Tíminn - 16.08.1989, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 16. ágúst 1989
Tíminn 7
VETTVANGUR
lllllllllllll!
Höröur Bergmann:
Eiga sérhagsmunir að ráða lyfjakostnaði?
í síðustu viku birtu fjölmiðlar
fréttir af því að enn einu sinni
stefndi í gífurlega hækkun á þeim
lyfjakostnaði sem ríkissjóður
greiðir. Fram kom í úttekt ríkis-
endurskoðunar að hann yrði að
líkindum 2,1 milljarður í stað
áætlunar fjárlaga um 1,6. Vert er
að hafa í huga að hér er lyfjakostn-
aður sjúkrahúsanna ekki meðtal-
inn - og ekki heldur hlutur lyfja-
kaupendanna. Miðað við hlutföll
þeirra útgjalda í heildarlyfjakostn-
aði má ætla að hann fari í ár
nokkuð yfir þrjá milljarða. Það
munar um minna. í>ví mætti ætla
að stjómmálamenn sem vilja reyna
að gæta almannahagsmuna, m.a.
til þess að eiga von um endurkjör
í næstu kosningum, tækju þróun
sem þessa alvarlega. Engin merki
sjást um það þegar þetta er skrifað.
Veik gæsla
almannahagsmuna
Ef að er gáð þá talar það dæmi
sem hér er til skoðunar ským máli
um hve vanmáttugir tilburðir ís-
lenskra stjórnmálamanna til að
stöðva óþarft fjárstreymi úr ríkis-
sjóði eru. Það gildir jafnt um
útflutnings- og verðbætur á land-
búnaðarafurðir, stjórnlausa reikn-
ingamnu til Tryggingastofnunar
frá tannlæknum og sérfræðingum £
læknastétt fyrir verk sem þeir
ákveða sjálfir - og hina háu og
úreltu álagningu á lyf sem enn
tíðkast í apótekum. Valdhöfum
tekst stundum að þjarma að ræst-
inga- og eldhúsfólki í þjónustu
ríkisins með aðstoð embættis-
manna sinna. En aldrei að draga úr
fjárstreyminu til þeirra fámennu
forréttindahópa sem veita til sín
hundruðum milljóna í skjóli úr-
eltra og óréttlátra reglna og samn-
inga.
Sú skylda að létta byrðum óþarfa
lyfjakostnaðar af alþýðu manna og
gæta hagsmuna hennar gegn lyfja-
framleiðendum og lyfsölum, hvílir
að sjálfsögðu á heilbrigðisráð-
herra. Svo virtist sem Guðmundur
Bjarnason heilbrigðisráðherra ætl-
aði að taka þetta hlutverk alvarlega
við upphaf embættisferils síns.
Tíminn greinir 13.8. ’87 þannig frá
blaðamannafundi ráðherrans
vegna úttektar sem birt var í ágúst
1987 um lyfjakostnað ríkisins, sem
hafði hækkað um 38% á síðustu
fimm árum: „Heilbrigðisráðherra
lýsti áhyggjum manna í því ráðu-
neyti yfir hinu stóraukna lyfjaáti
og ekki síst þeim gífurlegu útgjöld-
um sem það kostar Tryggingastofn-
un og þar með ríkissjóð. Kvaðst
ráðherra, Guðmundur Bjarnason,
hafa ákveðið að endurskipa nefnd
þá sem skipuð var á síðasta þingi
til að kanna háa álagningu á lyfjum
og jafnframt fela henni að kanna
mun fleiri þætti lyfjamálanna en
áður var ætlað.“
En eitthvað virðist skorta á
áhuga ráðherrans á að fylgja mál-
inu eftir, því þegar þetta er skrifað,
13. ágúst 1989, hafa tillögur nefnd-
arinnar ekki verið kynntar og af
fjölmiðlaumræðu má ráða að þeim
hafi enn ekki verið skilað. Þetta er
óskiljanlegt vegna þess að í ræðu á
miðstjórnarfundi Framsóknar-
flokksins 23. apríl 1988 gefur Guð-
mundur Bjarnason eftirfarandi
yfirlýsingu: „Um nokkurt skeið
hefur starfað nefnd á vegum heil-
brigðisráðuneytisins sem hefur það
hlutverk að gera tillögur um með
hvaða hætti megi lækka lyfjaverð
og heildarkostnað vegna lyfja.
