Tíminn - 04.07.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.07.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 4. júlí 1989 Timinn ————^ MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og ___Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGfslason Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavfk. Sími: 686300. Auglýsingasfmi: ' 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. mars hækkar: . Mánaðaráskrift í kr. 900.-, verð f lausasölu f 80,- kr. og 100,- kr. umi • helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595.- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Þjóðkirkjan Nýlega lauk prestastefnu, sem er árlegur fundur presta þjóðkirkjunnar undir forsæti biskups, sem kallar hana saman og undirbýr dagskrá hennar. Prestastefnan á sér margra alda sögu. Enginn landsfundur neinnar tegundar byggir á svo gömlum hefðum sem prestastefnan. Aðalumræðuefni prestastefnu að þessu sinni var uppbygging safnaðarstarfs og skipun prestakalla, en um það efni liggur fyrir nytt frumvarp, sem kirkjumálaráðherra, Halldór Ásgrímsson, hyggst leggja fyrir Alþingi á næsta þingi. Það setti sinn svip á prestastefnu að þessu sinni, að þar var kvaddur fráfarandi biskup, herra Pétur Sigurgeirsson, en við starfi hans tekur hinn nýi biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, sem lengi hefur verið vígslubiskup í Skálholtsumdæmi. Tím- inn þakkar herra Pétri Sigurgeirssyni farsæl störf í þágu kirkjunnar og býður nýjan biskup velkominn til starfa. Það hefur frá upphafi verið eitt af stefnumálum þessa blaðs að stuðla að eflingu þjóðkirkjunnar og halda uppi merki hennar sem elstu þjóðmenningarstofnunar landsins. Á prestastefnu flutti Halldór Ásgrímsson kirkju- málaráðherra athyglisverða ræðu þar sem hann lagði áherslu á mikilvægi kirkjunnar sem samein- ingarafl í íslensku þjóðlífi og minnti á stöðu hennar samkvæmt stjórnarská. í stjórnarskránni segir að hin evangeliska lútherska kirkja skuli vera þjóð- kirkja á íslandi. Þar segir einnig að ríkisvaldið skuli styðja hana og vernda að því leyti sem þetta meginákvæði krefst. Þetta breytir engu um það að trúfrelsi er á íslandi, eins og stjórnarskráin kveður skýrt á um. Kirkjumálaráðherra fjallaði einnig um það, að stjórnarskrárákvæðið um stöðu þjóðkirkjunnar gerði það nauðsynlegt að leiða hugann að sam- skiptum ríkis og kirkju. Ráðherrann gat þess að hér á landi hefðu ekki farið fram jafn ítarlegar umræður um það efni eins og orðið hafa í ýmsum öðrum löndum, þar sem kirkjan býr við svipað fyrirkomulag. Sagði ráðherra að það gæfi tilefni til að ætla að hér séu menn sáttari við núverandi stöðu mála og það samskiptaform ríkis og kirkju sem er, þótt margt hafi verið gagnrýnt. Ráðherra lýsti þeirri skoðun sinni að hann teldi ekki ástæðu til að raska í meginatriðum þeim samskiptaháttum sem mótast hafa milli ríkis og kirkju á undanförnum árum og áratugum. Hins vegar mætti hugsa sér einhverjar breytingar á skipan mála. í því sambandi hreyfði hann þeirri hugmynd að auka sjálfstæði kirkjunnar og benti á að auknu sjálfstæði hennar hlyti að fylgja að hún yrði fjárhagslega óháðari ríkinu en hún er nú. Fjárhagslegt sjálfstæði kirkjunnar má auka með því að hækka eigin tekjustofna hennar og draga úr j ríkisframlögum, sagði ráðherrann. Halldór Ásgrímsson lagði áherslu á að þjóðfé- lagið í heild nyti kirkjulegs starfs og með það að leiðarljósi ætti enginn að þurfa að efast um mikilvægi öflugrar og sjálfstæðrar kirkju. - Undir þau orð ráðherra er vert að taka. GARRI BLAÞOK Nú er komið sumar, heyskapur haflnn víða um land, og jafnframt er þá upp runninn sá árstími þegar menn fara að huga að því að endumýja málningu á húsum sínum. Núna auglýsa málningar- verksmiðjur framieiðslu sína grimmt, enda vertíð hjá þeim. Þeir era víst býsna margir, húseigend- urnir um allt land, sem þessar vikumar era að huga að því hvort ekki sé orðið tímabært að endur- nýja málninguna á húsinu að hluta til, nú eða þá að mála það allt upp að nýju. Þar á meðal þurfa menn þá að gera sér grein fyrir því hveraig þeir vilji hafa