Tíminn - 17.06.1989, Qupperneq 6

Tíminn - 17.06.1989, Qupperneq 6
6 Tíminn Laugardagur 17. júní 1989 Tíniinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJl! Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson EggertSkúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskriftog dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. mars hækkar: Mánaðaráskrift kr. 900.-, verð í lausasölu 80,- kr. og 100,- kr. um helgar. Áskrift 900,- Grunnverð auglýsinga kr. 595,- pr. dálksentimeter Póstfax: 68-76-91 Hugsjón þjóðhátíðardagsins Flestar fullvalda þjóðir eiga sér þjóðhátíðar- dag. Yfirleitt er þjóðhátíðardagur valinn með tilliti til atburða í þjóðfrelsismálum sem borið hafa upp á þann mánaðardag sem í hlut á. 17. júní er þjóðhátíðardagur vegna þess að þann dag árið 1944 stofnuðu íslendingar lýðveldi, sögðu sig úr konungssambandi við Dani. Hins er þó að minnast, að 17. júní er fæðingardagur Jóns Sigurðssonar alþingisforseta, helsta forystumanns íslendinga í þjóðfrelsisbaráttunni fyrir og eftir miðja 19. öld. í hans anda varöllsjálfstæðisbarátt- an háð, einnig eftir hans dag. Sem fæðingardagur Jóns Sigurðssonar var 17. júní löngu merkisdagur í hugum íslendinga. Það gerðist áður en fullreynt var, hvað yrði úr því að sjálfstæðiskröfur þjóðarinnar næðu fram að ganga á fyrri hluta þessarar aldar, hvað þá sú stefna að stofna lýðveldi í landinu. Sú hugmynd hefði á dögum Jóns Sigurðssonar þótt ærið róttæk, enda ekki sérstaklega rædd í frelsisbaráttu 19. aldar. Lýðveldishugmyndin fær ekki byr undir vængi fyrr en komið er fram á þessa öld, jafnvel þótt ýmsum kunni að þykja nú eins og hún hafi alltaf verið til. Þá er þess hollt að minnast að sjálfstæðis- barátta íslendinga var sótt í áföngum, sem markast af ýmsum aðalviðburðum, s.s. endurreisn Alþingis 1845, stjórnarskránni 1874, heimastjórn 1904, fullveldi 1918 og lýðveldisstofnun 1944. Hugsjón þjóðhátíðardagsins 17. júní er því hugsjónin um að vernda íslenskt fullveldi og þjóðfrelsi, glata engu af því sem þjóðfrelsisbarátt- an færði okkur í mörgum þrepum allt til þess að lýðveldið var stofnað 17. júní 1944. Nú er alllangt um liðið síðan lýðveldisstofnun átti sér stað, 45 ár. Ekki er um það að villast að lýðveldisárin eru gullöld íslendinga í margs konar skilningi. Á þessum tíma hefur þjóðin risið úr öskustó, vaxið að fólksfjölda, efnast og unnið að hvers kyns framförum. í beinu framhaldi af lýðveldisstofnuninni 1944, var hafin pólitísk barátta fyrir endurheimt fiski- miðanna við landið. Sú barátta stóð í 30 ár og færði íslendingum þann dýrmæta sigur að auð- lindalögsagan er nú 200 mílur, svo að yfirráða- svæði íslands er nú stærra en nokkurn gat órað fyrir árið 1944. Þá ríkti enn nýlenduástand í nýtingu íslensku fiskimiðanna. Útlendingar réðu þar lögum og lofum. Það voru ráðamenn fyrstu áratuga lýðveldisins, sem unnu að því að fá þessu ástandi breytt. Það tókst eftir mikla baráttu. Hugsjón þjóðhátíðardagsins er fólgin í því að treysta lýðveldið, frelsi þess og stjórnskipulag, og halda fast um landhelgisréttindin, sem er glæsileg- asta afrek lýðveldistímans til þessa. L, fENGI HEFUR veriö haft á orði að ísland sé á mörk- um hins byggilega heims og eru sumir jafnvel á því að landið sé öfugu megin við markalínuna. En það getur allt eins farið eftir því frá hvaða sjónarhóli málin eru litin hver búsældin er og margt er það í náttúrufari lands og sjávar sem telja má til land- kosta og auðæfa. Landið er að mestu auðn og