Tíminn - 20.07.1989, Síða 7
Fimmtudagur 20. júlí 1989
Tíminn 7
VETTVANGUR
illlllllllllllllllll
Sr. Jón Einarsson, Saurbæ:
Hitaveita Hvalfjarðar
Á árinu 1985 samþykkti hreppsnefnd Hvalfjarðarstrand-
arhrepps að láta fara fram jarðhitarannsóknir í hreppnum.
Hinn 16. október það ár skrifaði oddviti Jarðhitadeild
Orkustofnunar um málið. Haft var samband við Kristján
Sæmundsson, jarðfræðing, sem mætti á fundi hreppsnefnd-
ar, veitti mikilvægar upplýsingar og ráðgjöf og hafði veg
og vanda af þeim rannsóknum, er síðar fóru fram.
Vorið 1986 fóru fram umfangs-
miklar rannsóknir í hreppnum
bæði í Svínadal og á Hvalfjarðar-
strönd. Á vegum hreppsins og
Fiskeldisfélagsins Strandar voru
boraðar nokkrar hitastigulsholur á
Bjarteyjarsandi, Hrafnabjörgum
og Ferstiklu. Þessar rannsóknar-
boranir leiddu í ljós, að jarðhita
væri að vænta á Hrafnabjörgum og
Ferstiklu og þá einna helst við
Hrafnagil, sem er á landamörkum
jarðanna.
II
í framhaldi af þessum jarðhita-
rannsóknum var ákveðið að bora
eftir heitu vatni við Hrafnagil í
landi Hrafnabjarga. Kristján Sæm-
undsson, jarðfræðingur, valdi bor-
staðinn og hafði með höndum alla
faglega og vísindalega ráðgjöf í
málinu. Leitað var tilboða í borun-
ina og síðan samið við Jarðboranir
ríkisins, er tóku verkið að sér.
Borun holunnar hófst 9. apríl 1987
og lauk 22. maí. Jarðborinn
Glaumur var að verki.
Þegar boraðir höfðu verið 600
metrar, voru ýmsir orðnir vondauf-
ir um árangur, enda lítið vatn þá
komið, en hiti nægur. Var þá
brugðið á það ráð að heita á
Hallgrímskirkju í Saurbæ. Á
stjórnarfundi í Fiskeldisfélaginu
Strönd var samþykkt einróma, að
kirkjan skyldi fá ókeypis hita, ef
árangur yrði af boruninni. Nokkr-
um dögum síðar var komið niður á
mikla og heita vatnsæð og varð
árangur af boruninni svo mikill og
góður að til eindæma má telja. Hin
mikla heita æð er á 795 metra dýpi.
Samkvæmt mælingum gefur bor-
holan 28,3 1/sek. af 83,8 °C heitu
vatni. Þrýstingur er 1,23 kg. Vídd
holunnar er 6,5", en fóðruð niður
á 70 metra með 10%"fóðringu.
Innihald vatnsins er talið gott, en
nokkuð fluorríkt, sem stafar af
miklu líparíti. Heildarkostnaður
við holuna var um 3,5 milljónir.
III
Eftir að hinn góði árangur bor-
holunnar var kominn í ljós, hófust
viðræður milli hreppsnefndar og
Fiskeldisfélagsins Strandar um
virkjun holunnar og nýtingu jarð-
varmans. Hinn 19. júní 1987 sam-
þykkti hreppsnefnd einróma
stefnumörkun í jarðhitamálinu og
segir þar meðal annars: „Hrepps-
nefndin leggur á það áherslu, að
heita vatnið verði lagt á eins mörg
heimili í hreppnum og nokkur
kostur er og verði þá tekið tillit til
tæknilegra atriða, arðsemi og
kostnaðar. - Auk upphitunar íbúð-
arhúsa, atvinnuhúsnæðis, félags-
heimilis og kirkju mun hrepps-
nefndin beita sér fyrir því, að
jarðvarminn verði notaður til at-
vinnuppbyggingar í hreppnum, þar
á meðal til ylræktar, iðnaðar og
átaks í ferðamannaþjónustu. - Til
atvinnuuppbyggingar í iðnaði og
ylrækt samþykkir hreppsnefndin
að bjóða einstaklingum og/eða fyrir-
tækjum að hefja slfka atvinnustarf-
semi í hreppnum og fá til þess
jarðvarma á vægu verði.“
I framhaldi af þessari samþykkt
var leitað til Fjarhitunar h.f. um
ráðgjöf vegna virkjunar og nýting-
ar jarðvarmans. Fjarhitun samdi
þá um sumarið skýrslu og áætlanir
um hitaveitu í hreppnum, er kynnt-
ar voru á almennum hreppsfundi
og sendar á öll heimili í sveitinni.
Fjarhitun var síðan falið að hanna
hitaveitu, og hefur Einar Arnórs-
son, verkfræðingur, einkum haft
það starf með höndum.
