Tíminn - 09.08.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Miðvikudagur 9. ágúst 1989
Fjármálaráðuneytið rennir hýru auga til milljarðasjóðs sem Húsnæðisstofnun safnar í Seðlabanka:
Verður Húsnæðisstof nun
svipt ríkisframlaginu?
Hugsanlegur niðurskurður á framlagi ríkissjóðs (um mill-
jarður kr.) til Húsnæðisstofnunar hefur komið til umræðu í
fjármálaráðuneytinu. Því komið hefur í Ijós að stofnunin
hefur fengið og mun fá umtalsvert meira fé frá lífeyrissjóðun-
um heldur en áætlað var - og að það fé hefur Húsnæðisstofnun
notað til að byggja upp sjóð í Seðlabankanum, sem kominn
er hátt í 2 milljarða kr. Þessi sjóðsöfnun hefur m.a. sætt
gagnrýni sumra stjórnarmanna í Húsnæðisstofnun. En þeir
telja að nær hefði verið að nota féð til að reyna að stytta
biðlistana eftir lánum með því að útdeila fénu til einhverra af
þeim sem bíða. Sjóðurinn ætti að duga í lán til nokkurra
hundraða þeirra sem bíða á biðlistunum.
Eitt af því sem skoðað er
„Það má spyrja: Af hverju ætti
ríkissjóður að greiða framlag til að
byggja upp stöðu Húsnæðisstofnun-
ar í Seðlabankanum? Okkur sýnist
ekki endilega rétt að vera að því
þegar ríkissjóður stendur svona
illa,“ sagði Már Guðmundsson, að-
stoðarmaður fjármálaráðherra.
Tilkynning til
vörsluaðila
opinberra sjóða
Hér með er skorað á vörsluaðila opinberra sjóða
sem enn hafa eigi sent uppgjör fyrir árið 1988 að
gera það nú þegar.
Þeir vörsluaðilar, sem eigi hafa gert skil fyrir fleiri
en eitt ár og hafa eigi gert það fyrir 30. september
n.k., mega búast við að ákvæðum laga no.
19/1988 verði tafarlaust beitt.
Ríkisendurskoðun
8. ágúst 1989.
t
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
Ingilaugar Teitsdóttur
Tungu
Sórstakar þakkir færum við starfsfólki á Sjúkrahúsi Suðurlands, sem
annaðist hana síðustu árin.
OddgeirGuðjónsson Guðfinna Ólafsdóttir
Sigurlaug Guðjónsdóttir Guðmundur Guðnason
Guðrún Guðjónsdóttir
Þórunn Guðjónsdóttir
t
Faðir minn, tengdafaðir og afi okkar
Ketilbjörn Magnússon
frá Tjaldanesi
verður jarðsunginn frá Staðarhólskirkju föstudaginn 11. ágúst kl. 14.
Benedikt Ketilbjarnarson Bára Sigurjónsdóttir
og barnabörn.
t
Móðir okkar
Ingveldur Ástgeirsdóttir
frá Brúnastöðum
lést 6. ágúst. Útför hennar fer fram frá Hraungerðiskirkju föstudaginn
11. ágúst kl. 14.
Börnin.
Már segir niðurskurð á ríkisfram-
laginu eitt af því sem til skoðunar er
í sambandi við þann 800 m.kr.
niðurskurð á ríkisútgjöldum sem
stefnt er að á þessu ári. „Staðreyndin
er að Húsnæðisstofnun stendur mjög
vel núna og að ráðstöfunarfé lífeyris-
sjóðanna verður meira heldur en að
ráð var fyrir gert við samningu
fjárlaga. Niðurskurður, ef til kæmi,
mundi heldur ekki hafa nein áhrif á
lánveitingar Húsnæðisstofnunar í
ár,“ sagði Már.
Hvernig má það vera að hægt sé
að skerða fé stofnunarinnar án þess
að það komi niður á lánveitingum
hennar?
„Ef milljarðar eru geymdir í sjóði
í Seðlabanka þarf það ekki að hafa
áhrifsagði Már. Hann tók fram að
ennþá hafi þó ekki verið tekin
ákvörðun í þessu máli.
Nýtt fyrirbrigði
Söfnun Húsnæðisstofnunar á
milljarðasjóðum í Seðlabanka er
alveg nýtt fyrirbrigði. Mun algeng-
ara er að stofnunin hafi þurft að leita
á náðir bankans með yfirdráttarlán.
