Tíminn - 16.08.1989, Qupperneq 4

Tíminn - 16.08.1989, Qupperneq 4
4 Tíminn Miðvikudagur 16. ágúst 1989 NOTAÐAR DRÁTTARVÉLAR! CASE IH 685 XL 4X4 árg. 1988 International 585XL árg. 1984 CASE 1394 2X4 árg. 1985 IMT 569 4X4 árg. 1985 IMT 567 2X4 árg. 1987 Zetor 5211 árg. 1986 Ford 3600 árg. 1979 MF 550 m/tækjum árg. 1977 Allar ofangreindar vélar eru í góðu lagi og til afgreiðslu strax. Leitið upplýsinga um hagstætt verð og greiðslukjör. VÉLAR OG ÞJÓNUSTA HF. Járnhálsi 2, Rvík, sími 83266. BQNTITI 3 PÓRf SÍMI: 681500 - ÁRMÚLA 11 FJORÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Viljum ráða fóstru í fullt starf á barnaheimilið Stekk frá 1. september n.k. Nánari upplýsingar veita Sigurjóna Jóhannesdóttir forstöðukona og Sonja Sveinsdóttir hjúkrunar- framkvæmdastjóri. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími 96-22100. Skólastjóra og kennara vantar að Grunnskólanum Finnbogastöðum, Ár- neshreppi, næstkomandi skólaár. Ennfremurvant- ar ráðskonu við sama skóla. Upplýsingar gefur Selma Samúelsdóttir formaður skólanefndar í síma 95-14008. Verðhækkanir á ísfiski á mörkuðum í Englandi og Þýskalandi hafa nær allar verið búnar til með gengisfellingu. ísfisksölur í Bretlandi og Þýskalandi 1986 til 1989: Hækkanir tilbúnar með gengisfellingu Verðhækkanir á íslenskum ísfiski seldum í Þýskalandi og Bretlandi á undanförnum árum hafa nær allar verið búnar til með gengisfellingum á krónunni. í erlendri mynt hefur verð aðeins hækkað í kringum 4-6% að meðaltali á fjórum árum, samkvæmt yfirliti frá LÍÚ. Með gengisfellingum hafa íslend- ingar hins vegar búið til úr þeim 57 til 64% verðhækkanir þegar reiknað er í krónum. Bretland - verðlækkun frá 1987 Sala á ísuðum fiski í Bretlandi hefur alls verið sem hér segir á fyrstu sjö mánuðum hvers árs frá 1986 til 1989: Tonn: Pund/kg. Kr./kg. 1986 32,711 0,86 52,30 1987 35.983 0,92 57,41 1988 39.526 0,90 65,28 1989 35.117 0,91 81,89 Verðhækkun ’86-’89 = 5,8% 56,6% ísfisksölur í Bretlandi jan./júlí í ár hafa því verið heldur minni en fyrir tveim árum og mun minni heldur en á sama tímabili í fyrra. Meðalverð í sterlingspundum hækkaði á milli 1986 og 1987 á öllum helstu tegund- unum (þorski, ýsu og kola) en lækk- aði aftur 1988 og hefur síðan nokk- urn veginn staðið í stað. Vísitala framfærslukostnaðar í Bretlandi hefur hækkað um 14-15% frá 1986, eða mun meira heldur en það verð sem Bretar hafa greitt fyrir ísfiskinn. Sala á þorski fyrstu sjö mánuðina í ár er um 5 þús. tonnum minni (16.258 t.) heldur en á sama tímabili undanfarin tvö ár, þegar rúmlega 21 þús. tonn voru seld af þorski. Og Bretar hafa borgað heldur lægra meðalverð (0,89 p/kg.) fyrir hann í ár heldur en tveim árum áður (0,91 p/kg.) Sala á ýsu hefur á hinn bóginn aukist verulega (10 þús.t. í ár) en verð fyrir hana samt heldur lægra í ár (1.03 p./kg.) heldur en tveim árum áður (1,06 p./kg.). Sala á kola hefur verið svipuð öll árin (um 4 þús.t.), en verð fyrir hann talsvert lægra í ár (0,87 p./kg.) en fyrir tveim árum. Þótt litlar breytingar séu á meðal- verði frá ári til árs geta á hinn bóginn orðið geysilegar verðbreytingar frá einni viku til annarrar. Miðað við núverandi gengi pundsins (96,57 kr.) fengust t.d. aðeins rúmar 70 kr./kg. fyrir 895 tonn af þorski í 12. viku þessa árs og allt upp í nær 124 kr./kg. fyrir 259 tonn um mánaðamótin júní/júlí. Verð fyrir kola hefur hlaupið á 48 og allt upp í 149 kr. á þessu ári. Þýskaland - karfi 49*134 krJkg. ísfisksölur í Þýskalandi voru mun meiri á fyrri hluta þessa árs heldur en á sama tíma í fyrra, en hins vegar talsvert minni heldur en tveim árum áður. Sölur í Þýskalandi voru sam- tals sem hér segir fyrri helming áranna 1986 til 1989: Tonn: Dm./kg. Kr./kg. 1986 13.936 2,39 43,01 1987 19.501 2,33 49,98 1988 14.877 2,31 53,56 1989 18.488 2,50 70,34 Verðhækkun ’86-’89 - 4,6% 63,5% Verð í mörkum hefur hækkað mjög svipað frá 1986 eins og almennt verðlag í Þýskalandi, þar sem verð- bólgaerumeðainnanvið 1% áári. Karfi hefur verið um tveir þriðju hlutar af þeim fiski sem seldur er í Þýskalandi. Verð hans (í mörkum) lækkaði frá 1986 til 1987 en er í ár tæplega 2% hærra að meðaltali en fyrir fjórum árurn. Hækkun í ís- lenskum krónum er hins vegar rúm 44% þessi fjögur ár (75,48 kr.að meðaltali í ár). Mikill munur er einnig á verði sem fengist hefur fyrir karfa í Þýskalandi á þessu ári. Hæst komst það í 4,35 mörk/kg. í byrjun febrúar, en lægst niður í 1,58 mörk/kg. í kringum 20. júní. Miðað við núverandi gengi (31,06 kr.) þýðir þetta verðmun frá 49 og upp í 134 kr. á hvert kíló. -HEI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.