Tíminn - 04.07.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.07.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 4. júlí 1989 Formaður Heimdallar varaforseti NUU: Vildi áður út úr samtökunum Ólafur Þ. Stephensen, formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðis- manna í Reykjavík, var kjörinn varaforseti NUU á aðalfundi sam- takanna sem haldinn var í Færeyjum fyrir skömmu. NUU eru samtök ungliðahreyfinga norrænna íhalds- flokka, og hafa þau ekki notið mikilla vinsælda meðal ungra sjálf- stæðismanna síðustu ár. Á SUS- þingi á Akureyri 1985 lýsti hinn nýkjömi varaforseti vilja sínum um að SUS, Samband ungra sjálfstæðis- manna, segði sig úr NUU, í atkvæða- greiðslu sem þar fór fram. Svo virðist sem alger viðhorfsbreyting hafi orðið hjá Ólafi er hann fór að sækjast eftir þessu starfi. - LDH ísfisksölur í Bretlandi og Þýskalandi 19. til 23. júní 1242 seld Alls voru seld á Bretlands- og Þýskalandsmarkaði í liðinni viku 1242 tonn af fiski. Heildarsöluverð aflans voru rúmar 89 milljónir króna. Tvö skip lönduðu í Grimsby og Hull, samtals 215 tonnum, fyrir um 16 milljónir króna. Þetta voru Otto Wathne NS 90, sem seldi rúm 145 tonn og Andvari VE 100 með tæp 70 tonn. Afli skipanna skiptist þannig að 105,7 tonn voru af þorski og fékkst 79,09 króna meðalverð. Af ýsu voru 78 tonn meðalverð 82,23 krónur, 18 tonn af ufsa, meðalverð 34,52 krónur og tæp 4 tonn af karfa, meðalverð 47,56 krónur. Þá voru seld um 800 kíló af kola, meðalverð 54,74 krónur og 175 kíló af grálúðu, meðalverð 312,85 krónur og af blönduðum afla voru seld rúm 8 tonn meðalverð 80,97 krónur. tonn ytra Af fiski úr gámum voru seld tæp 715 tonn, fyrir 57 milljón króna heildarverð. Þar af voru 161 tonn af þorski, meðalverð 77,37 krónur og tæp 312 tonn af ýsu, meðalverð 81,70 krónur. Af ufsa voru seld tæp 15 tonn, af karfa 12 tonn og af kola 114 tonn, meðalverð 73,24 krónur. Af grálúðu var selt tæpt tonn og af blönduðum afla voru seld 99 tonn, meðalverð 96,27 krónur. í Bremerhaven í Þýskalandi seldi Engey RE 1 tæp 312 tonn fyrir um 15 milljónir króna. Af þorski voru tæp 6 tonn, ýsu 1,5 tonn, 22,8 tonn af ufsa og af karfa voru seld tæp 240 tonn, meðalverð 46,66 krónur. Af grálúðu voru seld 29,8 tonn, meðal- verð 80,33 krónur og af blönduðum afla voru seld 11,7 tonn, meðalverð 27,58 krónur. - ABÓ Á Sogavegihefur nú veríðkomið uppgríndverki viðslysagildrusem Tíminngreindifráfyrírskömmu. Slysagildran fyrrverandi er gangstígur sem liggur milli húsa alveg niður að götunni, hægra megin frá Grensásvegi séð. Ekki er möguleiki að greina gangstíginn úr bíl sem kemur akandi eftir Sogaveginum og því síður þá sem koma niður hann. Það hefur viljað brenna við að börn hafi komið á hjólum, hjólabrettum, eða öðrum ámóta farartækjum, niður gangstíginn á fullri ferð og ekki getað stoppað áður en þau hafa verið komin út á götu. Afþessum sökum hefur oft legið við stórsfysum þarna en grindverkið ætti að geta komið í veg fyrír Slíkt. Tímamynd:Pjetur íslandsmeistaramót unglinga í pílukasti íslandsmeistaramót unglinga í pílukasti var í fyrsta skiptið haldið