Tíminn - 09.08.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn
Miðvikudagur 9. ágúst 1989
DAGBÓK
lllllllllllllllllllll!!
MINNING
Námskeið um sveppatínslu
í Norræna húsinu
Dagana 11.-15. ágúst n.k. veröur hald-
ið námskeið um sveppi og sveppatínslu í
Norræna húsinu.
Leiðbeinandi á námskeiðinu er Berit
Thors frá Finnlandi, en hún hefur um
árabil haldið slík námskeið þar í landi og
víðar. Hún hefur áður leiðbeint á slíku
námskeiði hér í Norræna húsinu árið
1983.
Á námskeiðinu verður fjallað um ís-
lenska sveppi, tínslu og greiningu sveppa
og einnig gefnar leiðbeiningar um með-
ferð þeirra og matrciðslu.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í
námskeiðinu eru beðnir að hringja í síma
Norræna hússins 17030 á skrifstofutíma.
Opið hús í Norræna húsinu
Fimmtud. 10. ágúst kl. 20:30 verður
næsti fyrirlestur í sumardagskrá Norræna
hússins.
Þá talar Hrafnhildur Schram list-
fræðingur um íslenska málaralist á árun-
um 1900 til 1945 og sýndar verða lit-
skyggnur. Fyrirlesturinn verður fluttur á
sænsku.
Eftir stutt kaffihlé verður sýnd kvik-
myndin „Surtsey - en ö födes". Myndin
er með dönsku tali.
Sumardagskráin hefur verið fastur liður
í starfsemi hússins allt frá 1979. Hún er
cinkum sett saman með tilliti til norrænna
ferðamanna og flutt á einhverju Noröur-
landamálanna.
(slenskir fræðimenn halda erindi um
Island - land, þjóð, sögu og náttúru. Þcssi
dagskrá verður öll fimmtudagskvöld í
sumar, en síðasti fyrirlesturinn verður 24.
ágúst. Á dagskrá 17. ágúst flytur Þór
Magnússon þjóðminjavörður fyrirlcstur,
sem hann nefnir „Torfbæir og gömul hús
á íslandi". Fyrirlesturinn verður á
sænsku. Á eftir verður sýnd kvikmynd
Osvalds Knudsen „Sveitin milli sanda“
(norskt tal).
Kaffistofa hússins býður upp á veitingar
og bókasafnið er opið þessi kvöld til kl.
22:00. Þar liggja frammi þýðingar ís-
lenskra bókmcnnta á öðrum norrænum
málum og bækur um ísland.
Aðgangur er ókcypis og allir cru hjart-
anlega velkomnir.
Listasafn íslands:
„Mynd mánaðarins“
Mynd ágústmánaðar í Listasafni (s-
lands er „Ur Þingvallahrauni" eftir Finn
Jónsson listmálara. Hér er um að ræða
olíumálverk frá árinu 1953 og er stærð
þess 108 x 109 sm. Listamaðurinn og
eiginkona hans, Guðný Elíasdóttir, gáfu
Listasafninu málverkið árið 1985 og er
það til sýnis í sal 2.
Leiðsögnin „Mynd mánaðarins" fer
fram í fylgd sérfræðings á fimmtudögum
kl. 13:30 - 13:45 og er safnast saman i
anddyri safnsins. Leiðsögnin er ókeypis
og öllum opin.
Listasafnið er opið alla daga, - nema
mánudaga - kl. 11:00-17:00 og er veit-
ingastofa safnsins opin á sama tíma.
Heyrnar- og talmeinasér-
fræðingar verða á ísafirði
Móttaka verður á vegum Heyrnar- og
talmeinastödvar íslands í Heilsugæslu-
stöö ísafjaröar dagana 11. og 12. ágúst og
í Heilsugæslustöð Bolungarvíkur 13.
ágúst.
Par fer fram grcining heyrnar- og
talmeina og úthlutun heyrnartækja.
Sömu daga, að lokinni móttöku Hcyrn-
ar- og talmeinastöðvarinnar, verður al-
menn lækningamóttaka sérfræöings í
háls-, nef- og eyrnalækningum.
Tekið er á móti viðtalsbeiðnum á
viðkomandi heilsugæslustöð.
