Tíminn - 20.07.1989, Qupperneq 5

Tíminn - 20.07.1989, Qupperneq 5
Fimmtudagur 20. júlí 1989 Tíminn 5 Ungir sjálfstæðismenn ganga lengra en áður hefur þekkst í auglýsingum sínum og ætla opinberri stjórnsýslustofnun hluti sem hún kemur ekki nálægt: Hagstofu Isl. eignaður áróður gegn stjórninni „Ég tel tæpast mögulegt aö útreikningar á hlutfalli skatta af landsframleiðslu séu komnir frá Hagstofunni, vegna þess að Hagstofan vinnur engar tölur þar að lútandi og ég efast um að heimildir tíl slíkra útreikninga séu til héma. Þjóðhags- stofnun er með allar stærðir sem varða þjóðarbúið í heild, hagstærðir og því um líkt. Það er því mjög vafasamt að þessar tölur geti verið komnar frá Hagstofunni,“ sagði Auður Svavarsdóttir, starfsmaður við tölfræðiútreikninga hjá Hag- stofu íslands. Falsaða auglýsingin í Morgunblaðinu. t>að hlutfall skatta af vergri lands- framleiðslu, sem ungir sjálfstæðis- menn bera Hagstofuna fyrir sem heimild í auglýsingum sínum í Morg- unblaðinu, hefur vakið athygli fyrir það hversu miklu munar á því og hins vegar útreikningum Þjóðhags- stofnunar og áætlun fjármálaráðu- neytis á þessu sama hlutfalli. Þessi munur á útreikningum virð- ist komast allt að 10% vergrar lands- framleiðslu. Ungir sjálfstæðismenn bera Hagstofuna fyrir því f línuriti sínu að skatthlutfallið sé kringum 43% vergrar landsframleiðslu, en fjármálaráðuneytið áætlar það í kringum 33%. Þessi munur er ekkert smáræði þegar haft er í huga að 10% vergrar landsframleiðslu 1989 svara til hátt í 30 milljarða króna sam- kvæmt spá Þjóðhagsstofnunar fyrir árið 1989 - eða sem nemur um 475.000 kr. á hverja fjögurra manna fjölskyldu (eins og höfðað er til í auglýsingunum í Mogga). Árið 1988 bera sjálfstæðismenn Hagstofuna fyrir því að hlutfall skatta af landsframleiðslu hafi verið í kringum 39%. í skýrslum Þjóð- hagsstofnunar er það hins vegar áætlað 31,4%. Þar á munar 19,3 milljörðum króna - eða „litlum" 308.000 kr. á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu. Hafa verður í huga að þessar tölur fyrir árin 1988 og 1989 byggjast ennþá ááætlunum. „Endanlegar töl- ur eru ennþá ekki til fyrir nema árið 1987 og fyrr,“ sagði Jóhann R. Björgvinsson hjá Þjóðhagsstofnun. Hann sagði þjóðhagsreikninga m.a. byggða á ríkisreikningi og reikning- um sveitarfélaga sem ekki skila sér endanlega fyrr en síðar á þessu ári. Að sögn Jóhanns vinnur Hagstofan úr reikningum sveitarfélaganna í landinu, en Þjóðhagsstofnun úr öðr- um gögnum og síðan tölulegum upplýsingar fyrir hið opinbera í heild. Það geri Hagstofan hins vegar ekki, þannig að ólíklegt verði að telja að slíkar upplýsingar séu sóttar til hennar. Tölur fyrir yfirstandandi ár sagði Jóhann svo jafnan áætlaðar af fjár- málaráðuneytinu og þá á greiðslu- grunni. (Greiðslugrunnur miðast við það sem innheimtist á árinu - en rekstrargrunnur gæti t.d. verið óinn- heimtur söluskattur í árslok, sem færist sem skatttekjur þótt hann sé ógreiddur.) Þjóðhagsreikningur sé hins vegar gerður upp á rekstrar- grunni, á sama hátt og hjá fyrirtækj- um. Þær tölur sem hér um ræðir og margar aðrar sagði Jóhann hins vegar oft áætlaðar út frá gefnum forsendum fyrir yfirstandandi ár. Slíkar áætlanir taki eðlilega oft ein- hverjum breytingum. lana 7 Fjannul iúns «pinbt*ra 1982—1988. M.kr. og vciölag hvcrs árs. 1) Brb. Áxilun !Vh2 ls»h3 IVtý4 l’Jhá 1986 1987 1988 1 llullall. - • hcilJarickiu jí VI'L . 3.S.5 .13.3 32.3 3: •; 29.7 30.6 29.0 32.1 29. S 31.2 29.2 33.3 - I>cinna kkalla at VLI' — ohrinna bkalla aí VLh 8.8 7.8 7.9 7 0 24 ,U 21.9 22,8 22.0 8.1 21.4 7.3 22.0 8!