Tíminn - 24.06.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.06.1989, Blaðsíða 14
26 Tíminn Laugardagur 24. júní 1989 llllllllllllllllllllll DAQBÓK STÍGÐU Á ÍSLANDl ÆYt f ÞAGÖ F FRIDARHLAUP ’89 Á morgun, sunnud. 25. júní, koma hlauparar í Friðarhlaupinu til Reykjavík- ur eftir að hafa lagt um 3500 km leið að baki. Hlaupinu lýkur formlega með athöfn, sem hefst kl. 15:00 á Lækjartorgi, en hlauparar eru væntanlegir kl. 15:30. Frá Mosfellsbæ er tímaáætlunin þessi: Kl. 11:30 Mosfellsbær, kl. 12:30 Ársel, Árbæ, Kl. 13:00 Höfðabakkabrú, kl. 13:30 Sundlaugin í Breiðholti, kl. 14:00 Breiðholtskirkja, Mjódd, kl. 14:30 Vest- an Elliðaárbrúar, kl. 15:00 Miklatún, kl. 15:30 Lækjartorg. Hljómsveitin Gildran byrjar að leika kl. 15:00 á Lækjartorgi. Fulltrúar þing- flokkanna, lSÍ og Ungmennafélags ls- lands hlaupa með frá Miklatúni og láta friðarkyndilinn ganga á milli sín. Magnús Frá upphafl Friðarhlaups ’89 á Lækjar- torgi 4. júní sl. F.v.: Valgeir Guðjónsson, Steingrímur Hermannsson og Sri Chin- moy, upphafsmaður hlaupsins Þór Sigmundsson flytur nokkur lög og fleira verður á dagskrá á Lækjartorgi. Kynnir verður Jakob Þór Einarsson. ( lokin flytur Gildran nokkur lög. Tæplega fjögur þúsund manns hafa tekið þátt í hlaupinu til þessa. Allir eru hvattir til þess að hlaupa, lengri eða skemmri vegalengdir í Reykjavík. „Stígið skref í þágu friðar. Sri Chinmoy hópurinn á íslandi vill þakka þeim fjöl- mörgu um allt land sem tekið hafa þátt í hlaupinu og veitt því stuðning," segir að lokum í fréttatilkynningu. Guðsþjónusta kl. 14:00. Orgelleikari Kristín Jónsdóttir. Cecil Haraldsson Hafnarfjarðarkirkja Guðsþjónusta fellur niður vegna inn- setningar biskups í embætti. Sr. Gunnþór Ingason Hallgrímskirkja - Starf aldraðra Hin árlega fjögurra daga ferð verður farin 10.-13. júlí nk. Gist verður í sumar- húsum í Vík og Skaftafelli. Komið við í Þórsmörk, Eldgjá, Kirkjubæjarklaustri, Jökullóninu og fleiri stöðum eftir því sem veður og tími leyfa. Nánari upplýsingar gefur Dómhildur á kvöldin í síma 39965. Sumarferð Digranessafnaðar Hin árlega sumarferð Digranessafnað- ar verður farin sunnudaginn 2. júlí. Farið verður um Suðurnes, lágsveitir Árnes- sýslu og Þingvelli. Helgistund verður í Kálfatjarnarkirkju í umsjá sr. Braga Friðrikssonar prófasts. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir miðviku- dagskvöld í síma 40863 (Guðlaug) eða 41845 (Elín). Brúðubíllinn í Skerjafirði f sumar mun Brúðubíllinn verða með sýningar á gæsluvöllum borgarinnar eins og undanfarin ár. 1 upplýsingabæklingi um sumarstarf í Reykjavík 1989 og á gæsluvöllum eru nánari upplýsingar um hvar og hvenær sýningar verða. Sýningum hefur síðan verið bætt við í Skerjafirði og verða þær á leikvellinum við Einarsnes 26 26. júní kl. 14:00 og miðvikudaginn 12. júlí kl. 10:00. íþrótta- og tómstundaráð Preben Boye Laugard. 