Tíminn - 19.05.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 19.05.1989, Blaðsíða 12
:*» j C Ví. i i.-í r 12 I HELGIN Laugardagur 20. maí 1989 J SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Sextíu vitni þögðu þó iögreglan lýsti eftir blóðugum manni í strætisvagni. Þegar hann loks fannst kvaðst hann alltaf hafa elt konur og nauðgað nokkr- um en í þetta sinn missti hann stjórn á sér af blóðþorsta. Jólin voru í nánd og íbúar borgar- innar Birmingham voru að undirbúa hátíðina jafnt sem aðrir. Síðdegis þann 23. desember 1987 var krökkt af fólki að versla í miðborginni sem ljómaði eins og eitt risastórt jólatré. Hins vegar var allt kyrrt umhverfis kauphöllina og gestir yfirgáfu hótel- in unnvörpum. Allir virtust ætla heim til sín í jólaleyfi. Það átti líka við á íburðarminni gististöðum. Á gistiheimili fyrir stúlkur sunnan við miðborgarkjarn- ann var venjulega ljós í öllum glugg- um um þetta leyti dags en nú sást aðeins týra á stöku stað. Ein týran var í glugga Geraldine Dunn sem var búin að láta niður dótið sitt og tilbúin að hefja jólaleyf- ið. Flestar hinna stúlknanna voru þegar farnar enda áttu þær lengra heim en Geraldine sem þurfti aðeins til Cheltenham í um 70 km fjarlægð. Þó Geraldine væri einkar lagleg stúlka var hún hæglát og hlédræg og lítið gefin fyrir að keppa eftir vin- sældum. Eftir skyldunám hafði hún lært vélritun og hraðritun. Nú var hún 25 ára og góður ritari og hafði ágætis starf í Birmingham. j þvottahúsi gistiheimilisins var einnig Ijós. Þar var yngri stúlka að strjúka jólafötin fyrir hátíðina. Hún var frá skoska bænum Ayr, skammt frá Glasgow en þangað var svo langt að hún ætlaði að eyða jólunum á gistiheimilinu. Aldrei hvarflaði að henni að það gæti verið hættulegt að vera þarna ein. Vissulega virtist ekkert slæmt liggja í loftinu þetta kvöld. Ekki var áliðið enn og nú voru allir glaðir og reifir. Ef til vill þess vegna datt engum í hug að aðgæta sérstaklega stóra trjágarðinn umhverfis gistiheimilið. Þar var á ferli skuggaleg vera og stefndi að húsinu. Hávaxin trén gerðu að verkum að lýsing var af skornum skammti. Enginn heyrði þann litla hávaða sem maðurinn olli og hann hvarf óséður inn í húsið. 1989 útgáfan o| mest landsins er homin út lesna bóh Nú getur þú fengið símaskrána innbundna fyrir aðeins 150 kr. aukagjaid. Tryggðu þér eintak á meðan upplag endist. Símaskráin er afhent á póst- og símstöðvum um land allt gegn afhendingarseðlum, sem póstlagðir hafa verið til símnotenda. Öll símanúmer á svæði 95 breytast í tengslum við útgáfu skrárinnar og verða þær auglýstar nánar þegar að þeim kemur. Að öðru leyti tekur símaskráin gildi 28. maí næstkomandi. PÓSTUR OG SÍMI Við spörum þér sporin Geraldine Dunn komst aldrei heim í jólaleyfi. Hún hitti morð- ingjann áður. Vopnaður steini Stúlkan í þvottahúsinu hélt áfram að laga fötin sín, óvitandi um að- komumann. f>ó heyrði hún einhver torkennileg, lág hljóð og hlustaði eftir þeim, fremur af forvitni en ótta. Skyndilega varð henni ljóst að marr- ið færðist nær og síðan féll skuggi á strauborðið. Skelfingu lostin sneri stúlkan sér snöggt við. í dyragættinni stóð dökkklæddur maður og glotti illkvittnislega. Það nægði að líta á hann til að sjá hvað hann hafði