Tíminn - 29.06.1989, Side 4
4 Tíminn
Fimmtudagur 29. júní 1989
SENDIBÍLASTÖÐIN Hf
SÍM125050
Farsœll flutningur
1949 -1989
29. júní 1989
Verðum við með opið hús
í Borgartúni 21
Veitingar allan daginn
LÍTIÐ INN
ALLIR VELKOMNIR
BÍLASÝNING
Saga stöðvarinnar í máli og myndum
MENNTASKÓLINN VIÐ HAMRAHLÍÐ
Vinnuaðstaða kennara - lyfta
Tilboð óskast í breytingar og endurbætur á
húsnæði Menntaskólans við Hamrahlíð. Meðal
annars skal stækka glugga á útveggjum kjallara í
suðurálmu skólans, endurnýja lagnir og setja upp
lyftustokk.
Verkinu skal skila í nokkrum áföngum:
Skila skal fyrsta hluta þess 28.8. 1989 en verklok
á verkinu í heild verða 22.4. 1990.
Útboðsgögn verða afhent til föstudagsins 7. júlí
gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Húsið verður
væntanlegum bjóðendum til sýnis dagana 3., 4. og
7. júlí milli kl. 9 og 12.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri þriðjudaginn
11. júlí 1989 kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844
'W' iðnskOlinn í reykjavík
Orðsending
til nemenda
Þeim nemendum sem hyggjast stunda nám á
haustönn 1989 er bent á að staðfestingargjöld
þurfa að hafa borist skólanum í síðasta lagi 4. júlí.
Eftir þann tíma verður tekið inn af biðlistum.
Iðnskólinn í Reykjavík.
TÖLVUNOTENDUR
Við í Prentsmiðjunni Eddu
hönnum, setjum og prentum
allar gerðir eyðublaða fVrir tölvuvinnslu.
PRENTSMIÐIAN
Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000
Ríkisútvarpið langefst á vinsældalistanum:
Um 65% íslendinga
ánægðir með RUV
Hlutfall svarenda 18-75 ára sem telja tilgreindai
stofnanir gegna hlutverki sínu vel.
Rilcisútvarpiö Háskólinn Rjóöleikhúsiö Lögreglan þjóökirkjan Menntaskólar grunnskólar dómstólar Alþingi
„Vel“ var svaríö hjá tveim af
hverjum þrem af þeim 1.050
landsmönnum sem Félagsvís-
indastofnun spurði: Telur þú að
Ríkisútvarpiö gegni hlutverki
sínu vel, sæmilega eða illa? Að-
eins um 7% svöruðu „UIa“.
Ríkisútvarpið fékk lang besta
einkunn af öllum þeim opinberu
stofnunum sem álits landsmanna
var leitað á, þrátt fyrir að
könnunin var gerð um svipað
leyti og afnotagjöld Ríkisút-
varpsins voru hækkuð umtals-
vert.
Hjá þriðjungi bænda og sjómanna
var Ríkisútvarpið m.a.s. efst á blaði
þegar spurt var um hverja af nokkr-
um stofnunum fólk vildi helst efla
með opinberu skattfé, og það sama
var uppi á teningnum hjá fjórðungi
þeirra sem náð hafa sextugsaldri.
Yngsta fólkið (18-24 ára) sker sig
nokkuð úr. Af þeim töldu 45%
RUV gegna hlutverki sínu „vel“ en
14% „illa“. Meðal fólks á aldrinum
40-60 ára voru sömu hlutföll aftur á
móti 72% og aðeins 4% svaraði
„ilía“. Aðrir völdu svarið „sæmi-
lega“.
Svarið var „vel“ hjá 60-70% allra
menntunarhópa og sömuleiðis allra
starfsstétta.
Töluverður munur kemur hins
vegar fram eftir búsetu. Um 71%
landsbyggðamanna svaraði „vel“ en
aftur á móti 55% Reyknesinga.
Svipað er uppi á teningnum þegar
Iitið er á svör manna eftir stuðningi
þeirra við stjórnmálaflokka. Yfir
80% alþýðubandalagsmanna telja
Ríkisútvarpið gegna sínu hlutverki
vel og ekki einn einasti svaraði
„illa“. Meðal sjálfstæðismanna voru
hlutföllin 60% og 12%, en þar var
stærsti hópur óánægðra ásamt með
yngstu kynslóðinni.
I könnuninni var einnig spurt: Ef
taka ætti opinbert skattfé til að efla
eina af eftirtöldum stofnunum með
auknum fjárveitingum, hverja
myndir þú helst velja? Um var að
ræða Þjóðleikhús, Grunnskóla, Há-
skóla, Listasafn íslands, Ríkisút-
varpið, eða ekkert af þessu.
Af öllu úrtakinu valdi rúmlega
helmingurinn grunnskólana, um
16% Háskólann og 12% Ríkisút-
varpið. Afar fáir voru reiðubúnir að
láta skattpeninga sína til styrktar
Listasafninu, eða minna en 1%.