24. júní kl. 14:00 verður opnuð á Kjarvalsstöðum sýning á högg- myndum Prebens Boye úr granít. Sýningin er opin kl. 14:00-18:00 og lýkur þann 9. júlí. Frá Félagi eldri borgara Opið hús ■ Goðheimum, Sigtúni 3, á morgun sunnudag. Kl. 14:00 frjálst spil og tafl. Kl. 20:00 dansað. Athugið: Farin verður dagsferð laugardaginn 1. júlí um Hvolsvöll, Fljótshlíð, Þórsmörk, Hellu og Selfoss. Upplýsingar á skrifstofu félagsins í síma 28812. Forsýning á Regnbogastráknum Sunnudaginn 25. júní verður forsýning fyrir almenning á barnaleikritinu „Regn- bogastrákurinn" eftir Ólaf Gunnarsson kl. 17:00 í Gerðu- bergi. Leikstjóri er Eyvindur Erlendsson. Leikarar eru: Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Emil Gunnar Guðmundsson og Alda Arnardóttir. Sýningin tekur rúma klukkustund í sýningu. Kjarvalsstaðir: Haukur Dór Laugardaginn 24. júní verða opnaðar sýningar á Kjarvalsstöðum. Þar verða sýnd málverk Hauks Dórs frá síðastliðn- um tveimur árum. Við opnun sýningar- innar verða boðin til sölu steinþrykk, unnin hjá U.M. Grafik í Kaupmannahöfn á sérstöku kynningarverði. Sýningin er opinkl. 14:00-18:00oghennilýicur9. júlí. Háskólafyrirlestur um Sænsku akademíuna Sture AUén prófessor, ritari Sænsku akademíunnar, flytur opinberan fyrirlest- ur í boði Heimspekideildar Háskóla (s- lands og Norræna hússins mánudaginn 26. júní kl. 20:30 í Norræna húsinu. Fyrirlesturinn nefnist “Svenska Ak- ademien och dess arbete" og fjallar um störf akademíunnar sænsku. Hann verður fluttur á sænsku og er öllum heimill aðgangur. Sture Allén er prófessor í máltölvun (málvísindalegri gagnavinnslu) við há- skólann í Gautaborg. Hann hefur oft áður flutt fyrirlestra á íslandi um mál- fræðileg efni, helst tengd tölvuvinnslu, en hann er brautryðjandi í máltölvun á Norðurlöndum. Hann var kjörinn í Sænsku akademíuna 1980 og hefur verið fastaritari hennar síðan 1986. Þess má geta, að Sænska akademían er væntanleg í heimsókn til íslands í siðari hluta ágústmánaðar til að fræðast um íslenska menningu, og má það teljast sögulegur viðburður. Hún hefur aðeins einu sinni áður - í rúmlega 200 ára sögu sinni - farið út fyrir Iandsteina, en það var þegar hún fór til Finnlands fyrir fáeinum árum af sérstöku tilefni, segir í fréttatil- kynningu frá Háskóla (slands og Norræna húsinu. Handritasýning í Árnagarði Handritasýning Stofnunar Áma Magn- ússonar er í Árnagarði við Suðurgötu á þriðjudögum, fimmtudögum og Iaugar- dögum kl. 14:00-16:00 til 1. september. Sumarsýningar í Norræna húsinu Á þjóðhátíðardaginn 17. júní voru opnaðar tvær sýningar í Norræna húsinu. Sýning á málverkum eftir Jóhann Briem var opnuð í sýningarsölunum og eru sýnd um 30 málverk, öll í eigu einstaklinga eða stofnana. Verkin eru máluð á árunum 1958 til 1982. Jóhann Briem er fæddur 1907. Hann lauk námi frá Ríkislistaskólanum í Dres- den 1934 og hélt sína fyrstu einkasýningu í Góðtemplarahúsinu um haustið það ár. Eftir það hélt hann margar sýningar í Reykjavík fram til 1963. Stór yfirlitssýn- ing á verkum hans var haldin í Listasafni íslands 1977 og aftur í Listasafni ASÍ 1983. Sýningin stendur fram til 24. ágúst og er opin daglega kl. 14:00-19:00. I anddyri hússins var opnuð sýning sem nefnist JÖRÐ ÚR ÆGl. Viðfangsefnið er jarðfræði, gróður og fuglalíf í Vest- mannaeyjum. Sýningin er liður í þeirri starfsemi Norræna hússins að kynna fsland fyrir erlendum gestum sem heimsækja húsið. Náttúrufræðistofnun íslands á 100 ára afmæli á þessu ári og því þótti tilvalið að leita til sérfræðinga stofnunarinnar með þessa sýningu. Eyþór Einarsson, forstöðumaður Nátt- úrufræðistofnunar, Sveinn Jakobsson jarðfræðingur og Ævar Petersen fugla- fræðingur hafa ritað skýringartexta, en á sýningunni eru sýnishom af plöntum, steinum og sjófuglum á Vestmannaeyja- svæðinu. Sigurjón Jóhannsson sér um uppsetn- ingu og hönnun sýningarinnar. Sýningin verður opin fram til 24. ágúst og opin kl. 09:00-19:00 nema sunnudaga kl. 12:00-19:00. Sumarleyfisferðir Ferðafélags íslands 6.