Tíminn - 24.06.1989, Blaðsíða 18

Tíminn - 24.06.1989, Blaðsíða 18
30 Tíminn Laugardagur 24. júní 1989 lilllllllll IPRÓTTIR .............Illlllllll.. ............ ............ ............ ............. ......... ........... ......................... ............ .......... ........Hlllllll..Hllllll...III Körfuknattleikur - Úrslit EM í Zagreb: Sovétmenn mæta Grikkjum í dag í hefndarhug í undanúrslitum mótsins - Júgóslavar mæta ítölum MARGT SMATT Knattspyrna. Alfreð Gíslason landsliðsmaður í handknattleik hef- ur tilkynnt félagaskipti úr KA yfir í TBA í knattspyrnunni. Hið nýstofn- aða lið TBA í 4. deildinni er að mestu skipað handknattleiksmönn- um úr KA og hefur liðið staðið sig nokkuð vel í sumar. Alfreð ætlar að leika með liðinu um tíma í sumar, meðan hann eyðir sumarleyfi sínu á Akureyri. Körfuknattleikur. Þeir fé- lagar Sigurður Valur Halldórsson og Gunnar Valgeirsson, alþjóðlegir dómarar í körfuknattleik, eru ný- komnir frá Wales, þar sem þeir gengust undir dómarapróf. Alþjóð- legir dómarar þurfa að mæta í slík próf með reglulegu millibili til þess að halda réttindum sínum. Þeim félögum gekk báðum vel í prófinu. Gunnar mun ekki dæma hérlendis næsta vetur, því hann mun verða í námi í Bandaríkjunum. Madrid. Það munu verða lið Real Madrid og Real Valladolid sem leika til úrslita í spænsku bikar- keppninni í knattspyrnu. í undaúr- slitum tryggði Real Madrid sér sæti í úrslitunum með 1-0 sigri á Atletico Madrid í síðari leik liðanna. Real Madrid vann fyrri leikinn 2-0. Úr- slitaleikurinn verður 30. júní á Vic- ente Calderon leikvanginum í Madrid. Sovétríkin og Júgóslavíu sigruðu hvort í sínum riðli úrslitakeppni Evrópumótsins í körfuknattleik sem fram fer í Júgóslavíu þessa dagana. Með þeim í undanúrslit í keppninni komust Ítalía og núverandi Evrópu- mcistarar Grikklands. 1 fyrrakvöld unnu Sovétmenn 108- 96 sigur á Spánverjum. Miðherjinn sterki Arvidas Sabonis skoraði 27 stig fyrir Sovétmenn í leiknum. Júgóslavar unnu Frakka 106-89, eftir að hafa verið 41-48 undir í leikhléi. Ástæðan var sú að aðalbak- vörður Júgóslava, Drazen Petrovic sat á varamannabekknum allan fyrri hálfleikinn. Þjálfari Júgóslava var að hvíla hann fyrir undanúrslitaleik- ina. En Petrovic kom inná í síðari hálfleiknum og gerði út um leikinn. Frá 6. mín.-14. mín. síðari hálfleiks yfirspiluðu Júgóslavar Frakka og skoruðu 27 stig gegn 4. Þar af gerði Petrovic 23 af 27 stigum Júgóslava. Ekki bætti úr skák fyrir Frakka að þeirra besti maður, Franck Butter, fékk sína 5. villu á 6. mín. síðari hálfleiksins, en hann var aðalfrá- kastamaður liðsins. Leiknum lauk eins og áður segir með 106-89 sigri Júgóslava. Eftir leikinn viðurkenndi júgó- slavneski þjálfarinn að leikur liðsins hafi alls ekki gengið upp án Petrovic. í undaúrslitaleikjunum, sem leiknir verða í dag, mætast Sovét- menn og Grikkir, en þessar þjóðir léku einmitt til úrslita í Evrópu- keppninni í Aþenu fyrir tveimur árum. Þá unnu Grikkir eftirminni- legan sigur 103-101. Hins vegar munu Júgóslavar, sem eru taplausir eins og Sovétmenn, leika gegn ítöl- um, sem eru í stöðugri sókn í mótinu. BL Drazen Petrovic (nr. 4 á myndinni) er án efa besti körfuknattleiksmaður heims, utan NBA-deildarinnar. Hann leikur með Real Madrid á Spáni og júgóslavneska landsliðið getur alls ekki án hans verið. Það kom berlega í Ijós í fyrrakvöld. í dag mæta Petrovic og félagar í júgóslavneska landsliðinu Itölum í undanúrslitum Evrópukeppninnar í Zagreb. Frjálsar íþróttir: Jón Arnar keppir í Kaupmannahöfn á Norðurlandameistaramóti unglinga í fjölþraut Jón Arnar Magnússon, frjáls- íþróttamaðurinn ungi og fjölhæfi úr HSK, verður meðal keppenda á Norðurlandameistaramóti unglinga í fjölþraut í Kaupmannahöfn um næstu helgi. Jón Arnar varð Norðurlanda- meistari í fyrra og því hefur hann titil að verja í ár. Þá mun 12 manna hópur frjáls- MARGT SMATT Zagreb. Einn leikmanna í lands- liðshópi Grikkja í Evrópukeppninni í Júgóslavíu hefur verið úrskurðaður ólöglegur með landsliðinu. loannis Korfas er fæddur í Bandaríkjunum, en hefur grískt vegabréf. Hann hefur leikið með liði PAOK í Salonika síðastliðin 3 ár, en alþjóðakörfu- knattleikssambandið lítur samt á hann sem Bandaríkjamann. Sam- kvæmt reglu sanjbandsins" þarf út- lendingur að hafa búið í 5 ár í viðkomandi landi áður en hann verð- ur löglegur með landsliðinu, hvort sem hann er ríkisborgari landsins eða ekki. ívar Webster varð að beygja sig undir þessar reglur áður en hann varð löglegur með íslenska landsliðinu. Þess má geta að Grikkir hafa ekki notað Korfas í leikjum sínum í Zagreb. íþróttamanna 35 ára og eldri halda til Larvíkur í Noregi um næstu helgi einnig og taka þar þátt í miklu alþjóðlegu móti. BL Basel. Svisslendingar unnu Brasilíumenn með einu marki gegn engu á vináttulandsleik á miðviku- dagskvöld. Eina mark leiksins var gert úr vítaspyrnu í síðari hálfleik. A-Berlin. Ágætur árangur náð- ist á fyrsta stóra frjálsíþróttamótinu sem haldið er utan dyra í A-Þýska- landi á þessu keppnistímabili. Á mótinu sem fram fór í Rostock, náðist besti heimsárangur ársins í þremurgreinum. í spjótkasti kvenna varð Petra Felke að sætta sig við ■ ósigur, aldrei þessu vant. Hún kast- aði 70,56 m í sinni fyrstu tilraun, en Beate Koch kastaði 70,76 í sínu 5. kasti og sigraði. Heike Hartwig sigr- aði í kúluvarpi kvenna, kastaði 20,73 m. Þá náði Yvonne Mai góðum tíma á 1500 m hlaupi kvenna, 4:03,15 mín. Annars eru nokkur kynslóðaskipti hjá austur-þýskum frjálsíþrótta- mönnum um þessar mundir og marg- 'ar af frjálsíþróttakonunum eru barnshafandi. Skyldu þær hafa verið sæddar?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.