Tíminn - 29.06.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.06.1989, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 29. júní 1989 Tíminn 5 Hið árlega Tommamót knatt- spymufélagsins Týs var sett f gær- kvöldi með skrúðgöngu, knatt- spymuleik á milli stjörnuliðs Ómars Ragnarssonar og slökkviliðs Vest- mannaeyja í fullum skrúða, ræðu- höldum og flugeldasýningu. Auk þess sýndi Bjöm Thoroddssen list- flug og dreifði karamellum yfir svæð- ið og heimsmeistarinn í að halda bolta á lofti lék listir sínar. Undirbúningur hefur staðið síðan í febrúar. Samtals var búist við að um þúsund manns, keppendur, þjálfarar, foreldrar og aðrir, mættu á svæðið. Allur fjöldinn er hýstur í tveimur skólum og var að sögn eins Týsmanna mikið fjör á þeim bæjum. Tommamótið í ár er það sjöunda sem Týr stendur fyrir. Spilaðir verða, á fjórum völlum og innan- húss, samtals 250 fótboltaleikir á fjórum dögum. Keppendur, strákar á aldrinum fimm til tíu ára, koma hvaðanæva af landinu, alls 48 lið frá 24 félögum. jkb HÆRRI ELULÍFEYRI! Á stofnfundi Landssambands aldraðra, sem haldinn var á Akur- eyri fyrir skömmu, var samþykkt ályktun um að ellilífeyrir, óskert tekjutrygging og heimilisuppbót sem nú nema samtals kr. 35.383 verði hxkkað upp í kr. 45.000, og skerðing tekjutryggingar sem nú hefst þegar aðrar tekjur hafa náð kr. 10.665 hefjist eltki fyrr en við 25.000. Einnig að hjón fái greiddan lífeyri sem tveir einstaklingar. Jafnframt taldi fundurinn nauð- synlegt að athugað verði hvemig almannatryggingar og greiðslur úr lífeyrissjóðum eigi að tengjast í framtíðinni. Fundurinn bendir í því sambandi á niðurlagsorð í formála að frumvarpi til laga um starfsemi lífeyrissjóða frá 1986, en þar segir: „Löngu er orðið tímabært að taka til endurskoðunar samhengið milli greiðslna ellilífeyris og tekjutrygg- ingar frá almannatryggingum, greiðslna eftirlauna frá lífeyrissjóð- um og skattlagningar þessara greiðslna." Landssamband aldraðra beinir því til ríkisstjómarinnar að skipuð verði nefnd til að athuga þetta mál og fer fram á að fá fulltrúa í þeirri nefnd. Fundurinn taldi það ófæra leið að spamaður í ríkisrekstri komi niður á öldruðum og að deildum sjúkrahúsa og stofnana sem hafa með þjónustu við þá að gera sé lokað eða dregið mikið úr þjónustu. „Það er ófært að senda fólk heim, þar sem lítil eða engin aðstaða er til að veita því þá þjónustu sem þörf er á“, segir í ályktuninni. Einnig skoraði fundurinn á sveit- arstjómir og önnur stjómvöld að vinna ötullega að húsnæðismálum aldraðra í samstarfi við Félög eldri borgara á hverjum stað. - LDH Eldhressir Valsarar á leið til Eyja að keppa við fleiri hundruð félaga sína. Listi yfir hundrað tekjuhæstu starfsmenn ríkisins: 96 með hærri laun en forseti íslands Fj ármálaráðuneytið hefur tekið saman lista yfir 100 tekjuhæstu störf hjá ríkinu á síðastliðnu ári. Þar kemur ýmislegt merkilegt í Ijós meðal annars það að 96 rflusstarfs- menn fá hærri laun en forseti íslands. Tekjuhæstir voru 6 skrifstofustjórar, sem ekki eru skilgreindir nánar, með tæpar 300 þúsund krónur í meðalmánaðarlaun. Meðalárslaun þessara eitt hundrað einstaklinga eru á bilinu frá rúmum 2,9 milljónum og upp í rúmlega 3,5 milljónir króna, sem umreiknað yfir á meðalmánaðarlaun eru á bilinu rúm 240 þúsund krónur upp í tæpar 297 þúsund krónur. Mikið hefur verið rætt um launa- kjör lækna og á listanum kemur í ljós að fulltrúar læknastéttarinnar skipa 20-53 sætið hvað launagreiðsl- ur varðar. í gögnum frá ráðuneytinu er sérstaklega gerð grein fyrir launa- greiðslum til læknanna og tekið fram að greiðslur Tryggingastofnunar ríkisins eru reiknaðar sem 50% laun og 50% kostnaður. Af þeim sjö yfirlæknum sem einn- ig eru prófessorar fengu fjórir af þeim greiðslur frá Tryggingastofn- uninni frá 190 þúsund krónum og allt að 1,42 milljónum. Meðaltalið er um 750 þúsund krónur. Af tíu yfirlæknum fengu fjórir greiðslur frá Tryggingastofnuninni, frá 190 þúsund krónum og allt að 2,7 milljónum. Meðaltalið er um 1,3 milljónir. Af sextán sjúkrahúslæknum fengu níu greiðslur frá Tryggingastofnun- inni, frá 30 þúsund krónum og allt að 900 þúsund krónum. Til samanburðar þá eru hæstu mánaðarlaun samkvæmt taxta BHMR rétt rúmar 126 þúsund krón- ur og er það eftir að viðkomandi hefur náð 21 árs starfsaldri. Lægstu laun aftur á móti samkvæmt sama taxta eru rétt um 45 þúsund krónur eða nærri sjö sinnum lægri en hjá þeim sem mest bera úr býtum hjá ríkinu. Svipaða sögu er að segja um hæstu og lægstu laun miðað við launataxta KI Hjá BSRB eru lægstu mánaðar- launin samkvæmt launataxta rétt um 35 þúsund krónur en hæstu laun um 116 þúsund og er þá miðað við 18 ára starfsaldur. Á meðfylgjandi töflu er að finna meðalárslaun þessara eitt hundrað einstaklinga, í sviganum eru með- almánaðarlaunin. Inni í þessum töl- um eru allar launagreiðslur sem þessir einstaklingar hafa þegið frá ríkinu. SSH Fjöldi Starfsheiti Meðalárslaun pr. mánuð 6 skrifstofustjórar 3.563.157 (296.930) 1 framhaldsskólakennari 3.467.956 (288.996) 2 sendiherrar 3.440.075 (286.673) 7 ráðuneytisstjórar 3.399.945 (283.329) 1 þáverandiefiiahagsráðgjafi ríkisstj órnarinnar 3.316.604 (276.384) 2 prófessorar 3.300.613 (275.051) 7 yfirlæknar sem einnig eru prófessorar 3.283.665 (273.638) 10 yfirlæknar 3.216.782 (268.065) 16 sjúkrahúslæknar 3.194.851 (266.237) 20 yfirmenn ríkisstofnana 3.186.442 (265.537) 15 flugumferðarstjórar, flugstjórar og flugvirkjar 3.140.335 (261.695) 4 yfirverkfræðingar/tæknifræðingar 3.096.739 (258.061) 5 yfirmenn löggæslu og dómarar 3.089.401 (257.450) 1 forseti íslands 2.996.736 (249.736) 1 þáverandi forsætisráðherra 2.955.770 (246.314) 1 alþingismaður líka háskólakennari) 2.931.177 (244.465) 1 aðstoðarskólameistari 2.903.658 (241.971) Tommamót knatt- spyrnufélagsins Týs: manns leikir í Eyjum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.