Tíminn - 04.07.1989, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.07.1989, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ1989 - 129. TBL. 73. ÁRG. - VERÐ í LAUSASÖLU KR. 80,- Lokaátakið í riðuniðurskurði kemur í haust og allt fé skorið þar sem riðu hefurorðið vartsíðan 1983 með valdboði ef ekki takast samningar: Fé fyrrv. ráðherra landbúnaðar skorið Sauðfjárveikivarnir hyggjast iáta framkvæma mikið átak í riðunið- urskurði á landinu í haust þannig að skorið verði fé á öllum bæjum þar sem sýkingar hefur orðið vart síðan 1983. Síðan á að útrýma riðufé jafnóðum og þess verður vart. Meðal þeirra sem munu missa fé sitt í þessum niðurskurði er Pálmi Jónsson alþingismaður og fyrrv. landbúnaðarráðherra, bóndi á Akri, en riðumálin hjá honum urðu landsfræg í fyrra. Alls hafa tvær kindur greinst með riðu á Akri, sú seinni 1984. Kind- urnar á Akri hafa gengið með öðru fé undanfarin ár og eitthvað úr stofninum hefur verið selt til undaneldis víða í Húnavatns- sýslu. Náist ekki samningar við bændur um þennan niðurskurð mun valdboði verða beitt til að ná honum fram. • Blaðsíða 5 ________________________________;___________________________________________________ ■ ________________________________________________________________________- Vinnutimi aðstoðarlækna brot á vinnuverndarlögum segir upplýsingafulltrúi Vinnueftirlits ríkisins ___ _ ■ Astunda ólöglega vinnu- þrælkun á siúkrahúsum Það vaktafyrirkomulag aðstoðarlækna á sjúkrahúsum í Reykjavík, sem felur í sér að læknarnir vinna allt upp í tvo sólarhringa í einni lotu er lögleysa samkvæmt upplýsingum frá upplýs- ingafulltrúa hjá Vinnueftirliti ríkisins. • Blaðsíða 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.