í lok júnímánaðar 1988 lagði
Fjarhitun fram nýja áætlun og
valkosti vegna hitaveitunnar. Eftir
það var hafist handa um að leita
tilboða í efni stofnæðar hitaveit-
unnar. Þá var ákveðið að stofna
hitaveitufélag í hreppnum, og var
stofnfundur haldinn í Félagsheim-
ilinu Hlöðum 23. ágúst 1988. Aðil-
ar 15 heimila gerðust stofnendur á
fundinum.
Hreppsnefnd Hvalfjarðar-
strandarhrepps ákvað, að hreppur-
inn ætti 40% í hitaveitufélaginu,
en kostaði jafnframt að öllu leyti á
móti Fiskeldisfélaginu Strönd
virkjun holunnar, dæluhús við holu
og stofnæð frá borholu og út að
fiskeldisstöð við Saurbæ. Hita-
veitufélagið tekur á sig 60% af
öðrum kostnaði. Þeim kostnaði
verður deilt jafnt niður og verður
sá sami fyrir alla aðila hitaveitufé-
lagsins, hvort sem þeir búa rétt við
borholuna eða fjarri henni.
IV
Haustið 1988 var hafist handa
við lögn aðveituæðar hitaveitunnar
og dæluhús byggð. Vegna óhag-
stæðs tíðarfars var ekki hægt að
ljúka stofnlögn og frágangi að fullu
fyrr en í vor. Hinn 15. júní var
vatni hleypt á stofnlögnina og hún
prófuð. Nú hafa fyrstu heimilin
verið tengd við hitaveituna og fleiri
bætast við næstu daga. Miðað við
áætlanir, sem gerðar hafa verið,
munu um 30 heimili í hreppnum
geta notið hitaveitunnar. Þar á
meðal er byggðakjarninn í Hlíðar-
bæ. Þar lét hreppurinn skipuleggja
byggðahverfi árið 1983 og stóð að
byggingu fjögurra verkamannabú-
staða, sem flutt var í 1983 og 1986.
Á s.l. ári hóf hreppurinn byggingu
raðhúss með þremur litlum íbúð-
um. Var ein þeirra seld fokheld og
hefur fjölskyldan þegar flutt í
hana. Fleiri íbúðir verða væntan-
lega byggðar við Hlíðarbæ á næstu
árum.
Auk upphitunar íbúða og ann-
arrar nýtingar á heimilum og bæjum
verður hitaveitan lögð í Hallgríms-
kirkju í Saurbæ, Félagsheimilið að
Hlöðum, Veitingaskálann á Fer-
stilku og e.t.v. einhverja sumar-
bústaði. Þá er áætlað að byggja
sundlaug við félagsheimilið og verð-
ur þar hin ákjósanlegasta aðstaða
til heilsuræktar. 1 félagsheimilinu
eru mjög góðir búningsklefar,
saunabað og ljósabekkur. Þá
standa vonir til, að hægt verði að
nota jarðvarmann til atvinnuupp-
byggingar í hreppnum, svo sem
áður er að vikið.
Áætlaður kostnaður við lögn hita-
veitunnar er 38-40 milljónir auk
kostnaðar Fiskeldisfélagsins
Strandar h.f., sem mun vera rúmar
sjö milljónir. Af kostnaði byggðar-
innar greiðir Hvalfjarðarstrandar-
hreppur rúman helming, og hefur
hreppurinn fengið lán hjá Lána-
sjóði sveitarfélaga að upphæð kr.
átta milljónir. Áætlað er, að kostn-
aður hitaveitufélagsins og annarra,
sem hitaveituna taka og greiða
heimæðargjöld, verði um 18,2
milljónir. Stofnlánadeild landbún-
aðarins lánar kr. 500.000 út á
hverja jörð eða lögbýli vegna hita-
veitunnar.
Stofnkostnaður Hitaveitu Hval-
fjarðar er vissulega hár, enda er
byggðin í hreppnum dreifð bæði á
Strönd og í Svínadal. En bjartsýni
og stórhugur ríkja í sambandi við
framgang þessa mikla nauðsynja-
máls.
V
Hitaveitan er tvímælalaust eitt
merkasta framfaramál, sem unnið
hefur verið að í Hvalfjarðarstrand-
arhreppi um langan aldur. Slíkar
framkvæmdir boða nýja sókn til
betra mannlífs, bjartari framtíðar
og bættra lffshátta fólksins, sem
sveitina byggir. Hitaveita Hval-
fjarðar markar tímamót og merkan
áfanga í sögu þessarar fögru og
búsældarlegu sveitar og mun lyfta
hag hennar og hamingju lengra
fram á leið.
