Tíminn - 28.06.1989, Qupperneq 13

Tíminn - 28.06.1989, Qupperneq 13
Miðvikudagur 28. júní 1989 Tíminn 13 BLÖÐ OG TÍMARIT Sagnvísindi af Suðurnesjum Árbók Suðurnesja fyrir árin 1986 og 1987 var að berast mér í hendur. Er þetta fjórði og fimmti árgangur ritsins í einu bindi, og mun vera hið þriðja sem út kemur. Útgefandi er Sögufélag Suðurnesja, í samvinnu við Samband sveitarfélaga á Suður- nesjum. Ritstjórar eru Jón Böðvars- son og Ragnar Karlsson. Héraðatímarit eru nú orðin mörg hér á landi og flest myndarleg. Það fer ekki á milli mála að þau hafa mikið gildi, og að í þeim er árlega bjargað frá glötun geysimiklu af sögulegum jafnt sem alþýðlegum fróðleik. Slík rit lesa menn sér til góðrar dægrastyttingar og geta haft af hina bestu skemmtun, jafnt þótt þeir séu úr öðrum landshlutum og tiltölulega lítið kunnugir á þeim slóðum sem um er fjallað. f hópi þessara tímarita virðist mér aftur á móti að Árbók Suðurnesja hafi verið markaður bás nokkuð út af fyrir sig. Eins og frá henni er gengið þá verður hún miklu frekar að teljast til sagnfræðirita heldur en til eiginlegra héraðatímarita. Að efnisvali minnir hún þannig töluvert meira á til dæmis Sögu, tímarit Sögufélagsins, heldur en hin. Hefur þetta vitaskuld bæði kosti og ókosti í för með sér. Kostirnir felast í því að þar á að vera vísindalegar haldið á málum en í hinum, meðan ókost- irnir geta verið að efnið kann oft að reynast talsvert seigara undir tönn fyrir almenning en ella væri. Ekki er öllum sagnfræðingum það vel gefið að rita um fræði sín svo að alþýðlegt megi kalla. Annars er efni Árbókarinnar býsna fjölbreytt. Jón Böðvarsson ryður brautina með stuttri en fróð- legri grein um Hafgerðingadrápu. Síðan birtir Ólafur Ásgeirsson þar máldaga Kálfatjamarkirkju frá 17. öld, og Ragnar Karlsson gerir úttekt á þjóðsögunum um hvalinn Rauð- höfða. Eins og menn máski rekur minni til var hann hið mesta illhveli, en endalok hans urðu með þeim hætti að gamall galdramaður teymdi hann upp fossinn Glym í Hvalfirði og upp í Hvalvatn, þar sem hann sprakk. Hefðu víst margir viljað gefa töluvert til að fá að sjá hvernig hvalnum hefur mátt takast að klifra þar upp örmjóa vatnsbununa í hæsta fossi landsins, en að vísu var þarna víst enginn venjulegur hvalfiskur á ferðinni. Þjóðsagan um uppmna Rauðhöfða og þennan atburð er til í ýmsum gerðum, og em þær bomar saman héma. Þá er þarna ýtarleg greinargerð eftir Kristin Arnar Guðjónsson um áhrif landbrots og sandfoks á byggð á Suðurnesjum á árunum 1686-1847. Líka er þama birt ævisaga Jóns Sighvatssonar í Höskuldarkoti (d. 1841) með greinargerð Jóns Gísla- sonar. Þar er á ferðinni frásögn af athafnamanni frá því á fyrri hluta síðustu aldar sem braust til efna úr fátækt og varð brautryðjandi í skipaútgerð. Einnig er þama fróðleg grein eftir séra Sigurð Br. Sívertsen í Útskálum (d. 1887), búin til prentunar af Ragnari Karlssyni. f henni em borin saman tvö tímaskeið, sem höfundur- inn hafði lifað í Rosmhvalanes- hreppi, og er þar margan fróðleik að finna um daglegt líf fólks á öldinni sem leið. Ragnar Karlsson þýðir þama einnig kafla úr ferðabók eftir Georg Steuart Mackenzie, sem hingað kom snemma á síðustu öld og fór um Reykjanes árið 1810. Fjallar þýddi kaflinn um það ferðalag og er þar sömuleiðis glögg lýsing á staðháttum snemma á síðustu öld. Þá er þama yfirlitsgrein eftir Jón Val Jensson um útgefnar ættfræðiheimildir er ná til Suðumesjaætta. Loks em í heftinu nokkrir ritdóm- ar um nýlegar bækur, sem á einn eða annan hátt tengjast Suðurnesjum. í heftislok em greinargerð um höf- unda efnis, skýrsla um Byggðasafn Áhugavert efni af Ströndum Strandapósturinn, 22. árgangur, er kominn út fyrir nokkm. Hann er héraðstímarit, gefinn út af Átthaga- félagi Strandamanna í Reykjavík, og hinn myndarlegasti að allri gerð. Þar hefur í áranna rás birst ómælt magn af hvers konar efni af Strönd- um norður, frásagnir, minningaþætt- ir