Handritasýning í Árnagarði
Handritasýning Stofnunar Árna Magn-
ússonar er í Árnagarði við Suðurgötu á
þriðjudögum, fimmtudögum og laugar-
dögum kl. 14:00-16:00 til 1. september.
Gítartónleikar
að Kjarvalsstöðum
Fimmtud. 10. ágúst mun Kristinn H.
Árnasnn, gítarleikari halda tónleika að
Kjarvalsstöðum og hefjast þeir kl. 18:00.
Menningarmálanefnd Reykjavíkur
stendur að þessum tónleikum í samvinnu
við listamenn, og eru þetta þriðju og
síðustu tónleikarnir í þessari röðgítartón-
leika.
Á efnisskránni eru verk eftir Weiss,
Villa-Lobos, Turina og Mangoré.
Kristinn H. Árnason er fæddur í
Reykjavík 1963. Hann lærði gítarieik hjá
Gunnari H. Jónssyni og Joseph Fung í
Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og
lauk þaðan burtfararprófi 1983. Árið
1987 lauk hann B.M. gráðu frá Manhatt-
an School of Music í New York. Síðan
hefur hann verið við nám m.a. hjá José
Tomas í Alicante á Spáni. Hann hefur
tekið þátt í námskeiöum hjá André
Scgovia og Manuel Barrucco. Á hausti
komanda heldur Kristinn aftur til Spánar
til frekara náms hjá José Tomas.
Fanney Magnúsdóttir
Ljósmyndasýning
Bjarna Jónssonar
Bjarni Jónsson opnaði Ijósmyndasýn-
ingu í l.istasafni alþýðu, Grensásvegi 16,
sl. laugardag og er sýningin opin daglega
kl. 14:00-21:00 dagana 29. júlí-13. ágúst.
Fjölskylduferð
Barðstrendingafélagsins
Barðstrendingafélagið minnir á fjöl-
skylduferðina laugardaginn 12. ágúst.
Farið verður í Veiðivötn. Lagt af stað kl.
8 að morgni. Upplýsingar gefa: Sveinn í
síma 18329, Elva í síma 685076, María í
síma 656417, Vikar í síma 36855 og
Daníel í síma 673094.
HUNDADAGAR:
Tónleikar í Gerðubergi
á sunnudag
Sunnudaginn 13. ágúst verða tónlcikar
í Gerðubergi í Breiðholti. Þar kemur
fram íslenska hljómsveitin og einsöngvar-
arnir Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Júl-
íus Vífíll Ingvarsson og Anna Magnús-
dóttir.
Sýnd verk Gunnlaugs
Halldórssonar arkitekts
Arkitektafélag (slands stendur fyrir
sýningu á verkum Gunnlaugs Halldórs-
sonar arkitekts í Ásmundarsal til 20.
ágúst .
Gunnlaugur var fæddur 1909 en lést 1986.
Dags- og kvöldferðir
Ferðafélagsins
Miðvikud. 9. ág. kl. (18:0(1 Þórsmörk/
dagsferð. Sumarlcyfistilboð fyrir dvalar-
gesti gildir út ágúst.
Kl. 20:00 Bláfjallahellar. (Verð 600
kr.) Brottför frá Umferðarmiðstöðinni,
austanmcgin. Farmiðar viö bíl. Frítt fyrir
börn í fylgd fullorðinna.
Feröafélag íslands
Fædd 14. september 1914
Dáin 28. júlí 1989
Fanney Magnúsdóttir húsfreyja,
Drápuhlíð 44 í Reykjavík, lést á
Landspítalanum föstudaginn 28. júlí
síðast liðinn. Utför hennar fór fram
frá Langholtskirkju þriðjudaginn 8.
ágúst að viðstöddu fjölmenni. Fann-
ey Magnúsdóttir var fædd 14. sept-
ember 1914 í Hallkelsstaðahlíð í
Hnappadal.
Hún var lang yngst níu systkina,
dóttir hjónanna Sigríðar Herdísar
Hallsdóttur, sem ættuð var frá
Óspaksstöðum í Hrútafirði, og
Magnúsar Magnússonar, bónda í
Hallkelsstaðahlíð, sem fæddur var í
Mýrdal í Kolbeinsstaðahreppi, en
átti ættir að rekja um Vesturland,
Dali og Strandir sunnanverðar.
