Tíminn - 04.07.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.07.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriöjudagur 4. júlí 1989 Miðstöð Byggða- stofnunar á ísafirði Nú stendur yfir undirbúningur að stofnun miðstöðv- ar Byggðastofnunar á ísafirði og stofnunin leitar að starfsmanni til að taka að sér starf forstöðu- manns. Miðstöð Byggðastofnunar á ísafirði er ætlað að annast samskipti stofnunarinnar við fyrirtæki, sveitarfélög og aðra aðila á Vestfjörðum auk þess sem þar verður unnið að ýmsum verkefnum sem ná til landsins alls. Starf forstöðumanns býður upp á möguleika til að starfa að lausn á byggðavanda á Vestfjörðum með eflingu atvinnulífs og á ýmsan annan hátt. Um er að ræða krefjandi en jafnframt gefandi starf á sviði sem er þjóðarbúinu afar mikilvægt. Uppbygging miðstöðvarinnar hvílir á herðum forstöðumannsins og þeirra starfsmanna sem með honum/henni veljast en reiknað er með að starfsmenn verði 3 í upphafi. Því er hér um að ræða afar mikilvægt starf. Stofnunin setur ekki ákveðnar menntunarkröfur en gerir ráð fyrir að starfsmenn hennar hafi margs konar menntun.Launakjör eru samkvæmt kjara- samningi Sambands íslenskra bankamanna og bankanna. Þeir sem hafa hug á að sækja um þetta starf eru beðnir um að senda umsókn sína ásamt upplýs- ingum um menntun og starfsreynslu til Guðmundar Malmquist, forstjóra Byggðastofnunar, sem veitir nánari upplýsingar, fyrir 1. ágúst n.k. Byggðastofnun Rauðarárstíg 25,105 Reykjavík. /^rafgirðingarA Rafgirðingarstöðvar fyrir rafhlöður eða rafgeyma \ Hot^lino O o *«TH t^Kl SupfR // « a r Veitustöðvar fyrir bæjarstraum Þanvír Alit efni til rafgirðinga ÞÚRf SÍMI: 681500 - ÁRMÚLA 11 Skoskir fjárhundar Til sölu hvolpar af Dorder-collie fjárhundakyni. Sölu fylgt eftir með leiðbeiningum um uppeldi, ef óskað er. Upplýsingar í síma 96-52220. Gunnar Einarsson Daðastöðum. Framkvæmdir standa nú yfír við gerð plans fyrirgáma við verksmiðju Á TVR við Stnðlaháls. tgámunum er ætlunin að geyma áfengi og tóbak í framtíðinni, en gripið er til þess ráðs vegna plássleysis fyrir áfengÍS- Og tóbakslager ÁTVR. GS. Tímamyod: Pjetur Leiðrétting Rannsóknastofnunarfiskiðnaðarinsvegnaumræðu um „grænarækju“: K. Jónsson h.f. hefur ekkert vottorð fengið Grímur Valdimarsson forstjóri Rannsóknastofnunar físki- ðnaðarins hefur sent Tímanum eftirfarandi bréf vegna fréttar sem birtist í blaðinu í gær þar sem sagt var frá því að enn væru tilteknir útflytjendur að flytja „græna rækju“ á erlenda markaði. í bréfínu kemur m.a. fram að K. Jónsson h.f. á Akureyri hefur ekki fengið vottorð frá stofnuninni eins og forstjóri fyrirtækisins sagði í samtali við Tímann. Bréfið hljóðar svo: Vegna fréttar í blaði yðar „Græn rækja á erlenda markaði" vill Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins taka eftirfarandi fram: Það er rangt sem haft er eftir Kristjáni Jónssyni, forstjóra K. Jóns- sonar & Co að búið sé að gefa út vottorð á alla rækju sem framleidd hefur verið af verksmiðjunni. Við flokkun á rækjubirgðum K. Jónsson- ar frá síðastliðnu hausti voru teknir frá 4.496 kassar af rækju sem stóðust ekki lágmarkskröfur Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins um útlit vegna litargalla. Það er því einnig rangt að R.f. meti einungis heilnæmi lagmetis en ekki útlit eins og fyllyrt er í greininni. Ofangreindir 4.496 kassar verða því ekki seldir nema með ströngum skilyrðum eins og venja er þegar vara stenst ekki viðmiðunarreglur R.f. Stofnunin gerði K. Jónssyni & Co útflytjanda og Sjávarútvegsráðuneytinu, bréf- lega grein fyrir þessu þann 22. júní sl. í því bréfi eru eftirfarandi skilyrði sett fram: 1. Að fyrir liggi skrifleg yfirlýsing kaupanda að hann hafi kynnt sér og samþykkt ástand vörunnar. Fram komi á hvaða markað hann hyggst selja hana, í hvemig umbúðum og hvernig merktum. 