í hyggju. í hægri hendi hélt hann á steini sem hann hafði gripið upp úti fyrir. Um leið og hann lyfti steininum, seildist hann eftir rofanum á veggnum með hinni hend- inni. Stúlkan rak upp skelfingaróp um leið og ljósið slokknaði. Maðurinn stökk að henni í myrkrinu með steininn reiddan til höggs. Stúlkan æpti aftur og reyndi að víkja sér undan en manninum tókst að koma höggi á höfuð hennar og síðan öðru. Ópin þögnuðu og stúlkan seig niður á góifið. Þá hætti maðurinn og lagði við hlustir en stökk síðan burtu og gaf frá sér vanþóknunarhljóð. Heyrst hafði til stúlkunnar og aðrar komu henni til hjálpar. Margar raddir heyrðust í myrkrinu frammi. - Ópin komu frá þvottahúsinu. Það er dimmt þar en við skulum samt athuga málið. Þegar ein stúlkan kveikti loftljós- ið, komu þær auga á þá sem á gólfinu lá. - Hvað sem gerðist er hún þó á lífi, sagði ein þeirra og laut niður. Sú sem fyrir árásinni varð, áttaði sig fljótlega og skýrði í stuttu máli frá því sem gerðist. Stúlkurnar höfðu auga með dyrunum sem maðurinn hafði horfið út um en von bráðar kom götulögreglumaður á vettvang og hann fékk aðstoð annarra til að hefja leit að óboðna gestinum. Stúlkan var flutt á sjúkrahús þar sem sárin á höfði hennar gætu verið alvarlegri en virtist við fyrstu sýn. Blóð var á gólfinu og slettur á veggjunum. Ekkert benti þó til þess hvaða leið árásarmaðurinn hafði flúið. Blóðslóð að myrku herbergi Þegar var farið að leita í garðinum umhverfis húsið en án árangurs og þá sneru menn sér að því að leita í nær auðu gistiheimilinu sjálfu. Mikl- ar líkur voru á að maðurinn hefði einmitt falið sig innanhúss. Stúlkurnar útskýrðu fyrir lög- reglumönnunum að flestir íbúanna væru farnir heim í jólaleyfi og Ger- aldine Dunn hefði farið seinust, fyrir klukkustund eða svo, eins og hún hafði ætlað sér. Dimmir gluggar herbergjanna bentu svo sannarlega til að þar væri enginn en sú staðreynd styrkti einnig líkurnar á að árásarmaðurinn gæti falist í hvaða herbergi sem var. Einn lögreglumannanna kallaði aðvörun: - Hann gæti tekið á móti ef við króum hann af. Hann gæti líka verið vopnaður öðru en grjóti. Ljós voru kveikt á göngum og í herbergjum eftir því sem leitinni miðaði en allt f einu fór aftur að sjást blóð á ganginum og lá slóðin að dyrum herbergis númer fjögur. Lög- reglumenn ruddust inn og kveiktu ljósið. Þar frusu þeir í sporunum við þá sjón sem við blasti. Þarna var ekki endi blóðslóðar- innar, heldur upphaf hennar. Ger- aldine Dunn átti herbergið og allir töldu að hún væri farin. Hún fór aldrei í j ólaleyfi sitt heim til Chelten- ham. Á rúminu voru töskur hennar tilbúnar, en á gólfinu lá lík hennar í stórum blóðpolli og svo illa leikið var naumast var hægt að bera kennsl á það. Árásarmaðurinn var orðinn morðingi. Um það leyti sem leit á gistiheimil- inu var lokið, var glæpalögreglan í Birmingham komin á vettvang ásamt tækniliði og rannsókn hófst á stund- inni. Fyrri lögreglumenn voru settir út til að leita mannsins betur í grenndinni. Nákvæm lýsing Stúlkan á sjúkrahúsinu gat gefið allgreinargóða lýsingu á manninum, þó hún hefði aðeins séð hann rétt í svip. Hún sagði hann meðalháan. rúmlega tvítugan eða svo, klæddan

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.