Tíminn - 09.08.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.08.1989, Blaðsíða 3
Tíminn 3 Fjöldi barna mætti í Dugguvoginn í gær með úttroðna sekki af einnota umbúðum. Móttaka einnota umbúöa hófst í gær: Tímamynd Pjetur. Dagur glersog dósa AUt frá því að einnota umbúðir tóku að flæða yfir frónska grund hefur margur talið það þjóðlegan sið að sáldra þeim um fjöll og dal, líkt og Hans og Gréta völum og brauðmolum forðum. Frá og með gærdeginum, 8. ágúst, er þess þó von að einhverjum daprist útbreiðsian, því nú er hafin móttaka nokkurra tegunda þeirrar plastflóru er undanfarið hefur „prýtt“ farinn veg hérlendan. Hér er um að ræða 33ja og 50 cl. málmdósir, 33ja cl. plastdósir, svo- nefndar PET plastflöskur í stærðun- um 50, 100, 150 og 200 cl., að ógleymdum glerflöskum undan öli. Með þessu opnast landsmönnum vænleg leið til auðsöfnunar, því 5 krónur eru greiddar fyrir stykkið og gildir þá einu hvort einingarnar eru sem þá er þær komu úr móðurkviði eða lemstraðar og lífsþreyttar. Eina skilyrði móttöku er, að fólk sé búið að viða að sér nægilegu magni til að fylla stóran plastpoka að hálfu, þ.e. um 100 einingum og skulu mismun- andi gerðir flokkaðar saman í poka. Pá frábiður Endurvinnslan sér öll sýnishorn af fyrra innihaldi þeirra. Umbúðum verður veitt móttaka á 51 stað, á Stór-Reykjavíkursvæðinu, Akranesi, ísafirði, Akureyri, Vest- mannaeyjum, Selfossi og Reykja- vík. Einnig munu nokkrar verslanir taka við umbúðum. Á höfuðborgarsvæðinu eru mót- tökustaðir Endurvinnslunnar sem hér segir: í vesturbæ á horni Boðagranda og Eiðisgranda. í Breiðholti að Jaðarseli, við hverfisstöð Gatnamálastjóra. f Kópavogi að Dalvegi 7, við sandgryfjurnar. í Hafnarfirði við Flatahraun, í húsi Vinnuskólans. Stærsta móttakan er til húsa að Dugguvogi 2 í Reykjavík. Hún var opnuð í gær kl. 13 við hátíðlega athöfn, þar sem Eiríkur Hannesson, stjórnarformaður Endurvinnsjunn- ar, og Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra fluttu ávörp. Þá afhenti Kristín Bjarnadóttir, aðstoðar-skátahöfð- ingi, hinni nýju starfsemi nokkur grenitré til varðveislu, til marks um velþóknun skátahreyfingarinnar á rekstrinum. Að því loknu hj álpuðust ráðherra og lítil skátahnáta við að koma fyrstu dósinni fyrir kattarnef í einni þar til gerðri vél, er Endur- vinnslan fékk frá Svíþjóð. Enn hefur Endurvinnslunni þó ekki borist allur vélakostur, enda fyrirtækið aðeins tveggja mánaða gamalt. T.d. verða starfsmenn að telja allar dósir er berast upp á gamla móðinn, uns sérstakar vigtar, sem búnar cru sjálf- virkum teljurum, komast í gagnið. Síðan fá hinir rösku safnarar kvittun fyrir innlögðum fjölda og -í Reykja- vík og sex stöðum úti á landi - ávísun á staðnum. Dósirnar hafna hins vegar í greipum endurvinnslufyrir- tækisins Hringrásar, er pressar þær í ferninga til útflutnings. Að sögn Gunnars Bragasonar framkvæmdastjóra er Endurvinnsl- an komin til að vera og fjárhags- grundvöllur tryggður. Fastir starfs- menn eru 8 en 30 lausráðnir, mcst skólafólk. Undir slagorðinu „ Við endurnýt- um verðmæti" munu skátar, Hjálp- arstofnun kirkjunnar