Tíminn - 28.06.1989, Blaðsíða 10
Tíminn 11
10 Tíminn
Miövikudagur 28. júní 1989
Miövikudagur 28. júní 1989
Bakari að
atvinnu
gerir út
' sköfun
og græðir
3,1 millj.
Eftir Stefán Ásgrímsson
„Ég er einmitt að dunda við að skafa
hér og það hlýtur að vera í lagi að ræða
aðeins við þig á meðan,“ sagði Georg
Már Michaelsen bakari í Hveragerði í
gær, en Georg Már Michaelsen er talsvert
heppinn maður. Og talsvert áræðinn
líka. Síðastliðna átján mánuði hefur
Georg Már spilað mikið í skafmiðahapp-
drættum.
Flestir telja með réttu að dálítið hæpið
sé að stóla að ráði á að hreppa vinning
sem einhver slægur er í í skafmiðahapp-
drætti, eða hvaða happdrætti sem er ef
því er að skipta, hvað þá að hafa af slíku
bærilegar tekjur.
En stundum gengur þetta og hjá Georg
Má hefur þetta bara gengið ágætlega.
Síðustu átján mánuði hefur hann keypt
skafmiða fyrir alls um 400 þúsund krónur
en þeim peningum er ekki kastað á glæ
því Georg Már hefur hreppt vinninga,
bæði í peningum og í varningi að verð-
mæti um 3,1 milljón króna.
Mismunurinn, eða hagnaðurinn, er á
þessum átján mánuðum 2,7 milljónir eða
150 þúsund krónur á mánuði. 350 þúsund
kallinn sem Georg Már setti í happ-
drættismiða hafa því vaxið um rúmlega
800%. Það þætti nú aldeilis bærileg
ávöxtun hvar sem væri.
Mitsubishi Colt og Mercedes Bens,“
sagði Georg Már við Tímann.
Sagt hefur verið að skafmiðaumsetning
Georgs væri á við það sem best gerðist í
góðri sjoppu. Vinningshlutfall í skaf-
miðahappdrætti er í flestum tilfellum
eitthvað yfir 40% og lang flestir vinning-
anna eru smávinningar; ein og ein kók-
flaska eða fimmtíu kall hér og þar.
Heppni Georgs Más er því með ólík-
indum því hann hefur á síðastliðnum
átján mánuðum unnið í skafmiðahapp-
drættum auk bílanna sem þegar hafa
verið nefndir; átta utanlandsferðir,
vídeótæki, vídeómyndatökuvél auk grúa
smávinninga.
- Hvernig ber Georg Már sig að við
þetta? Reiknar hann út vinningslíkur að
einhverju marki eða lætur hann auðnu
ráða?
„Ég kaupi miðana í búntum beint frá
happdrættunum og höfuðtilgangurinn er
að styrkja málefnin sem þau standa
fyrir.“
- Þú hlýtur að hafa snarað út miklum
peningum í skafmiðakaup því varla hefur
komið miði á hvern vinning?
Um 800% ávöxtun
„Jú verulega miklum, ætli ég hafi ekki
lagt út á milli 350 og 450 þúsund krónur
á þessu eina og hálfa ári.“
- Og hvað hefur þetta fé síðan gefið af
sér?
„Ætli það sé ekki eitthvað nálægt
3,1-3,2 milljónum að verðmæti.“
- Nú eru þetta allt saman ýmiskonar
varningur og utanlandsferðir. Hefur þú
getað komið þessu öllu í lóg?
„Ég hef notað utanlandsferðirnar til
þess að hvíla mig og á bílana báða sjálfur.
Að öðru leyti hef ég látið börnin mín
njóta góðs af því sem ég hef unnið.“
- En hvað kom til að þú byrjaðir að
spila í svo stórum stíl?
„Það var mest fikt og nýjungagirni í
upphafi eins og oft er þegar einhverjar
nýjungar koma á markaðinn. Ég var
strax heppinn þegar ég keypti fyrstu
miðana sem voru í Fjarkanum, eitthvað
átta miða að mig minnir. Ég fór með þá
heim að skafa af þeim og þá kviknaði í
mér.“
Ólýsanleg tilfinning
- Vannstu eitthvað þá?
