Tíminn - 04.07.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.07.1989, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 4. júlí 1989 Tíminn 5' Sauöfjárveikivarnir gera lokaátak í riðuhreinsun á þessu ári: ALLT SAUÐFE AKRIUNDIR Sauðfjárveikivarnir ríkisins munu í haust gera lokaátak í niðurskurði á fé á bæjum þar sem riða hefur greinst síðan 1983, þar á meðal verður farið á bæi þar sem ekki hefur tekist samkomulag á milli bænda og Sauðfjárveikivarna og öllu fé fargað hvort sem riða er fínnanleg þar núna, eða ekki. Takist ekki samkomulag við bændur verður fé þeirra tekið og drepið með valdi Meðal annars hefur verið ákveðið að allt fé Pálma Jónssonar bónda og alþingismanns á Akri í Húnavatns- sýslu verði skorið niður í haust, vegna riðuveiki. Um 370 kindur eru á fóðrum á Akri og hafa greinst þar tvö tilfelli riðuveiki á s.l. árum, hið fyrra 1973 og síðara 1984. Ekki hefur verið skrifað undir samninga en stefnt er að því að gera það hið fyrsta. Fé á Akri hefur ekki verið haldið sér og það hefur verið rekið á afrétt með öðru fé úr sveitinni. Fjárstofn Pálma er talinn mjög góð- ur og nokkuð hefur verið um að bændur í Húnaþingi hafi fengið lömb tii undaneldis frá Akri, í því skyni að bæta stofn sinn. Fyrir rúmu ári var sú ákvörðun tekin af Sauðfjárveikivamanefnd að skorið skyldi niður hjá þeim bænd- um þar sem riðuveiki hefur greinst' árið 1983 og síðar. Þetta var gert stuttu eftir blaðaskrif um „þing- mannsriðuna" á Akri. Nefndin ákvað að miðað skyldi eftirleiðis við sex ár aftur í tímann, en áður hafði verið miðað við þrjú til fimm ár. Riðutilfellið á Akri er þó ekki elsta tilfellið sem farið verður eftir við riðuveikiförgun í haust, a.m.k. eitt dæmi er um eldri greiningu en það er á bænum Sauðanesi skammt frá Siglufirði. Þar greindist riðuveiki árið 1983. Að sögn Kjartans Blöndal framkvæmdastjóra Sauðfjárveiki- vama ríkisins verður á þessu ári lokið við að skera niður á öllum riðubæjum á landinu. Síðan verður skorið niður jafnóðum og veikinnar verður vart. Pálmi Jónsson staðfesti í samtali við Tímann í gær að til stæði að skera niður hans fjárstofn í haust. Ekki hefur verið gengið frá samning- um, en þeim bændum sem ætlað er að skera niður hefur verið sendur samningur til undirritunar. Pálmi átti nýlega, ásamt þremur öðmm bændum f V-Húnavatnssýslu, fund með forráðamönnum Sauðfjárveiki- vama, þar sem þeir gerðu athuga- semdir við samninginn, þar sem PALMAA HNÍFINN ár eftir fjártöku, þó svo að ekki tækist að framleiða upp í það magn sem hver viðkomandi bóndi hefur. En fullvirðisréttur er það magn sem hverjum bónda er heimilt að fram- leiða af kjöti, samkvæmt samningi á milli Stéttarsambands bænda og ríkisins. Þá vom einnig gerðar at- hugasemdir við að miðað yrði við tölu sauðfjár, er bætur væru metnar, og talið eðlilegra að miðað yrði við fullvirðisrétt, en síðan núverandi samningsdrög vom smíðuð hefur verðmat á kjöti breyst þannig að mun minna verð er greitt fyrir kjöt af fullorðnu fé, miðað við dilkakjöt, en áður var. Pálmi sagði ekki auðvelt að sjá á eftir þeim fjárstofni sem hann hefur ræktað upp, en þetta væri ákvörðun yfirvalda og hann mundi hlíta henni m.a. var farið fram á að fullvirðis- SVo framarlega að viðunandi samn- réttur yrði ekki skertur næstu fimm ingar tækjust. -ÁG Pálmi Jónsson alþingismaður. Arnarflug Innanlands h.f.: Dornier D-228 tekin á leigu Hinn fyrsta þessa mánaðar bættist ný flugvél í flugflota Amarflugs Innanlands h.f. Vélin er af gerðinni Dornier D-228 og hefur verið tekin á leigu tímabundið til að mæta auknum flutningum. Flugeiginleikar þessarar flugvéla- gerðar við erfið skilyrði em víðfræg- ir. Þess má geta að flugvél sömu gerðar vakti mikla athygli á flugsýn- ingu í Reykjavík fyrir þremur ámm. Flughraði Domier flugvélarinnar er yfir 420 km/klst. og flugþolið allt að 2600 km. Flugvélin tekur 19 farþega í mjög rúmgóðu og glæsilegu farþegarými. Farangursgeymslur em rúmgóðar, og salernisaðstaða er um borð. Hægt er að breyta vélinni í vömflutninga- vél á örskammri stundu. Áður samanstóð flugvélakostur Amarflugs Innanlands h.f. af einni Twin Otter flugvél með 19 farþega- sæti, þremur níu farþega vélum af MARFLir, Flugvélin sem Arnarflug Innanlands h.f. hefur tekið á leigu gerðunum Cessna 402-C og Piper Chieftain, og einni fimm farþega vél af gerðinni