Vilji til opinberra fjárveitinga til
Ríkisútvarpsins óx með hækkuðum
aldri, er um þrefalt meiri á lands-
byggðinni (17%) en á Reykjanesi,
nær tvöfalt meiri meðal sjálfstætt
starfandi (19%) heldur en launþega
og nær þrefalt meiri meðal fram-
sóknarmanna (23%) en sjálfstæðis-
manna.
Loks má nefna að nær allir sem
spurðir voru lýstu skoðun á Ríkisút-
varpinu og sama var raunar að segja
um lögreglu og Alþingi. Allt að
fjórðungur tók aftur á móti ekki
afstöðu til annarra stofnana.
-HEI
Alþjóðlegt
köfunarnámskeið:
Kafað
á Sri
Lanka
Hópur áhugafólks um köf-
un hefur ákveðið að efna til
ferðar á alþjóðlegt köfunar-
námskeið við Indlandshaf.
Um er að ræða 19 daga
ferð sem stendur frá 16. ágúst
til 3. september n.k. Sjálft
námskeiðið stendur í tíu daga
og er kafað í Indlandshafi,
bæði við Colombo og á öðr-
um stöðum á suðurströnd Sri
Lanka. Námskeiðið er á veg-
um alþjóðlegs köfunarskóla
og öðlast þátttakendur
„Open WaterDiver“ rétt-
indi, samkvæmt PADI-
staðli.
Námskeiðin eru bæði fyrir byrj-
endur og reynda kafara, sem boðið
er upp á skoðunarferðir með leið-
sögn um undirdjúpin, meðan nám-
skeiðið stendur yfir. Á þessum slóð-
um er sjórinn mjög tær, litríkt sjáv-
arlíf og skipsflök frá ýmsum tímum.
íslenski fararstjórinn hefur áður
stundað nám við þennan sama al-
þjóðlega köfunarskóla.
Ætlunin er, að þeir sem taka þátt
í námsferðinni geti orðið stofnfélag-
ar í alþjóðlegum klúbbi köfunar-
fólks, sem ætlunin er að stofna á
íslandi.
Allar frekari upplýsingar um köf-
unarnámsferðina að Indlandshafi er
hægt að fá á skrifstofutíma í stma
91-15331 og hjá fararstjóranum,
Júlíusi Einarssyni, í síma 91-16652.
SSH
Félagsvísindastofnun kannar hug þjóðarinnar:
Alþingi fékk
„falleinkunn“
Segja má að Alþingi hafi fengið
„falleinkunn“ hjá þjóðinni í könn-
un Félagsvísindastofnunar á af-
stöðu landsmanna til ýmissa opin-
berra stofnana. Af hverjum 100
kjósendum telja 38 Alþingi gegna
hlutverki sínu illa, en aðeins 6
sögðu vel. Rúmlega helmingur
kjósenda sagði sæmilega. Verður
að telja þetta afar slæma niður-
stöðu fyrir Alþingi, þegar litið er
til þess að í kringum helmingur
þessara sömu kjósenda telja flestar
aðrar stofnanir, sem leitað var álits
um, skila hlutverki sínu vel - hin
umdeilda stofnun Ríkisútvarpið þó
best þeirra allra. Aðeins dómstól-
arnir nálguðust „falleinkunn" Al-
þingis.
Kjósendur voru spurðir: Telur
þú Alþingi gegna hlutverki sínu
vel, sæmilega eða illa?
Um 40% allra karlanna töldu
Alþingi gegna hlutverki sínu illa,
en 35% kvennanna. Óánægðastir
allra eru iðnaðarmenn, sérfræðing-
ar og atvinnurekendur (46%). I
aldurshópum var óánægjan mest
hjá 25-50 ára, og eftir landsvæðum
mest á Reykjanesi.
Skipt eftir stjómmálaflokkum,
svöruðu 42% stuðningsmanna
Kvennalista: Illa. En hins vegar
fæstir í hópi framsóknarmanna,
eða 28%. I öllum flokkum voru
ósköp fáir sem gáfu einkunnina:
Vel, eða aðeins á 5-8%. -HEI
Spariskírteini
seljast grimmt
Mikil sala var í spariskírteinum ríkissjóðs í síðustu viku, en þá seldust
spariskírteini fyrir um 800 milljónir króna. Þetta er tæplega helmingur þess
sem selt hefur verið af spariskírteinum frá áramótum, en heildarsalan er um
1.800 milljónir króna.
Pétur Krístinsson framkvæmdastjóri Söluskrífstofu ríkisskuldabréfa sagði
í samtali við Tímann, að það sem réði þessum mikla fjörkipp væri að fólk
virtist trúa því að raunvaxtalækkunin sé að eiga sér stað og það sé að tryggja
sér skírteinin á þeim vöxtum sem í boði eru í dag.
Vextimir sem era í boði til mánaðamóta, eru 6,8 til 7%, en lækka frá og
með 1. júlí í 6% og 5,5%. Pétur sagðist búast við því að salan í þessari viku
yrði einnig góð. -ABÓ