Tíminn - 29.06.1989, Side 18
'18 Tí'rfiinn
Fimmtudág'ur 29. júní 1989
ÍÞRÓTTIR
t leik með júgóslavneska landslið-
inu. Vlade Divac í baráttu við einn
leikmanna Sovétmanna.
NBA-deildin:
Fer Petrovic
til Portland
Trail Blazers?
Þrír af leikmönnum júgósla vneska
landsliðsins í körfuknattleik, sem
varð Evrópumeistari á sunnudaginn,
eru nú staddir í Bandaríkjunum til
viðræðna við lið í bandarísku NBA-
atvinnumannadeildinni.
Þeir Vlade Divac, sem valinn var
af Los Angeles Lakers í háskólaval-
inu og Dino Radja, sem valinn var
af Boston Celtics, eru nú staddir
vestra til viðræðna við liðin. Radja,
sem er leikmaður með Jugoplastika,
er ekki með samning lausan við lið
sitt og að sögn forráðamanna liðsins
eru þeir ekkert áfjáðir í að láta hann
frá sér. Talsmenn liðsins sögðu í gær
að ef Radja vildi fara urðu Jugoplast-
ica og Boston Celtics að ná sam-
komulagi um greiðslur.
Vlade Divec er hins vegar með
lausan samning við Partizan Bel-
grade. Drazen Petrovic, er einnig
staddur í Bandaríkjunum til við-
ræðna við Portland Trail Blazers um
hugsanlegan samning. Petrovic er
talinn vera besti körfuknattleiks-
maður heims, utan NBA-deildarinn-
ar, en hann leikur með Real Madrid
á Spáni. Hann gerði 4 ára samning
við liðið í fyrra. BL
NBA-körfuknattleikur:
Vlade Divac í stað
Kareem Abdul-Jabbars
Los Angeles Lakers fara ótroðnar slóðir til að finna eftirmann Jabbars
Los Angeles Lakers brutu
blað í sögu háskólavals NB A-
liðanna á þriðjudag, er þeir
urðu fyrsta liðið til að velja
erlendan leikmann í fyrstu
umferð, sem ekki hefur leik-
ið í bandarískum háskóla.
Það var í 26. vali í fyrstu umferð
valsins sem Lakers gerðu drauma
Vlade Divac, 2,11 m miðherja júgó-
slavneska landsliðsins að veruleika.
„Ég trúi þessu ekki, draumar
mínir eru orðnir að veruleika,“ sagði
Divac eftir að honum voru færðar
fréttirnar. „Magic Johnson er dá-
samlegur og það verður stórkostlegt
að leika með honum.“
Divac, sem er aðeins 21 árs
gamall, varð á sunnudaginn Evrópu-
meistari er júgóslavneska landsliðið
gjörsigraði það gríska í úrslitaleik
Evrópukeppninnar í Zagreb. Þá var
hann einnig í landsliðinu á Ólympíu-
leikunum þegar júgóslavneska
landsliðið hlaut silfur verðlaunin.
Divac skoraði að meðaltali 11,7 stig
í Seoul og hirti 6,5 fráköst. Hann á,
þrátt fyrir ungan aldur, mikla
reynslu að baki í alþjóðlegum körfu-
knattleik. Hann leiddi Júgóslava til
sigurs á heimsleikum stúdenta í
Japan 1985 og bronsliði Júgóslava í
heimsmeistarakeppninni 1986.
„Ég hafði ekki hugmynd um að
Lakers hefðu svona mikinn áhuga á
mér. Síðastliðin vika hefur verið
frábær hjá mér, ég gekk í hjónaband
og var valinn í NBA-deildina, ég er
á leiðinni til lands kvikmyndastjarn-
anna,“ sagði Divac.
Með þessu vali á Vlado Divac,
fara forráðamenn Los Angeles La-
kers nýja og óvænta leið til þess að
reyna að fylla það skarð sem Kareem
Abdul-Jabbar skildi eftir sig, þegar
hann lagði skóna á hilluna, 42 ára
gamall, í lok síðasta keppnistíma-
bils. Liðið varð þá að sætta sig við 2.
sætið í deildinni, en liðið varð meist-
ari 1987 og 1988.
Lakers liðið hefur sem kunnugt er
boðið Pétri Guðmundssyni að leika
með liðinu í sumar, en hann lék sem
kunnugt er með Lakers fyrir nokkr-
um árum. Með tilkomu Divac í liði
Lakers minnka líkurnar á því að
Pétur fái samning við Lakers næsta
vetur, en Pétur er jú mun hærri en
Júgóslavinn og liðið þarf á mjög
hávöxnum vamarmanni að halda.