2. Að opinberir aðilar (Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins eða ríkismat sjávarafurða) taki sýni af vörunni og fái þau rannsökuð í viðtökulandinu til staðfestingar á að hún uppfylli þarlendar lágmarksgæðakröfur. Sé ofangreindum skilyrðum full- nægt mun stofnunin gefa út útflutn- ingsvottorð þar sem skýrt er tekið fram hvaða athugasemdir hún gerir um ástand vömnnar. Það er einnig rangt sem fram kemur í greininni að þeir gæðastaðl- ar sem Sölusamtök lagmetis notast við liggi langt yfir þeim viðmiðunar- reglum sem Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins notar til að meta útflutn- ingshæfni lagmetis. Betur að svo væri. Starfsmenn Sölusamtaka lag- metis vita mætavel að útlitsgölluð vara er seld á niðursettu verði með sérstökum skilyrðum um að kaup- andi og innflutningsyfirvöld sam- þykki vömna í því ástandi sem hún er. Slík vara getur t.d. farið á mötuneytismarkað þar sem unnt er að taka frá þær dósir sem verst líta út. Slík málsmeðferð er ekkert ein- sdæmi fyrir lagmeti og er algeng í viðskiptum með allar matvömr. Aðalatriðið er að óprúttnir fram- leiðendur eða útflytjendur „smygli" ekki slíkri vöm á neytendamarkað og valdi þar með markaðslegu tjóni.“ SSH Sameiginlegur fundur norrænu landbúnaðarráðherranna: ÁHERSLA Á SÉR- STÖDU ÍSLANDS Landbúnaðarráðherrar Norðurlandanna funduðu nýlega í Finnlandi. TUgangur fundaríns var fyrst og fremst að skiptast á upplýsingum um Iandbúnaðarmál og taka ákvarðanir um ýmis málefni er varða norrænt samstarf á þessu sviði. í umræðum um markaðsmál og viðskipti með landbúnaðarvömr lögðu fulltrúar íslands sem fyrr áherslu á sérstöðu íslendinga hvað það snertir að landið er vegna land- fræðilegrar einangmnar laust við marga alvarlegustu búfjársjúkdóma heimsins og að reynt verði að tryggja eftir mætti að svo verði áfram. Hvað milliríkjaverslun og við- skipti varðar þá var einnig rætt um líkleg áhrif af stofnun hins svokall- aða innri markaðar Evrópubanda- lagsins á landbúnað á Norðurlönd- um og jafnframt um viðræður innan GATT um viðskipti með landbúnað- arvörur. í þessum viðræðum em Finnar í forsvari fyrir þau Norður- lönd sem em í EFTA og fram kom mikill vilji til að móta sameiginlega stefnu þar sem afstöðu landanna fjögurra og sérstökum hagsmunum verði komið á framfæri. Þau Norðurlönd sem eiga aðild að EFTA em sammála um að öflug eigin matvælaframleiðsla sé sjálfsagt öryggisatriði sem hver sjálfstæð þjóð hafi rétt til að standa vörð um. Sömuleiðis sé það mikilvægt fyrir Norðurlöndin, einkum vegna hinna norðlægari svæða, að áskilja sér rétt til svæðisbundinna stuðningsað- gerða við landbúnaðinn. Á þetta verður lögð áhersla fyrir hönd land- anna í umræðum um viðskipti með landbúnaðarvömr á næstunni. Af ákvörðunum sem teknar vom á fundinum má nefna endurskoðun á samstarfssamningi Norðurland- anna á skógræktar- og landbúnaðar- sviðinu frá 1985, en tillaga um endur- skoðaðan samning var afgreidd til lokafrágangs og verður síðan lögð fyrir fund Norðurlandaráðs næsta vetur. Þá var á fundinum talsvert fjallað um umhverfismál og þá vaxandi mengun sem víða er alvarlegt og vaxandi vandamál í skógrækt og landbúnaði. SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.