Tíminn - 16.08.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.08.1989, Blaðsíða 3
Míðvikudagur'16v ágíist’i'98’9’ Tíminn 3 Þreifuðu á guili unair arfabeðju Þýfí fannst grafið í jörðu í Kirkjugarðinum við Suðurgötu um þrjú leytið í gær. Verðmæti þýfísins er talið skipta hundruðum þúsunda, en hér er um að ræða skartgripi, mest gull, en einnig silfur og verðmæta steina. Ostaðfestar heimildir Tímans herma, að þýfið sé frá innbroti í skartgripa- verslun Þorgríms Jónssonar á Laugavegi snemma í vor, en þaðan var miklu magni af skartgripum stolið. Lögreglan náði aldrei að komast til botns í því máli, en nú er þýfíð að öllum líkindum fundið. Málsatvik voru þau, að tvær stúlk- ur í vinnuflokki Kirkjugarða Reykjavikur, voru að reita arfa á leiði. Eftir nokkurn tíma urðu þær varar við plastpoka, sem var grafinn í leiðið, grunnt í jörðu. t>ær grófu hann upp og komust í raun um, að hann var svo til fullur af skartgrip- um. Pokinn, sem hér um ræðir, var innkaupapoki af smærri gerð, en ofan í honum voru tveir aðrir gagn- sæir pokar, fullir af skartgripum. Stúlkurnar hlupu með pokann inn í vinnuskúr og hringdu þaðan í lög- regluna, en tilkynning barst þangað klukkan 15:22. Að sögn Lögreglunnar í Reykja- vík voru margir af gripunum merktir með handskrifuðum verðmiða. Verðið var yfirleitt frá þremur þús- undum upp í átta þúsund, en inn á milli grillti þó í verðmætari hluti. Ljóst er, að í heild skiptir söluverðið mörg hundruð þúsundum. „Þetta er eins og í gömlu ævintýr- unum - fjársjóður í kirkjugarðin- um,“ sagði starfsmaður við Kirkju- garðinn við Suðurgötu í samtali við Tímann. Varla hefur þó fúlskeggjað- ur sjóræningi með krók, staurfót og lepp grafið skartið í leiðið, heldur innbrotsþjófur, sem hefur að öllum líkindum ætlað að vitja þýfisins seinna. Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur nú að rannsókn málsins. GS Seyðisfjörður: Tjónið metið í næstu viku Ekki verður unnt að meta hversu mikið tjón varð vegna aurskriðnanna á Seyðisfirði fyrr en eftir nokkra daga þegar búið verður að hreinsa frá skemmdun- um. Fulltrúar frá Viðlagatryggingu íslands komu til Seyðisfjarðar á mánudaginn til að kanna aðstæð- ur og ræða við eigendur fasteigna sem urðu fyrir tjóni. Á bæjar- skrifstofunum á Seyðisfirði feng- ust þær upplýsingar í gær að enn lægi ekki fyrir hversu mikið tjón varð í krónum talið en í næstu viku munu menn frá Viðlaga- tryggingu halda aftur til Seyðis- fjarðar og leggja endanlegt mat á skemmdirnar. Atvinnustarfsemi í bænum hef- ur orðið fyrir litlum truflunum þó svo að húsnæði sumra helstu atvinnufyrirtækjanna hafi skemmst. SSH Þriggja ára drengur týndist: Grátandi í læstu húsi Lögreglan í Ólafsvík lýsti í gær eftir þriggja ára dreng. Drengsins var saknað af foreldrunum um klukkan ellefu í gær, en hann hafði verið úti að leika sér einn síns liðs. Um þrjúleytið, eftir nokkra leit, heyrði vegfarandi barnsgrát í húsi í nágrenni við heimili barnsins. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að gráturinn barst frá baðherberginu, þar sem drengurinn sat og beið. í húsinu býr fólk sem drengurinn kannast við og var það ekki heima við í gær. Lögreglunni er ráðgáta hvernig barnið komst inn í húsið, þar sem ekki var vitað betur en það hefði verið harðlæst. Þó eru getgátur uppi um það, að útidyrahurðin hafi verið kviklæst, barnið hafi stuggað við henni og hún opnast. Þá hafi barnið í forvitni sinni farið inn og það eða vindurinn skellt hurðinni. GS Garðyrkjuskólinn að Reykjum: Grænirfingur í fimmtíu ár Laugardaginn 19. ágúst nk. mun Garðyrkjuskóli ríkisins að Reykjum í Ölfusi fagna hálfrar aldar afmæli sínu með veglegri samkundu að Reykjum. Um leið verður opnuð sérstök