Tíminn - 16.08.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 16.08.1989, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 16. ágúst 1989 Tíminn 13 GLETTUR Hann veröur miklu fyrr var viö lausa skrúfu í bílnum en í hausnum á sér. - Láttu hann hlaupa svolítið enn. Ég vil ekki hafa þá svona feita. - Gætiö þér hætt að flauta á meðan þér skrifiö reikninginn. - Pabbi. gæti ég fengið þinn bíl lánaöan í kvöld? - Þurrkaðu fyrst af þér. p^.^.CV-^|T,nrml|-rfr , , | . !—1———— Milljarðamæringur og kvikmyndaleikari: Donald Trump leikur sjálfan sig í kvikmynd með Bo Derek Ivana Trump gæti ekki síður en bóndi hennar leikið i kvikmynd. Hér er hún í Florida-húsinu þeirra, sem heitir „Mar-a-Lago“ Donald Trump er ekki nema 42 ára, en hann er þó einn af frægustu ríkisbubbum heimsins. 1 hans eigu eru t.d. stórhýsi á Manhattan í New York, eins og „Trump-turn- inn“, „Hótel Plaza“ og fleiri eignir og í Alantic City á hann tvö spilavíti, og er þá fæst af eignum hans upp talið. Donald og Ivana kona hans eru fremst í flokki hjá „þotu- liðinu" (The Jet Set) sem þýtur um heiminn eftir því hvar er mest að gerast. Þau eru í vinfengi við marga í kvikmyndaheimin- um, og sagt er að hann hefði ekki haft á móti því, að spreyta sig á hvíta tjaldinu. Hann hefur m.a. leikið sjálf- an sig í sjónvarpsmynd sem var nefnd „Pll Take Manhatt- an“. Enn leikur Donald sjálfan sig En nú fær hann fyrir alvöru að leika í kvikmynd, og það meira að segja á móti þokka- gyðjunni Bo Derek í nýrri kvikmynd sem heitir „Ghost Can't Do It“. Reyndar er Donald enn að leika sjálfan sig, stórfjármála- manninn Trump, sem Bo Derek er að reyna að semja við til að bjarga viðskiptum eiginmanns síns (Anthony Quinn), en hann er nýlátinn og ekkjan (Bo) tekin við stjórninni. „Hvers vegna ég tók þetta að mér?“ sagði Trump við fréttamann, sem átti viðtal við hann. „Jú, ég þekki vel Derek-hjónin. John stjórnar myndinni og Bo leikur aðal- hlutverkið. Þau báðu mig að koma fram í myndinni, - og ég hef gaman af að horfa á Bo hina fögru,“ sagði Ríki- Donald. Ivana myndi sóma sér í kvikmynd Sumir segja, að Ivana Trump hefði gjarnan viljað fá svipað tilboð og maður hennar, því að hún hefur yndi af að vera í sviðsljósinu. Hún gengur í dýrustu fötum í heimi, með fínustu skartgrip- ina og er bráðlagleg. Ivana er dóttir tékknesks verkfræðings sem heitir Zeln- icek. Árið 1972 var hún í varaliði Tékkóslóvakíu í skíðaíþróttum á vetraról- ympíuleikunum í Sapporo í Japan. Stuttu síðan gerðist hún innflytjandi í Kanada og varð þar sýningardama. Þau Donald Trump kynntust 1976 á olympíuleikunum og giftust árið eftir. Þau eiga þrjú börn: Donald 10 ára, Ivanka 6 ára og Erich, sem er 4 ára. Þau hjónin eru á ferð á flugi, enda eiga þau húseignir víða um heim, t.d. 2000 fer- metra þakhýsi í New York, ofan á Trump-turninum, „helgarbústað" í nánd við New York með 45 herbergj- um og hús í Palm Beach á Florida með 58 svefnher- bergjum, 32 baðherbergjum, 27 íveruherbergjum og stofum, ballsal, sundlaugum og níu hola golfvelli! Um sambúð þeirra Trump- hjónanna sagði Ivana eitt sinn: „Ég efast um að það sé aðeins ástin sem sameinar okkur Donald. Það er kannski alveg eins lífsgleðin og orkan.“ „Ég hef gaman af að horfa á Bo,“ segir Donald Trump, auðkýfingur í New York, þar sem hann leikur sjálfan sig l kvikmynd

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.