: - Ég datt í garðinum, en hafið ekki áhyggjur af því. Ég lagast þegar ég næ strætis- vagni. Það var allt og sumt. Þetta nægði þó lögreglunni til að finna nýja slóð einkum þegar vitnið taldi að maðurinn hefði sfðan farið að biðstöð vagns númer átta sem gekk umhverfis miðborgina. Eftir nokkrar fyrirspurnir hafðist uppi á ökumanni vagnsins sem reyndist muna mætavel eftir þessum farþega. Vitni þegja - Hann kom upp í um áttaleytið og fór á efri hæðina, sagði vagnstjór- inn. - Hann var blóðugur á höndun- um og framan á jakkanum. Ég taldi víst að hann hefði lent í slagsmálum og hann virtist sljór. - Talaðirðu eitthvað við hann? vildi lögreglan vita. - Bara til að taka við fargjaldinu, svaraði vagnstjórinn. - Hann sagði ekkert, rétti bara fram peningana og ég rétti honum farmiðann. Vagnstjórinn mundi ekki hvar maðurinn fór af vagninum en var þó viss um að hann hefði setið í allnokk- urn spotta. Loks komst hann að þeirri niðurstöðu að það hefði að líkindum verið rnilli Édgbaston og Ladywood-hverfanna. - Einhver annar farþegi gæti hafa séð hann fara úr vagninunt, bætti vagnstjórinn við. - Ég heyrði tvo menn tala um hann og mér skildist að hann hefði sagt þeim að hann hefði verið að slást. Skömmu sfðar sá ég mann og dreng standa við sætið. Þeir gátu ekki sest því sætið var atað blóði. Á þeim slóðum sem maðurinn virtist hafa farið úr vagninum var mikill erill á götum og þétt íbúða- byggð allt um kring. Það yrði erfitt að rekja slóð manns frá hvaða bið- stöð sem væri en þó þess virði að reyna það. Vagnstjórinn áætlaði að um 60 farþegar hefðu verið í vagninum og því lýsti lögreglan eftir fólki sem gefið gæti upplýsingar. Það bar eng- an árangur og fjórum dögunt síðar sendi lögreglan frá sér svohljóðandi tilkynningu: „Við fáum enga aðstoð frá al- menningi. Það er morðingi laus á svæðinu og vel hugsanlegt að hann fremji annað morð. Enginn vill gefa neinar upplýsingar og því gerum við ráð fyrir að fólk sé svona hrætt. Við teljum góðar líkur á að morð- inginn sé enn í borginni og ekki er ólíklegt að hann láti aftur til skarar skríða.“ Stöðugur vörður var settur við sjúkrahús, hjúkrunarheimili og gisti- hús, þar sem hætta þótti á að morð- inginn gæti gæti komið í heimsókn. Blóðugur jakki í kirkju Eftir fimm daga svaraði farþegi úr vagni átta tilmælum lögreglunnar en hann hafði verið á neðri hæðinni og ekki séð blóðuga manninn. Enn á ný skoraði lögreglan á „þöglu 60- menningana" að leysa frá skj óðunni. Óttaaldan breiddist svo fljótt út að á sjötta degi komu hvorki meira né minna en tólf farþegar vagns átta og skýrðu frá því sem þeir vissu urn manninn í blóðuga jakkanum. Fáir gátu þó sagt neitt merkilegt. Starfsmenn borgarinnar höfðu verið settir til leitar að blóðugum fötum eða brunnum sem gætu gefið vísbendingar. Fatahreinsanir voru kannaðar en ekkert kom í ljós sem reyndist vísbending í málinu. Haldbetri vísbending kom hins vegar frá Tutbury, um 40 km frá Birmingham. Þar fannst blóðugur jakki á bekk í miðaldakirkju þegar fólk var að koma til messu á sunnu- degi. Jakkinn var brúnn og einhver hafði séð ungan mann koma út úr kirkjunni kvöldið áður. Lögreglumenn á staðnum fengu aðstoð Birmingham-lögreglunnar við að ræða við sóknarbörnin og loks hafðist uppi á ungum manni í Tut- bury sem jáðaði að eiga jakkann. Hann kvaðst þó hafa gleymt honum einhvers staðar. Saga hans var rugl- ingsleg en honum var sleppt þegar óyggjandi þótti að hann hafði verið heima í Tutbury allan morðdaginn. í Birmingham var tekið að gera skrá yfir þá starfsmenn skrifstofa og verksmiðja sem ekki komu til vinnu eftir jólaleyfið. Það var mikið verk en fljótt reyndist síðan að útiloka flesta á listanum vegna aldurs og fleiri staðreynda sem ekki komu heim við morðingjann. Lögreglan lét einskis ófreistað. Lögreglumenn með myndir af Ger- aldine fóru í strætisvagn