Tíminn - 20.07.1989, Síða 6

Tíminn - 20.07.1989, Síða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 20. júlí 1989 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknárflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason Steingr ímur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: ' 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. mars hækkar: . Mánaðaráskrift í kr. 900.-, verð í lausasölu í 80,- kr. og 100,- kr. um • helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Hálendisferðir Hin tíðu slys og umferðaróhöpp af ýmsu tagi sem sífellt eru að berast fréttir af varðandi hálendisferðir, hljóta að vekja til umhugsunar um orsakir þeirra og hvernig draga megi úr þeim. Ekki er óeðlilegt, þótt verði fyrst fyrir að krefjast þess af opinberum aðilum að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir slík umferðaróhöpp og slys í hálendis- og fjalla- ferðum. Vegagerð ríkisins verður ekki undanskilin í því efni og þaðan af síður samgönguráðuneytið sjálft sem æðsta vald í samgöngum og ferðamálum. Pó er næsta fátítt að sérstök viðvörunarraust heyrist úr þessum áttum um almenn skilyrði þess að ferðast á hálendis- og fjallaleiðum. Æðstu yfirvöld samgöngumála verða að hafa meira frumkvæði í uppfræðslu um ökumennsku og ferðahætti um fjöll og eyðimerkur íslands en raun ber vitni. Reynslan af slysa- og óhappasögu ferðalanga á íslandi, jafnt sumar sem vetur, krefst þess að þessi mál verði athuguð sérstaklega, svo að úr því dragi að fólk æði út í ófærð og öll veður og stofni lífi sínu og heilsu í voða. Tímanum er vel kunnugt um, að ferðamálaráð, sem vissulega heyrir undir samgönguráðuneytið, hefur að sínu leyti verið vökult í þessu efni. Ferðamálaráð hefur á undanförnum árum haft á boðstólum skilmerkilegar leiðbeiningar til erlendra ferðamanna hvernig haga beri ferðum um íslenska hálendið. Þessum leiðbeiningum ferðamálaráðs er dreift til útlendra ferðamanna á fjórum tungu- málum. Tímanum er einnig kunnugt um það að Jónas Hallgrímsson framkvæmdastjóri Austfars á Seyðis- firði heldur uppi ágætri upplýsingaþjónustu við viðskiptamenn sína, sem fyrst og fremst eru útlendingar, sem koma til landsins með færeyska skipinu Norrpna og margir sækjast eftir ökuferðum um hálendið. Hins vegar er ástæða til að spyrja almennt hvort eitthvað kunni að vera ábótavant um upplýsingar, leiðbeiningar og fræðslu, er beinist að innlendum ferðamönnum. Því miður virðist eins og upplýs- inganetið varðandi ökumennsku og akstursleiðir á hálendinu nái ekki til allra sem þar eru á ferð. Sjálfsagt er að viðurkenna að jafnvel hinar bestu leiðbeiningar draga skammt ef á skortir um eigin fyrirhyggju hvers ferðamanns. Ofmötun á upplýs- ingum og síbylja áróðurs í tíma og ótíma getur jafnvel leitt af sér sljóleika. En eins og ferðamennska íslendinga um hálend- ið horfir við í ljósi reynslunnar, þótt sumar sé, og eins og staðreyndir blasa við um ferðahætti fólks í ófærð vetranna, þá er full ástæða til að hvetja samgönguyfirvöld til úrbóta í þessum efnum. íslensku öræfin eru unaðslönd friðsældar og feg- urðar, en það krefst fyrirhyggju og fagmannlegrar ferðamennsku að fara um þau. - GARRI illlllllllllllllllllllllllllllllllllll HARKAN SEX Menn brugðust ókvæða við þeg- ar hert var innheimta á söluskatti, og skömmuðust út í Ólaf Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, í kjaftaþáttum útvarps. Féll þar margt málssóknarorð ef menn nenntu, en útvarpsskvísa á einni kjaftastöðinni flissaði við í hvert sinn sem svívirðingamar á fjár- málaráðherra gengu úr hófi. Eign ríkisins Maret hefur verið sagt til ávirð- ingar Olafí Ragnari um dagana, og auðvitað aldrei meira en nú, þegar hann er kominn í valdastöðu og vill láta menn skila þvi sem þeir hafa tekið af viðskiptavinum fyrir hönd ríkissjóðs. En Ólafur Ragnar er glaðbeittur maður og hefúr oft orðið að standa fáliðaðrí að málum