Tíminn - 09.08.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.08.1989, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 9. ágúst 1989 Miðvikudagur 9. ágúst 1989 8 Tíminn Tíminn 9 var gengið á varabirgðir á Sjúkrahúsinu á Blönduósi. Ungir krakkar, eiturlyf og nauðganir Mikil og almenn ölvun var á svæðinu og svo virtist að vín væri hvergi nærri á þrotum undir morgun á mánudag þegar mestu gleðinni var að ljúka. Ungmenni voru nokkuð áberandi meðal mótsgesta og sá yngsti sem leitaði aðstoðar í sjúkra- skýlinu á staðnum var einungis þrettán ára. Tvær nauðganir voru kærðar til lögreglu og nokkrir aðilar voru teknir fyrir að hafa fíkniefni í fórum sínum. Þeir voru færðir til yfirheyrslu til Reykjavíkur, en fengu fljótlega að fara frjálsir ferða sinna og munu nokkrir þeirra hafa slopp- ið inn á svæðið aftur. Að sögn fíkniefna- lögreglunnar voru ^mennirnir ekki með mikið magn eiturlyfja í fórum sínum og mun það aðallega hafa verið ætlað til eigin neyslu. Haft er eftir Hjalta Zhóphóníassyni skrifstofustjóra hjá dómsmálaráðuneyt- inu að vantað hefði mikið upp á hreinlæt- isaðstöðu í Húnaveri og löggæslu hefði einnig verið ábótavant. Á þriðja tug lögreglumanna var á svæðinu en hafi verið vel á áttunda þúsund manns á svæðinu þegar mest var, samsvarar það um það bil 250 manns á hvem lögreglu- þjón. Eins og gefur að skilja er erfitt fyrir einn lögregluþjón að fylgjast með á milli tvö hundmð og þrjú hundruð manns í einu, sér í lagi þar sem svæðið var ekki upplýst þegar dimma tók. Óspektir voru ekki áberandi, en samt var þó nokkur fjöldi fólks með áverka, svo sem glóðar- augu og bólgnar varir er líða tók á útihátíðina og meira mun hafa verið um róstur á föstudag og laugardag, en seinni hluta útihátíðarinnar. Gengu um eins og logandi Ijósaperur Eitt af því sem selt var í Húnaveri á vegum heimamanna voru 10-15 sm langir plasthólkar fylltir af sjálflýsandi vökva- upplausn og átti ljósið að endast í tuttugu fjóra tíma. Plasthólkunum var þannig lokað að hetta var brædd fyrir annan endann og nokkuð auðvelt reyndist fyrir ölvaða mótsgesti að ná hettunum af og hella yfir sig innihaldinu. Á föstudags- kvöldinu mátti öðru hvoru sjá slíkum einstáklingum bregða fyrir en þeir litu út eins og gangandi ljósaperur í myrkrinu. Snarlega var tekið fyrir sölu á þessum sjálflýsandi hólkum er krakkar sem leikið höfðu þennan leik komu í sjúkraskýlið, eftir að hafa fengið innihald hinna grænu og rauðu sjálflýsandi plaststauta í augu og á aðra viðkvæma staði líkamans. Ekki munu hafa verið alvarleg slys vegna bruna af völdum innihaldssins, (sem ekki fengust upplýsingar um í gær hvert var) en á tímabili myndaðist við sjúkraskýíið örtröð vegna fólks sem hafði brennt sig á sullinu. Um 400 manns leituðu aðstoðar vegna meiðsla og ann- arra áverka í Húnaveri yfir helgina og má eflaust skýra þann mikla fjölda að ein- hverju leyti vegna hinna sjálflýsandi hólka. Ekki kvartað yfir umgengni Er haft var samband í gær við ábúendur á jörðinni Bólstaðarhlíð sem stendur fast við Húnaver, báru þeir samkomugestum söguna vel og sögðu engin spellvirki hafa verið unnin á mannvirkjum né tækjum og ónæði ekki heldur hafa verið mikið. Þó er vitað til þess að skemmdir voru unnar á trjágróðri í nágrenninu og oftar en einu sinni sá blaðamaður Tímans hróðugt ungmenni þar sem það gekk með í höndinni trjágrein, eða jafnvel smátré rifin upp með rótum. Einhver dæmi voru líka um að heyböggum sem geymdir voru í hlöðu á mótssvæðinu, væri stolið og þeir teknir með sem eins konar minjagripir um „Húnaver ’89“. Þetta mun þó ekki hafa verið algeng iðja. Öll sveitin upptekin við að hreinsa rusl í gær og dag Það stakk í augu að lítil viðleitni virtist vera frá hendi forsvarsmanna hátíðarinn- ar að hreinsa það rusl sem hent var af samkomugestum á svæðið. Gífurlegt rusl var skilið eftir á svæðinu og þegar blaða- maður átti leið hjá staðnum í gærmorgun virtist lítið farið að hreinsa til og starfsfólk var ekki sjáanlegt á svæðinu. Er haft var samband við starfsmann í félagsheimilinu Húnaveri í gær, upplýsti hann að flest fólk sem vettlingi gæti valdið í sveitinni ynni kappsamlega við að hreinsa svæðið og er gert ráð fyrir því að verkinu verði lokið seinnipartinn í dag. Mikil rigning var á svæðinu á mánudag og í gær og kom bleytan m.a. í veg fyrir að ruslið fyki um og dreifðist yfir víðara svæði en það var á fyrir. Öþurrkarnir auðvelduðu einnig hreins- unina á annan hátt, þ.e.a.s. bændur og búalið þeirra voru ekki upptekin við heyskap. Ruslið er tínt upp í kerrur og vagna sem dráttarvélum er beitt fyrir og Timamynd: Kristin