hús sín á litinn. Og þar er að mörgu að hyggja. Hér er á markaðnum geysilegt úrval af Iit- um til að setja utan á hús. Jafnt á veggi sem þök. Ekld aðeins helstu grunnlitir eins og hvítt, rautt og grænt. Heldur er hægt að fá hinar ótrúlegustu litablöndur og af- brigði, þannig að úrvalið er kannski til þess helst fallið að rugla fólk gjörsamlega í ríminu. Og svo er líka hægt að mála húsin blá. Ljótur litur En hafa menn annars veitt því athygli hvað blátt á húsum fer einstaklega Ula í ísiensku landslagi? Sérstaklega þó ef því er klesst ofan áþök? Garri trúir því varla að hann sé einn um þessa skoðun. En sann- lcikurínn er sá að varla er hægt að finna nokkurn lit sem fellur eins illa inn í íslenskt landslag og ís- lenska náttúru og þann bláa. Það getur varla verið annað en að fleiri hafl veitt þessu athygli. Það bein- iínis æpir á móti manni þar sem það mætir augunum. Þetta er sérstaklega áberandi í sveitum. Blá þök á bæjum eða útihúsum eru beinlínis afspyrau Ijót. Þau stinga nokkurn veginn eins illa ■ stúf við allt umhverfið og frekast er hægt að hugsa sér. Þau eru hreint út sagt verulega ófögur sjón. Þetta á ekki síst við að sumarlagi þegar allt stendur í blóma. Einkan- lega þegar heyskapur stendur sem hæst, búpeningur gengur frjáls um haga og allt ólgar af lífi. Þá kemur blái liturinn eins og skrattinn úr sauðarleggnum. í bæjum og þéttbýli gildir þetta líka. í seinni tíð eru Ijósir litir orðnir áberandi á útveggjum húsa og fara prýðilega. Á þökum era grænir og rauðir litir einnig einna algengastir, og fara sömuleiðis ágætlega. En svo kemur eitt og eitt blátt þak inn á milli og stingur í stúf á sama hátt og úti í sveitum. Ekki verða því hér gerðir skómir að ástæða þessa sé pólitísk. Blái liturinn hefur, eins og menn vita, verið kenndur við Sjálfstæðisflokk- inn. Varla era það eintómir sjálf- stæðismenn sem mála þök sín blá. Hér hlýtur bara venjulegt og al- mennt smekkleysi að ráða ferðinni. Grænt er betra Trúlega er ástæðan fyrir óbeit manna á bláa litnum sú hvað hann er í rauninni kaldur. Hér á landi minnir hann fólk fyrst og fremst a ís og kulda vetrarins. Af slíku fær fólk nóg á útmánuðunum og vill frið fyrir því yflr sumarið. Aftur á móti era grænt, brúnt og ýmis afbrigði af þeim litum einna mest áberandi í náttúrufari landsins. Þetta á sérstaklega við um grænt sem frá fomu fari er hér tákn grósku, gróanda og vaknandi lífs. Yfir sumarið er ákaflega illa til fundið að vera að minna okkur með bláa iitnum á frost og kulda vetrarins. Og yfir veturinn höfum við víst nóg af hvorutveggju þó að ekki sé verið að auka á það. Þá er nú ólíkt hlýlegra að sjá græn og gróðurleg þök stinga sér upp úr snjósköflunum. Þau minna mann þó, hvað sem öðru líður, á það að einhvem tíma hlýnar aftur og allur gróður kemst í blóma. Það er þannig talsvert mikil sálarfræði á bak við það hveraig best er að velja liti á húsaþök á íslandi. Þar þurfa menn að hafa í huga að þeir eru miklu fremur að mála fyrir nágrannana heldur en sjálfa sig. Þeir þurfa að hafa litinn fyrir augunum, meðan tiltölulega sjaldgæft er að menn sjái litinn á eigin þökum út um stofugluggana. Aftur blasa þök nágrannanna gjaraan við frá slíkum stöðum. Blái liturinn getur svo sem verið ágætur þar sem hann á við. Til dæmis getur hann farið aldeilis prýðilega á bókum og blöðum hvers konar, þar sem góður smekk- ur ræður ferðinni. Líka getur hann farið vel í fatnaði hvers konar, raunar nokkuð jafnt á körlum sem konum. En á húsþökum á hann ekki heima. Ekki í sveitum, innan um gras, trjágróður, mela og börð íslenskrar sumarnáttúru. Og ekki heldur í þéttbýli, þar sem gróður- inn er jafnan svo skammt undan að sömu lögmál gilda. Þá er betur við hæfi að minna fólk frekar á grósku og vaknandi líf. Þá er græni liturinn betri. Garri. VÍTT OG BREITT Urelt sjálfstæði Reykjavíkurbréf Morgunblaðs- ins hefur eftir breska tímaritinu Economist, að efnahagslegt sjálf- stæði þjóða sé úrelt hugtak. Einnig er haft eftir norskum áhugamanni um vestræna vamarsamvinnu, að hugtakið sjálfstæði í umræðum um ríki sé einnig úrelt. Bréfritari vitnar