jöklar. Gróður þrífst á um tíu af hundraði þess og láta mun nærri að búseta sé möguleg á um einum tíunda hluta gróður- lendisins. En orkan í fallvötnum og jarðvarma jafnar að miklu leyti upp það sem á vantar jarðargæð- in, og varla þarf að tíunda hver auðsuppspretta sjórinn um- hverfis landið er. En þótt auðlindirnar séu gjöfular er oft harðsótt að nýta þær og til þess þarf þekkingu og manndóm, og svo hefur ávallt verið. Draumalöndin Nú á tímum heyrist æ sjaldnar að nokkurs sé um vert að vera íslendingur og menn eru furðu tómlátir um hvort einhver ástæða sé fyrir komandi kyn- slóðir að vera það. Allir kannast við þau vand- kvæði sem steðja að mörgum byggðarlögum úti á landi og sýnist sitt hverjum hvort ástæða sé til að viðhalda byggð í mörg- um þeirra. Raddir heyrast um að hinir tiltölulega fáu íbúar landsins væru kannski best komnir í þéttbýli við sunnan- verðan Faxaflóa og á margs konar hagkvæmni að leiða af þannig búsetu. Hornstrandir eru draumaland margra þeirra sem þannig hugsa og tala, en þangað koma aldrei nema einstöku flugkappar og göngugarpar í hraustasta lagi. Gróðursældin og fannfergið á Hornströndum kemur því fæst- um landsmönnum við. Fugla- björgin eru ekki heldur nýtt. Að því getur svo komið fyrr en varir að Faxaflóasvæðið þyki ekki heldur vera á því breiddar- stigi sem hæfir æskilegu mann- lífi. Síðasti vetur og þeir sam- gönguerfiðleikar sem honum fylgdu uxu mörgum í augum sem höfðu þá á því orð að hér væri fjandakornið ekki búandi mannsæmandi lífi. Ef landsbyggðin tæmist af fólki mun áreiðanlega upphefj- ast söngur um að illa sé vært í landi þar sem íbúarnir hnappast saman á litlu svæði en aðrir landshlutar næsta tómlegir. Pá mun straumurinn liggja til gróð- ursælli heimshluta þar sem allt er svo ódýrt, kaupið hátt og skattarnir lágir. Það er að minnsta kosti sá áróður sem hafður er í frammi jafnt og þétt. Samanburðurinn í útlandinu er allt svo indælt og gott. Veðrið fínt, diskótek á öðru hverju horni og bjórkrá á hinu. Og það sem einna mest er um vert, allar lífsnauðsynjar fást þar aðeins fyrir brot af því verði sem greiða verður fyrir þær á íslandi. Það er meira að segja svo komið að skipulegur áróður er hafður fyrir því að hér á landi verði hætt að framleiða matvæli til sveita en í þess stað verði allar landbúnaðarvörur fluttar inn. Þetta á að koma neytendum einkanlega vel. Ekki fylgir hvað á að gera við öll þau mannvirki og verðmæti sem búvöruframleiðslan byggir á, ásamt með gæðum náttúrunn- ar. Enn síður hvaða störf verða fyrir hendi fyrir allan þann fjölda sem vinnur að landbúnaðar- vöruframleiðslu eða störfum tengdum henni. Fleiri atvinnugreinar en land- búnaðurinn verða fyrir þeim ósköpum að það er eins og ekkert sé hægt að framleiða í landinu, eða fullvinna vöru. Skipasmíðar og viðgerðir eru fluttar úr landi og þótt ætla mætti að sjávarútvegurinn og vöruflutningar til og frá landinu væru þær greinar sem standa ættu undir skipasmíðastörfum, er það alls ekki raunin. Verkefni skipasmíðastöðvanna eru flutt úr landi í stórum stíl. Allt skal flutt inn, jafnvel hundamatur og sandur fyrir ketti að míga í. Sjávarafli fer meira og minna óunninn úr landi þar sem útlend- ar verksmiðjur taka við honum til fullvinnslu. Það er engu líkara en að skipulega sé að því unnið að færa bókstaflega alla framleiðslu út úr Iandinu, enda eru það boðorð dagsins að landsmenn eigi að lifa á að selja hver öðrum vöru og þjónustu og leigja út peninga og taka af þeim vexti og