-14. júlí (9 dagar): Homvík. Ferðin hefst 6. júlí frá Reykjavík og 7. júlí frá ísafirði. Siglt með Fagranesinu til Hom- víkur. Gist í tjöldum. Daglegar göngu- ferðir um nágrennið, m.a. á Hombjarg, Hælavíkurbjarg og víðar. 6.-14. júlí (9 dagar) Hesteyri-Homvík Gönguferð með viðleguútbúnað frá Hest- eyri í Hornvík. Á föstudegi er siglt með Fagranesinu frá ísafirði til Hesteyrar og gengið á þremur til fjómm dögum til Hornvíkur. Fararstjóri er Gísli Hjartar- son. 11-16. júlí (6 dagar) Hvítámes-Þver- brekknamúli-Þjófadalir-Hveravellir. Gengið með svefnpoka og mat á fjórum dögum frá Hvítárnesi til Hveravalla. Gist í sæluhúsum F.í. Skoðunarferðir frá án- ingarstöðum. 12.-16. júlí (5 dagar): Snæfellsnes-Dal- ir-Húnavatnssýsla-Kjalvegur. Gist verður í svefnpokaplássi. 14.-21. júlí (8 dagar): Lónsöræfl. Val er um áætlunarbíl frá Reykjavík á fimmtudegi eða flug á föstudegi til Horna- fjarðar. Þaðan ferðast með jeppum inn á Illakamb í Lónsöræfum. Gist á tjaldstæði. Akureyjar Rúfeyjar E HEIDAFJÖRDUR Mlöfjall2^ Bjarncyjar Klofninour 1 Asgaröuf Hvamrtujrf Tunoumúli 'tykkishólmur, Búöardalur. Vatnspjall Geldinoafell j tsio,i Vtinaha^TTjÆ.' Klambrafeí elliísandur Jjr*n Kvlabryggja % ll: ffl&fosa*4*3 % v hóföt • y rápuhliÖQrfjall Bílduhólsfell Rauöamtlsheiöl l Bakkamúi Hrnuns■ I <2. ÓLAFSVÍKTHS N^shrnunA Hreoonasi © I Sandkúlur 1 ‘ Snæfellsjökull Svinafell Snjófjðll Wuöamelsfjall yltjöll llatindar a?rWsfa(1.iMí3rn '.uhúorgarV H _ hra.m Sandur [®ðars>J®'V g Staðaánaður Buðavik TróilakkKja Baula Hvamrnu t ómnQahraun ! F'Shjyatn Órnólfsdalssandi ’J 'yAuöimat/ ropcS^ögatakd Burfell J4 St eindörsstaöaðx I ■ adalur Þóreyjartungur VEGAFRAMKVÆMDIR VESTURLAND II d Hvoisfjaii ^ Bessatunga 574 Útnesvegur (3 m.kr.) 57 Snæfellsnesvegur 60 Vestfjarðavegur Um Djúpudali. Lagfærðir (viðhald) á Skógarströnd. (viðhald) á Bröttubrekku. Snjóstaðir, 1,5 km. Styrking og lagfæring, Styrking og lagfæring, 5 km. 6 km. 1 Vesturlandsvegur 60 Vestfjarðavegur (13 m.kr.) Víðir - Bessatunga. Lokið undirbyggingu, 3,9 (6 m.kr.) Sveinatungumúli. Klæðing, 4.2 km. km. Daglegar gönguferðir. Farmiðasala og upplýsingar á skrifstofu Ferðafélagsins, Öldugötu 3. Fráteknir miðar í ferð um Breiðafjarð- areyjar verða að sækjast fyrir kl. 17:00 mánud. 26. júní. Biðlisti er í ferðina. Næstu helgarferðir F.Í. 30. júní - 2. júlí: Þórsmörk. Gist í Skagfjörðsskála. Afsláttur ef verið er lengur en þrjár nætur. Upplýsingar á skrifstsofu F.L Öldugötu 3. 30. júní-2. júlí - Dalir. Gengin gömul þjóðleið: Hvammur-Fagridalur. Gist í svefnpokaplássi að Laugum í Sælingsdal. 30. júní-2. júlí - Öræfajökull. Gengið á Öræfajökul. (um 14 klst. ferð). Gist í tjöldum í Skaftafelli. Brottför kl. 08:00 á föstudag. 14.-16. júlí: Snæfellsnes - Elliðahamar - Berserkjahraun. Gengið frá Syðra- Lágafelli, sem leið liggur hjá Baulárvalla- vatni, um hlíðar Vatnafells, gengið verð- ur á Horn (406 m) og áfram meðfram Selvallavatni að Berserkjahrauni. Upp- lýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.í. Ferðafélag íslands Dagsferðir F.í. sunnud. 