hvers konar, ljóð og fleira. Þetta hefti gefur hinum fyrri síst eftir og ber það með sér að hér hefur í engu verið slakað til að því er varðar kröfur um læsilegt og áhuga- vert efni. Heftið er 140 blaðsíður og kennir þar margra grasa, og fleiri en svo að hér verði öll talin. Þó eru hér tvær greinar, sem skera síg úr að því leyti að þar er fjallað um efni úr samtímanum en ekki söguleg. Önn- ur er skýrsla Sigurbjamar Finnboga- sonar um starfsemi Átthagafélags Strandamanna hér syðra árið 1988, en hin er eftir Stefán Gíslason sveit- arstjóra á Hólmavík og rekur hann þar helstu viðburði úr mannlífi á Ströndum þetta sama ár. Hér er fetað í fótspor fleiri héraðatímarita, sem tekið hafa upp þann sið að geta helstu atburða úr héraði ár hvert í eins konar annálsformi og er til fyrirmyndar. Vitaskuld er það einstaklings- bundið hvað hverjum finnst áhuga- verðast að lesa í hefti sem þessu. Sjálfum fannst mér þó einna forvitni- legast að lesa þarna skilgóða og glögga frásögn Magnúsar Kristjáns- sonar á Þambárvöllum um tvær raf- stöðvar sem byggðar hafa verið í Þambá þar við bæinn. Fyrir okkur, sem höfum vanist því að fá rafmagn- ið nánast fyrirhafnarlaust inn á heim- ili okkar, er sú saga bæði fróðleg og lærdómsrík. Þá er þarna einnig fjallað um áhugavert efni þar sem er fyrri grein Óla E. Björnssonar um Bleikjuholt- ið á Mókollsdal. Svo er að sjá að þar sé sérkennileg jarðefnamyndun á ferðinni sem fáir þekkja, en á sínum tíma höfðu menn trú á að þar væri hægt að finna hráefni í postulíns- gerð. Það eina aðfinnsluverða er að myndirnar, sem fylgja greininni, gefa kannski tæplega nógu glögga mynd af stað og staðháttum, og hefðu þær að ósekju mátt vera fleiri. Líka er þarna forvitnileg grein eftir Guðmund G. Jónsson, Munað- arnesi, um málaferli sem urðu út af feitmeti í kjölfar skipstapa upp úr miðri síðustu öld. Vekur athygli hve þar voru lögð ströng viðurlög við tiltölulega litlum brotum. Og önnur grein ekki síðri er þarna eftir Þor- stein Matthíasson frá Kaldrananesi, þar sem hann rifjar upp ýmislegt er varðar fyrstu kynni sín af kennurum og kennslu. Fróðlegar upplýsingar um horfna lifnaðarhætti eru einnig í grein Gíslá Jónatanssonar, Naustavík, sem nefnist Breyttirbúskaparhættir, ekki síst að því er varðar sjósókn og bátaútgerð þar á árum áður. Og svipað er að segja um greinina Á sjó eftir Jónu Vigfúsdóttur frá Stóru- Hvalsá, þar sem er á ferðinni glögg lýsing á því hvernig konur kynntust sjónum á Ströndum strax í bernsku ekki síður en karlar. Og er þá langtífrá allt talið úr heftinu, og reyndar ekkert af ljóðun- um í því. Þau eru mörg hver áhuga- verð og bera þess ljóst vitni að glíman við ljóðformið hefur lengi verið stunduð þarog af mörgum, ogr oft með allgóðum árangri. Má nefna sérstaklega framlag Ingibjargar Jónsdóttur frá Kjós í Árneshreppi, en hún birtir þama kveðskap og fleira efni eftir sjálfa sig, systur sína og móður. í stuttu máli sagt kann ég fátt út á þetta nýjasta hefti Strandapóstsins að setja. Það verður að teljast hið áhugaverðasta í alla staði og ætti að geta vakið áhuga lesenda langt út fyrir einan saman hóp héraðsmanna og þeirra sem af Ströndum eru ættaðir. -esig Bjarmi 4. tbl. 83. árg. - Kristilegt tímarit Lífsbarátta er fyrirsögn á forustugrein blaðsins eftir ritstjórann, Gunnar J. Gunnarsson. Þá er hugleiðing eftir Astrid S. Hannesson: Verk að vinna. Þýdd grein eftir Billy Graham er í blaðinu um: Alnæmi, samskipti kynjanna og Biblíuna. Skúli Svavarsson, formaður SÍK, skrifar: Samfélag heilagra - eðli þess og gildi. „Hjá honum er kjölfestan", nefnist viðtal við hjónin Sigurlínu G. Sigurðar- dóttur kennara og Magnús J. Kristinsson tannlækni. Brotamaður á Biblíuskóla, nefnist frásögn norsks sakamanns sem frelsaðist. Þórir Kr. Þórðarson skrifar: Er gagnrýnin guðfræði hættuleg trúnni? Margar fréttir af starfi kristniboða og kristilegum félögum eru í blaðinu. . Árbók