Tíminn - 28.06.1989, Page 2
2 Tíminn
> Miövikudagur 28. júní 1989
Valur Arnþórsson bankastjóri Landsbankans um vaxtamál:
Ekki ætlunin að af-
Vaxtamálin hafa að undanförnu verið mikið til umræðu.
Valur Arnþórsson bankastjóri Landsbankans sagði í samtali
við Tímann að verið væri að leita leiða til að lækka vexti og
létta þannig undir með atvinnuvegunum. Hann segir það
algjöran misskilning að til stæði að afnema ætti verðtryggingu
af innlánum, eins og einhverjir vOdu halda.
Valur sagði að ríkisstjórnin sem
nú væri við völd, eins og margar fyrri
ríkisstjórnir, hefði að undanfömu
verið að leita leiða til að styrkja
gmndvöll atvinnulífsins. „Hún hefur
lagt sérstaka áherslu á að vaxta-
kostnaður í þjóðfélaginu lækkaði,
en eins og allir vita hefur fjármagns-
kostnaður verið grundvallaratvinnu-
vegunum mjög þungbær. f samræmi
við þetta og eftir samráð við Seðla-
banka íslands hafa viðskiptabank-
amir lækkað vexti á verðtryggðum
útlánum," sagði Valur.
Á fundi sl. fimmtudag samþykkti
bankaráð Landsbankans að tillögu
bankastjóra bankans, að vextir á
verðtryggðum útlánum lækkuðu úr
7,25% niður í 6,25% grunnvexti,
jafnframt því sem tekið er upp mjög
hóflegt kjörvaxtakerfi, að sögn Vals.
„Þetta er gmndvallaratriði t' því sem
verið hefur að gerast í vaxtamálun-
um. Við urðum reyndar að hækka
eilítið nafnvexti, vegna þess að verð-
bólga hefur farið vaxandi að undan-
förnu. Við eltum hana alls ekki upp
í okkar ákvörðun, heldur hækkuð-
um nafnvexti á útlánum yfirleitt um
1% og síðan er augljóst þegar verð-
bólgan fer niður aftur, þá munu
nafnvextir geta lækkað," sagði
Valur.
Hvað innlánahliðina varðar, sagði
Valur að fyrir það fyrsta mætti vera
augljóst að til þess að bankarnir geti
staðist, þá yrði að vera visst jafnvægi
milli innlána og útlána. Jafnvægi
milli þess sem innlánin kosta bank-
ana og þess sem þeir fá fyrir útlánin.
“Það er ekkert launungarmál, m.a.
vegna ábendinga frá ákveðnum aðil-
um í bankakerfinu sjálfu, að svo-
nefndir skiptikjarareikningar hafa
verið all mikið til umræðu að undan-
fömu. Seðlabanki í samráði við
ríkisstjómina hefur tekið upp ítar-
legar viðræður við viðskiptabankana
um skiptikjarareikningana og gmnd-
völl þeirra. Eins og skiptikjarareikn-
ingamir vom reknir, þar sem ein-
staka bankar notuðu allt niður í eins
mánaðar viðmiðun fyrir verðtrygg-
ingartímabil reikninganna, þá vom
þeir mjög erfiðir í stýringu í þeim
miklu sveiflum sem vom í verðbólg-
unni,“ sagði Valur.
Viðræðum um skiptikjarareikn-
ingana milli Seðlabankans og við-
skiptabankanna er ekki lokið. Sam-
komulag hefur orðið um að frá 1.
júlí breytast skiptikjarareikningarn-
ir þannig, að verðtrygging nær til
þeirrar innistæðu sem er óhreyfð í
sex mánuði, þ.e. frá 1. júlí til 31.
desember nk. „Þetta er í samræmi
við nýorðnar breytingar á lögum
sem gera ráð fyrir því að ekki má
verðtryggja innistæður sem standa
skemur en sex mánuði. Þessi breyt-
ing var því óhjákvæmileg, sem bein
afleiðing af lagabreytingunni,“ sagði
Valur.
Jafnframt því að þessar breytingar
taka gildi frá 1. júlí, þá halda
Seðlabanki og viðskiptabankamir
áfram að ræða saman um framtíðar-
fyrirkomulag skiptikjarareikning-
anna. Fyrirhugað er að menn verði
búnir að koma sér niður á stefnu
varðandi þá í september til október
í haust, og hugsanlegar breytingar
taki þá gildi um næstu áramót.