Cessna 310 R. Amarflug Innanlands heldur uppi reglubundnu áætlunarflugi til átta staða á Vestur- og Norðurlandi. Þessir staðir em: Rif og Stykkis- hólmur á Snæfellsnesi, Bfldudalur, Flateyri, Gjögur, Hólmavík, Blönduós og Siglufjörður. Auk áætl- unarflugsins byggir félagið afkomu 'SÍna á umfangsmiklu leiguflugi og sjúkraflugþjónustu. SSH Lambakjötsútsalan byrjaði í gær: „Lambakjöt á lágmarksverði“ Söluátakið „Lambakjöt á lágmarksverði“ hófst í gær og þar með býðst neytendum sérstaklega vabð afbragðs- lambakjöt úr stjörnuflokki og 1. flokki á stórlækkuðu verði. Kjötið er selt í sér- merktum pokum og í hverj- um poka er hryggur, læri, rif og frampartur. Raunveruleg verðlækkun til neytenda er um 25%. Um er að ræða besta fáanlega lambakjötið á markaðinum í dag, Dl-úrval og DI-A. Boðið er upp á tvenns konar niðurhlutanir á hálfum skrokkum og geta neytendur valið um hvort allt kjötið er niðursneitt eða hvort lærið er heilt og aðrir hlutar niðursneiddir. Lambakjötið er snyrt og sneitt af kostgæfni og öll aukafita og einstakir bitar, sem ekki nýtast eru fjarlægðir. Verðið á lambakjötinu er samræmt þannig að sama verð gildir í öllum verslunum. Kílóverð á lambakjöti í 1. flokki er 365 krónur eða 2190 krónur pokinn. Kjöt úr úrvalsflokki kostar 383 krón- ur kílóið, eða 2298 krónur pokinn. Söluátakið er til komið í kjölfar ákvörðunar ríkisstjómarinnar um verðlækkun á lambakjöti til neyt- enda og hefur sérstakur samstarfs- hópur um sölu á lambakjöti unnið að undirbúningi átaksins. Stefnt er að sölu á um að bil 500-600 tonnum af kjöti á þessum kjörum á tímabil- inu 3. júlí-31. ágúst. Á fimdi sem haldinn var með blaðamönnum í tilefni af söluátak- inu sagði Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra að söluátakið væri fyrsta skrefið í að leita nýrra leiða til að aðlaga vinnslu og pakkn- ingu lambakjötsins að þörfum neyt- enda og ef viðtökur yrðu góðar mætti búast við að framhald verði á slíkum aðgerðum. Á þessu ári nema niðurgreiðslur á lambakjöti 4,2 milljörðum króna. Par af eru 600 milljónir til komnar vegna loforða ríkisstjórnarinnar við gerð síðustu kjarasamninga. Sér- stakar niðurgreiðslur í sambandi við söluátakið „Lambakjöt á lágmarks- verði“ eru um 45 milljónir króna en með því hækkuðu niðurgreiðslur á hvert kíló á lambakjöti um 90 krónur. Áður námu niðurgreiðslur á hvert kíló af lambakjöti á bilinu 205-255 krónur. SSH Um 1000 dýr drepist Um eitt þúsund dýr hafa drepist í minkabúinu að Miðengi II, skammt frá Höfn, en eldur kom upp í búinu sl. fimmtudagskvöld. Fá dýr drápust í sjálfum eldsvoðan- um, en nokkrum tímum síðar fóru þau að hrynja niður vegna reykeitr- unar. Um tvö þúsund dýr voru í húsinu og er ekki útséð hversu mörg dýr koma til með að deyja. Enginn var í búinu þegar eldur- inn kom upp, en hans varð vart þegar mikinn reyk lagði frá húsinu, sem er skammt frá bænum. Þegar slökkviliðið á Höfn kom á staðinn gekk greiðlega að slökkva eldinn. - ABÓ Lést af völdum áverka: Maður úrskurðaður í gæsluvarðhald Sakadómur Reykjavíkur úr- skurðaði í gærkvöldi mann á fer- tugsaldri í gæsluvarðhald, en hann lenti í átökum við um fertugan mann í húsi við Grettisgötu aðfara- nótt föstudagsins 30. júní sl. sem síðan lést á hádegi á laugardag. Dánarmein mannsins var við réttarkrufningu rakið til innvortis meiðsla. Maðurinn sem lést, kom heim til sín að morgni föstudags og er ekki vitað til þess að hann hafi farið út á ný. Eftir heimkomuna kvartaði hann undan vekjum í kviðarholi, sem ágerðust og lést hann á hádegi á laugardag, eins og áður sagði. - ABÓ W I gæsluvarðhald vegna nauðgunar 29 ára gamall maður hefur verið úrskurðaður í viku gæsluvarðhald, eftir að stúlka um tvítugt kærði hann fyrir að hafa nauðgað henni í húsi í austurbæ Reykjavíkur að kvöldi laugardags. Málið er til rannsóknar hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Önnur kona um tvítugt kærði mann á svipuðum aldri fyrir að hafa nauðgað sér í íbúð í Breiðholti aðfaranótt laugardags. Konan hefur dregið kæruna til baka. - ABÓ Hella: Brotist inn í Griliskálann Brotist var inn í Grillskálann á Hellu aðfaranótt föstudags og þaðan stolið hátt í 200 þúsundum króna í peningum. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Hvolsvelli og Rannsóknarlög- reglu rfkisins. - ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.