númer átta viku eftir morðið í von um að finna einhvern sem reglulega fór með vagninum. Hver einasti farþegi var spurður hvort hann hefði séð farþega sem leit út eins og morðinginn og hefði verið hér blóðugur fyrir viku. Þegar svarið var neitandi, fékk við- komandi að sjá mynd af Geraldine og var spurður hvort hann kannaðist við hana. Sálfræðimeðferð Fljótlega virtist auðsætt að hvorki Geraldine né morðingi hennar höfðu notað þennan strætisvagn að stað- aldri. Það útilokaði þann möguleika Terry 0‘Hara var brenglaður á geðsmunum og hafði gengið til salfræðinga. Hann réð ekki við sig þegar hann snerti Geraldine. að þau hefðu getað kynnst í vagnin- um, þó ekki væri meira en sem tveir fastir farþegar. Þá var farið að ganga á snyrti- og hárgreiðslustofur og fljótlega kom fram að Geraldine hafði farið í hárgreiðslu sama dag og hún var myrt. Ekkertfrekara kom út úrþví. Frekari athugun á ferli Geraldine leiddi í Ijós að hún hafði verið slæm á taugum og farið í meðferð hjá sálfræðingi og gengið í hópmeðferð á geðsjúkrahúsi. Lögreglan fékk þegar í stað skrá yfir nöfn allra karlsjúklinga scm verið höfðu þar á sama tíma. Starfsfólk bar að einkum hefði einn piltur hefði sýnt mikinn áhuga á Geraldine. Hann var óskaplega skapbráður og hafði nokkrum sinn- um verið handtekinn fyrir tilefnis- lausar árásir á fólk, cn alltaf sendur til sálfræðings vegna þess að hann átti greinilega við geðrænan vanda að stríða. Maðurinn hét Terry O'Hara og er lögreglumenn sáu Ijósmynd af honum, töldu þeir ekki um að villast. Hann var eins og maðurinn sem stúlkan í þvottahúsinu hafði lýst svo vcl. Ekki mátti þó flana að neinu heldur var ákveðið að ræða við manninn fyrst í rólegheitum. Það var ekki auðvelt. því þó Terry hefði skilið eftir heimilisfang sitt á stofnuninni. bjó hann þar ekki leng- ur þegar til átti að taka. Húseigand- inn gat ekki upplýst hvert hann hafði' flutt. Svo virtist sem eina leiðin yrði að lýsa eftir Terry, en þá bar að annan íbúa hússins sem óskaði þess að fá að tala við lögregluna. Maðurinn spurði hreint út hvort verið væri að leita að Terry O'Hara. Þegar það var staðfest, bað ntaður- inn lögreglumennina að koma með sér út. Þar benti hann þeiin á annað hús lengra niður með götunni. Þang- að hcfði Terry flutt fyrir tveimur mánuðum. Geðbilun engin afsökun Manninum voru þakkaðar upplýs- ingarnar og lögreglumenn fór inn í hitt húsið, viðbúnir öllu. Margir bjuggu í húsinu og gengið var á dyrnar kerfisbundið. Þegar komið var að dyrum seinustu íbúðarinnar án þess að nokkur hefði sést sem líktist Terry, opnuðust þær og Terry sjálfur stóð ljóslifandi frammi fyrir lögreglunni. Lýsingin var svo ná- kvænt að ekki þurfti að spyrja hver þetta væri. Terry O'Hara var greinilcga afar óstyrkur þegar hann sá lögregluna og hendur hans skulfu svo hann þurfti að styðja sig. Sama gilti um fæturna þegar hann var leiddur út í lögreglubílinn. Á stöðinni gekk yfirheyrslan fljótt fyrir sig þar sem Terry var svo andlega hamlaður að hann var ekki fær um nein undanbrögð. Hann hafði lengi elt konur í þeint tilgangi að nauðga þeim og tekist það nokkr- um sinnum að eigin sögn. Hins vegar hafði hann aldrei ætlað sér að drepa neina þeirra, enda væri hann einlæg- ur aðdáandi kvenfólks yfirleitt og virti það mjög. Það var ekki fyrr en hann snerti Geraldine Dunn að hann missti gjörsamlega stjórn á sér og tók að þyrstaeftir blóði. Þegarhann byrjaði að berja hana, gat hann ómögulega hætt. Terry O'Hara kom fyrir rétt seint í maí 1988. Verjandi hans bað kviödóm að taka tillit til þess að skjólstæðingur hans væri veikur á geði en jafnvel það hafði engin áhrif. Terry var úrskuröaður sekur og dæmdur í lífstíðarfangelsi. útlitsgallaða kæli- og frystiskápa með verulegum afslætti! m llfi i KRINGLUNNI SÍMI 685440

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.