Tíminn - 04.07.1989, Blaðsíða 17

Tíminn - 04.07.1989, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 4. júlí 1989 Tíminn 17 GLETTUR - Ég hef ekki verið svona lukkuleg síðan við fjórðu giftingu mína um árið... Skjótast nýir Utangarðsmenn til stjarnanna? Boyd Kestner, Harold P. Pruett, David Arquette, Jay R. Ferguson, Rodney Harvey og Robert Rusler. Þeir leika í sjónvarpsmyndaflokki undir stjórn Francis Ford Coppola um „Utangarðsmenn“. Verða þeir eins frægir og fyrirrennarar þeirra í kvikmyndinni? Tekst hinum kunna leik- stjóra Francis Ford Coppola það aftur? Hin stórkostlega kvikmynd Coppola, „Utan- garðsmenn“ eða „The Out- siders" á engilsaxnesku gerðu það gott árið 1983, og reyndar allar götur síðan. Sú mynd er nú komin í hóp hinna klass- ísku í kvikmyndasögunni. í „Utangarðsmönnum“ var fimm ungum leikurum skotið upp á stjörnuhimininn þar sem þeir hafa trónað síðan. Patrick Swayze, Emilio Est- evez, Rob Lowe og Tom Cruise, allir eru þeir skínandi kvikmyndastjörnur í dag. Engum blandast hugur um að Coppola hafi náð einstak- lega góðum tökum á þeim anda sem var í bók þeirri sem hann byggði handritið að „Utangarðsmönnum" á. Verkið hafði „hugmynda- fræði og djúpa, hjartnæma mannlega vináttu“ segir Coppola sjálfur. Nú hyggst Coppola halda áfram á sömu braut með „Utangarðsmenn" en nú fyrir sjónvárp í sjónvarpsþáttaröð. Þar hyggst hann endurvekja söguna um hina hörðu, en þó viðkvæmu, „grísuðu töffara", en nú með hóp nýrra ungra leikara. Leggið þessi nöfn nú á minnið - Boyd Kestner, Har- old P. Pruett, David Arqu- ette, J.R. Ferguson, Rodney Harvey og Robert Rusler - og rifjið síðan upp eftir sex ár. Munu þeir þá tróna á stjörnu- himninum eins og leikararnir í „Utangarðsmönnum" gera í dag? Zsa Zsa Gabor handtekin af „myndarlegum lögreglumanni“ „Elskurnar mínar. Lösreclan 1 Mamma sagði mér alltaf að gæta mín á myndariegum mönnum" sagði kynbomban mikla Zsa Zsa Gabor þegar hún lýsti því þegar lögreglu- maður í Beverly Hills tók hana fyrir umferðalagabrot og hneppti Zsa Zsa í handjám. „Þessi lögreglumaður var myndarlegur, æðislegur. Tom Selleck plús“ sagði Zsa Zsa. „Nú veit ég að móðir mt'n sagði satt“. Zsa Zsa sýndi blaðamönn- um marða úlnliði sína og sagði að „þessi maður dró mig út úr bílnum, setti á mig handjárn svo þröngt að þau mörðu úlnliðina og kallaði mig hóru og tík“. “Ég þarf afsökun" bætti kynbomban við. Aldur Zsa Zsa Gabor er ekki alveg Ijós. Hún er ýmist skráð 66 ára eða 68 ára, en sjálf segist hún vera 58 ára gömul. Zsa Zsa sem hefur verið gift átta sinnum boðaði til blaðamannafundar í glæsi- íbúð sinni til að skýra frá sinni hlið á málinu. Lögregluforinginn James Smith segir að Zsa Zsa hafi ekið Rolls Royce bifreið sinni um Beverly Hills þegar hún var stöðvuð af vélhjólalög- reglu þar sem bifreið hennar hafði ekki verið færð til skoðunar. Á meðan lögreglu- maðurinn athugaði númerap- lötur Zsa Zsa ók hún á brott. Kynbomban Zsa Zsa Gabor sem er annað hvort 66 ára eða 68 pegar lögreglumaðurinn ára þó hún segist sjálf vera 58 ára. Hún segist hafa verið beitt stoppaði Zsa Zsa að nýju harðræði af “myndarlegum lögreglumanni“ þegar hún var fékk hann vænan kinnhest frá handtekin fyrir umferðalagabrot á dögunum. hinni miðaldra kynbombu. mínar. Lögreglan hefur neitað að gefa upp nafn lögregluþjóns- ins. Zsa Zsa var kærð fyrir að flýja undan Iögreglunni, fyrir að hafa slegið lögreglumann, fyrir að hafa ekið með út- runnið ökuskírteini, ekið óskoðuðum bíl og fyrir að hafa ekið með opna flösku af áfengi, en slíkt er bannað í Kalifomíu. Zsa Zsa Gabor var klædd bláum buxum og aðskomum bláum topp á blaðamanna- fundinum, þar sem hún lét gamminn geysa. „Ég er fædd í Ungverja- landi og ég hef heimsótt ýmis lönd, en ég hef aldrei séð nokkuð þessu líkt“ sagði Zsa Zsa. Þegar Zsa Zsa var spurð hvort hún hafi blótað lög- reglumanninum brosti hún og sagði: „Ég kallaði hann elsku. Ég sagði „Elskan, af hverju gerir þú mér þetta?“ Ég var ein- ungis að bregðast við Iög- reglumanninum. Hann var nærri búinn að brjóta hand- legginn á mér og ég var að reyna að verja sjálfa mig. Þeir stungu mér í steininn og tóku af mér fingraför. Þeir brutu tvær neglur“ sagði Zsa "Zsa. Zsa Zsa segist ekki vilja lögsækja Iögreglumanninn. „Ég er sterk kona. Afsöku- narbeiðni nægir“. „Ég geri uppreist fyrir hönd kúgaðra og barinna kvenna í Ameríku“ lýsti kyn- bomban yfir. „Ég vil sýna fram á að lögreglan getur ekki beitt konur harðræði".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.