Til að fagna opnun hitaveitunnar
og þessara merku tímamóta í sögu
sveitarinnar hafði hreppsnefnd
Hvalfjarðarstrandarhrepps opið
hús í Félagsheimilinu Hlöðum
laugardaginn 8. júlí kl. 15-18 og
komu þangað 75 manns. Boðið var
upp á kaffisopa og sérbakaða „hita-
veitutertu“. Jafnframt gafst fólki
kostur á að fara að borholunni,
kynna sér framkvæmdir og fá upp-
lýsingar um borholuna og gang
mála.
Guðmundur G. Þórarinsson:
Stefnumörkun í efnahagsmálum
Framsóknarflokkurinn hefur nú verið nær samfellt í
ríkisstjórn síðan 1971 eða 18 ár. Segja má að enginn
stjórnmálaflokkur hafl haft önnur eins áhrif á stjórn
landsins síðustu tvo áratugi. Framsóknarflokkurinn getur
því talið sér til tekna það sem vel hefur farið, en ber
jafnframt mikla ábyrgð á því sem miður fer.
I stjórnarflokki þarf að fara fram stöðug vinna að
stefnumörkun á hinum ýmsu sviðum þjóðmála. Ekki er
það síst áríðandi í flokki eins og Framsóknarflokknum sem
svo gífurleg áhrif hefur á gang þjóðmála.
Nefnd
Á fundi þingflokksins fyrir
nokkru urðu sem oftar miklar um-
ræður um atvinnu-, byggða- og
efnahagsmál.
Á fundinum lagði Páll Péturs-
son, formaður þingflokksins, til að
þingflokkurinn skipaði nefnd til
stefnumörkunar í þessum mála-
flokkum. Taldi hann það mjög
mikilvægt í þeirri erfiðu stöðu sem
upp er komin. Að tillögu Páls voru
skipaðir í nefndina Stefán Guð-
mundsson, Alexander Stefánsson,
Ólafur Þ. Þórðarson og Guðm. G.
Þórarinsson.
Nefndin kaus síðan Stefán
Guðmundsson sem formann.
Nefndin hefur þegar haldið nokkra
fundi, dregið saman upplýsingar
og kallað ýmsa aðila á sinn fund til
viðræðna.
Gert var ráð fyrir að ráðherrar
flokksins ynnu með nefndinni en
ólíklegt er að þeim gefist til þess
mikill tími vegna stjórnarstarfa og
annarra sumarverka.
Hins vegar væri ekki ólíklegt að
formaður þingflokksins geti komið
að þessu starfi, sjái hann sér það
fært frá öðrum önnum. Hann er
enda áhugamaður mikill og frum-
kvöðull að nefndarstarfinu.
Ég bind vonir við að þessi nefnd
þingflokksins geti lagt fram tillögur
sínar í septembermánuði og flokk-
urinn þá í framhaldi af því kynnt
þær í ríkisstjórn og á þingi ef þurfa
þykir.
Sjálfur lít ég á þessa nefndar-
skipan sem tímamót að því leyti að
þingflokkurinn gerir sér grein fyrir
nauðsyn stefnubreytingar. Stefnu-
mörkun fram í framtíðina núna er
mikil nauðsyn.
Jafnframt er það athyglisvert að
í nefndina eru valdir þeir menn
sem á síðustu tveim árum hafa lýst
mestum efasemdum um ríkjandi
efnahagsstefnu. Segirþað auðvitað
nokkuð um hvers er vænst og til
hvers ætlast.
Starfið
Á fundum nefndarinnar hafa
atvinnu- og efnahagsmál verið
rædd frá ýmsum hliðum.
Gengismálin hafa tekið mikinn
tíma. Olafur Þ. Þórðarson flutti á
sínum tíma frumvarp um aðlögun
að markaðsgengi. í því sambandi
ræðir nefndin breytta skipan
gengismála. í lögum nr. 36/1986
segir: „Seðlabankinn ákveður að
fengnu samþykki ríkisstjórnarinn-
ar verðgildi íslensku krónunnar
gagnvart erlendum gjaldeyri."
Atkvæðagreiðsla ráðherra um
gengið er næsta vafasöm aðgerð.
Einn meginþáttur tillagna nefndar-
innar verður hið efnahagslega um-
hverfi og skipan gengismála.
Umræður hafa og snúist mjög
um fiskveiðistefnuna og framtíð
frystiiðnaðarins, fiskvinnslustefnu.
Þeir Alexander, Stefán og Ólafur
gjörþekkja þetta málasvið og ann-
marka núverandi skipanar mála.
Mótun iðnaðarstefnu hefur og
verið rædd en um það flutti Stefán
þingmál á síðasta þingi.
Fjármagnsmarkaðurinn hefur
tekið mikinn tíma í nefndinni og
þannig mætti lengi telja.
Frá þingflokknum fylgja þær
óskir að starfinu verði hraðað. Á
því hefur nefndin og fullan hug, en
viðfangsefnið er viðamikið og
hraðinn má ekki koma niður á
gæðunum.