og hjálpar- sveitirnar sameinast um móttöku á umbúðum, bæði í svonefndar dósa- kúlur og dósakassa, er komið veröur upp í mörgum fyrirtækjum. Ágóðan- um af dósunum verður varið til æskulýðs- og björgunarstarfa, hjálp- arstarfs og umhverfisræktar. JBG. Ný reglugerð um netaveiði göngusilungs í sjó: Sett til að koma í veg fyrir laxveiði í sjó Fjögur lagnet í sjó voru gerö upptæk í Vestur Húnavatns- sýslu í síðustu viku. Ágreining- ur er á milli bónda þess sem Iagði netin og veiðivarðar um hvort netin séu ætluð til sil- ungsveiði eða laxveiði, en lax- veiði í sjó er bönnuð. Er netin voru gerð upptæk voru í þeim tveir laxar og sést hafði til bóndans áður þar sem hann tók úr þeim þrjá aðra, að sögn sjónarvotts. Ekki fengust upp- lýsingar um stærð eða sverleika möskvanna, en starfsmaður Veiðimálastofnunar mætti á staðinn og gerði mælingar á netunum. Samkvæmt heimild- um Tímans voru á ferðinni öflugri net en þurfa þykir til silungsveiða. Nú fyrir skemmstu gaf landbún- aðarráðherra út reglugerð um göngusilungsveiði í sjó, þar sem gefið er upp hver möskvastærð silungsveiðineta skuli vera, ásamt leyfilegri girnisþykkt. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir laxveiði í silungsnet í sjó, en þess eru dæmi að bændur hafi bæði viljandi og óviljandi veitt lax í net sem gefin eru upp fyrir silungsveiði í sjó. í reglugerðinni er kveðið á um að girnisþykkt silunganeta megi ekki vera meiri en 0,3 mm. og á það að tryggja að laxinn festist alla jafna ekki í netum sem lögð eru í sjó fram frá landi, heldur syndi í gegnum þau. Kveðið er á um að möskvi silungsneta skuli ekki vera smáriðnari en 4,5 sm. en ekki stórriðnari en 5,0 sm og gildir þetta um bil á milli hnúta í möskvum. Að sögn Vigfúsar Jóhannssonar hjá Veiðimálastofnun er með setn- ingu þessarar reglugerðar verið að leysa uppsafnaðan vanda, sem til er kominn vegna breyttra að- stæðna, m.a. vegna aukins laxeldis í sjó. Mun algengara sé að lax veiðist óvart í silungsnet sem lögð eru í sjó, en það að hann sé veiddur í þau vísvitandi. „Það má segja að með þessu sé verið að sníða þessi lög og reglugerðir að því sem þau eiga að fjalla um, þ.e. silungsveiði en ekki laxveiði", sagði Vigfús. Hann bætti því við að um leið væri komið í veg fyrir að menn féllu í þá freistni að hafa netin það ramm- ger að laxinn festist í þeim. Gert er ráð fyrir í nefndri reglu- gerð að einungis megi nota lagnet við silungsveiði í sjó og skuli það vera landfest, liggja þvert á fjöru og eigi vera lengra en 50 metrar. Pá skal netið fljóta á flotlínu í sjó og óheimilt er að kafleggja eða mynda fyrirstöðu eða gildru með staurum, grjóti eða öðrum föstum búnaði. -ÁG Miövikudagur 9. águst 1989 Heildarupphæð vinninga 05.08 var 2.071.112 Enginn hafði 5 rétta sem var kr. 1.770.518 Bónusvinninginn fengu 8 ogfær hver kr. 38.409 Fyrir4tölurróttarfær hver 7.260 ogfyrir 3 réttar tölur fær hver um sig 340 Sölustaðir loka 15 mínútum fyrir útdrátt í Sjónvarpinu. Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511. Lukkulínan: 99 1002.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.