Systkini Fanneyjar voru þessi: Guð-
rún Bjarnrún, fædd 1888, húsfreyja
í Reykjavík, gift Matthíasi Eyjólfs-
syni Sjómanni. Magnús Sumarliði,
fæddur 1890, bóndi í Hraunholtum í
Hnappadal, kvæntur Borghildi Jón-
asdóttur. Guðmundur Hákon, fædd-
ur 1892, bóndi á Hafursstöðum í
Hnappadal og síðar í Önundarholti
í Flóa, kvæntur Kristínu Björnsdótt-
ur. Guðbrandur, fæddur 1894, bóndi
í Tröð í Kolbeinsstaðahreppi og
síðar á Álftá í Hraunhreppi, kvæntur
Bjargeyju Guðmundsdóttur. Gunn-
laugur, fæddur 1897, bóndi í Miðfelli
í Hrunamannahreppi, kvæntur Mar-
gréti Sigurðardóttur. Hallur, fæddur
1899, bóndi á Hallkelsstaðahlíð,
kvæntur Hrafnhildi Einarsdóttur.
Jófríður, fædd 1902, húsfreyja í
Kópavogi, gift Óskar Guðmunds-
syni húsasmíðameistara. Sesselja
Ingibjörg, fædd 1905, gift Kristni A.
Magnússyni, kaupmanni á Reyðar-
firði.
Öll eru þau systkinin nú látin
nema Jófríður, en hún hefur átt við
langvarandi vanheilsu að stríða
mestan hluta ævinnar. Þrátt fyrir
það er andlegt þrek og lífskraftur
óbugaður, er hún nú kveður það
'síðasta af systkinum sínum. Margrét
Sigurðardóttir, kona Gunnlaugs í
Miðfelli, lést fyrir fáum vikum. En
milli þeirra Margrétar og Fanneyjar
var mikið og náið samband alla tíð.
Ekki fer hjá því, þegar hugsað er til
þeirra tíma er þessi stóri barnahópur
var að alast upp, að á hugann leiti
frásagnir um erfiðleika, hungur og
barnadauðann, sem var svo algengur
fram á 20. öldina. Foreldrar máttu
oft sjá á eftir öðru hvoru barni í
gröfina strax eftir fæðingu eða fárra
mánaðagömlu. Ogsóknarprestarnir
töluðu opinskátt um sóðadauða. Það
hefur því verið einstakt afrek hjá
hjónunum á Hlíð, eins og bærinn er
jafnan kallaður þar vestra, að koma
öllum barnahópnum sínum til manns
á afskekktri fjallajörð og fátt hlunn-
inda. Eldri systkinin fóru að sjálf-
sögðu snemma að vinna fyrir sér á
öðrum bæjum, en Sigríður og Magn-
ús létu ekki staðar numið við sín
MINNING
Óskar Guðmundsson
fyrrum bóndi Brú, Biskupstungum
Fæddur 2. ágúst 1905
Dáinn 29. júlí 1989
Afi í Traðarkotssundi, eins og við
systur kölluðum hann, verður jarð-
settur í dag. Þegar við systur fædd-
umst voru afi og amma flutt til
Reykjavíkur, í Traðarkotssund 3.
Traðarkotssundið er nánast í miðri
Reykjavík enda var aldrei farið í
bæinn, að ekki væri komið við hjá
afa og ömmu. Þangað koniu systkini
mömmu og þeirra börn. Og líka fólk
úr sveitinni þar sem afi og amma
bjuggu.
Allir sem komu urðu að fá kaffi og
kökur, en krakkarnir mjólk. Meðan
afi var hraustur var hann oftast að
smíða niðri í kjallara. Þangað var
gaman að koma og skoða allskonar
verkfæri gömul og ný. Afi taldi
heldur ekki eftir sér að smíða handa
okkur dúkkurúm, rólur, sleða og
ýmislegt annað.
Svo var afi alltaf að segja sögur og
fara með gamlar vísur.
Afi kom líka oft til okkar í
Garðabæinn á honum Gána sínum,
en svo var gamli jeppinn hans kallað-
ur.
