Tíminn - 19.05.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.05.1989, Blaðsíða 14
14 HELGIN Laugardagur 20. maí 1989 I TÍMANS RÁS Eysteinn Sigurðsson Ættfræði í tölvum Frá því var skýrt hér í einhverj- um fjölmiðlinum á dögunum að nú stæði til að hefja útgáfu á miklu riti sem verður nefnt Ættir Eyfirðinga, ef ég hef tekið rétt eftir. Fylgdi með að hér yrðu heil fimmtán' bindi á ferðinni. Þetta verður vissulega mikið verk og þarft, og úr því skal síst dregið hér. Sem bókmennta- fræðingur hef ég í grúski mínu í skáldskap frá liðnum öldum marg- oft rekið mig áþreifanlega á það hvað vönduð ættfræðirit geta verið gagnleg. Þetta á ekki síst við þegar menn vantar af einhverjum ástæð- um upplýsingar um tilteknar per- sónur, sem ekki hafa náð að kom- ast í hóp presta, valdsmanna eða efnabænda. Og svona í framhjáhlaupi þá skyldi nú ekki vera að þetta nýja rit um ættir Eyfirðinga eigi eftir að leysa fyrir mig gátu sem ég hef ieitað að svari við lengi. lJað er varðandi stúlku eina, sem á að hafa verið uppi skömmu eftir 1800 en dáið ung. Hún hét María Einars- dóttir og á að hafa verið æskuunn- usta Bólu-Hjálmars. Nafn hennar finnst þó hvergi í bókum presta frá þeim tíma, eins og ég gerði grein fyrir í bókarkveri sem ég tók saman um Hjálmar og kom út í hitteðfyrra. En þetta er aðeins eitt dæmi um atriði sem vönduð ætt- fræðirit geta leyst fyrir okkur hina sem erum í öðrum hlutum. En þessi pistill átti þó ekki að vera um skáld heldur um ættfræði. Þessi frétt á dögunum leiddi nefni- lega huga minn að þeim breyting- um sem eru að verða hér á allri aðstöðu til ættfræðirannsókna með tilkomu tölvutækninnar. Hafa menn til dæmis hugsað út í að hér á landi búa nú um tvö hundruð og fimmtíu þúsund manns. Allt þetta fólk er tölvu- skráð inn í þjóðskrá, þar sem ekki verður annað séð en það sé smámál fyrir tæknina að halda utan um okkur öll. Að minnsta kosti er ekki annað að sjá en að okkur berist öllum bæði skattframtöl og álagn- ingarseðlar með skilum út úr þessu kerfi. Núna hefur byggð hér í landinu staðið í rúm ellefu hundruð ár, og ætli það megi ekki nota það sem þumalfingursreglu að hér hafi að meðaltali vaxið þrjár kynslóðir úr grasi á öld. Það gerir víst svona um það bil þrjátíu og þrjár kynslóðir íslendinga. Að vísu er erfitt að meta af nákvæmni tbúafjölda hér á fyrri öldum, en giska má á svona sjötíu þúsund manns að meðaltali. Mcð margföldun gefur það 2.310.000 íslendinga. Svo er að því að gæta að af þessum rúmu tveimur miljónum vita menn hvorki haus né sporð á stórum hluta, kannski um það bil helmingi af heildarfjöldanum. Líka er það talsverður hluti, alltaf sem nemur einhverjum hundruð- um þúsunda, sem ætti nú þegar að vera tiltækur í tölvuskrám þjóð- skrárinnar. Þegar upp er staðið er þannig alls ekki víst að fjöldi þeirra Islend- inga frá liðnum öldum, sem nokk- urn veginn eru vituð fullnægjandi deili á, sé nema svona um eða innan við miljón. Það þætti nú ekki mikill fjöldi á mælikvarða stór- þjóðanna. Varla myndu Kínverjar láta sér vaxa slfkt í augum. fslenskir ættfræðingar hafa á liðnum árum unnið hvert stórvirkið á fætur öðru í rannsóknum og útgáfum. Þeir