Tíminn - 16.08.1989, Page 15

Tíminn - 16.08.1989, Page 15
Miðvikudagur 16.,ágúst 1989 Títninn t5 ÍÞRÓTTIR Heimir hættur meðValsmönnum „Já það er rétt, ég hef ákveð- ið að taka mér frí frá knatt- spyrnu það sem eftir er af sumrinu og ég er jafnframt farínn að huga að því að leggja knattspyrnuskóna alfarið á hill- una,“ sagði Heimir Karlsson í samtali við Tímann í gær. „Ég meiddist í baki og síðan var ég veikur í nokkra daga og það er erfitt að koma sér af stað aftur. Ég hef tekið að mér þjálfun meistaraflokks Fram í handknattleik kvenna í vetur og það verkefni er því fra- mundan hjá mér og reyndar mjög spennandi,“ sagði Heim- ir. BL Stefán Kristjáns undir hnífinn KR-liðið í handknattleik varð fyrir nokkru áfalli í síðustu viku, þegar í Ijós kom að ein aðalskytta liðsins, Stefán Krist- jánsson, þarf að gangast undir aðgerð á fæti. Bein tók skyndilega að vaxa út úr fæti Stefáns og aðgerðar er þörf til þess að lagfæra beinið. Stefán verður frá æfing- um í nokkrar vikur af þessum sökum. Páll Ólafsson landsliðsmað- ur er nú byrjaður að æfa með KR-ingum á nýjan leik eftir meiðslin s.l. vetur. BL Víti í súginn í Eyjum Vestmannaeyingar misstu af dýr- mætum stigum í toppbaráttu 2. deildar í knattspyrnu er þeir töpuðu óvænt fyrír ÍR-ingum 1-2. Heima- menn höfðu vfir í hálfleik 1-0 eftir mark Bergs Agústssonar. ÍR-ingar tóku við sér í síðari hálfleik í kuldanum í Eyjum og Hörður Theódórsson jafnaði metin. Hörður var aftur á ferðinni 15 mín. t fyrir leikslok 1-2. Sigurlás Þorleifs- son misnotaði vítaspyrnu þegar 10 mín. voru til leiksloka og ÍR-ingar héldu á brott með 3 stig. Leifturssigur Leiftursmenn unnu 3-2 sigur á Selfyssingum á Ólafsfirði í gærkvöld. Garðar Jónsson kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik, en Ingi Björn Albertsson náði að jafna fyrir hlé. t síðari hálfleik bættu þeir David Udrescu og Gústaf Ómarsson við mörkum fyrir heimamenn, en Ólafur Ólafsson minnkaði muninn fyrir Selfyssinga. BL Sigurlás Þorleifsson misnotaði vítaspyrnu í leiknum gegn ÍR í gærkvöldi. Einar og Margrét sigruðu örugglega Einar Sigurgeirsson og Margrét Svavarsdóttir tryggðu sér um helg- ina íslandsmeistaratitilinn í ein- liðaleik í tennis. Bæði höfðu þau nokkra yfirburði yfir aðra kepp- endur á mótinu. Einar lék gegn Christian Staub í úrslitaleiknum og sigraði 6-2 og 6-1. Mótherji Margrétar í úrslitum einliðaleiks kvenna var Dröfn Guðmundsdóttir. Margrét sigraði í leiknum 6-3 og 6-0. í tvíliðaleik karla sigruðu þeir Einar og Cristian þá Atla Þor- björnsson og Einar Ásgeirsson og í kvennaflokki sigraði Margrét ásamt Elísabetu Jóhannsdóttur þær Guðnýju Eiríksdóttur og Steinunni Björnsdóttur. Dröfn Guðmundsdóttir og Einar Sigurgeirsson sigruðu síðan í tvenndarleik. Þau lögðu Margréti og Atla að velli í úrslitaleiknum. Hrafnhildur Hannesdóttir varð þrefaldur íslandsmeistari á mót- inu. Hún sigraði í einliðaleik bæði í flokki 11-13 ára og 14-16 ára. Þá vann hún í tvíliðaleik stúlkna 14-16 ára ásamt Birnu Björnsdóttur. í einliðaleik drengja 11-13 ára sigraði Gunnar