En fyrir sjö árum fékk afi þann
sjúkdóm sem hann lést úr. Síðustu
tvö ár var afi alveg rúmfastur, en var
heima hjá ömmu, sem annaðist hann
af alúð og nærgætni. Síðustu vikurn-
ar var afi svo í Landakotsspítalanum
í Reykjavík þar sem hann andaðist.
EÍsku afi minn, við systurnar
þökkum þér fyrir allar góðu stund-
irnar. Og minnumst þín með þakk-
læti.
Freydís og Berdís
Örlygsdætur
yí
:ÉSÉ*
eigin börn, heldur tóku fósturbörn
og ólu upp, þegar elstu börnin héldu
að heiman. Þegar að því kom að
einhver stofnaði nýtt heimili og hóf
búskap var hjálpast að. Ef vel veidd-
ist á einum bænum var aflanum
miðlað til systkina og frændfólks.
Og þeir bæir, sem betur lágu við
samgöngum, stóðu ávallt opnir sem
greiða- og gististaðir fyrir ferðalanga
á leið heini eða að heiman. Um
langskólagöngu var naumast að ræða
hjá barnmörgum alþýðufjölskyld-
um. En á heimilinu var mikill bók-
lestur. Lestrarfélag starfaði í sveit-
inni og bækur voru sendar bæ frá bæ
og alltaf lesnar spjaldanna á milli.
Kvæðin lærðu börnin sjálfkrafa utan
að, því að þau voru svo oft höfð yfir.
Lögin voru sungin aftur og aftur
þangað til allir kunnu þau og gátu
verið fullgildir þátttakendur í söngn-
um á kvöldvökunni eða við sam-
komuhaldið. Til þess var tekið hvað
Sigríður Herdís, móðir Fanneyjar,
hafði mikið yndi af söng og kunni
ógrynni af sönglögum. Söngurinn
var líka eina tónlistarformið, sem
fólk gat iðkað á þeim tímum vegna
skorts á hljóðfærum. Og þegar mikið
stóð til á hreppssamkomum og í
mannfagnaði var líka sungið og
dansað af lífi og sál.
Inn í þetta lífsglaða samfélag
fæddist lítil stúlka einn september-
dag árið sem heimsstyrjöldin fyrri
braust út. Fanney var níu árum yngri
en næsta systirin Sesselja og á milli
elstu og yngstu systranna voru 26 ár.
Þeirra samband hefur því ekki mót-
ast af því að leika sér saman að legg
og skel heldur hafa eldri systkinin
verið þeim yngri sem fósturforeldrar
eins og tíðkaðist á fyrri öldum,
þegar hverju barni var fenginn
ákveðinn fullorðinn aðili, sem gekk
að hluta inn í móðurhlutverkið.
Húsfreyjan var oft svo upptekin af
sínu umfangsmikla starfi, að sinna
um rr.atvæli, klæðnað og hirðingu á
fjölmennu heimili. Á húsfreyjunni
hvíldi þung ábyrgð. í hennar hönd-
um var velferð allra heimilismann-
anna geymd.
Þegar Fanney Magnúsdóttir óx úr
grasi voru tímarnir að breytast.
Straumar lágu úr sveitunum í þétt-
býlið. Margir fluttu þó hálf nauðugir
úr byggðarlaginu vegna skorts á
jarðnæði eða vegna atvinnuleysis.
En hugurinn dvaldi oftast þar heima.
Á hverju sumri var snúið aftur og
reynt að heimsækja alla bæi þar sem
skyldmenni var að finna. Þetta
frændfólk að sunnan var líka aufúsu-
gestir á sveitaheimilunum. Því fylgdi
hressandi andblær úr fjarlægum
landshornum en fréttir og frásagnir ,
þessara gesta voru fjölmiðlar þess
tíma.