en núna, þegar skynsamari og siðlegri hluti þjóðarinnar stendur með honum. Það nær náttúrlega engri átt að söluskatti skuli ekki skilað, enda era skattpeningamir einskis eign nema ríkisins. A það hefúr viljað vanta að þeir sem innheimta af vöru skildu þetta, og því hafa söluskattsskuldir safnast upp til ófaraaðar fyrir þá, sem skirrðust við að skila honum og taps fyrir ríkið, sem manni skilst að þurfí á öllu sínu fé að halda, a.m.k. er ríkissjóður ekki í þeirri aðstöðu að hann geti með söluskatti fjár- magnað veltu í viðskiptalífinu. Hinir skiivísu Og hvers eiga svo þeir að gjalda, bæði einstaklingar og stofnanir, sem skila söluskatti og hafa allaf gert. Ekkert geta þeir fjármagnað með ógreiddum söluskatti á sama tíma og vanskilamenn geta faríð á kostum með fé sem þeir eiga ekki og hafa aldrei átt. Hægt er að nefna stofnun eins og samvinnu- verslunina í landinu. Hún hefur aldrei tamið sér aðra hætti en þá, að skila söluskatti. Kaupmaður neðarlega á Laugavegi hafði alltaf þann sið að ganga frá söluskatti á hverju kvöldi, þegar dagssala lá fyrir og leggja þá fjárhæð inn á bankabók. A gjalddögum tæmdi hann síðan bókina. Það fé sem þar var geymt blandaðist aldrei í annað fé verslunar hans. Hann hafði því aldrei ama af innheimtumönnum söluskatts. Grá svæði innheimtu Það er svo annað mál, að í örfáum tiifellum geta orðið til grá svæði, þar sem ekki er nægjanlega Ijóst hvort greiða á söluskatt. Út af slíkum atriðum hefur orðið mikið meiri hávaði í þeirri lotu sem nú hefúr staðið út af skattinum, heldur en öllu því sem vel heppnaðist í innheimtunni. Mál þetta er þannig vaxið, að ekki er hægt að mótmæla innheimtu á gjaldföllnum sölu- skatti. Það þýðir ekki að hamast á fjármálaráðherra fyrir að skipa svo fyrir, að fjármunir ríkisins skuli sóttir í hendur þeirra, sem látið hafa vera að sldla þeim til rétts aðUa. Fjármálaráðherra er aðeins að gæta skyldu sinnar, og ekki er annað vitað en almenningur í land- inu geri sér ljósa grein fyrir því, að sú innheimta er réttmæt. Það er sá sami almenningur og greiðir þenn- an söluskatt við kaup á vöra; ekki tíl að seljandi noti það fé í eigin þágu í þann tíma sem honum þóknast, heldur tU að ríkið geti notað féð í almannaþágu. Svo einfalt er þetta. Að skemmta sér við skammir Fólk getur auðvitað gamnað sér við áð fara iUum orðum um Ólaf Ragnar Grímsson, en það ætti þá að vera út af einhverju öðra en innheimtu á söluskatti, sem er réttmæt innheimta og furðulega seint á ferðinni, einkum má sjá það, þegar verið er að fjasa um söluskatt aUt frá árinu 1985. Þegar um svo stórfeUda innheimtu er að ræða, eins og nú hefur staðið yfir að undanfömu, má raunar furðu- legt heita, að ekki skuU meiri hávaði hafa orðið út af henni. Jafnvel íhaldið, sem alltaf er tU í að finna tUefni tU að leika stjóraar- andstöðu hefur verið furðu rólegt. HagvirkismáUð hefur reynst eina atriðið, þar sem í Ijós kom við frekari eftirgrennslan, að deUdar meiningar gátu orðið um sölu- skattsskyldu þess af verktaki við virkjanagerð. Innheimtunni var frestað, en aðgerðir eru nú hafnar að nýju vegna þess að ríkisskatt- stjórí úrskurðaði Hagvirki sölu- skattsskylt. Ólafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra, hefur með aðgerð- um sínum komið lagi á söluskatts- málin og það er þakkarvert. Nú er framundan virðisaukaskattur í stað söluskatts og er þess að vænta að betur gangi að innheimta hann, og einnig, að hann náist aUur, en ekki hluti af honum, eins og við hefur boríð með söluskattinn. Alveg er víst að hækkun á söluskatti hefur orðið að einskonar fagnaðarefni í sumum húsum, vegna þess að hún gaf meira í aðra hönd. Því fer nú að Ijúka. Fjármálaráðherra hefur hreinsað borðið eftir því sem tök era á, en það hefur auðvitað kostað óvinsældir. Almenningur unir glaður við þessar aðgerðir. Þeir sem eru óánægðir fá inni í útvarps- stöðvum við fliss í útvarpsskvísum. Garrí — VÍTT OG BREITT lllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^ Óheilbrigðar kröfur Miklar þverstæður felast í því að læknaskortur er víða um land og að samtök starfandi lækna berjast opinskátt fyrir því að fjöldatak- markanir í læknadeild Háskólans verði gerðar enn stffari en nú er. Um 36 læknar útskrifast árlega en kröfur eru uppi um að þeim verði fækkað í ekki fleiri en 22 á ári. Gagnsætt hlýtur að vera hverra hagsmuna læknar eru að gæta með því að sjá svo til að ekki fjölgi stéttinni þótt heilu héröðin séu læknislaus eða er þjónað af nemum sem eiga áralangt nám fyrir hönd- um til að teljast fullgildir læknar. Þetta eru neyðarráðstafanir eins og landlæknir skýrir frá í viðtali við Tímann í gær. Hann velti upp þeirri spurningu hvort yfirleitt ætti að halda uppi þjóðfélagi utan Reykjavíkur eða ekki, og lagðist eindregið gegn öllum hugmyndum um að takmarka ætti aðgang að læknisnámi að óbreyttu ástandi. Öryggismál Meðal brýnustu byggðamála er að sjá svo til að fólk á landsbyggð- inni njóti þess öryggis sem nútíma heilbrigðisþjónusta er. En það verður seint ef ekki fást læknar til að starfa utan þéttbýlis eða stórra og tæknilega fullkominna sjúkra- húsa. En það er eins og flestir ungir læknar sæki í svipuð starfsskilyrði og er illt til þess að vita hve lítið aðdráttarafl dreifbýlið hefur fyrir lækna og reyndar aðrar mennta- stéttir einnig. En maður hlýtur að taka uiidir með landlækni að það er fásinna að þrengja fjöldatakmarkanir í lækna- deild enn meira en nú er gert á sama tíma og ekki er hægt að fá lækna til starfa í heilu byggðar- lögunum. Enn er þess að gæta að um 300 íslenskir læknar eru við nám og störf erlendis og það er borin von að margir þeirra komi nokkru sinni heim til starfa. Námstilhögun þeirra er ekki miðuð við íslenskar aðstæður nema að einhverju marki og Iangt og erfitt sérfræðinám nýt- ist að vonum ekki nema að tak- mörkuðu leyti við að þjóna dreifð- um byggðarlögum sjósóknara og sveitafólks, sem flest er sent suður á spítala þegar eitthvað bjátar á heilsufarið. Hver er hvurs? Þegar læknasamtökin sjá ekkert athugavert við að krefjast enn strangari fjöldatakmarkana í læknadeild og einn æðsti yfirmaður heilbrigðismála segir þær sömu takmarkanir fásinnu á meðan fjöldi íbúa landsins býr við skerta læknis- þjónustu eða jafnvel enga er eitt- hvað meira en lítið að. Maður getur látið sér detta í hug að heilbrigðiskerfið sé ekki byggt upp með þeim hætti sem velferðar- þjóðfélagið gerir kröfu til. Þá getur manni boðið í grun að eitthvað sé bogið við sjálft læknis- fræðinámið með öllum þeim titla- togum og sérfræðiheitum sem vert þykir að stefna að. Getur verið að allt fína og dýra sérfræðinámið, sem allir ungir Iæknar streða í víða um lönd, sé eitthvað illa til þess fallið að sinna heilsufari íbúa svo dreifbýls lands og ísland er? Eða er málið kannski svo einfalt að verið sé að sveigja íbúa landsins undir heilbrigðiskerfin, fremur en að þau leitist við að þjóna þörfum landsmanna almennt. Háskóli íslands er rekinn fyrir almannafé og heyrir til undantekn- inga ef einhverjum verður á að telja því ekki vel varið sem fer til æðri menntunar. Þeir sem skólan- um stjóma og þar nema hafa einhverjum skyldum að gegna við þjóðfélagið og er vonandi ekki til of mikils ætlast að þaðan séu útskrifaðir langmenntamenn sem bera hag þjóðarinnar fyrir brjósti, svona meðfram eigin hagsmunum. Ef fara á að takmarka fjölda lækna við það sem þjónar hags- munum þeirra sem sitja að kjöt- kötlum heilbrigðiskerfisins þótt hæfa lækna sárvanti í dreifðari byggðarlög, þá er Háskóli íslands farinn að sinna einhverjum allt öðrum hagsmunum en hann var stofnaður til að sinna. Heilbrigðisþjónustuna á að sníða að þörfum þjóðarinnar en ekki fáeinna hátekjumanna og sérfræðinga sem þurfa verkefni fyrir sérgreinar sínar. OÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.