Tíminn - 16.08.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 16.08.1989, Blaðsíða 14
34 Xírninn Mtóvikudógur i0!Jági3stv1Ö89 FRÉTTAYFIRLIT UTLÖND Afram halda bardagar í Líbanon SÞ — Javier Perez de Cuellar aöalritari Sameinuöu þjóðanna kallaði saman fund í Öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna vegna ástandsins í Líbanon. WASHINGTON - George Bush forseti Bandaríkjanna hvatti írani til að senda Banda- ríkjunum ákveðin og skýr merki þess að þeir muni reyna að fá vestræna gísla í Líbanon leysta úr haldi. Þá sagði Bush að ef leyniþjónustan græfi upp hvar gíslana væri nákvæm- lega að finna og Bandaríkja- menn gætu bjargað þeim með hernaöaraðgerð, þá myndi hann fyrirskipa slíka aðgerð svo fremi sem það kosti ekki saklausa borgara lífið. JÓHANNESARBORG- F.W. de Klerk formaður Þjóðar- flokksins sór embættiseio sinn sem forseti Suður-Afríku. Hann sagði við það tækifæri að Suður-Afríka stæði nú á tímamótum sem leiði landið í átt til friðar. BAKU — Embættismenn kommúnistaflokksins eiga í viðræðum við hin óopinberu þjóðernissamtök Azera, Þjóð- arfylkinguna, en samt er talið að ekki verði komið í veg fyrir allsherjarverkfall í Azerbaijan í septembermánuði. Páfinn fordæmir Sýrlendinga en Frakkar ógna með Exocet Ekkert lát var á bardögunum í Líbanon í gær og virðast Sýrlendingar ætla að halda sínu striki gegn hersveitum kristinna manna þrátt fyrir að helstu bandamenn þeirra leggi hart að Sýrlendingum að hætta bardögum. Jóhannes Páll páfi II gagnrýndi Sýrlendinga harkalega fyrir framferði þeirra í Líbanon í hörðustu ræðu sem hann hefur nokkru sinni haldið. Líkti hann Sýrlendingum við Kain, fyrsta morðingjann sem drap bróður sinn vegna öfundar. Beirútborg er í rústum eftir stórskotaliðsárásir Sýrlendinga. Jóhannes Páll II páfi var harðorður í garð þeirra og líkir þeim við Kain. Frakkar ógna Sýrlendingum þó með freigátu, vopnaðri Exocet flugskeytum. Sýrlendingar láta engan bilbug á sér finna og skjóta enn fleiri sprengjum á fyrrum fallega borgina. Frakkar settu einnig þrýsting á Sýrlendinga og hersveitir múslíma í Líbanon með því að senda freigátu vopnaða Excocet flugskeytum upp að ströndum Líbanon og segjast munu vernda franska samfélagið í Líbanon. Þá er floti Frakka á austan- verðu Miðjarðarhafi í viðbragðs- stöðu. Frakkar hafa lagt á sig mikið erfiði til þess að reyna að koma á vopnahléi í Líbanon, en ítök Frakka hafa þar verið sterk allt frá því þeir fóru með yfirstjórn landsvæðisins á árunum milli heimstyrjaldanna. Ekkert hef- ur gengið í þeirri viðleitni og virðast. Frakkar ætla að fylgja viðleitni sinni eftir með vopnavaldi, dugi ekki Hörð átök urðu á milli baskneskra unglinga og lögreglunnar í San Se- bastian í fyrrakvöld. Rúmlega hundrað manns meiddust og eru þrír mjög illa slasaðir. Óeirðalögreglan beitti táragasi og skaut gúmmíkúlum að unglingunum sem köstuðu flöskum og steinum að embættismönnum sem tóku þátt í hefðbundinni opnunarsamkomu ár- legra hátíðarhalda í borginni. Unglingarnir hrópuðu slagorð ETA, aðskilnaðarsamtaka Baska, og héldu áfram að kasta flöskum og steinum að lögreglunni er hún skarst í leikinn. Átökin fjöruðu ekki út fyrr en undir rauðan morgun í gærdag. Sextán ára unglingur gekkst undir aðgerð þar sem rifið nýra hans var fjarlægt, en það sprakk er lögregla barði hann í bakið með kylfu. Ung- lingurinn er í lífshættu. Á sama tíma og átökin áttu sér diplómatískar leiðir. Einn æðsti sendimaður frönsku utanríkisþjónustunnar fór til Moskvu í gær til að ræða við sovésk yfirvöld um ástandið í Líbanon, en Sýrlendingar eru dyggustu banda- menn Sovétmanna í Miðausturlönd- um. Þess má geta að sendiráð Frakka í Beirút hefur orðið fyrir allnokkrum flugskeytum og sprengjum í stór- skotaliðsbardögunum undanfarna daga. Bardagar héldu áfram milli Sýr- lendinga og kristinna Líbana í norðurhluta Líbanon þar sem ekki hefur verið barist undanfarna mán- uði. Hins vegar hófust átök þar á stað í San Sebastian sprungu tvær sprengjur utan við franskt fyrirtæki í Baskahéraðinu Vizcaya. Frönsk fyrirtæki í Baskalandi hafa sífellt Gömul aflóga Antonov-24 flugvél fórst í innanlandsflugi í Kína í gær og með henni þrjátíu og þrír menn. Vélin hrapaði í á skammt frá flug- vellinum í Sjanghæ skömmu eftir flugtak. Vélin var á leið til Nantsjang. Flugfloti Kínverja stendur að miklu leyti saman af gömlum aflóga mánudag þegar