Fanney ílentist í Reykjavík og
stundaði þar alla algenga launa-
vinnu. Á vinnustaðnum fylgdu henni
þeir eðliskostir, sem hún hlaut í
vöggugjöf og ræktaðir höfðu verið
undir handleiðslu mikilhæfra for-
eldra. Takmarkið var einatt að vera
trúr yfir smáu sem stóru, en keppa
ekki eftir launum eða vegtylium
umfram það sem vel unnin störf gáfu
tilefni til, en standa þó á rétti sínum
ef að honum var sótt. Fanney eign-
aðist aðeins einn son, Rúnar Matt-
híasson, sem dvalist hefur við sál-
fræðinám og hjúkrunarstörf í Sví-
þjóð undanfarin ár. Faðir Rúnars
var Matthías Arnórsson, ættaður frá
ísafjarðardjúpi. Þau Fanney og
Matthías bjuggu lengst af saman án
vígslu þar til Matthías lést 1956,
þegar Rúnar var aðeins þriggja ára
gamall.
Eftir lát Matthíasar hélt Fanney
heimili með bróðurdætrum sínum
frá Hlíð, nú síðast í Drápuhlíð 44.
Óhætt er að fullyrða að ekki var
stormasamt á þeim bænum og ófrið-
aröldur risu aldrei hátt. Sérhver
heimilismaður hafði sína skoðun og
hélt henni fram af fullum þunga, en
var um leið tilbúinn að viðurkenna
rétt annarra til að hafa ólík sjónar-
mið. Gestrisni og hiýja einkenndi
viðmót Fanneyjar, þegar langt að
kominn frænda bar að garði. Það var
rætt um heima og geima, én ekkert
yljaði þó eins um hjartaræturnar
eins og þegar glettni og gáski var í
umræðunum og þetta einstæða, fal-
lega bros færðist yfir andlit hennar
og nam staðar í augunum, sem
spegluðu góðvild og manngæsku sál-
arinnar sem innar bjó.
Æviferill Fanneyjar Magnúsdótt-
ur var ekki án þyrna. Það var henni
mikið áfall, þegar tengdadóttir
hennar, Berglind Bjarnadóttir söng-
kona, lést 1986 aðeins tæplega þrítug
úr sama sjúkdómi og dró hana sjálfa
til dauða. Fanney dvaldi ytra hjá
þeim ungu hjónaefnunum í nokkrar
vikur á hverju ári og fylgdist af
áhuga með námi þeirra og störfum.
Það var sárt að vita þessa ungu og
glæsilegu listakonu fá hinn miskunn-
arlausa dóm löngu áður en fullum
þroska var náð. Blómið fékk aldrei
að springa út til fulls. Ólæknandi
sjúkdómur hafði búið um sig og fyrr
en varði var öllu lokið. Fanney
þjáðist af astma í fjölda ára og dvaldi
langdvölum á sjúkrahúsum af hans
völdum. Hún minntist veru sinnar á
sjúkrastofnunum alltaf með þakklát-
um huga, ekki síst dvalarinnar á
Vífilsstöðum þar sem hún var orðin
heimavön. Henni þótti mjög miður
að geta ekki verið viðstödd jarðarför
Margrétar Sigurðardóttur, mágkonu
sinnar frá Miðfelli, í sumar, en þá
hafði vágesturinn kvatt dyra fyrir
örfáum vikum. Hún hafði gengist
undir uppskurð vegna krabbameins
í maga. Aðgerðin virtist heppnast
vel, en meinið hélt áfram að breiðast
út. Að lokum brast varnarkerfi lík-
amans og nær sjötíu og fimm ára
gömul kona kvaddi þennan heim.
Æviskeið minnisverðrar konu er á
enda runnið. En í rauninni varð
Fanney Magnúsdóttir aldrei gömul.
Hún hélt andlegri heilsu og innri
sálarró alveg fram til þess síðasta. í
fasi og framgöngu sýndist hún ávallt
tvítug, þótt hún hefði lifað margan
áratuginn ogsitthvað reynt á lífsleið-
inni. Eftir lifa minningarnar um
móður og frænku, vin og sam-
starfsmann, sem hvarvetna lagði
góðum málstað lið og miðlaði kær-
leika og hlýju til náungans með
nærveru sinni einni. Yfir slíkar
minningar fyrnist seint eða aldrei.
Cudmundur Guðbrandsson
Afmælis- og minningargreinar
Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða
minningargreinum í blaðinu, er bent á, að
þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum
fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélrit-
aðar.