Aðspurður hvað kæmi þá helst til
álita, sagði Valur að lengd viðmiðun-
artímabils fyrir verðtryggingu yrði
hugsanlega 12 mánuðir. Hann sagði
það ekkert launungarmál að Lands-
bankinn iegði áherslu á að geta
haldið áfram skiptikjarareikningi í
formi Kjörbókarinnar sem orðið
hefur vinsælasta spamaðarformið í
landinu. „Það er því mjög mikilvægt
að tmfla ekki það form, á þann hátt
að sparifjáreigendur verði órólegir,
því spamaður er vissulega gmnd-
völlur þess að við getum lánað út til
atvinnulífsins. í því sambandi vil ég
leggja sérstaka áherslu á og Ieiðrétta
vissan misskilning sem mér virðist
hafa orðið. Einhverjir virðast standa
í þeirri trú að það sé til umræðu og
standi til að afnema verðtryggingu á
innlánum, hvort sem er á skipti-
kjarareikningum eins og Kjörbók-
inni okkar eða á öðmm verðtryggð-
um reikningum. Það stendur alls
ekki til. í mínum huga er það alveg
ljóst mál að sparifjáreigendur sjá
sínum hag best borgið í framtíðinni
eins og hingað til að hafa sína
peninga á Kjörbókinn í Landsbank-
anum,“ sagði Valur.
Valur sagðist vilja koma því á
framfæri að algj ör misskilningur væri
eins og sumir virtust halda að fé á
Kjörbók Landsbankans væri
Valur Amþórsson bankastjóri
Landsbankans.
bundið. “Inni á Kjörbókum Lands-
bankans em 15,6 milljarðar og það
fjármagn er laust, þ.e.a.s. innistæðu-
eigendur geta lagt inn og tekið út
eins og þeim hentar og það er
einmitt einn af miklum kostum Kjör-
bókar. Hins vegar er þýðingarmikið
að innistæðueigendur átti sig á því,
eins og áður er fram komið, að frá
fyrsta júlf til næstu áramóta gildir
verðtrygging eingöngu á lægstu inni-
stæðu á því tímabili, eða með öðmm
orðum, það sem staðið hefur
óhreyft," sagði Valur. -ABÓ
Grænfriðungar enn að biðja um fjárframlög:
Með Island
á heilanum
Grænfriðungar auglýsa nú að þeir
þurfi nauðsynlega á fjárframlögum
að halda. Fyrir skömmu birtist í The
Sunday Times auglýsing þar sem
samtökin biðja einstaklinga að senda
framlög að upphæð tólf pund og
fjölskyldur 17,50 pund.
Sérstaklega er tekið fram að með
hærri framlögum sé samtökunum
gert kleift að framkvæma meira,
náttúrunni til vemdar, og því megi
vitaskuld hver og einn láta eins háa
upphæð af hendi rakna og viðkom-
andi er unnt. I staðinn eiga gefendur
að fá sent fréttabréf Grænfriðunga
með upplýsingum um framkvæmdir.
f auglýsingunni eru íslendingar og
hvalveiðar okkar teknar fyrir sem
oftar. Grænfriðungar benda á að
vísindaveiðar hafi verið bannaðar
árið 1986 og halda því fram að
íslendingar hafi verið fyrstir til að
brjóta það bann. Samtökin segja að
fslendingar verði að gjalda meint
brot dýru verði og því beiti Græn-
friðungar sé fyrir viðskiptabanni á
íslenskan fisk.
LEIGA
HÆKKAR
Leiga fyrir íbúðarhúsnæði og
atvinnuhúsnæði sem samkvæmt
samningum fylgir vísitölu hús-
næðiskostnaðar eða breytingum
meðallauna, sbr. lög nr. 62/1984,
hækkar um 5% frá og með 1. júlí
næstkomandi. Reiknast þessi
hækkun á þá leigu sem er í júní
1989.