„Já, Mitsubishi Colt bílinn.“
- Hvernig tilfinning er að vinna svona
stórvinning eins og bíl, Colt og Mercedes
Benz?
„Það er ólýsanlegt. Maður trúir þessu
ekki fyrr en maður er búinn að fá tækið í
hendumar og kominn heim til sín. Ég
trúði þessu alls ekki fyrst þegar ég stóð
með miðann í höndunum. Tilfinningin er
ólýsanleg og engin orð til þar yfir, enda
er um að ræða stórkostlega heppni."
- Nú ert þú stór viðskiptavinur skaf-
miðahappdrættanna. Veita þau þér ekki
einhvern afslátt við svona stór miðakaup?
„Jú, ég fæ smá aukaafslátt umfram það
sem söluaðilar fá.“
- Hvernig hafa kunningjar og nágrann-
ar tekið þessari heppni þinni. Samgleðj-
ast þeir þér eða eru þeir grænir af öfund?
„Sumir samgleðjast, aðrir líta mann
hornauga og segja að peningarnir leiti
þangað sem fé er fyrir.“
- Varstu talinn ríkur fyrir?
„Já ætli það ekki. Ég hef nóg fyrir mig
og mína fjölskyldu. Það skortir ekkert
slíkt hjá mér.“
- Ætlarðu að halda áfram að skafa?
„Já, ég hætti ekki snöggt heldur dreg
smám saman úr, en ég er búinn að skafa
ein þrjú búnt í dag.“
- Hefurðu verið heppinn í öðrum
happdrættum?
„Já, í Happdrætti Háskólans. Ég hef af
og til fengið sæmilega góða vinninga á
trompmiða en ég spila aðeins á slíka
miða.“
- Þú virðist vera ótrúlega heppinn,
nánast fagmaður í að vinna í happdrætt-
um. Geturðu ráðlagt mér sem aldrei
vinnur neitt í þessu efni?
„Nei varla, nema þá að kaupa svona
tíu-tuttugu búnt í einu og skafa það. Það
er eina vonin.“
„Réttu græjurnar"
- Hvemig útbúnaði hefur þú komið
þér upp við að skafa alla miðana?
„Ef þú sæir verkfærið sem ég sit með í
höndunum þá myndir þú hlæja. Ég nota
pappírshníf en það vantar skaftið á hann.
Ég beygði bara oddinn á honum og ég er
mjög fljótur að skafa með honum, allt fer
af í einni sviptingu. Laddi ætti eiginlega
að komast í þetta því þetta eru réttu
græjurnar.“
í „skafmiðakreðsum" ganga sögur um
að Georg Má hafi tekist vel að prútta og
fá verðið á miðabúntunum enn meira
niður en sem nemur 10% sölulaunum. í
því sambandi er talað um að hann hafi
fengið eitt þúsund sjötíu og fimm krónu
miða með 40% afslætti og greitt fyrir
„partýið“ 45 þúsund krónur í stað 75
[þúsunda.
Við höfum ekki fengið þetta staðfest
en hins vegar vitum við að ekki var
i hagnaður af þessum kaupum. Georg Már
er nú nýbúinn að skafa af þessum þúsund
miðum og engir stórvinningar voru á
þeim, aðeins ein og ein kókflaska.
Venjulega stendur aftan á skafmiðun-
um hversu margir stórvinningar eru í
boði innan tiltekinnar upplagsstærðar
skafmiða. Karl Sigurgeirsson hjá Lukku-
tríói sagði Tímanum að til dæmis hefðu
fyrir nokkru verið fjórir Mercedes Benz
bílar verið stærstu vinningarnir.
Gefnir hefðu verið út milljón miðar og
hefðu því líkurnar á því að vinna Benza
verið einn á móti tvöhundruð og fimmtíu
þúsund útgefnum miðum.
„Maðurinn hefur verið þrælheppinn.
Þótt þú kaupir þér þúsund miða búnt þá
eru ekki stórbrotnar líkur á að þú græðir
á viðskiptunum. Þannig gætu verið nokk-
urra prósenta líkur á að þú hagnist við
slík kaup,“ sagði Karl.