í ráðstefnu nokkurra Vesturálfuríkja um þró- un öryggis- og stjómmála á Norðurlöndum, sem hann sýnist hafa setið og öðlast aukinn skilning á eðli vestrænnar samvinnu. M.a. kom þar fram sú staðhæfing að eftir tvo áratugi væri ísland komið í Evrópubandalagið og búið að koma sér upp heimavamariiði. Annars var lítið talað um ísland á ráðstefnunni. Skýring bréfritara er sú, að ríkt hafi „þekkingarleysi og upplýsingaskortur" um land og þjóð, og kemur ekki öllum á óvart. Þetta tal um afsal fullveldis og tilvitnanir um að efnahagslegt sjálf- stæði og sjálfstæði ríkja yfirleitt sé úrelt er auðvitað undirbúningur að því að ísland sæki um inngöngu í Evrópubandalagið, þar sem við- skiptin og peningarnir em. Talandi um úrelt sjálfstæði efna- hags og ríkja. Er ekki Sjálfstæði- sflokkurinn orðinn úreltari en ailt sem úrelt er? Moggi getur velt því fyrir sér næst þegar þar verður velt upp að sjálfstæði sé gamaldags og púkó. Marklaus efnahagur Annars er það umhugsunarefni hvers vegna það þykir sjálfsagt að t.d. Eystrasaltsríkin hljóti sjálf- stæði, efnahagslega og stjómar- farslega, frá ríkjasambandi, ef rétt er að sjálfstæði sé orðið úrelt hugtak. Efnahagslegt sjálfstæði þjóða er sjálfsagt úrelt vegna margháttaðra og síaukinna milliríkjaviðskipta og ruglings á reitum alþjóðlegra auð- „Alverstaðhérupp- velítust þjóðeraisdraugar og „patentlausnarmenn““ Jói, BaMvin Hanaitalsaön utan rfV.i»riðh*!rra ' viðtaJi Vid MurguT.fe!«ðiíU' dag v<4;ur hannvií! !í»ro«>n«9kB f riðherranefnd EPIA hringa og fjármálafyrirtækja, að viti þeirra sem vit hafa á úrelding- unni. Ef efnahagslegt sjálfstæði þjóða er orðið úrelt er líklega allt í lagi með efnahag Argentínu eða Nicar- agua, eða annarra þeirra ríkja þar sem efnahagslífið er ein rjúkandi rúst, erlendar skuldir yfirþyrm- andi, lánstraustið farið fjandans til, verðbólga mæld í tugum þús- unda prósenta og algjört stjóm- málaöngþveiti ríkir þótt svo eigi að heita að einhverjir haldi um stjóm- artauma, en ráða í raun ekki yfir öðm en her og áróðurstækjum. En leiða má hugann að því að sjálfstæði og fullveldi ríkja er kannski ekki alveg það sama af sjónarhóli fjölmennra og auðugra ríkja, sem eiga fé er stendur víða fótum, og fámennra jaðarþjóða sem hvergi eiga ítök nema í eigin auðlindum og framtaki. Þjóðernisdraugasögur Jón Baldvin Hannibalsson, utan- ríkisráðherra, viðraði fjölbreyttar skoðanir sínar á ábúðarmiklum breiðsíðum Mogga og Alþýðu- blaðs um helgina. Kenndi þar margra grasa, enda maðurinn hug- myndafrjór og mælskur og það svo að stundum er álitamál hvort er hraðvirkara hugurinn eða tungan. Meðal þess sem utanríkisráð- herra fjallaði um í viðtölum, vom hugmyndir um afstöðuna til Evr- ópubandalagsins. Hann sagði með mörgu fleiru að þjóðir væm unn- vörpum að skerða fullveldi sitt f öllu alþjóðlegu samstarfi. Hann segir hvergi bemm orðum að stefna beri að sameiningu fs- lands og annarra Evrópuríkja í ríkjaheild en slær hvern vamagl- ann af öðmm hvað varðar afdrif eyþjóðarinnar ef hún ætlar að standa utan við hið nýja stórveldi. „Eitt það alversta sem gæti gerst væri að nú uppvektust þjóðemis- draugar, sem eygja hættu í hverju homi - einangmnarsinnar sem byggja fyrst og fremst á einhverri útlendingafælni.“ Ekki banginn, pilturinn, með 250 þúsund manna stórveldi að baki sér, sem skuldar meira en nokkur önnur þjóð miðað við höfðatölu. Vannýttir orkugjafar og ein gjöfulustu fiskimið í veröldinni eiga ekki að freista nokkurs manns í hinu nýja stórveldi Evrópu. Eða hvað? Frjálsum búferlaflutningum á að mæta með kröfu um að atvinnu- leyfi og búseturétti fylgi íslensku- kunnátta. Það á að duga til að íslenska þjóðin og það sem henni heyrir til núna hverfi ekki í 300 milljóna manna stórveldi. Ef sjálfur utanríkisráðherra ís- lands hefur uppi fúkyrði um þjóð- erniskennd eybyggja, en telur samt að tunga þeirra dugi til varðveislu auðlinda og menningar, er varla nema von að aðrir telji þær sömu aðlindir auðtekna bráð. Heilög einfeldni ræður stefnunni til afsals fullveldis og sjálfstæðis. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.