Sýrlendingar reyndu að ná hernaðarlega mikilvægum hæðum af kristnum mönnum. Vitað oftar orðið skotmark ETA eftir að Frakkar hófu að vísa þekktum að- skilnaðarsinnum, sem eftirlýstir voru á Spáni, úr landi, Frakklandi. rússneskum farþegaflugvélum. Fimm vélar fórust í Kína í fyrra og með þeim alls 173 farþegar. Þær voru allar orðnar gamlar og lúnar. í kjölfar þess tóku Kínverjar fjölda gamalla flugvéla úr umferð, en greinilegt er að einhverjar úr sér gengnar eru enn í notkun. er að fimmtán sýrlenskir hermenn féllu í átökum við Madfoun ána sem skilur herina að. Filippseyjar: Fangar drepa gísla Áströlsk kona sem verið hefur við trúboðsstörf á Filippseyjum var myrt á hroðalegan máta þar sem hún var í gíslingu fanga í bænum Davao 1000 km suðaustur af Manila. Konan var tekin í gíslingu ásamt fjórtán öðrum við bænastund í fangelsinu á sunnu- daginn. Fangarnir nauðguðu trú- boðanum og nokkrum öðrum konum sem í gíslingu voru, skáru hana á háls og skutu hana síðan í hnakkann. Fjórir aðrir gíslar voru einnig drepnir, þar af ein kona og níu ára drengur. Fimmtán fangar voru drepnir í árás hermanna á fangelsið. Leyniskytta hersins hafði skotið leiðtoga fanganna af færi þegar fangarnir reyndu að flýja fangels- ið og nota gíslana sem lifandi skyldi. Eftir það drógu fangarnir sig til baka inn í fangelsið. Þar drápu þeir áströlsku konuna og gíslana fjóra. Þegar það fréttist gerði herinn atlögu og náðu að drepa alla fangana og frelsa tíu gísla. Einn gísl féll í árásinni. Fangarnir voru flestir í haldi fyrir morð. Baskneskir unglingar berjast við lögreglu Aflóga farþega- flugvél ferst í Kína Samsteypustjórn Samstöðu og kommúnista möguleg eftir að Lech Walesa slakar á skilyrðum sínum: KOMMÚNISTAR HALDIUTAN- RÍKIS- 0G VARNARMÁLUNUM KABUL — Afganskir skæru- liðar gerðu harðar eldflaugaár- ásir á flugvöllinn í Kabúl. Nærri lá við að farþegaþota yrði fyrir skoti. Farþegar og starfsmenn flugvallarins þurftu að leita sér skjóls og var flugvellinum lokað um stund. SEOUL — Grátandi róttækur stúdent og kaþólskur prestur urðu fyrstu Suður-Kóreu- mennirnir til að ganga yfir landamærin frá Norour-Kóreu. Þau voru samstundis handtek- in er þau komu til Suður-Kóreu. MOSKVA — Sovésk yfirvöld mótmæltu harðlega skemm- darverkum er gerð voru á graf- reitum sovéskra hermanna sem grafnir eru í Póllandi. Tíu leiði voru svívirt. Svipaðir at- burðir urðu rétt áður en herlög voru sett í Póllandi árið 1981. Allt bendir nú til þess að Samstaða muni mynda samsteypustjórn í Pól- landi með þátttöku kommúnista sem sjá munu um utanríkis- og varnarmál svo stöðu Pólverja innan Varsjár- bandalagsins verði ekki stefnt í voða með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir lýðræðisþróunina í landinu. Skriður komst á málin í gær þegar Lech Walesa formaður Samstöðu skýrði frá því að ekkert væri því til fyrirstöðu að kommúnistar héldu þeim ráðuneytum sem höndla örygg- ismál. í kjölfar þess kallaði Jaruzel- ski forseti til skyndifundar með leiðtogum helstu stjórnmálahreyf- inga í Póllandi til að finna lausn á stjórnarkreppunni, sem versnaði um allan helming þegar Czezlaw Kisz- czak forsætisráðherra skilaði stjórn- armyndunarumboði sínu eftir að hafa reynt að klambra saman ríkis- stjórn í hálfan mánuð. Samstaða hefur hingað til hafnað samstarfi við kommúnistaflokkinn, en talið er að fréttaflutningur Prövdu, málgagns sovéska kommún- istaflokksins hafi ýtt við Samstöðu- mönnum, en Pravda gagnrýndi mjög Samstöðu fyrir að vilja ekki í stjórn með kommúnistum og sagði að með því væri öryggi og jafnvægi í Austur- Evrópu stefnt í hættu. Lech Walesa sagði x gær að öll ráðuneyti sem fjalli um efnahagsmál eigi skilyrðislaust að vera í höndum annarra en kommúnista. - Við viljum koma á fót miklum endurbótum sem kommúnistaflokk- urinn er ekki í nokkurri aðstöðu til að fylgja úr hlaði, sagði Walesa. - Öll efnahagsmál verða því að vera í höndum annarra, sagði hann. Þessa stundina hefur Roman Mali- nowski leiðtogi Sameinaða bænda- flokksins stjórnarmyndunarumboð- ið, en það var einmitt andstaða Sameinaða bændaflokksins við að fara í stjórn með kommúnistum, sem kom í veg fyrir meirihlutastjórn án þátttöku kommúnista. Hingað til hefur Sameinaði bændaflokkurinn verið leppur kommúnista, en vilja nú sjálfstætt hlutverk í nýrri skipan pólsks stjórnmálalífs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.