Þeim láist þó að geta þess að
íslendingar munu ekki stunda neinar
hvalveiðar á næsta ári, ekki einu
sinni í þágu vísindanna. Jafnframt
taka Grænfriðungar fram að auk
þess sem þeir beini aðgerðum sínum
sérstaklega gegn íslendingum muni
þeir vinna að algjöru, almennu banni
við hvalveiðum. jkb
Þrír fyrrverandi biskupar á prestastefnu. Þeir eru Sigurbjörn Einarsson, Sigurður Sigurðsson og Pétur Sigurgeirsson.
Halldór Ásgrímsson kirkjumálaráðherra ræddi hugmyndir um aukið sjálfstæði kirkjunnar við upphaf prestastefnu:
Sjálfstæðari kirkja þarf
að vera fjárhagslega óháð
Herra Pétur Sigurgeirsson, biskup
íslands, setti eina fjölmennustu
prestastefnu frá upphafi, í Kirkju-
hvoli í Garðabæ í gær.
Þetta er síðasta prestastefnan sem
Pétur biskup stýrir, en hann lætur af
embætti l.júlí nk. og markaðist
setningarræða hans nokkuð af því.
Halldór Ásgrímsson, kirkjumála-
ráðherra, flutti næst ræðu sem vakti
mikla athygli viðstaddra, en í henni
lagði hann áherslu á að auka þyrfti
fjárhagslegt sjálfstæði kirkjunnar,
yrði stefnt að auknu sjálfstæði
hennar, og sagði að „það mætti gera
með því að hækka eigin tekjustofna
hennar og draga úr fjárveitingum frá
ríki. Jafnvel mætti hugsa sér að
ganga svo íangt að þjónar kirkjunnar
verði ekki lengur á launaskrá ríkisins
heldur kirkju“
f starfsskýrslu þjóðkirkjunnar fyr-
ir síðasta ár kom fram að af 11
prestum sem vígðir voru á árinu,
voru 6 konur, og sagði sr. Bemharð-
ur Guðmundsson, fræðslustjóri, að
slíkt væri einsdæmi. Samfara um-
fjöllun um starfsskýrsluna var greint
frá starfsemi Hjálparstofnunar kirkj-
unnar og ýmsum nýjungum í
fræðslustarfi.
Sr. Bernharður sagði að aðalmál
prestastefnunnar 1989, safnaðar-
uppbygging, tæki mið að því að árið
2000 fögnum við þúsund ára kristni
á íslandi og þykir fara vel á því að
minnast þess með lifandi starfí safn-
aðanna. Dr. Gunnar Kristjánsson
flutti framsöguerindi þar sem hann
fjallaði um málið í heildarsýn, og
síðan ræddi sr. Bemharður um
fræðslumál sem lið í safnaðampp-
byggingu, Ragnheiður Sverrisdóttir
djákni talaði um þjónustuna og sr.
Kristján Valur Ingólfsson tók fyrir
helgihald sem þátt í uppbyggingu
safnaðarins. Fyrsta degi stefnunnar
lauk svo með almennum umræðum,
og sagði sr. Bernharður að það væri
gífurlega gaman og mikils virði fyrir
stéttina að geta hist einu sinni á ári
og rætt þau mál sem mest brenna á,
ekki síst fyrir þá presta sem byggju
við einangrun úti á landi.
í dag, miðvikudag, verður fjallað
um frumvarp um skipan prestakalla
og prófastsdæma, sem hinir ýmsu
kirkjulegu aðilar hafa rætt að undan-
förnu og mun væntanlega verða lagt
fyrir Alþingi í haust. Framsögumað-
ur er sr. Jón Einarsson prófastur. Sr.
Bernharður sagði að í frumvarpinu
væri fyrst og fremst gert ráð fyrir
skipulagsbreytingum, ekki stæði til
að fjölga eða fækka prestaköllum,
heldur ætti að reyna að nýta betur.
starfskrafta þeirra presta og safnaða
sem starfandi væru. Halldór Ás-
grímsson vék að frumvarpinu í ræðu
sinni í gær og sagði þar meðal annars
að í því væri tekið mið af breyttum
aðstæðum, búseturöskun og bættum
samgöngum síðustu ára. Frumvarp-
ið gerir ráð fyrir að embætti vígslu-
biskupanna verði efld verulega.
Prestastefnunni lýkur með altaris-
göngu í Bessastaðakirkju á morgun
kl. 18, að loknu heimboði forseta
íslands.
LDH-