Gert er ráð fyrir að nefndin ijúki
störfum fyrir 1. júní nk.“ (Tíminn
4. maí 1988).
Hér ber að undirstrika að ráð-
herrann segist búast við skilum
fyrir rúmlega ári síðan. Meiri hátt-
ar hagsmunamál almennings er
látið kyrrt liggja meðan þröngur
sérhagsmunahópur makar krók-
inn. Enn hafaskattskýrslurstaðfest
að lyfsalar raðast á fremsta bekk
meðal skattkónga. Eru ekki í vand-
ræðum með að komast af með sína
68% álagningu auk sérstaks af-
greiðslugjalds.
Úreltar forsendur
fá að ráða
Gömul rök um fyrirhöfn og
kostnað lyfsala vegna lyfjagerðar
og nauðsyn hárrar álagningar af
þeim sökum eru löngu úrelt.
„Meira en 9/10 þeirra lyfja, sem
seld eru í lyfjabúðum, eru nú keypt
frá heildsölu í stöðluðum umbúð-
um sem má ekki rjúfa,“ segir
Ólafur Ólafsson landlæknir í grein
í Sveitarstjórnarmálum 5. h. 1988.,
og segir einnig m.a. að lyfsala.
sé yfirleitt góð og hagkvæm rekstr-
areining“ og ítrekar fyrri tillögur
sínar um „... að opinberir aðilar
eigi og reki lyfjabúðirnar.“
í þessu sambandi er vert að
minna á að í umræðum á Alþingi
18. nóvember 1986 upplýsti Har-
aldur Ólafsson, þáverandi þing-
maður Framsóknarflokksins, að
„... smásöluálagning lyfja virtist
vera 30-40% hærri hér en annars
staðar í Evrópu.“ Framsóknar-
menn virðast all-lengi hafa borið
þessi mál fyrir brjósti - og kannað
þau. En ekkert hefur þó verið gert
til að draga úr því hneyksli sem
Haraldur benti þama á, þótt flokk-
urinn hafi átt ráðherra heilbrigðis-
mála síðan 1987. Hvað veldur?
Varla ætti að vera erfitt að afla
meirihlutafylgis á Alþingi við að
gæta hagsmuna ríkissjóðs og al-
mennings þannig að hætt verði að
leggja óhóflega á lyf.
Ráðtilað
endurvekja traust
Sá seinagangur, sem heilbrigðis-
ráðherra hefur látið viðgangast við
umrætt verkefni, hlýtur að vekja
vonbrigði meðal almennings og ýta
undir vonleysi um að það skipti
máli hver heldur um stjórnvölinn.
Reynsla sem þessi grefur ef að er
gáð undan trausti fólks á hinu
lýðræðislega stjórnkerfi og vekur
vantrú á orðum stjórnmálamanna
og getu þeirra til að gæta almanna-
hagsmuna. Mér virðist því brýn
nauðsyn að ráðherrann gefi
skýringar á þeim undarlega drætti
sem orðið hefur á tillögum lyfja-
verðsnefndarinnar sem hann skip-
aði fyrir rúmum tveimur árum til
að halda áfram verkefni sem þá var
byrjað á og oft hafði verið rætt á
Alþingi. Vonandi eru lyfsalar og
lyfjafræðingar ekki í meirihluta í
nefndinni. Er verið að bíða eftir að
allir verði sammála, fulltrúar sér-
hagsmunanna og aðrir ef einhverjir
eru?
