Tíminn - 24.06.1989, Qupperneq 2
12
HELGIN
Laugardagur 24. júní 1989
A,
S
imrn
GRÓÐURSKÁLINN-
S9
Gróðurhúsaskálinn hentar vel við
húsvegg. Byggt upp af ál-prófílum 3 mm
gróðurhúsagleri eða 4 mm tvöföldu yl-
plasti.
Stærð: 9,8 ferm. 383x254 cm.
HAGSTÆTT VERÐ
SINDRAAaSTALHF
Pósthólf 880, Borgartúni 31, 105 Reykjavík, sími: 627222
IÐNAÐAR
NYLON—TEFLON
FYRIRLIGGJANDI
SINDRA AliSTAL HF
Pósthólf 880, Borgartúni 31, 105 Reykjavík, sími: 627222
UMÐROT
Umbrotsmaður (vanur dagblaðaumbroti), óskast í
prentdeild blaðsins til afleysinga í sumar.
Uppl. hjá tæknistjóra.
Tímirm Lyn9há|si9>
JL 111111111 Sími 686300
Aðgát og tillitsseml
gera umferðina greiðari.
Gagnkvæm
rtlllitssemi allra vegfar-
enda bætlr umferðina
tía£B,DW
||UVFEROAR
'rAð
SEKTIR OG
SEKTUMENN
„Nú finnast varmenni þau í Sektu
vorri er fari með róg eða þvætting
manna á millum, eður og þeir séu að
refjum og óknyttum kenndir og
treystast þeir eigi af þeim sökum að
halda ómeiddri virðingu sinni, ef
slíkt yrði þeim að sökum gefið, og
um væri keppt á Sökum, svo þeir
fyrir þær sakir flúi sem vitu þeir lög
þau: að hundar eiga enga helgi á sér.
í>á skulum vér svo með fara, 'sem
áður var mælt, sá skal eingi varðug-
andi metinn, er við þá kannast að
samfundum eða máldrykkjum, enda
skal þá vættugis virða, þeir eigu ekki
afturkvæmt til Saka nær þeir hafa
misseri tvö á brott verið“.
Boðað til funda
Fundi skyldi boða með seðli
boðleið rétta, þannig að hver færði
þeim er honum var í byggð nánastur.
Nokkrir boðseðlar eru enn til í
plöggum Jóns Ólafssonar, Svefney-
ings, sem manna lengst var „öldung-
ur“. Hér er sýnishorn: „Á morgun,
sem er sá 25. novembris, skal á
drykkjustofu okkar í Skindergade
með sök fagna þeirra skipa heim-
komu er úr átthögum hafa oss fært
nokkurt gagn eður góðar fréttir;
vildu því allir réttir og reglulegir
limir vors liðs undir lagavíti þangað
sækja á nefndan dag kl. 4 1/2 til 5.
e.m., þá hver einn, nema lögum
svari fyrir sig skal þar til veita
veislukostnaðar sitt fjárlag fram að
leggja ei minna en 3 skildinga cou-
rant, svo sem vor hin helga bók
tilskilur...“
Til fundanna var höfð ákveðin
drykkjustofa. Þangað áttu allir að
vera komnir um fimmtu stund aftans
að vetri, en sjöundu að sumri. Voru
menn skyldir til fundasókna eða
höfuðsakanna fjögurra að minnsta
kosti. Lögleg forföll gátu menn þó
haft. Á boðseðli frá 27. janúar 1764
er þess t. d. getið um tvo Sektumenn
að þeir séu ekki væntanlegir „vegna
ólélegheita". Stundum skrópuðu
menn þó og 29. janúar 1770 er þess
getið í fundargerð að þá komu allir
nema Jón Scheving „og þótti honum
illa fara að gera sig að vítum sekan“.
Fundimir voru haldnir í Skinnara-
götu eða „á svokölluðum Rotes-
kjallara í Litlu Kaupmannagötu".