Már sagði góða sjóðstöðu stofnun-
inni nauðsynlega m.a. vegna þess að
óvæntar sveiflur geti komið upp á,
t.d. eins og í febrúar s.l. þegar
lífeyrissjóðirnir héldu töluvert að
sér höndum við kaup skuldabréfa af
húsnæðisstofnun. Nýting lánslof-
orða geti einnig átt hlut að máli. Um
einn milljarður gæti verið skikkan-
legur varasjóður.
„En þegar saman fer að sjóðstaða
stofnunarinnar er mjög góð og fyrir
liggur að ráðstöfunarfé lífeyrissjóð-
anna fer fram úr áætlunum þá er
fullkomlega mögulegt að skera niður
framlag ríkissjóðs til Húsnæðisstofn-
unar í einhverjum mæii án þess að
það breyti neinu um lánveitingar
stofnunarinnar. Af hverju ætti rt'kis-
sjóður að greiða framlag til að
byggja upp stöðu í Seðlabankanum
þegar ríkissjóður stendur svona
il!a?“ sagði Már.
Fimm mánaða stopp
á lánsloforðum
Söfnun þessa mikla sjóðs í Seðla-
banka er að hluta vegna aukins fjár
frá lífeyrissjóðunum umfram áætlan-
ir. En samkvæmt heimildum Tímans
er hann ekki síður til kominn vegna
þess að „of varlega" hefur verið
farið í útsendingu lánsloforða. Millj-
ónirnar hafa verið að safnast upp í
bankanum allt þetta ár. Á sama tíma
mun t.d. ekki eitt einasta lánsloforð
hafa verið sent frá stofnuninni frá
því fyrir síðustu jól og allt fram í maí
s.l. Sumum þeirra sem kunnugt er
um hvernig málin hafa gengið fyrir
sig finnst hins vegar það allt að því
jaðra við siðleysi að reyna ekki
fremur að hraða útborgun þessa
lánsfjár til íbúðakaupenda í stað
þess að safna því í sjóði.
Síðustu loforðin sem Húsnæðis-
stofnun mun hafa gefið út voru til
þeirra sem sendu inn lánsumsóknir
fyrir jólin 1987 til kaupa á fyrstu
íbúð. Það bendir til að biðtíminn
eftir lánum sé enn að lengjast.
Söfnun fyrir
húsbréfakaup?
Skýringar sem æðstu ráðamenn
Húsnæðisstofnunar hafa gefið á
„íhaldssemi" við úthlutun láns-
loforða og þar með sjóðsöfnuninni í
Seðlabanka hafa af sumum verið
talið fremur „billegar". Tilgátur hafa
hins vegar heyrst um það hver kunni
að vera raunverulegur tilgangur með
milljarðasjóðnum. Þ.e. að Hús-
næðisstofnun hafi fé á lausu ef svo
færi að hún neyddist til að kaupa
sjálf umtalsvert magn af húsbréfum
með haustinu - ef svo „ólíklega"
kynni að vilja til að meira kæmi af
þeim í sölu heldur en fjármagnseig-
endur væru reiðubúnir til að kaupa
á verðbréfamarkaðnum, án stórra
affalia.
Höfundar húsbréfakerfisins hafa,
sem kunnugt er, talið einn helsta
kost þess, að með því muni fast-
eignamarkaðurinn fjármagna sig að
stórum hluta sjálfur. Seljendur
íbúða muni leggja til lánsféð með
því að lána 65% íbúðaverðsins gegn
húsbréfum og síðan geyma bréfin,
eða nota þau upp f önnur íbúða-
kaup, í stað þess að breyta þeim í
peninga með sölu á verðbréfamark-
aði.
Reynir á
„viðskiptavakann“?
Margir þeirra sem hvað best
þekkja til á húsnæðismarkaðnum
(m.a. embættismenn innan Hús-
næðisstofnunar) óttast á hinn bóginn
að þarna hafi verið byggt á of mikilli
bjartsýni. Þvert á móti muni seljend-
ur lang fiestir kjósa að breyta hús-
bréfum sínum í peninga á stundinni
og setji þau því beint í sölu á
verðbréfamarkaði. Því gæti fylgt að
framboð á bréfunum verði miklu
meira en eftirspurnin, nema að til
komi stórfelld afföll.