Karl sagði að auðvitað væru skafmið-
arnir gerðir í fjáröflunarskyni og eðli
málsins samkvæmt væri hagnaðarvonin
fyrir einstakan kaupanda lítil. „Það eru
bara þeir heppnu sem vinna, en þeir geta
á hinn bóginn unnið verulega stóra vinn-
inga,“ sagði hann.
En spilar fólk í happdrættum.yfirleitt
upp á hagnaðarvonina eða vill það með
þátttöku sinni fyrst og fremst styrkja
tiltekið málefni? Við ræddum við nokkra
menn sem tengjast happdrættum á einn
eða annan hátt og flestir töldu þeir að
yfirleitt væri hagnaðarvonin ekki það
sem efst er á baugi hjá fólki.
Einn viðmælandi sagði að sér sýndist
að talsvert misjafnt væri eftir aldri og
-
efnahagslegri afkomu fólks hvernig og
hversu mikið það tæki þátt í fjárhættu-
spili. Eldra fólk sem lokið hefði ævistarfi
sínu virtist eyða almennt meiri tíma og
fjármunum í slíkt en t.d. flestir aðrir
þjóðfélagshópar. Það væri þó ekki fyrst
og fremst hagnaðarvonin sem ræki hina
öldruðu áfram heldur stjórnaðist spila-
gleði þess ef til vill meir af spilafíkn.
Þetta gerði hins vegar fólkinu yfirleitt
lítið til þar sem það ofbyði sjaldan
fjárhag sínum og eyddi kannski fé sínu
ekki í neinn annan óþarfa. Skrifari minn-
ist í þessu sambandi stórhópa aldraðs
fólks, einkum kvenna sem komu daglega
í Tívolí í Kaupmannahöfn þegar garður-
inn opnaði á morgnana.
Fólkið stikaði beina Ieið að spilaköss-
unum, sem Danir kalla „einhentu þjóf-
ana“.
Þegar fólkið kom að „sínum“ vélum,
dró það úr pússi sínu meðalstóran rusla-
poka fullan af tuttugu og fimmeyringum
og hófu síðan spilamennskuna og sátu við
þar til tuttugu og fimmeyringahrúgan var
uppurin. Þá var hætt og haldið heim.
Happdrættismenn segja að algengt sé
að eldra fólk séu góðir viðskiptavinir
skafmiðahappdrættanna. Þá sé fólk sem
hefur, eða finnst sjálfu það hafa erfiða
afkomu, einnig góðir viðskiptavinir, en
hjá því fólki sitji hagnaðarvonin í önd-
vegi.
Lang flestir kaupi sér skafmiða eða
aðra happdrættismiða aðallega vegna
þess að það vill styrkja það málefni sem
happdrættinu er ætlað að styrkja en
jafnframt hafi það sjálft svolítinn spenn-
ing upp úr krafsinu.
Vegna þess að sala skafmiða hefur
dregist saman að undanförnu þá leita
happdrættin nú leiða til að glæða söluna
aftur. Meðal þess er leitast við að gefa
nýja miða út oftar á ári en verið hefur,
þar sem aðdráttarafl skafmiðanna er ætíð
mest fyrstu daga og vikur eftir útgáfu.
Brátt verða útgefnir hjá einu af þrem
stærstu skafmiðahappdrættunum miðar
sem kosta munu hundrað krónur stykkið.
í þeim miðaflokki verða tiltölulega fáir
vinningar, en stórir.
Þá er að koma á markað miðaflokkur
þar sem vinningar eru mjög margir og
hæsti vinningur tiltölulega lágur, eða 180
þúsund. Þar verða líkur á að hreppa
vinning verulega meiri en í hinu, en
hagnaðarvonin hins vegar minni.
Þá má geta þess að hjá einu happdrætt-
inu er enn tæplega tveggja milljóna bíll
óútgenginn og eru 250 þúsund útgefnir
miðar að baki hans. Hins vegar eru
verulega margir miðar af þessu 250
þúsund miða upplagi seldir þannig að
líkurnar aukast stöðugt á að hreppa
góðan bíl fyrir hundrað kall.
Mitsubishi í fyrra, Benz í ár
„Ég er búinn að fá tvo bíla á þessu ári;