Jón Ólafsson Svefneyingur var
„Öldungur" í ellefu ár eða til ársloka
1768. Þá sagði hann af sér vegna
misklíðar við félagana, sem munu
hafa á einhvem hátt gert sér dælt við
hann. Þótti mikill söknuður af hon-
um úr starfi þessu. Jón var gagn-
merkur fræðimaður, en bjó við
þröngan kost lengt af ævi. Vera má
að fráfall Eggerts bróður hans
Holberg gat að nýju farið að sýna
leiki sína eftir að strangtrúnaður-
inn varð að hopa við dauða Krist-
jáns 6. Holberg sést hér stjórna á
leikæfingu.
sumarið áður hafi haft einnig áhrif á
þá ákvörðun hans að segja lausu
öldungsstarfinu.
Að áti og öldri
Hver fundur hófst með því að
dmkkinn var velkomandi með
ákveðnum formála „öldungsins".
Gat hann verið á þessa leið: „Ég
(Jón Ólafsson, Svefneyingur), set
hér að velkomandaminni grið og
gildisfrið réttan, segi ég alla hér
komna sektumenn og menn þá alla
sem eru að gildi þessu samnaðir í
nafni veitandans (Eggerts Ólafsson-
ar) velkomna til hvívetna þess er
framsett verður. Óska ég og beiðist
alla gildismenn að þér séuð sáttir og
einhuga að áti og öldri, sem frændur
og eigi féndur, svo lengi gildi
stendur. Nú skulu grið þau er strax
setta ég vera full og föst allra þeirra
manna á millum er komnir eru eða
að vom lofi koma munu í mannsöfn-
uð þenna og meðan menn em hér
lengst að mannsöfnuði þessum. Hafi
sá griðbíts nafn og gremi vor allra er
eigi þyrmir griðum, en hinir er grið
halda og frið semja hylli guðs og
góðra manna. Sitjum heilir að
sumbli".
Að þessu búnu hófst drykkjan og
setti öldungur mann til að heimta
vín og máttu það eigi aðrir og enn til
þess að hafa tölu á því sem fram var
borið. „Drekka mega þeir rautt vín
og múskat sem vilja, enda má þar
eigi dýrra vín drekka og skulu þeir
til jafnaðar drekka er drukkið fá og
heilindi til þess hafa“. Sérstakar
reglur voru settar um drykkjuna.
„Sjálfur rennir öldungur víni á fyrir
sig, en láti náaldra sinn loki af lyfta".
En síðan renndi hver á fyrir sinn
sessunaut. Ef drykkjarglös brotnuðu
átti sá að bæta er braut, en allir ef á
engan sannaðist. Mat mátti ekki inn
bera fyrr en á leið fundinn.
Minni á „Sökum“
Á sökum vom drukkin ákveðin
minni og „öllum þessum skal öldung-
ur ráða, engi skal þeim mótþægja er
góður drengur vill heita“. Fyrst var
velkomandaminni, svo sem áður
segir, þá hvirfingsminni tvö og
föðurlandsminni. Milli minna mátti
ei líða lengra en stundarfjórðungur,
en öllum skyldi þeim íokið fyrir
sjöundu stundu. En þá skyldi bera
mat inn og fylgdi þar eftir konungs-
minni. „Fyrr má ei hafra sækja en
konungsminni sé drukkið, síðan
drekki hver að vild sinni slíkt er
hann lystir“. Konungsminnið var
hátíðlegasta full sakarinnar og ein-
hver hagorður fenginn til þess að
yrkja það íslensku eða latínu.
Aukaminni mátti drekka þegar
höfðingjar sóttu heim Sektumenn.
Sfðasta lögákveðna minnið sem
dmkkið var hét sakarfull eða velfar-
andi. Það skyldi drekka „af lokbikar
tveimur tímum fyrir miðja nótt og
fyr má engi á brott hverfa nema
öldungur leyfi“.
Agasamt á „Sökum“
En þó Sökum væri lokið var
stundum óséð fyrir endann á gleð-
skapnum. Lögin sjálf gera ráð fyrir
MÁLMHÚS
MÖGULEIKARNIR ERU MARGIR
í MÁLMHÚSUM FRÁ MÁLMIÐJUNNI H.F.
Málmhús eru létt stálgrindarhús boltuö saman á byggingarstað.
Allir stálbitar eru sérmótaðir og galvaníseraðir.
Upplýsingar hjá söluaðilum og framleiðanda:
Málmiðjan hf. sími: 680640 Blikksmiðjan Funi sf. sími 78733
Málmiðjan hf., Armúla 19, 108 Reykjavík, sími 680640, Telefax 680575