garðyrkjusýning er öll fé- laga- og sölusamtök í garðyrkju hafa sameinast um og verður hún opin dagana 20. til 27. ágúst. Afráðið hefur verið að varðveita gamla skólahúsið og gera það að safni að sögu Reykja, íslenskrar garðyrkju og nýtingu jarðhita. Er unnið að þessu verkefni nú um stundir, jafnframt því sem stefnt er að útgáfu skólasögu og kennaratals á næsta ári. Þá verður haldið garðyrkjuþing, er stendur 21. og 22. ágúst og ætlað er öllum greinum garðyrkjunnar. Til þings þessa hefur mjög verið vandað og innlendum og erlendum fyrirles- urum og gestum boðið til leiks. Mun staða og framtíð íslenskrar garð- Biluðum bílum \ UUMFERÐAR RÁÐ yrkju verða þar efst á baugi. Þingið er helgað minningu Unnsteins Ólafs- sonar, fyrsta skólastjóra Garðyrkju- skólans, er jafnframt var fyrsti ís- lendingurinn er lauk háskólaprófi í garðyrkju. Gróskumikil starfsemi þrífst nú á hinu forna bóli þeirra Gissurar jarls Þorvaldssonar og Odds Gottskálks- sonar. Jarðir skólans eru vel í sveit settar, hafa gnægð jarðhita, vel bún- ar tilrauna-gróðurhúsum og góðri aðstöðu til útiræktunar á að skipa. Á Reykjum gefst nemendum, er lokið hafa grunnskóla, kostur á þriggja ára námi er skiptist í 20 mánaða verknám og 16 mánaða bóknám. Námsbrautir eru fjórar: Garð- plöntubraut, skrúðgarðyrkja, yl- og útimatjurtaræktun auk umhverfis- brautar. Hin síðasttalda mun vera hin fyrsta sinnar tegundar á landi hér. Einnig er í ráði að bæta við svonefndri blófnaskreytinga- og markaðsbraut. Þessu til viðbótar beitir skólinn sér fyrir endurmennt- un í formi fræðslufunda og nám- skeiða. Á hálfrar aldar ferli hefur Garð- yrkjuskóli ríkisins útskrifað á fimmta hundrað nemendur og munu 75% þeirra, er útskrifaðir voru fram til 1982, hafa verið starfandi í grein- jnni, samkvæmt könnun er þá var gerð. Nemendur síðasta skólaárs voru 35 talsins. Skólastjóri er Grétar J. Unnsteinsson og hefur hann tekið saman stutt yfirlit um skólann, í tilefni tímamótanna. Gísli Kristján á strandstað í gær. í baksýn má sjá lóðsinn frá Vestmannaeyjum sem togaði Gísla út á flóðinu í gærdag. Tímamynd: Sigurgeir Sigldi upp í fjöru í spegilsiéttum sjó Lóðsinn frá Vestmannaeyjum náði Gísla Kristjáni ÁR 35 á flot um tvö leytið í gær. Gísli Kristján strandaði austast á Holtsfjöru í Eyjafjalla- hreppi um klukkan hálf sjö í gær- morgun. Þá var hið besta veður á strandstað og spegilsléttur sjór. Á Stórhöfða var norðan fjögur vindstig. Fjórir menn voru um borð og amaði ekkert að þeim því lending var mjúk í fjörusandinum. Skipstjórinn á Gísla Kristjáni hafði samband við lóðsinn í Vest- mannaeyjum sem fór strax á strandstað ásamt slöngubát björgun- arsveitarinnar í Vestmannaeyjum. Slysavarnardeildin Bróðurhöndin í Landeyjum fór einnig á strandstað. Háflóð var þegar Gísli Kristján strandaði 'og mjög stórstreymt. Bát- urinn endaði því á þurru þegar fjaraði út. Beðið var eftir flóði til kl. tvö en þá hafði tekist að koma línu á milli skipanna. Báturinn losnaði strax auðveldlega af strandstað og lóðsinn togaði í hann enda voru aðstæður góðar. Heimir Gíslason skipstjóri sagði í samtali við Tímann í gær að báturinn væri óskemmdur og skipshöfn væri í góðu skapi þrátt fyrir óhappið. Heimir vildi ekkert segja um orsakir strandsins fyrr en að loknum sjópróf- um. Líklegt er þó talið að rekjamegi óhappið til þess að skipstjórnandi hafi sofnað eða að sjálfstýring hafi bilað nema hvort tveggja sé. Óvíst er hvenær sjópróf fara fram. Bátur- inn Gísli Kristján er 31 tonn smíðað- ur í Svíþjóð 1984 og kom hingað til lands fyrir rúmu ári. Hann er gerður út frá Þorlákshöfn. Skipið fór strax til línuveiða eftir þetta sjö tíma stopp. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.