hafa sent frá sér þykkar bækur með einstökum ættum, ábúendatölum og þar fram eftir götunum. Þessi verk eru ómetanleg þegar menn vilja fræð- ast um forfeður sína eða annað fólk frá fyrri tímum. En núna eru runnir upp breyttir tímar. Tölvurnar eru komnar. til sögunnar. Það skyldi nú ekki vera að þar með séu ættfræðibækurnar að verða úreltar? Með öðrum orð- um að framtíð ættfræðinnar liggi í því að tölvutaka ættir í stað þess að gefa þær út á bókum? Það ætti að geta verið tiltölulega einfalt mál að koma upp einhvers konar nafnnúmerakerfi fyrir alla f slendinga, fyrr og síðar, sem menn vita deili á. Til þess ætti í rauninni ekki að þurfa nema sjö tölustafa kerfi, á sama tíma og nýja fæð- ingarnúmerakerfið okkar er tíu tölustafir. Síðan þyrftu að fylgja með upplýsingar um annars vegar foreldra hvers og eins og hins vegar börn hans. Og væri í rauninni nægjanlegt að nota ein saman núm- erin í því skyni. Með þessu móti myndi verða bylting í öllu sem heitir íslenskar ættfræðirannsóknir. Það sem þyrfti væntanlega að byrja á væri að leggja einhvern fastan grundvöll að nafnnúmerakerfi, og síðan væri hægt að hefjast handa. Ættfræðingar hljóta nú orðið að vinna verk sín á tölvur, og þeir gætu þá slegið gögn sín inn í þær jafnóðum eftir þessu kerfi. Þegar nokkrar ættir eða nokkur ábúenda- töl liggja fyrir í þessu formi verður lítið mál að samkeyra skrárnar. Áður en nokkurn varir verður þá kominn stofn sem tekur yfir nokk- ur hundruð þúsund manns. Þá er ekki annað eftir en að fylla upp í götin. Þegar skráin liggur svo fyrir nokkurn veginn heilleg verður létt verk fyrir fólk að fá upplýsingar um ættir sínar. Ekki þarf annað en að fara í skrána, og þá getur hver sem er gefið þar upp nafnnúmer sitt og fengið á móti út forfeður sína allt upp í þrjátíu og þrjá liði, . eða eins og heimildir leyfa. Og jafnauðvelt verður að láta slíka skrá rekja saman skyldleika, til dæmis ef menn hafa grun um að þeir séu í frændsemi við einhvern kunningja sinn en kunna ekki að rekja. í slíka skrá væri vitaskuld aðeins unnt að færa þá einstaklinga sem vitað er um hverja foreldra og hvaða börn áttu. Og yrði þó drjúg- ur fjöldi frá öllum öldum, og vissulega nægur til þess að hægt yrði að komast býsna víða áfram með ættrakningar. En að því er líka að gæta að áfram yrðu útnárarnir og skank- arnir nógu margir og stórir til þess að ættfræðingar hefðu áfram við meir en nóg að sýsla. Þá þyrfti þess vegna ekki að skorta verkefni. Á hinn bóginn myndu þeir losna við alla handavinnuna við prófarka- lestur og frágang á bókum sínum, sem er gífurleg. 1 staðinn gætu þeir einbeitt kröftum sínum að því að leysa úr vafaatriðunum. Eysteinn Sigurðsson. GETTU NÚ Myndin á laugardaginn var sýndi flugstöðina í Vestmannaeyjum. Hafa væntanlega margir kann- ast við hana, að minnsta kosti heimamenn. Núna erum við aftur á móti með frægan stað. Nánar til tekið er þetta eyja sem blasir við af íslenskri strönd. En hvar er hún og hvað heitir hún? Um það leyfum við lesendum að velta vöngum fram að næstu helgi. Það er að segja þeim sem ekki þekkja hana samstundis. KROSSGÁTA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.