Pilsdóltir einnig eru notaðar múgavélar til að raka því saman þar sem unnt er að koma þeim við. Jakob græddi og heimamenn græddu líka Jakob Magnússon Stuðmaður var ábyrgðarmaður fyrir útihátíðinni og hafði veg og vanda af undirbúningi og fram- kvæmd hennar í samráði við heimamenn. Samningar voru þannig að félagsheimilið Húnaver fékk ákveðna prósentu af að- gangseyri og sá um alla sölu á svæðinu. Jakob tók þá áhættu að ráða skemmti- krafta á hátíðina en að öllum líkindum hafa bæði heimamenn og Jakob Magnús- son haft gott upp úr krafsinu þessa helgi. Ekki náðist í Jakob í gær, en samkvæmt heimildum Tímans borguðu rúmlega sex þúsund manns sig inn á svæðið og sé sú tala margfölduð með fjórum þúsundum, en aðgangseyrir inn á svæðið var 3.950 kr., fæst út talan 24 milljónir. Af þeirri tölu má svo draga söluskatt, löggæslu- gjald og annan kostnað, svo og laun annarra skemmtikrafta en Jakobs. Ofan á þetta bætast tekjur félagsheimilisins af sölu, sem reikna má með að hafi jafnvel skipt þúsundum króna á hvern þátttak- enda. Eftir Árna Qunnarsson Stanslaus tónlist í þrjá og hálfan sól- arhring. Drukknir unglingar, sofandi, dansandi, hlæjandi, í faðmlögum; skríð- andi, vafrandi, grátandi, leitandi. Rusl, endalaust rusl, fjúkandi pappír, bjórdós- ir, gosdósir, gosflöskur, vínflöskur. Húnaver, átta þúsund manns, einhver þúsund af tjöldum og nokkur þúsund bílar. Verslunarmannahelgin er liðin hjá með sínum hefðbundnu útihátíðum. Sú úti- hátíð sem mesta athygli vakti og var um leið fjölmennust var „Húnaver ’89“, i samkoma sem haldin var í Húnaveri í Bólstaðarhlíðarhreppi á vegum Jakobs Magnússonar og Stuðmanna. Upphaf-, lega var reiknað með að á bilinu tvö- til fimmþúsund manns tækju þátt í „Húna- veri ’89“, en að sögn lögreglu er talið að á milli sjö og átta þúsund manns hafi verið á svæðinu þegar mest var. Þegar sýnt var í hvað stefndi var ákveðið að senda liðsauka úr Reykjavíkurlögregl- unni til að taka við yfirstjórn löggæslu á svæðinu. Magnús Einarsson lögreglu- maður í Reykjavík fór með yfirstjórnina og í gær skilaði hann af sér skýrslu um ástand mála eins og það var fyrir norðan um helgina. Krossviðarkamarinn Blaðamaður Tímans var á svæðinu á laugardag og sunnudag og getur tekið undir að ölvun var vissulega mikil og aðstöðu í Húnaveri á margan hátt ábóta- vant. En hvort útihátíðin fór nokkuð verr fram en samkomur af svipuðu tagi á undanförnum árum er fullkomið álita- mál. Alls voru nítján klósett á svæðinu, tólf útiklósett sem sett voru upp sérstaklega fyrir þetta tilefni og sjö klósett sem eru til staðar inni í félagsheimilinu. Útikló- settin voru þannig hönnuð að smíðaður , var skúr úr krossviði og hann hólfaður niður í tólf klefa, sem í hverjum var eitt klósett. í raun er varla hægt að tala um útiklósett, útikamrar er orð sem lýsir þessari byggingu mun betur. Grafin hafði verið ein stór aflöng gryfja og krossviðar- kamarinn reistur yfir hana. Ofan í gryfj- unni hafði verið sett einhverskonar sand- kennt efni, sem blaðamaður hafði ekki tækifæri né löngun til að skoða nánar og eyddi það m.a. mestu af ólyktinni sem lagði upp úr kamargryfjunni. Ekki var vatn í klósettunum heldur gat niður úr þeim og blasti þess vegna innihald gryfj- unnar við hverjum þeim sem hugðist ganga erinda sinna á þessum skyndikló- settum. Þessi aðstaða var sem sagt frekar | fráhrindandi og snéru margir frá kross-, viðarkamrinum og gerðu sín stykki ann- ars staðar. j Svartá var til margra hluta gagnleg Svartá rennur á grundunum fyrir neðan Húnaver og afmarkaðist mótssvæðið að vestan af ánni. Áin var mikið notuð af samkomugestum þessa helgi, bæði til að vaða í henni og þrífa sig, svo og til annarra hluta. Það var oft á tíðum spaugileg sjón að sjá til fólks þar sem það gekk að ánni eftir misjafnlega langan og góðan nætursvefn til að bursta í sér tennur, eða slökkva þorsta sínum; og tók ekki eftir þeim er stóð skammt fyrir ofan hann á bakkanum og mé, né heldur notuðum klósettpappírnum sem flaut niður ána. Fimm þúsund smokka föstudagur Eins og stendur er næsta lítið af smokkum í Húnavatnssýslum, því allir smokkar sem til voru í apótekinu á Blönduósi voru keyptir upp af forsvars- mönnum útihátíðarinnar og seldust þeir upp á augabragði. Jakob Magnússon lét þau orð falla á aðfaranótt laugardagsins að búið væri að selja fimm þúsund smokka og verið væri að senda eftir meiri birgðum til að fullnægja eftirspurn. Hvort þessi saga Jakobs er sönn skal ósagt látið, en hitt er víst að eftir að smokkarnir í apótekinu á Blönduósi voru uppurnir,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.