Einarsson, en í tvíliðaleik í sama flokki sigruðu þeir Guðlaugur og Tryggvi Júníus- synir. Ólafur Sveinsson sigraði í ein- liðaleik pilta 14-16 ára og í tvíliða- leik sigraði Ólafur ásamt Jóhanni Ö. Þórarinssyni. Alls tóku 84 keppendur þátt í mótinu, en áhugi fyrir tennis fer ört vaxandi víða um land. BL Frjálsar íþróttir: Bikarinn aftur til IR-inga Bikarkeppni FRI í 2. deild var haldin um síðustu heigi á Laugardalsvelli. Hart var barist um hvert sæti í keppnisgrein- um 32 enda dýrmæt stig í húfí fyrir félögin. FH-ingar, sem í fyrra bundu enda á 16 ára óslitna sigurgöngu ÍR voru taldir líklegir til sigurs, sem og HSK-menn og ÍR-ingar. Þegar upp var staðið voru stigin Þráinsson, sem keppir fyrir FH varð ekki mörg sem skildu félögin að. ÍR-ingar höfðu sigur að þessu sinni hlutu 4,5 fleiri stig en FH-ingar, sem urðu í öðru sæti og Skarphéðins- menn urðu í þriðja sæti 6 stigum á eftir FH-ingum. í einstökum greinum urðu úrslit þessi: í 400 m grindahlaupi sigraði Helen Ómarsdóttir FH í kvennaflokki á 65,0 sek. en Egill Eiðsson UÍA í karlaflokki á 54,3 sek. Jón Arnar Magnússon HSK sigr- aði í 100 m hlaupi karla á 11 sek. sléttum, en Súsanna Helgadóttir FH kom fyrst í mark af konunum á 12,4 sek. Ólafur Guðmundsson HSK stökk lengst í langstökki karla 7,14 m og Bryndís Hólm ÍR stökk 5,47 m í kvennaflokki. Unnar Garðarsson HSK kastaði spjótinu lengst karla 68,66 m en knattspyrnukappinn Þorgrímur 2. sæti með 60,58 m. Þorsteinn Þórsson ÍR varð í 3. sæti með sömu vegalengd og Þorgrímur. í spjótkasti kvenna sigraði Birgitta Guðjóns- dóttir HSK, kastaði 47,18 m. Pétur Guðmundsson HSK var nokkuð frá sínum besta árangri í kúluvarpi. Pétur sigraði þó örugg- lega, kastaði 18,68 m. Guðbjörg Gylfadóttir USAH sigraði í kúlu- varpi kvenna kastaði 13,72 m. Gunnar Guðmundsson UÍA bar sigurorð af Oddi Sigurðssyni í 400 m hlaupi. Gunnar kom í mark á 48,2 sek. tæpri sekúndu á undan Oddi. Oddný Árnadóttir ÍR sigraði örugg- lega í 400 m hlaupi kvenna á 55,7 sek. Einar Kristjánsson FH sigraði í hástökki karla. Einar fór yfir 2,05 m. Björg Össurardóttir FH sigraði í kvennaflokki fór yfir 1,60 m. Elín Jóna Traustadóttir HSK fór einnig yfir þá hæð, en í fleiri tilraunum og varð því í 2. sæti. Guðmundur Skúlason vann ör- uggan sigur í 3.000 m hindrunar- hlaupi, kom í mark á 10 mín. sléttum, rúmum 10 sek. á undan næsta manni. Martha Ernstdóttir sigraði með yfirburðum í 1.500 m hlaupi kvenna á 4:33,6 mín. Hún var um 14 sek. á undan stúlkunni sem varð í 2. sæti. Brynjúlfur Hilmarsson sigraði ör- ugglega í 1.500 m hlaupi karla á 4:01,3 mín. í 4x100 m boðhlaupum sigraði sveit FH í kvennaflokki á 49,7 sek. en sveit HSK varð hlutskörpust í karlaflokki á 42,7 sek. Guðmundur Karlsson FH vann öruggan sigur í sleggjukasti er hann kastaði 58,88 m. Lið FH hafði forystu eftir fyrri dag keppninnar með 87 stig, en ÍR var í 2. sæti með 81,5 stig. HSK var í 3. sæti með 79,5 stig. I 100 m grindahlaupi kvenna sigr- aði Guðrún Arnardóttir UMSK á 14,7 sek. Jón Amar Magnússon HSK sigraði hins vegar í 110 m grindahlaupi