Og fari svo á einmitt Byggingar-
sjóður ríkisins og/eða Seðlabanki að
koma til sem „viðskiptavaki", þ.e.
að kaupa húsbréf í þeim mæli að
jafnvægi haldist á markaðnum.
Spurningin er hvort drjúgum hluta
af lánsfé Húsnæðisstofnunar hafi
verið safnað upp í þeim tilgangi að
geta haldið uppi kaupum á húsbréf-
um sem ekki seljast á fjármagns-
markaðinum?
Og hvað mundu svo stjórnendur
lífeyrissjóðanna segja við því?
Það mundi á hinn bóginn setja
stórt strik í reikninginn ef
„milljarðasjóðurinn“ yrði til þess
eins að fjármálaráðuneytið svipti
Húsnæðisstofnun ríkisframlagi upp
á milljarð, að hluta eða öllu leyti.
- HEI
Stuttmyndir á
Hundadögum ’89
Besti vinur ljóðsins mun standa
fyrir þremur uppákomum á Hund-
adögum '89 og verður sú fyrsta í
kvöld, miðvikudag kl. 21.00 á Hótel
Borg. Þar mun vinurinn taka að sér
að vera Besti vinur lifandi mynda.
A þessu kvöldi verður sýndur
fjöldi stuttmynda eftir bæði kvik-
myndagerðarmenn sem og myndlist-
armenn og hafa margar þeirra ekki
komið fyrir augu almennings áður,
eða í langan tíma. Hér er um að
ræða filmljóð, skólamyndir og til-
rauna- og framúrstefnumyndir frá
ýmsum tímum. Meðal stuttmynda
sem sýndar verða má nefna verð-
launamynd Lárusar Ýmis Óskars-
sonar „Fugl í búri“. Þá verða sýnd-
ar myndir Eddu Sverrisdóttur
„Brynja“, Freys Þórmóðssonar
„Andvarp", Jóns Gnarr og Sigurjóns
Kjartanssonar „Hýri morðinginn“,
Þórs Elísar Pálssonar „Tyggjó“ og
mynd án titils eftir Eddu Hákonar-
dóttur. Þá má einnig nefna „Rumen-
atomia“ eftir Kára Schram, „Séra
minn þekkið þér F.M.R.?“ eftir
Hilmar Oddsson og „Match“ eftir
Ólaf Rögnvaldsson og er þá ekki allt
talið því vænta má að ýmsar óvæntar
myndir reki á fjörur gesta, en sér-
stakur gestur kvöldsins verður
Edda Sverrisdóttir kvikmyndagerð-
armaður á eina af stuttmyndunum.
Þorgeir Þorgeirsson. Aðgöngumiða-
verði er stillt í hóf. kr. 500 og verða
þeir seldir við innganginn. Veitinga-
sala Hótel Borgar verður opin fyrir
og eftir sýningu myndanna.
Einar Guöfinnsson h/f kaupir hlut í loönuskipi:
Júpítertil Bolungarvíkur
Fyrirtækið Einar Guðfinnsson h/f í
Bolungarvík hefur keypt tæplega
helmings hlut í loðnuskipinu Júpít-
er. Skipið verður nú gert út frá
Bolungarvík. Júpíter var byggður
1957 en var endurnýjaður fyrir fáum
árum. Skipið er eitt af stærstu loðnu-
skipum flotans, ber um 1300 tonn af
loðnu. Því fylgir 25 þúsund tonna
loðnukvóti, auk 180 tonna kvóta af
rækju, 1000 tonna kvóta af síld og 90
tonna þorskkvóta.
„Ástæðan fyrir kaupunum er sú að
við erum að treysta hráefnisöflun-
ina, sérstaklega fyrir loðnuverk-
smiðjuna. Með skipinu flyst mikill
kvóti til Bolungarvíkur," sagði Einar
K. Guðfinnsson útgerðarstjóri. Ein-
ar kvað hér um að ræða gott skip
sem hentaði vel til þeirra veiða sem
því væri ætlað. Einar vildi ekki gefa
upp kaupverð nema í samráði við
seljanda. „Við og okkar lánadrottn-
ar teljum þessi kaup jákvæð og til
þess fallin að styrkja rekstrargrund-
völl þeirra fyrirtækja sem við rekum
hér. Við erum auðvitað alltaf að
reyna að auka tekjurnar og þessi
kaup miða að því.“
-EÓ