Ef að er gáð er ástæðulaust að
bíða eftir einhverju nefndaráliti
um þetta mál. Núverandi lyfja-
álagning-er óverjandi - og óþarfi
fyrir stjórnmálamennina að hika
við leiðréttingu. Biðin, sem orðin
er, er þegar orðin þeim til nægrar
skammar.
Vonandi eiga heilbrigðisráð-
herra og aðrir, sem bera ábyrgð á
fjármálum ríkisins um þessar
mundir, eftir að bregðast við þeim
ótíðindum sem eru af þróun lyfja-
kostnaðar þannig að það veki
traust úti í samfélaginu. Bregðast
við þannig að nauðsynlegar laga-
og reglugerðabreytingar verði
gerðar þegar í haust, svo að létta
megi óþarflega þungum lyfjakostn-
aði af sjúklingum og alþýðu
manna.
Það er búið að sýna fólki allt of
mörg og sláandi dæmi um óburð-
uga gæslu almannahagsmuna í
valdastofnunum ríkisins og tíma-
bært orðið að hætta því. Hætta að
veikja undirstöður lýðræðisins - en
reyna þess í stað að endurvekja trú
almennings á gildi þess að taka þátt
í stjórnmálum, hafa fyrir því að
kynna sér mál og kjósa einn frekar
en annan.
Jón Gunnarsson, Þverá:
Sitthvað um útvarp og sjón
varp og ný útvarpslög
Þættirnir Þjóðarsál og Meinhorn í útvarpinu virðast vera
nokkuð vinsælir, og oftast þokkalega stjórnað þótt stund-
um beri af leið enda verkið oft vandasamt. Eitt er það þó
sem ekki er vinsælt á þeim bæjum að menn leyfi sér að
bera upp athugasemdir varðandi rekstur útvarps og
sjónvarps.
Nokkru fyrir síðustu hækkun afnotagjalda hringdi maður
nokkur utan af landi í Þjóðarsálina og kvaðst hafa heyrt að
afnotagjaldið ætti að hækka allmikið þar sem ekki hefði
tekist að innheimta 200 milljónir af afnotagjöldum s.l. árs.
Eitthvað vafðist þetta nú fyrir stjórnanda þáttarins, sem
taldi sig ekki vita almennilega um málið, en taldi þó einna
líklegast að Markús útvarpsstjóri mundi leggja sína
líknandi hönd yfir þessar skuldir. Ekki virtist viðmælandi
vera mjög ánægður með svarið og vildi koma einhverri
viðbót að, en fallhlera-stjóri þáttarins taldi að í óefni væri
komið, og viðmælandinn flaug með dálitlum smelli út í
kolsvart vetrarmyrkrið.
sér um leið og fallhlerastjórinn sá
um afganginn. Ekki er því að neita
að það fór hálfgerður hrollur um
undirritaðan.
Af ýmsum ástæðum virðist ekki
beinlínis heppilegt að hafa tvo
stjómendur í svona þáttum. Lík-
lega væri ekki úr vegi að hafa stöku
sinnum sérstaka fyrirspumarþætti
varðandi þetta fyrirtæki okkar
RÚV, þar sem ábyrgir aðilar með
nægjanlega þekingu á rekstri stofn-
unarinnar sætu fyrir svömm. Það
er einfaldlega ýmislegt fleira en
dagskrá og dægurmál, sem fólk
hefur áhuga á að fá upplýsingar um
svona annað slagið. Til dæmis
Þá var það alllöngu síðar að
maður nokkur hringdi og kvaðst
þurfa að gera nokkrar athugasemd-
ir varðandi vafasaman rekstur
RÚV. Hann hafði aðeins haft mál-
frelsi í nokkrar sekúndur er kona
nokkur er virtist vera til aðstoðar í
þættinum, reyndi sem ákafast að
yfirgnæfa viðmælandann og var
hávaði slíkur að halda mátti að
títuprjónn væri á kaf rekinn í
ónefndan líkamshluta, um leið var
í gang sett kastarolu - pottklemma
og tunnubotnamúsík. Svo hátt lét
í að rétt mátti greina óðamála
stjórnendur, og veika burði við-
mælandans að láta heyra eitthvað £
hefur ekkert verið upplýst ennþá
um hvernig hefur gengið að fá þær
áður umræddu 200 milljónir £ hús
- eru einhverjar upplýsingar til
staðar varðandi þetta mál? Fróð-
legt væri að fá svar.