25. júní Kl. 08:00 Þórsmörk, dvalið í 3-4 klst. (verð 2000 kr.) 10:00 Móskarðshnúkar-Trana-Eyja- dalur. Móskarðshnúkar eru líparíthnúkar austur af Esju. Trana (743 m) er tindur norður af Móskarðshnúkum. (1000 kr.) Kl. 13:00 Eyjadalur-Meðalfellsvatn. Ekið að Sandi (austan Meðalfellsvatns) og gengin hringferð um Eyjadal.(1000 kr.) „Laugavegurinn“ Landmannalaugar • Þórsmörk Gengið er á fjórum dögum milli gönguhúsa Ferðafélagsins í Hrafntinnu- skeri, við Álftavatn og á Emstrum. Ferð- imar hefjast í Landmannalaugum eða Þórsmörk. 5.-9. júlí kl. 08:00 Landmannalaugar - Þórsmörk. 7.-12. júlí kl. 20:00: sama ferð. Síðan eru skipulagðar ferðir út júlímánuð á sömu slóðir, frá Landmannalaugum til Þórsmerkur. Takmarkaður fjöldi í hverja ferð. Upplýsingar á skrifstofu F.í. Ferðafélag (slands Sunnudagsferðir Útivistar Sunnud. 25. júní kl. 13:00: Ný gönguleið - Seljadalur - Helgadalur - stuðlaberg. Ekið inn fyrir Þormóðsdal og gengið inn Seljadai að Hrafnagili. Skoðað verður fallegt stuðlaberg í malarnámu sem ný- lega hefur komið í ljós. Gengið verður að Nesseli, framhjá Bjamavatni að Katlagili. AUir sunnudagar eru göngudagar hjá •Útivist. Ath. Frestað er HengUs- og Innstadals- ferð vegna aðstæðna. Miðvikud. 28. júní kl. 20:00: Viðey- Vesturey. Hekluferð verður 1. júlí. Útivist, ferðafélag Siglingar fyrir almenning á Rauðavatni 1 sumar mun siglingaaðstaða íþrótta- og tómstundaráðs á Rauðavatni verða opin almenningi á eftirfarandi tímum: þriðjudögum kl. 16:00-16:30, fimmtu- dögum kl. 16:00-18:30 og á laugardögum kl. 13:00-17:00. Afnot af bátum og björgunarvestum er ókeypis. Á staðnum verða starfsmenn til leiðbeiningar. íþrótta- og tómstundaráð Sundlaugarnar f Laugardal eru opnar mán- udaga - föstudaga kl. 7.00-20.00. Laugardaga kl. 7.30-17.30 og sunnudaga kl. 8.00-15.30. Sundlaug Vesturbæjar er opin mánud.-föstud. kl. 07.00-20.00, laugardaga 07:30-17.30 og sunnudaga 08.00-15.30 Sundhöll Reykjavfkur er opi mánud.-föstud. kl. 07.00-19.30, laugardaga 07.30-17.30 og sunnu- daga 08.00-13.30. Sundlaugar Fb. Brelðholtl: Opin mánudaga - fösfudaga kl. 7.20-09.30 og 16.30-20.30. laugar- daga kl. 7.30-17.30. Sunnudaga kl. 8.00-15.30. Lokunartlmi er miöaöur viö þegar sölu er hætt. Þá hafa gestir 30 mln. til umráöa. Varmárlaug f Mosfellssveit: Opin mánudaga- föstudaga kl. 7.00-8.00 og kl. 17.00-19.30. Laugardaga kl. 10.00-17.30. Sunnudaga kl. 10.00-15.30. Sundhöll Keflavfkur er opin mánudaga - fimmtudaga: 7.00-9.00, 12.00-21.00. Föstu- daga kl. 7.00-9.00 og 12.00-19.00. Laugardaga 8.00-10.00 og 13.00-18.00. Sunnudaga 9.00- 12.00. Kvennatfmar þriöjudaga og fimmtudaga 19.30-21.00. Sundlaug Kópavogs: Opin mánudaga - föstu- daga kl. 7.00-9.00 og kl. 14.30-19.30. Laugar- daga kl. 8.00-17.00. Sunnudaga kl. 8.00-12.00. Kvennatimar eru þriðjudaga og miövikudaga kl. 20.00-21.00. Síminn er 41299. Sundlaug Hafnarfjarðar er opin mánudaga - föstudaga kl. 7.00-21.00. Laugardaga frá kl. 8.00-16.00 og sunnudaga frá kl. 9.00-11.30. Sundlaug Akureyrar er opin mánudaga - föstudaga kl. 7.00-8.00, 12.00-13.00 og 17.00- 21.00. A laugardögum kl. 8.00- 16.00. Sunnu- dögum 8.00-11.00. Sími 23260. Sundlaug Seltjarnarness: Opin mánudaga - föstudaga kl. 7.10-20.30. Laugardaga kl. 7.10- 17.30. Sunnudaga kl. 8-17.30.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.