Tíminn - 28.06.1989, Side 18

Tíminn - 28.06.1989, Side 18
'■ 18 Tífriinn Mlðvikudagur 2S-. -júní 1989 fllllflllllll (ÞRÓTTIR lillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllB Frjálsar íþróttir: EINAR VANN í LAUSANNE Einar Vilhjálmsson sigraði í spjótkasti á alþjóðlega Grand Prix mótinu í Lausanne í Sviss í gærkvöld. Einar kastaði 79,82 m. Einar vann sigur á mörgum þekktum spjót- - kastaði 79,82 m á Grand Prix-mótinu í gærkvöld kösturum í gær og virðist vera í góðri æfingu um þessar mundir. Bretinn Mike Hill varð annar í Lausanne í gærkvöld með 78,90 m. Bandaríkjamaðurinn Mike Barnett varð í 3. sæti með 78,86 m. Frakkinn Pascall Lefevre kom næstur með 77,42 m og í 5. sæti varð V-Þjóðverj- inn Andreas Linden með 76,86 m. í 6. sæti varð Rudoph Steiner frá Sviss með 73,38 m. Einar vann einnig í spjótkast- keppni í Frakklandi um síðustu helgi, en á morgun keppir hann á Grand Prix móti í Helsinki í Finn- landi. Þar verður Vésteinn Haf- steinsson kringlukastari einnig með- al keppenda. BL Einar Vilhjálmsson sigraði í spjótkasti í Lausanne í Sviss í gærkvöld. Frjálsar íþróttir: Roger Kingdom með besta tíma ársins - í 110 m grindahlaupi á Grand Prix mótinu í Lausanne Bandaríski Ólympíumeistarinn í 110 m grindahlaupi, Roger Kingdom, náði í gær fram hefndum gegn Bretanum Colin Jackson á Grand Prix frjálsíþróttamótinu í Lausanne í Sviss, en Jackson sigraði Kingdom í síðustu viku. Hlaupið í Lausanne var mjög spennandi og þrívegis var þjófstart- að. Þrátt fyrir úrhellis rigningu náði Kingdom besta tíma ársins í grein- inni er hann hljóp á 13,13 sek. Colin Jackson hljóp á 13,23 sek. og Greg Foster frá Bandaríkjunum, sem tvívegis hefur orðið heimsmeist- ari í greininni, hljóp á 13,29 sek. í þriðja sæti. Down Sowell frá Bandaríkjunum sigraði í 100 m hlaupi kvenna á 10,99 sek. Bandarískar stúlkur urðu í fjórum efstu sætunum í hlaupinu. í 100 m hlaupi karla skar mynda- vél úr um úrslit, því þeir Dennis Mitchell frá Bandaríkjunum og Ray- mond Stewart frá Jamaica komu báðir á 10,03 sek. í mark. Mitchell var úrskurðaður sjónarmun á undan. Leroy Burrel, einnig frá Bandaríkj- unum varð f þriðj a sæti á 10,17 sek. Said Aouita sigraði í 1.500 m hlaupi karla á 3:35,26 mín. Annar í hlaupinu varð Kenýa-maðurinn Wil- fred Kirochi á 3:35,67 mín. Ólymp- íumeistarinn Peter Rono frá Kenýa varð í þriðja sæti á 3:35,80 mín. í 200 m hlaupi kvenna sigraði Grace Jackson frá Jamaica á 22,52 sek. Diane Dixon frá Bandaríkjun- um varð önnur á 23,05 sek. og svissnesk stúlka náði þriðja sætinu. í 400 m hlaupi karla unnu Banda- ríkjamenn þrefaldan sigur. Steve Lewis sigraði á 44,47 sek. Tim Simon varð annar á 44,71 sek. og Danny Everett varð þriðji á 45,20 sek. Ólympíumeistarinn í langstökki, Carl Lewis frá Bandaríkjunum sigr- aði í langstökkinu í Lausanne í gærkvöld. Lewis náði ágætum árang- ri og stökk 8,43 m. Peter Koech sigraði í 3.000 m hindrun- arhlaupi á 8:15,78 mín. I kúluvarpi kvenna sigraði Heidi Kruger A-Þýska- landi með 20,37 m. Patti Sue Plumer Bandaríkjunum sigraði í 3.000 m hlaupi kvenna á 8:42,12 mín. í hástökki kvenna sigraði Galina Astafei frá Rúmeníu, stökk 1,90 m. Marieta Ilcu frá Rúmeníu sigraði í langstökki kvenna, stökk 6,61 m. Portúgalinn Jose Regalo bar sigur úr býtum í 5.000 m hlaupi á 13:27,25 mín. í 400 m grindahlaupi kvenna varð Sabdra Farmer frá Jamaica hlutskörpust á 54,76 sek. Ana Fidelia Quirot frá Kúpu sigraði í 800 m hlaupi kvenna á 1:57,95 mín. BL Knattspyrna 2. deild: Víðissigur Víðismenn unnu Völsunga frá Húsavík með 4 mörkum gegn 2 í Garðinum í gærkvöld. Grétar Ein- arsson gerði 2 mörk fyrir Víði, Vilberg Þorvaldsson 1 og Hlynur Jóhannsson 1. Ásmundur Arnarsson og Skúli Hallgrímsson gerðu mörk Völsunga. BL Tennis-Wimbledon: AUDVELT HJA STEFFIGRAF OG MARTINU NAVRATILOVU - í fyrstu umferðinni á kvennadegi á Wimbledon tennismótinu í gær Það var ekki að sjá á Steffi Graf frá V-Þýskalandi, að iiún hafi beðið