vaxtavexti, sem þykir mun þjóð- hollari atvinnugrein en að fram- leiða verðmæti. Það er kannski helst fram- leiðsla á verslunar- og skrifstofu- húsnæði sem haldið er áfram af fullum krafti enda sýnist fjár- málakerfið byggja á einhverjum allt öðrum lögmálum en að nátt- úruauðæfi og framleiðsla sé undirstaða auðsins. Feimnismál Þeir sem einna síst virðast binda vonir við þróttmikið og fagurt mannlíf á Islandi í fram- tíðinni eru þeir sem erfa eiga landið. Að minnsta kosti ríkir tómlæti hvað varðar umræður um framtíð og möguleika kom- andi kynslóða til að búa á mörk- um hins byggilega heims. Sumum hnykkti við þegar birtar voru niðurstöður skoð- anakönnunar um afstöðu íslend- inga til inngöngu í Evrópu- bandalagið. Satt best að segja hefur ekki staðið mikil umræða eða deilur um það mál og hefur yfirleitt verið heldur feimnislega um það fjallað. En niðurstöður könnun- arinnar voru þær að yfir helm- ingur fólks á aldrinum 18-24 ára taldi að ísland ætti að gerast fullgildur aðili að Evrópubanda- lagi. Eldri kynslóðir voru mun var- kárari í afstöðu sinni til, hvort þær vildu bindast ríkjabandalag- inu sem telja mun á fjórða hundrað milljóna manna, og nú teljast til nokkurra mismunandi öflugra þjóðlanda. Menntamál Ef til er eitthvað sem kalla mætti íslenskan veruleika hlýtur hann að tengjast landinu, nýt- ingu þess og öflun og vinnslu sjávarfangs og kunnáttu til þeirra verka. Þjóðmenningin, bókmenntirnar og tungan tengj- ast þeim þáttum óhjákvæmilega. Tækniþekking til að nýta orku- lindirnar er eitt af því mikilvæg- asta sem gerir íslendinga að stöndugri þjóð í nútímanum. Menntun kvað standa á afar háu stigi og er mikilvæg. Helm- ingur stúlkna lýkur stúdents- prófi og þriðjungur pilta sömu- Ieiðis. Fjögur þúsund ungmenni stunda háskólanám hérlendis og fjöldinn allur erlendis. Listnám stendur með miklum blóma og gítarspilarar skipta hundruðum. Gert er ráð fyrir að Fisk- vinnsluskólinn taki við 40 nem- endum í haust og er vel að þeim búið. 19 sóttu um skólavist næsta vetur. Ekki ber á öðru en að þeir sem útskrifast úr Fiskvinnslu- skólanum fái trygga vinnu að námi loknu, og ekki verr borg- aða en gerist og gengur. En áhuginn á að læra til þessa eins hins mikilvægasta atvinnuvegar landsmanna er í lágmarki. Borið ofurliði Erfingjar landsins hafa flestir hverjir lengri eða skemmri kynni af erlendum þjóðum áður en þeir ná fullorðinsaldri. Skemmt- analíf þeirra fer að talsverðu leyti fram erlendis og nám margra þeirra sömuleiðis. Það er varla nokkur íslenskur íþróttamaður með íþróttamönn- um sem ekki á sinn glæstasta feril í útlöndum. Þar þykja afrek merkilegri en séu þau unnin hér á landi. Innflutt menningar- og af- þreyingarefni ber allt það sem íslenskt er ofurliði og gildir einu hvort það er flutt af útlendum mönnum eða innlendum og hvort miðlunin er kölluð íslensk eða eitthvað annað. Um tunguna, hættur sem að henni steðja og varðveislu, hafa svo margir svo mikið að segja og skrifa að hér verður ekki um bætt. Aðeins skal minnt á það, að hverfi öll önnur þjóðleg verð- mæti gerir litla stoð þótt þágu- fallssýki sé útrýmt. Hér mætti setja amen eftir efninu og láta lesendur hrista höfuðin yfir því svartagallsrausi sem haft er uppi á sjálfan þjóð- hátíðardaginn. Svartagallsraus En það er einmitt svartagalls- rausið sem þjóðfélagið er gegn- sýrt af. Bjartsýnistónn heyrist va'rla og ef einhver trú er á framtíðina, er hún afskaplega

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.