Suðurnesja 1986-1987 Suðurnesja árin 1986-87 og félagatal Sögufélags Suðurnesja. Það kennir þannig ýmissa grasa í Árbók Suðurnesja. Áftur fer það ekki á milli mála að henni er ritstýrt með þeim hætti að úr verður fræði- legt tímarit um sagnfræði. Hún getur tæpast talist vettvangur fyrir það sem venjulega er kallað þjóðlegur fróðleikur. Þurfa því sögufróðir og Ijóðelskir Suðurnesjamenn af báð- um kynjum væntanlega að leita ann- að til að koma verkum sínum á framfæri, og veldur vonandi engum vandræðum. En á móti kemur að í þessu riti eiga íbúar Suðumesja vettvang þar sem fagmannlega og fræðilega er tekið á heimildum um horfna tíma. Að slíku riti verður vissulega alltaf ávinningur. -esig Fréttabréf um málefni aldraðra Það er Félagsmálastofnun Reykjavík- urborgar, ellimáladeild, sem gefur blaðið út. Fréttabréfið er sent öllum Reykvík- ingum 67 ára og eldri ókeypis. Þetta blað er helgað 20 ára afmæli Félags- og tómstundastarfs aldraðra hjá Reykjavík- urborg. Félags- og tómstundastarf er rekið á eftirfarandi stöðum: Norðurbrún 1, Lönguhlíð 3, Hvassaleiti 56-58, Furu- gerði 1, Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi, Seljahlíð, Frostaskjóli, í Oddfel- lowhúsinu i Vonarstræti og í Bólstaðar- hlíð 43. Tvær nýjar þjónustumiðstöðvar eru nú í byggingu í Vesturbænum. Vesturgata 7 verður tekin í notkun á komanda hausti og þjónustumiðstöð við Aflagranda verð- ur opnuð á næsta ári. í Fréttabréfinu er sagt frá starfinu og áætlunum fyrir sumarið og margar myndir eru frá ferðalögum og félagsstarfi. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Þórir S. Guðbergsson. HORÐUR TÍU ÁRI BRÚNNi • VIÐSKIPTA- • VINNUSKVLDfl LSND: JflPSN tMsS&r/ : VIÐSKIPTI Frjáls versiun - Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál Forsíðuviðtalið í þessu blaði Frjálsrar verslunar er við Hörð Sigurgestsson, forstjóra Eimskipafélags Islands, en í ár eru 10 ár frá því Hörður tók við forstjóra- starfinu. Japan sem viðskiptaland er efni sem tekið er fyrir í þessu blaði og er rakið hver þróun mála f útflutningi íslenskra sjávar- afurða til Japans hefur orðið á síðustu árum og aukning á flugsamgöngum milli landanna. Pappírslaus viðskipti nefnist grein þar sem Amþór Þórðarson rafmagnsverk- fræðingur hjá Félagi íslenskra iðnrekanda fjallar um „skjalalaus samskipti". Ólafur Garðarsson lögfræðingur skrifar um vinnuskylduna í lögfræðiþætti sínum og greinir m.a. frá dómum í deilumálum launþega og vinnuveitenda um vinnu- skyldu. Þá eru fréttir um viðskipti hér á landi og erlendis og margt fleira. Blaðið er um 70 bls. Ritstjóri er Helgi Magnússon, en útgefandi er Frjálst fram- tak hf. ABC - Blað fyrir hressa krakka Á forsíðu þessa blaðs eru tvær ungar blómarósir: Hildur Rut Sigurbjartsdóttir og Heiðbjört Sif Arnardóttir. Þar er líka kynnt aðalefni blaðsins, sem að þessu sinni er: Sveitarómantík, fótbolti, Ma- donna, popp og þrautir. Einnig má nefna viðtal við Björgvin Franz Gíslason, rísandi stjörnu á leiklist- arhimninum, eins og hann er kynntur í blaðinu. 1 greininni Sveitarómantík er sagt frá sauðburði og sveitastörfum á Meðalfelli f Kjósarsýslu og rætt við heimasæturnar Berglindi, Björku og Dagnýju. I starfskynningu er fjallað um starf lögreglumanns. Þá er smásaga eftir Helga I. Guðmundsson: Ben og gull drekans. Póstkassinn er á sínum stað, poppþáttur o.fl. og í opnu er mynd af söngkonunni Madonnu. Ritstjóri blaðsins er Hildur Gísladóttir en útgefandi Frjálst framtak hf. Saga heyrnarlausra á íslandi Starfsfólk, kennarar og nemendur Ennþá vantar upplýsingar um æviágrip þeirra, sem starfað hafa við kennslu heyrnarlausra og starfsfólks við Heyrnleysingjaskólann eða gamla Málleysingjaskólann. Allar upplýsingar um látið starfsfólk eða nemendur yrðu vel þegnar. Vinsamlegast hafið samband við Bryndísi í síma 688310 eðaGuðmund ísíma32702fyrir5. júlí n.k.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.