lægri hlut á opna franska tennismót- inu 17. júní s.l. Graf var öryggið uppmálað í gær er hún sigraði bresku stúlkuna Julie Salmon í fyrstu um- ferð Wimbledon tennismótsins. Graf var öryggið uppmálað þegar hún lagði Salmon, 6-1 og 6-2. Hún hefur greinilega ekki farið á taugum eftir tapið gegn Arantxa Sannchez í París á dögunum og virðist líkleg til þess að komast í úrslitaleikinn, en hún sigraði á mótinu í fyrra. Mótherji Graf frá því í fyrra, Martina Navratilova frá Bandaríkj- unum, vann einnig auðveldan sigur í gær. Hún lék gegn Jill Hethering- ton frá Kanada og sigraði 6-3 og 6-2. Það er því ýmislegt sem bendir til þess að þessar tvær tenniskonur berjist um sigurinn í Wimbledon mótinu. Meðal annarra úrslita á mótinu í gær má nefna að Zina Garrison frá Bandaríkjunum, sem er 5. á heims- listanum, vann Kimiko Date frá Japan örugglega 6-1 og 6-2. Chris Evert frá Bandaríkjunum sem nú er í 4. sæti á heimslistanum, vann í gær löndu sína Peanut Louie Harper auðveldlega 6-1 og 6-1. Bandaríska stúlkan Susan Sloane sem er 16. á heimslistanum, vann Sany Collins, einnig frá Bandaríkj- unum, 6-4 og 6-0. Þá vann argentínska stúlkan Ge- briela Sabatini aðveldan sigur gegn Dianne Balestrat frá Ástralíu 6-1 og 6-0. Sabatini er um þessar mundir 3. á heimslistanum í kvennaflokki. Keppnin hófst á mánudag og þá urðu helstu úrslit í kvennaflokki þau að Helena Sukova frá Tékkóslóvak- íu vann Monique Javer frá Bretlandi 6- 4 og 6-4. Lendl í basli í fyrradag kepptu margir af hæst skrifuðu körlunum í fyrstu umferð mótsins. Ivan Lendl frá Tékkó- slóvakíu, sem unnið hefur til flestra verðlauna í tennisheiminum annarra en sigurs á Wimbledonmóti, lenti í miklu basli með Nicolas Pereira frá Venezuela. Lendl hafði þó sigur að lokum 7-6, 4-6, 6-3, 6-7 og 6-1. Stefan Edberg frá Svíþjóð, sem sigraði á mótinu í fyrra sigraði Chris Pridham frá Kanada örugglega, 6-3, 6-4 og 6-1. Mótherji Edbergs frá því í fyrra, V-Þjóðverjinn Boris Becker, sem tvívegis hefur sigrað á Wimbledon, vann einnig sigur í sínum leik á mánudag. Hann bar þá sigurorð af Brian Shelton frá Bandaríkjunum 6-1, 6-4 og 7-6. Gamla kempan Jimmy Connors frá Bandaríkjunum vann Andrei Cherkasov frá Sovétríkjunum 6-3, 6-2, 4-6 og 6-3. Michael Chang frá Bandaríkjun- um, sem vann Lendl eftirminnilega á opna franska mótinu á dögunum, sigraði í sfnum leik gegn Bandaríkja- manninum Bill Scanlon, 6-4,6-3,2-6 og 6-3. Miloslav Meir frá Tékkóslóvakíu vann Scott Warner frá Bandaríkjun- um 6-2, 6-2 og 6-4. Þá vakti athygli að Júgóslavinn Slobodan Zivojinovic vann Svíann Anders Jarryyd 3-6, 7-6, 6-3 og 6-0. McEnroe var hætt kominn í gær munaði litlu að Bandaríkja- maðurinn John McEnroe félli úr keppninni. Hann tapaði fyrstu tveimur lotunum gegn Ástralanum Darren Cahill, 4-6 og 4-6. En McEnroe snéri leiknum sér í hag og vann næstu þrjár lotur 6-2, 6-3 og 8-6. Það mátti því ekki muna miklu í lokahrinunni, en McEnroe sem er 5. á heimslistanum um þessar mundir, náði að bjarga andlitinu. Kevin Kurren frá Bandaríkjun- um, 12. á heimslistanum, vann And- rew Castle frá Bretlandi 6-2,4-6,7-6 og 6-3. Spennan var samt hvað mest í leik þeirra Jonasar Svensson frá Svíþjóð og David Wheatons frá Bandaríkj- unum. Bandaríkjamaðurinn var óheppinn og tapaði þremur lotum 7-6. Handknattleikur: Hilmar tekur við 21 árs landsliðinu Hilmar Bjömsson handknattleiks- þjálfari hefur verið ráðinn þjálfarí 21 árs landsliðsins, sem taka mun þátt í úrslitakeppni heimsmeistara- mótsins í haust, en sú keppni verður á Spáni. Hilmar tekur við að Jóhanni Inga Gunnarssyni, sem stýrði Iiðinu til sigurs gegn Sviss í úrslitaleikjum um þátttökurétt í mótinu á Spáni. ísland leikur í riðli með Spánverj- um, V-Þjóðverjum og Tékkum í mótinu. BL Þær voru í sviðsljósinu á kvennadegi á Wimbledon-mótinu í gær. Gabriela Sabatini frá Argentínu til vinstri og Steffi Graf frá V-Þýsklandi til hægri.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.