Tíminn - 04.07.1989, Blaðsíða 19

Tíminn - 04.07.1989, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 4. júlí 1989 Tíminn 19 Sími685111. Upplýsingasímsvari 681511. Lukkulína 99 1002 Sölustaðir loka 15 mlnútum tyrír útdrátt I S|ónvarpinu. ÍÞRÓTTIR Þetta eru tölurnar sem upp komu 1. júll Heildarupphæð vinninga kr. 3.945.753,- 2 höfðu 5 rétta, og fær hver kr. 908.258,-. Bónusvinninginn fengu 4 og fær hver kr. 78.869,-. Fyrir 4 tölur réttar fær hver kr. 4.319,- og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig kr. 351,-. Þessum bolta ætla ég að ná! Knattspyrna l.deild: SANNGJARN SIGUR KR Á MEISTURUNUM - Pétur Pétursson skoraði eina mark leiksins KR-ingar unnu sanngjaman sigur á íslandsmeistunun Fram þegar liðin mættust í Hörpudeildinni á KR-vell- inum við Frostaskjól á sunnudags- kvöld. Leikurinn var ágætlega leikinn af beggja hálfu en allar aðgerðir KR- inga voru mun markvissari. Mark- tækifærin í leiknum voru fá og því fór það svo að aðeins eitt mark leit dagsins ljós eins og vanalega þegar Reykjavíkurrisamir eigast við. Fyrri hálfleikurinn var frekar tíð- indalítill og jafnræði var með liðun- um. Hættulegasta færið kom á 12. mínútu þegar Frammarinn Pétur Ormslev átti skot í einn vamarmann KR og boltinn skoppaði rétt framhjá. Á 17. mínútu skapaðist einnig hætta við mark KR eftir skot Kristjáns Jónssonar en Þorfinnur Hjaltason markvörður KR-inga var vel með á nótunum og varði. Strax í upphafi sfðari hálfleiks fór að draga til tíðinda. Á 69. mínútu náði Bjöm Rafnsson knettinum við endamörk Frammara, gaf fyrir á Pétur sem renndi knettinum snyrti- lega í markið með vinstra fæti, 1-0. Um miðjan síðari hálfleik var Bjöm síðan aftur á ferðinni en fast skot hans fór yfir mark Fram. Á 80. mínútu komst Frammarinn Rík- harður Daðason í dauðafæri en skot hans heldur ónákvæmt og knöttur- inn fór framhjá marki KR. Undir lok leiksins vildu Frammarar fá víta- spymu þegar Ragnar Margeirsson féll innan vítateigs KR-inga. Mjög erfitt var sjá hvort brotið var á Ragnari en dómari leiksins Eyjólfur Ólafsson var ekki í neinum vafa og lét leikinn halda áfram. Strákamir úr vesturbænum em vel að þessum sigri komnir og vom greinilega sterkari aðilinn á vellin- um. Erfitt er að gera upp á milli manna KR-liðsins í þessum leik þar sem það var fyrst og fremst góð liðsheild sem skóp sigur liðsins. Með þessum sigri sínum em KR-strákam- ir komnir í annað sæti íslandsmóts- ins og virðast vera til alls h'klegir í sumar. Frammarar vom hinsvegar í daufara lagi f þessum leik og virðist ekkert lát vera á slæmu gengi liðsins í sumar. í þessum leik var Ragnar Margeirsson skástur af annars slöku liði Frammara. KHG Staöan í 1. deild: Staðan í 2. deild: Valur . . . . 7 5 1 1 9-2 16 Vestm.eyjar 6 5 0 1 16-8 15 Akranes . . 7 4 1 2 9-6 13 Víðir .... 6 4 2 0 10-5 14 KR . 7 4 1 2 12-9 13 Stjaman . . 6 4 1 1 17-7 13 FH . . 7 3 2 2 7-7 11 Selfoss . . . 6 3 0 3 6-7 9 Fram . . . . 7 3 1 3 6-6 10 Leiftur . . . 6 2 2 2 5-7 8 KA . 7 2 3 2 10-8 9 Breiðablik . 6 2 1 3 12-11 7 Víkingur . . . 7 2 1 4 11-9 7 Einherji . . . 6 2 1 3 9-17 7 Fylkir . . . . . 7 2 1 4 7-13 7 Tindastóll . 6 1 1 4 7-11 4 Keflavík . . 7 1 3 3 7-12 6 ÍR 6 1 1 4 5-9 4 Þór . 7 1 2 4 5-10 5 Völsungur . 6 1 1 4 12-17 4 Knattspyrna 2. deild: Mikið skorað í annarri deild Markaregn á Húsavík Það vom hvorki fleiri né færri en níu mörk sem skomð vom þegar ÍBV sigraði Völsung frá Húsavík 6-3 á föstudaginn síðastliðinn. Tveir leikmenn vom með þrennu í þessum mikla markaleik. Hörður Benónýsson gerði öll mörk Völs- unga, eitt í fyrri hálfleik og tvö í þeim síðari. Það var hinsvegar Eyjamaðurinn Tómas Ingi Tómas- son sem gerði helming marka sinna manna en þeir Hlynur Stefánsson og Ingi Sigurðsson gerðu hinn helminginn, þar af skoraði Ingi tvö. Selfoss vann Eftir að hafa fengið á sig sjö mörk í sínum fyrstu fjómm leikjum hafa Selfyssingar haldið marki sfnu hreinu þrjá leiki í röð. Á föstudag- inn var sigmðu þeir ÍR-inga (1-0) á heimavelli sínum fyrir austan fjall. Það var Gunnar Garðarsson sem skoraði sigurmark Selfyssinga með þmmuskoti. Fimm á Vopnafirði Einherji sigraði UBK 3-2 í spennandi leik á Vopnafirði. Heimamenn urðu fyrri til að skora þegar Njáll Eiðsson þjálfari liðsins skoraði strax á 6. mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Ingvaldur Gústafsson fyrir UBK en Gísli Davíðsson kom heima- mönnum aftur yfir á 12. mínútu. í síðari hálfleik skomðu liðin sitt hvort markið. Jón Þórir Jónsson jafnaði fyrir UBK í upphafi hálf- leiksins en Hallgrímur Guðmunds- son skoraði síðan sigurmarkið fyrir Einherja rétt fyrir leikslok. Spjaldaregn Ólafur Lámson dómari í leik Tindastóls og Leifturs hafði nóg að gera á föstudagskvöldið þegar Leiftursmenn sigmðu Tindastól tvö eitt á Króknum. Sex leikmenn fengu að sjá gula spjaldið í leiknum og einn leikmaður fékk það rauða. Það voru Leiftursmenn sem vom öllu grófari þar sem þeir fengu fjögur gul spjöld og eitt rautt en Stólarnir sem vom í blíðara lagi í þessum leik fengu aðeins tvö gul spjöld. Það vom þeir Garðar Jóns- son og Halldór Guðmundsson sem skomðu mörk Leifturs í fyrri hálf- leik en Guðbrandur Guðbrandsson minnkaði muninn fyrir Stólana í þeim síðari. Víðir í annað sætið Víðir skaust upp í annað sætið þegar þeir unnu Stjömuna (1-0) í Garðabænum á föstudagskvöldið. Það var Grétar Einarsson sem skoraði mark Víðis eftir klaufaleg mistök markmanns Stjörnunnar. Stjarnan sem var efst eftir fimmtu umferð dettur nú niður í það þriðja. KHG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.