karla á 14,4 sek. en Stefán Þ. Stefánsson ÍR fylgdi hon- um fast á eftir og kom í mark á 14,5 sek. Jón Arnar var aftur á ferðinni í 200 m hlaupi er hann sigraði örugg- lega á 21,9 sek. Súsanna Helgadóttir FH kom fyrst í mark hjá konunum á 24,9 sek. Gamla kempan Friðrik Þór Ósk- arsson ÍR sigraði enn eina ferðina í þrístökki. Friðrik stökk 14 m slétta, en Einar Kristjánsson FH varð í 2. sæti með 13,65 m. Vésteinn Hafsteinsson HSK var ekki í vandræðum með að vinna sigur í kringlukasti karla. Vésteinn kastaði 60,70 m en Eggert Bogason ÍR varð annar með 56,04 m. Soffía Rósa Gestsdóttir HSK kastaði kringlunni lengst kvenna, 37,04 m. Martha Ernstdóttir ÍR vann ör- uggan sigur í 800 m hlaupi kvenna. Martha kom í mark á 2:16,9 mín. Brynjúlfur Hilmarsson UÍA sigraði hjá körlunum, hljóp á 1:57,4 mín. Guðmundur Skúlason FH kom í mark rétt á eftir Brynjúlfi og varð í 2. sæti. ÍR vann yfirburðasigur í 5.000 m hlaupi karla. Þar kom Kristján Skúli Ásgeirsson langfyrstur í mark á 15:13,0 mín. Frímann Hreinsson FH varð í öðru sæti 10 sek. á eftir Kristjáni. ÍR hlaut einnig dýrmæt stig í 3.000 m hlaupi kvenna. Martha Ernstdótt- ir kom þar um 1 mín. á undan næsta keppanda í mark. Sigurður T. Sigurðsson vann að venju sigur í stangarstökki stökk 4,40 m. Lokastaðan í stigakeppninni varð Islenskar getraunir: Fékk 1,5 milljónir fyrir aðeins 360 kr. Reykvfkingur sem var í heim- sókn hjá dóttur sinni á Akureyri vann 1.504.942 kr. í íslenskum getraunum um síðustu helgi. Mað- urínn keypti miðann hjá KEA á Byggðavegi og greiddi fyrir hann 360 kr. Maðurinn notaði allar 6 raðirnar sem á seðlinum eru, notaði að auki eina tvítryggingu og eina þrítrygg- ingu. Dálkur C á seðlinum reyndist vera hárréttur, sem þýðir að einnig voru 3 ellefur í röðinni. Þá voru einnig 3 ellefur í viðbót á seðlinum, sem þýðir að á þessum ódýra seðli var maðurinn með 1x12 rétta og 6x11 rétta. Alls komu fram 14 raðir með 11 réttum og fýrír hverja röð fást greiddar 32.299 kr. í 1. vinning voru 1.311.148 kr. en potturinn var þrefaldur og sprengivika að auki. Heildarpotturínn var 1.763.334 kr. Úrsiitaröðin var þessi: 2x2,111, 2x1, 1x2. Um næstu helgi komast að nýju fastar skorður á getraunaseðilinn, því keppni í ensku knattspymunni hefst á laugardaginn. Sölukerfið lokar kl. 13.55. á laugardag. BL þessi: Konur Karlar Samtals ÍR 74,5 79 154,5 FH 62 87 149 HSK 64,5 78,5 143 UMSK 56,5 51,5 108 USAH 38,5 48 86,5 UÍA 8 48 56 ““.2. ■* m mmsmnmmmm*i hepP^ 'C.r/ýl 7jH— Laugardagur kl.13: 55 33. LHIKV 'IKA- 19. ágúst 1989 1 m 2 Leikur 1 Charlton - Derby Leikur 2 Coventry - Everton Leikur 3 Liverpool - Man. City Leikur 4 Man. Utd. - Arsenal Leikur 5 Nott. For. - Aston Villa Leikur 6 Q.P.R. - C. Palace Leikur 7 Sheff. Wed. - Norwich Leikur 8 Southamton - Millwall Leikur 9 Tottenham - Luton Leikur 10 Wimbledon - Chelsea Leikur 11 Newcastle - Leeds Leikur 12 Stoke - West Ham Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. Ens LUKKULINAN S. 991002 ka knattspyrnai 1 1 :::|i

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.