Tíminn - 17.06.1989, Side 11

Tíminn - 17.06.1989, Side 11
Laugardagur 17. júní 1989 Tíminn 23 Svavar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Breiðdælinga: Bjartsýnn ef allir leggjast á eitt Útgerð fyrir austan hefur ekki farið varhluta af þeim erfiðleikum sem steðjað hafa að fiskvinnslunni að undan- fömu. Svavar Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri Hraðfrysti húss Breiðdælinga sagði í samtali við Tímann að þeir væm bjartsýnir þrátt fyrir allt og hefðu trú á að hægt væri að vinna frystihúsið út úr þeim rekstrarörðugleikum sem það hefur átt Byggðastofnun veitti heimild nú á dögunum til að kaupa svokölluð A-hlutdeildarskírteini af Hlutafjár- sjóðnum vegna nokkurra fyrirtækja, og var Hraðfrystihús Breiðdælinga hf. eitt af þeim. „Samþykkt Byggða- stofnunar kemur ekki til fram- kvæmda fyrr en fyrirtækið hefur fengið afgreiðslu í Hlutafjársjóði, þannig að við höfum ekki séð neitt af þessum peningum ennþá", sagði Svavar. Um 80 manns vinna hjá fyrirtækinu og sagði Svavar að það væri Iífsspursmál fyrir Breiðdalsvík að fyrirtækið héldist gangandi. Hei- mild Byggðastofnunar er hlutur hennar í að gera fyrirtækið lánshæft hjá Atvinnutryggingasjóði. Svavar sagði að skuldir fyrirtækisins væru meiri en svo að þessar 15 milljónir hrykkju fyrir, en rætt hefur verið um að Fiskveiðasjóður og Landsbank- inn komi hugsanlega inn í þetta. Ranglega var hermt í Tímanum á miðvikudaginn að Hraðfrystihús Breiðdælinga hf. og Hraðfrystihús Stöðvarfjarðar hefðu sameinast að einhverju leyti um stoðgreinar, en Svavar sagði að slíkt væri enn á umræðustigi. „Ég er bjartsýnn ef allir leggjast á eitt um að koma fyrirtækinu úr þessum kröggum, og ég vona að það verði gert á þann hátt að við stöndum ekki aftur í sömu sporum eftir eitt eða tvö ár. Við erum vel tækjum búin, með nýlegt frystihús og tvö ný skip og að því leyti stöndum við vel“, sagði Svavar. LDH - Norræn frímerkjasýning í Noregi: Þjóðskjalasafn- inu veitt gull Þjóðskjalasafn íslands hlaut nýveríð gullverðlaun á norrænni frímerkjasýningu. Sýningin var haldin í Fredrik- stad í Noregi. Þjóððskjalasafn íslands sýndi í heiðursdeild sýningarinnar, bréf frá þeim tíma er danskur póstur var á íslandi, auk skildinga- og aurabréfa frá því fyrir aldamót. Þátttaka íslendinga í erlendri frí- merkjasýningu hefur aldrei verið meiri, en alls sýndu átta aðilar ellefu efni í frímerkja og bók- menntadeild. Sigurður H. Þorsteinsson, um- boðsmaður sýningarinnar, afhenti Ólafi Ásgeirssyni, þjóðskjalaverði, verðlaunin í gær. Þetta er í þriðja sinn sem Þjóð- skjalasafnið hlýtur gullverðlaun á frímerkjasýningu erlendis. Það hefur vakið töluverða athygli með- al frímerkjasafnara að Þjóðskjala- safnið hefur í öll þrjú skiptin sýnt efni frá mismunandi tímabilum í íslensku póstsögunni. jkb Kristján Björnsson blaðamaður Tímans lætur nú af starfi sínu og mun gegna prestþjónustu í Breiða- bóistaðarprestakaiii. Tíminn þakkar honum vel unnin störf. Fimm sóttu um þrjú prestaköll og fjórir sóttu um stöðu sendi- ráðsprests í Kaupmannahöfn: prestur á Breiða- bólstað Kristján Bjömsson guðfræðingur og blaðamaður hefur verið kosinn til að gegna prestþjónustu í Breiðaból- staðarprestakalli í Vesturhópi. Þrír umsækjendur voru um stöðuna. Þá hefur sr. Láms Þ. Guðmundsson hefur verið ráðinn sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn frá 15. júlí nk. í samráði við sóknamefnd safnaðarins í Kaupmannahöfn og með samþykki dóms- og kirkjumálaráðherra. Um stöðuna sóttu þrír auk sr. Lámsar. Tvö önnur prestaköll vom auglýst til umsóknar nýlega og sótti einn umsækjandi um hvort. Annað prestakallið er Bólstaðarhlíð í Húnavatnsprófastsdæmi, en hitt er Skeggjastaðaprestakall í Múlapró- fastsdæmi. Kosning til þessara prest- akalla hefur ekki farið fram og hvílir nafnleynd á umsækjendum. Kirkjumálaráðherra veitir em- bættin að fengnum tillögum kirkju- stjómarinnar. Starfsmaður kveður Kristján Bjömsson, sem hverfur nú til prestskapar að Breiðabólstað lætur af starfi sínu sem blaðamaður Tímans. Ritstjórn Tímans vill þakka honum vel unnin störf í þágu blaðs- ins á þriðja ár og óskar honum velfamaðar í nýju starfi. fi H 9 % ** p $ ? tc 9 % p*- * 9 *¥ * k ? 9 p 9 ? p 9 9 p £ ? P 9 MADDAMA, KERLING, FROKEN, FRU VEISTU HVERT PÚ STEFNIR NÚ? KVENNALISTAKONUR Á FERÐ ALMENNIR FUNDIR, VINNUSTAÐAHÉÍMSÖKNlR, ÚTIMÁRKAÐIR. VESTFIRÐÍR NORÐURLAND VESTRA SUÐURLAND 9 % ? Kristín Halldórsdóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir Kristín Einarsdóttir og Málmfríður Sigurðardóttir. Danfríður Skarphéðinsdóttir og Guðrún Agnarsdóttir. 9 21. JÚNÍ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ, FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ, MIÐVIKUDAGUR H Patreksfjörður. Hvammstangi - Laugabakki. Hveragerði - Þorlákshöfn. 9 22. JÚNÍ, FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ, LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ, FIMMTUDAGUR 9 Tálknafjörður - Bíldudalur - Þingeyri. Skagaströnd - Blönduós Stokkseyri - Eyrarbakki - Selfoss. 23. JÚNÍ, FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ, FÖSTUDAGUR .; Bolungarvík - Suðureyri. Varmahlíð - Sauðárkrókur. Hella - Hvolsvöllur. 24. JÚNÍ, LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ, MÁNUDAGUR 24. JÚNÍ, LAUGARDAGUR ísafjörður. Sauðárkrókur. Vík. 25. júnf — 30. júní vcrða Kvennálistakonur á ferö um Norðurland eystra, Vesturland og Austfirði. Sjá nánar í götuauglýsingum - Geymið auglýsinguna O-g 40 Qc g -*Q Ok 40 Ck «P Ou 9 04- -*Q CH- P0k«0»qt<y » *Q <X ja-Ot ; Á P q, £ <5 Jf 9 9 9 Ch p ? * ? % 9 P p 9 ? 9 % 9 hi 9 3* ? % P í P fi 9 p 9 9 9 \ 9 p V ¥> 9 9 v p * p 9 h fi 9 ? 9 % ? 3

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.