(T 23.4 Hlutfall skatttekna af vergri landsframleiðslu fyrir árin 1982-1988 eins og það kemur fram í Þjóðarbúskapnum frá því í júlí 1988. Bráðabirgðatalan 29,2% fyrir 1987 breyttist í 29,7% í endanlegum tölum, samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar. Þar munar rúmlega 5% þegar borið er saman við þau 35% sem ungir sjálfstæðismenn bera Hagstofuna fyrir sem heimild. Endanlegt hlutfall fyrir 1988 Iiggur enn ekki fyrir. Verðhækkun á áfengi og tóbaki í gær: Léttu vínin hækka minna Flugvél ensku krúnunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli í gær til eldsneytistöku. Hún staldraði stutt við, eða í klukkutíma. Enginn tiginborinn farþegi mun hafa verið um borð að þessu sinni. Tímamynd: Pjetur gs Selastofninn hér við land leggur sér til munns veruleg verðmæti á ári hverju: Selir éta um 36 þús. tonn af nytjaf iski Verð á áfengi og tóbaki hækkaði í gær. Meðaltalshækkun á tóbaki er um 11%, en er nokkuð breytileg eftir tegundum. Sem dæmi má nefna að pakkinn af Winston sígarettum hækkar um 18 kr., úr 170 kr. í 188 kr. Nokkur munur er einnig á hinum ýmsu tegundum áfengis en gróft reiknað hækka sterk vín um helm- ingi hærri prósentutölu en létt, eða á bilinu 8%-10% að meðaltali, en hækkun á léttvíni er í flestum tilfell- um á bilinu 3%-5%. Bjór hækkar að jafnaði um 5%. Sem dæmi má nefna að sex dósir af Tuborg hækka úr 670 kr. í 700 kr., eða um 4,5%. Rauðvín hækkar að meðaltali um tæp 7%, en hvítvín heldur minna, eða um tæp 5% að jafnaði. íslenskt brennivín hækkar um 100 krónur flaskan, úr 1.300 kr. í 1.400 kr., Smirnoff vodki hækkar um rúm 9%, úr 1.630 kr. í 1.780 kr. flaskan. Flaskan af Camus koníaki hækkar í 2.170, en kostaði fyrir hækkun 1.970 kr. og heilflaska af White Horse viskíi hækkaði úr 1.940 í 2.100 krónur. Minni hækkun á léttum vínum og bjór stafar af þeirri stefnubreytingu sem tekin var í verðlagningu á áfengi' og tóbaki í febrúar s.l. ,-og miðar að því að draga úr neyslu á sterkum drykkjum og tóbaki með því að gera þær vörum hlutfallslega dýrari. Ástæðan fyrir hækkun á áfengi og tóbaki er meðal annars breyting á kostnaðarverði áfengis og tóbaks í kjölfar gengisbreytinga að undan- förnu, en áfengi og tóbak hefur ekki hækkað frá því í febrúar á þessu ári. Hækkunin nú er leiðrétting sem miðar að því að þeir sex milljarðar, sem gert er ráð fyrir á fjárlögum að ÁTVR skili ríkinu á árinu, náist. - ÁG Selir hér við land éta um 36 þúsund tonn af nytjufiski og um 11 þúsund tdnn af annarri fæðu. Megn- ið af þeim nytjafiski sem selimir éta er þorskur og ufsi. Árlega éta selir um 112 milljónir þorska og er þar mest um að ræða fiska á bilinu 0-4 ára. Væra selimir ekki til staðar má gera ráð fyrir að auka mætti þorsk- veiðar um 127 þúsund tonn. Erlingur Hauksson sjávarlíffræð- ingur hefur kannað neyslu sela- stofnsins á fiskistofnum hér við land og birtir niðurstöður athuganna sinna í nýjasta hefti tímaritsins Ægis. Þar kemst hann að þeirri niðurstöðu að ef selum hér við land yrði fækkað um helming mætti auka þorskafla um 65 þúsund tonn og veiðar á ufsa um annað eins. Verðmæti 65 þúsund tonna af þorski upp úr sjó er eitt og sér rúmlega 2,5 milljarðar. Þá er gert ráð fyrir að kílóið af þorski upp úr sjó sé verðlagt á 40 krónur. Fyrsti flokkur af ufsa selst á 19,5 kr. kílóið við skipshlið og væri reiknað með að um 70% af ufsanum fari í fyrsta flokk má fá út að 65 þúsund tonn séu að verðmæti tæplega einn milljarð- ur. Samanlagt mætti því auka afla á þorski og ufsa um að verðmæti 3,5 milljarða. Selir éta meira af lúðu og þorski sé miðað við afla á árinu 1987 og samanlagt hverfur ofan í þá rúmlega 30% steinbítsaflans, og um 6% skarkolaaflans. - ÁG Sendiherraskipti Ákveðið hefur verið að Páll Hjálmar V. Hannesson sendiherra Ásgeir Tryggvason, sem gegnt hef- taka við starfi hans í Bonn. ur embætti sendiherra í Bonn í Þessar tilfærslur í utanríkisþjón- Þýskalandi, komi heim til starfa í ustunni miðast við 1. september utanríkisráðuneytinu og mun næst komandi. - ÁG

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.