Liðið er betur sett með 2-3 mið-
herja, en 3-4 minni leikmenn á
varamannabekknum. Leikmaður á
hæð við Pétur er ekki á lausu í
Bandaríkjunum um þessar mundir.
Marty Blake, starfsmaður NBA-
deildarinnar, sagði að Lakers hefði
gert rétt með því að velja Divac.
„Hann er frábær skotmaður í stutt-
um og meðal löngum skoturn, góður
í fráköstum, fljótur á velli og góður
í vörn.“ BL
Vlade Divac lengst til hægri á varamannabekk júgóslavneska Iandsliðsins, hann mun leika með Los Angeles Lakers
næsta vetur. Næstur honum situr Dino Radja, en Boston Celtics valdi hann. Drazen Petrovic situr í miðjunni á
bekknum, en við hlið hans er bróðir hans Alexander.
íþróttir fatlaðra: '
29 íþróttamenn til
Svíþjóðar og Færeyja
á heimsleika þroskaheftra og norrænt barna- og unglingamót
SAMBANDSINS
ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900
Vörulyftaradekk
Margar gerðir
Gott verð
Nú á næstu dögum verður mikið
um að vera hjá fötluðum íþrótta-
mönnum í keppni á erlendum vett-
vangi því í lok þessarar viku og í
þeirri næstu munu íslenskir íþrótta-
menn taka þátt í tveimur mótum
erlendis.
Heimsleikar þroskaheftra
Dagana 2.-6. júlí n.k. fara fram í
Hemösand í Svíþjóð fyrstu Heims-
leikar þroskaheftra í sundi og frjáls-
um íþróttum. Alls munu 12 íslenskir
íþróttamenn taka þátt í leikunum..
Þeir eru:
Sund
Sigrún H. Hrafnsdóttir, Ösp.
Bára B. Erlingsdóttir, ösp.
Guðrún Ólafsdóttir, Ösp.
Bjömey Sigurlaugsdóttir, Ösp.
Hrafn Logason, Ösp.
Sigurður Pétursson, Ösp.
Gunnar Örn Erlingsson, Ösp.
Gunnar Þ. Gunnarsson, Selfossi.
Frjálsar íþróttir
Aðalsteinn Friðjónsson, Eik, Akur-
eyri.
Kristófer Ástvaldsson, Viljanum,
Seyðisfirði.
Jón G. Hafsteinsson, Ösp.
Kristján Guðbrandsson, Ösp.
íslensku keppendurnir hafa undir-
búið sig mjög vel fyrir leikana og
spennandi verður að fylgjast með
árangri þeirra. Sá árangur sem ís-
lensku keppendumir náðu á Norður-
landameistaramóti fatlaðra í sundi í
Vestmannaeyjum 2.-4. júní sl. gefur
í þessu móti tilefni til bjartsýni.
Norrænt barna-
og unglingamót
Dagana 30. júní-1. júlí fer 6.
Norræna bama- og unglingamótið
fram í Færeyjum. Mót þetta, sem
haldið er annað hvert ár til skiptis á
Norðurlöndunum, er fyrir böm og
unglinga á aldrinum 12-16 ára. Á
mótinu verður keppt í sundi, frjáls-
um íþróttum, borðtennis og boccia.
Alls munu 17 keppendur frá íslandi
taka þátt f mótinu að þessu sinni.
Þeir em:
Katrín Sigurðardóttir, Selfossi.
Sigurður Kristjánsson, Álftanesi.
Þóra Magnúsdóttir, Vestmannaeyj-
um.
Finnbogi Gunnarsson, Vestmanna-
eyjum.
Jón H. Jónsson, Kópavogi.
Ivar Öm Guðmundsson, Kópavogi.
Óskar Bergmann, Hafnarfirði.
Karen Friðriksdóttir, Hveragerði.
Birkir R. Gunnarsson, Garðabæ.
Karl H. Jónsson, Grindavík.
Sigurður V. Valsson, Reykjavík.
Steindór Jónsson, Reykjavík.
Valgeir Ólafsson, Reykjavík.
Sólveig Bessadóttir, Reykjavík.
Sigrún Bessadóttir, Reykjavík.
Elma Finnbogadóttir, Reykjavík.
Ólafur Tómasson, Reykjavík.