Tíminn - 20.07.1989, Page 20

Tíminn - 20.07.1989, Page 20
RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 ^o.'B-LAsr0 ÞRDSTUR 68 50 60 VANIR MENN PÓSTFAX TÍMANS 687691 9 Tímiiin FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1989 Viögerð stendur yfir á sæstrengnum tii Vestmannaeyja: Rafmagn um streng- inn á laugardaginn Viðgerð stendur nú yfir á yngri rafmagnssæstrengnum sem liggur á milli lands og Eyja, og búist er við að Eyjamenn fái rafmagn úr honum seinni partinn á laugardag. Tveir sæstrengir liggja til Vestmannaeyja, annar var lagður árið 1962 en hinn 1978. Sá strengur liggur upp á svonefnt Þrælaeyði, en sá gamli liggur inn í höfnina. Var þetta gert til að auka öryggið ef annar þeirra myndi hugsanlega skemmast vegna staðsetningar sinnar, en gamli strengurinn fór í sundur í eldgosinu 1973. Yngri strengurinn bilaði í fárviðri í vetur, en Steinar Friðgeirsson, framkvæmdastjóri tæknideildar Raf- magnsveitunnar sagði að reynslan hefði sýnt að staðsetning hans hefði verið varasöm því hann liggur á svæði þar sem mikið er um sterka strauma og ljóst að hann hefði farið illa á því. Við rannsókn í vetur kom í ljós að strengurinn var mikið skemmdur á sex kílómetra kafla og þurfti Raf- magnsveitan að láta framleiða svo langan streng í staðinn í Danmörku. Þetta tók allt sinn tíma, en síðastlið- inn sunnudag kom skip frá Dan- mörku með strenginn og var þá hafinn undirbúningur að viðgerð- inni. í gærmorgun var sæstrengurinn tekinn upp og búist er við að viðgerð Ijúki seinni partinn á föstudag eða snemma á laugardaginn, svo hann ætti að vera kominn í fulla notkun á laugardagseftirmiðdegi, en Eyja- menn hafa þurft að treysta á þann gamla síðan í janúar. Steinar sagði að færa eigi streng- inn þannig að hann liggi inn í höfnina við Skansinn, eins og sá gamli, þar sem ljóst væri að fyrri staðsetning hefði farið illa með hann. -LDH Skaftár- hlaupið í rénun Hlaupið í Skaftá náði hámarki um hádegisbilið í gær, og um svipað leyti rauf áin símasam- band inn að bæjunum í Skaftár- dal. Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun er hlaupið meira nú en árið 1986, en vart eins mikið og 1984. Skemmdir af völdum árinnar eru töluverðar, en vegur- inn inn i Skaftárdal er rofinn og vatn flæðir yfir veginn inn í Svínadal. Hiaupið er nú í rénun, en vart má búast við að rennsli verði komið í eðlilegt horf fyrr en eftir tvo til þrjá sólarhringa. Fjallabaksleið nyrðri er lokuð vegna hlaupsins. -LDH Ráðhúsi hraðað Borgarstjórnarmeirihlutinn leggur nú alla áherslu á að Ráðhús- ið við Tjörnina rísi með miklum hraða. Á þriðjudag samþykkti borgarráð tiliögu Davíðs Oddsson- ar borgarstjóra um 45 milljóna króna aukafjárveitingu til bygging- ar ráðhússins. Fjárveitingin verður dregin af fjárveitingu næsta árs, en næsta vor verða sem kunnugt er sveitarstjórnarkosningar. Af gefnu tilefni skal þess getið hér vegna fréttar í blaðinu í gær af samþykkt- um borgarráðs um að fjarlægja ætti blómabeð í Austurstræti, að það þýðir ekki að umferð verði hleypt á Austurstrætið. Einnig varðandi sömu frétt er rétt að taka fram að erindi Kringlunnar um jólaskreyt- ingar var hafnað. SSH/BG Ráðhússbyggingin ris óðum enda mikill kraftur í framkvæmdum. Nú hefur veríð ákveðið að verja 45 milljónum króna í að flýta fram- kvæmdum í ár, en það framlag mun tekið af framlögum næsta árs þannig að framkvæmdum seinkar væntanlega eitthvað þegar líður á kosningaáríð 1990, enda ráðgert að ráðhúsið verði þá tilbúið að Utan. Tímamynd: Pjetur Sextugasta og áttunda langreyðin komin á land: Veiðum lokið Síðasta langreyðin sem veidd verður hér við land í a.m.k. tvö ár, kemur að landi snemma í dag. Þar með er vísindaveiðum íslendinga lokið að sinni, eins og greint var frá í Tímanum í gær. t gærmorgun kom hvalbátur að landi með tvo hvali, þegar sá þriðji veiddist í gær, var búið að veiða allar þær 68 langreyðar sem heimild var fyrir að drepa. Hvalveiðarnar hafa gengið fljótar fyrir sig en búist var við, en slæmt skyggni og þoka hefur verið á miðunum það sem af er veiðitímabilinu. -ÁG | Jarðskjálfti vekur íbúa á Austurlandi af værum svefni: 4 i 5st a sl jál ■ i Nokkrir íbúar á Austur- landi vöknuöu snemma í gærmorgun við titring og þungar drunur úr jörðinni. Páll Halldórsson hjá Yeðurstofunni sagði í sam- tali við Tímann að skjálfti hafi komið fram á mælum þeirra klukkan háif-sex um morguninn og virtist sem upptök hans væru um hundrað kílómetra austur af Gerpi og stærð hans væri um 4,5 á Richter. Páll sagði að vitað væri að skjálftinn hefði fundist frá Vopnafírði og suður að Stöðvarfírði, en verið er að kanna hvort hans hafí orðið vart víðar. Einna sterkastur varð hann í Neskaupstað og þar í kring, en Ásthildur Lárusdóttir, bæjar- stjórafrú, sagði í samtali við Tím- ann að þau hjónin hefðu verið í fasta svefni og að hún vissi um fáa sem hefðu vaknað svo sncmma á Nesinu. Jarðskjálftar eru fátíðir á þessu landsvæði, en síðast fannst skjálfti þar í maí 1987 og mældist hann 3,2 á Richter. Páll sagði að ástæða hræringanna væri sú að spenna myndaðist í jörðinni vegna hreyf- inga í jarðskorpunni og þegar hún væri komin á ákveðið stig héldi jörðin ekki lengur og spennan brvtist fram í formi jarðskjálfta. -LDH Hagvirki: Vikufrestur Forsvarsmönnum Hagvirkis hf. barst í gær innheimtubréf frá sýslu- manninum í Rangárvallasýslu þar sem krafist er greiðslu á meintri söluskattsskuld fyrirtækisins að upp- hæð 108,1 milljón króna, að öðrum kosti verði gripið til ráðstafana til að fá skuldina greidda. Aðalsteinn Hallgrímsson fram- kvæmdastjóri Hagvirkis sagði í sam- tali við Tímann að fyrirtækið hefði frest til 25. þessa mánaðar til að greiða skuldina. Aðspurður sagði Aðalsteinn ekki geta svarað því hver viðbrögð Hagvirkis yrðu, en sagðist eiga von á að það yrði unnið að þessum málum í kyrrþey á næstu dögum. SSH

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.