laugardaginn 10. júní í félagsheimili íslenska pílukastsfélagsins, Hverfis- götu 105 R. Þar voru samankomnir 10 sterk- ustu pílukastspilarar landsins á aldr- inum 13 til 18 ára. Spilaður var VEGAFRAMKVÆMDIR NORÐURLAND EYSTRA 85 Norðausturvegur (7 m.kr.) Brúarland - Þórshöfn. Frágangur og klæðing 8,2 km. 870 Kópaskersvegur (1 m.kr.) Norðausturvegur - Kópasker. Klæðing, seinna lag, 0,9 km. 85 Norðausturvegur (1 m.kr.) Snartarstaðir - Kópasker. Klæðing, seinnalag, 1,1 km. 1 Norðurlandsvegur (5 m.kr.) Garður - Skútustaðir. Klæðing 2,7 km. 848 Mývatnsvegur (2,5 m.kr.) Vagnbrekka - Stekkjanes. Klæðing 1,2 km. 850 Flugvallarvegur Mývatnssveit (2 m.kr.) Kísilvegur - Flugvöllur. Klæðing 0,9 km. ?v f5rt’'ri'o6T Ts;<int,'',rjno,*í ctnsr-rii leikurinn „501“ í einum 10 manna riðli niður í 4 manna úrslit og var baráttan um 4 efstu sætin geysilega hörð. Þeir sem komust áfram voru; Marel Guðlaugsson, Grindavík; Þorsteinn Magnússon, Litla pílu klúbbnum; Bjarki Björgúlfsson, fs- lenska pílukastfélaginu og Sigurður Tómasson, Akranesi. f undanúrslitum var spilað best af 5 leggjum þ.e. sá sem er á undan að vinna 3 Ieggi vinnur leikinn. Undan- úrslit fóru þannig: Marel-Sigurður 3-0 Bjarki-Þorsteinn 3-1 Um 3. til 4. sætið spiluðu Þorsteinn og Sigurður og vann Þorsteinn 3-1 í nokkuð skemmtilegum leik. Þá var komið að úrslitaleiknum milli Bjarka og Marels og óhætt er að segja að spennan var geysileg. Spilað var best af 5 leggjum og voru leggimir allir mjög jafnir. Marel byrjaði á að vinna 2 leggi og þurfti aðeins að vinna 1 til viðbótar til að vinna titilinn, en Bjarki var ekki á því að gefast upp og jafnaði 2-2 í spennandi leggjum. Þá var komið að úrslitalegg og var Marel á undan niður að tvöföldum reit. Illa gekk þeim að hitta tvöfalda reitinn, þar til að Bjarki átti eftir 14 og hitti tvöfald- an 7 og vann þar með í slandsmeistar- atitilinn við mikinn fögnuð áhorf- enda. Óhætt er að fullyrða að þessir ungu drengir eiga eftir að láta meira að sér kveða í þessari ört vaxandi íþrótt á komandi árum. EMIL Frá v. Sigurður Tómasson 4. sæti, Marel Guðlaugsson 2. sæti, Bjarki Björgúlfsson 1, sæti og Þorsteinn Magnússon 3. sæti. Tlmamynd Emii Hagnaður hjá Kf. Króksfjarðar 5,7 miljón króna hagnaður varð hjá Kaupfélagi Króksfjarðar árið sem leið. Nemur hann um 3% af veltu félagsins, en hún varð tæpar 180 miljónir króna á árinu. Þetta kom fram á aðalfundi félags- ins sem haldinn var 11. júlí. í reikningunum kom einnig fram að fjármagnsstreymi frá rekstri varð 7,8 miljónir á síðasta ári, samanbor- ið við 3,2 miljónir árið á undan. Sigurður R. Bjamason kaupfé- Ugs^ýóáþ^k?i;þesíagóðuafkojpu, fyrst og fremst því að menn standi vel saman um kaupfélagið og beini viðskiptum sínum þangað. Árið sem leið var sláturhús félagsins lagfært mikið, og var það gert fyrir rekstrar- afgang ársins á undan. í stjóm Kf. Króksfjarðar sitja nú Jens Guðmundsson, Reykhólum, Torfi Jónsson, Árbæ, Málfríður Vil- bergsdóttir, Kletti, Ingibjörg Krist- jánsdóttir, Garpsdal, og Reinhard Reynisson, Reykhólum. -esig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.