í skýrslu Rfkisendurskoðunar
frá júni 1988 er yfirstjórn RÚV
harðlega gagnrýnd - kemur þar
fram að bókhald er fært eftir óstað-
festum gögnum o.fl. Um inn-
heimtudeildina segir svo: Deildin
sinnir hlutverki sinu illa. Stofnskrá
er ábótavant. Vinnubrögð ómark-
viss, eftirlit lélegt, slæleg vinnu-
brögð á deildinni leiða til verulegs
tekjumissis hjá stofnuninni. Þá seg-
ir að eftirlitsþættir kerfisins séu
ófullnægjandi og að hvorki séu
fyrir hendi kerfislýsingar né not-
endahandbækur. Þá er upplýst, að
65 stöðugildi séu án heimildar o.fl.
Fremur ófögur lýsing eða hvað?
Ekki væri úr vegi að fá upplýsingar
um hvað gert hefur verið £ þessum
málum til úrbóta, enda 1 ár frá
útkomu skýrslu Ríkisendur-
skoðunar.
Hér að framan er aðeins stiklað
á stóru £ skýrslu Rfkisendur-
skoðunar, en hún mun fáanleg á
Alþingi svo og einnig frumvarp til
nýrra útvarpslaga sem eitt sér er að
flestu leyti eitthvert það furðuleg-
asta plagg er um getur varðandi
framhaldsstarfsemi útvarps og
sjónvarps enda munu nefndar-
menn er tilskipaðir voru til frum-
varpsgerðar varla sammála um
neitt nema að láta prenta ósam-
komulagið ásamt sérstökum fyrir-
varabæklingum nefndarmanna.
Þvi miður virðist litill hluti þessara
tillagna vera nothæfur og stór hluti
þeirra minna ónotalega á hug-
myndir fasista og annarra einræðis-
afla. Vist er að þar þarf miklu um
að breyta og við að snúa þar til
nothæft getur talist og virðist helst,
að tillögur Arnþrúðar Karlsdóttur
og félaga liggja næst því að vera
skoðunarhæfar að vissu marki.
Margir munu hafa hrokkið við
er þeir sáu hina svörtu skýrslu
Rikisendurskoðunar varðandi
RÚV. Við lestur skýrslunnar fer
ekki milli mála að stórfellt kæru-
leysi, takmarkalaus eyðslusemi,
vankunnátta í fjármálastjórn og
hagkvæmnismati o.fl., hefur sett
alvarlegra mark á stjórnun þessa
fyrirtækis okkar en margan hefur
grunað. Ekki er alveg ljóst af
þessari skýrslu hvað langt aftur í
tímann þessi vandamál ná en svo
sem sjá má mun þessi vandræða-
gangur allur hafa kallað á sífellt
meiri fjármuni frá notendum. At-
hygli verð eru ummæli Steingríms
Hermannssonar, forsætisráðherra,
varðandi skýrslu Ríkisendur-
skoðunar - hann segir:
„Það er galli í kerfinu hjá okkur
að þegar skýrslur Ríkisendur-
skoðunar um einstakar stofnanir
koma og þá getum við tekið sem
dæmi skýrslu hennar um Ríkisút-
varpið sem er mjög alvarleg
skýrsla, þá er engin leið að taka á
þeim málum af því að svo margar
af þessum stofnunum eru undir
sjálfstæðri stjórn."
Svo sem sjá má af ýmsum fram-
angreinum upplýsingum og öðru
þá virðist full ástæða fyrir eigendur
(notendur) að krefjast þess að hin
nýju útvarpslög hafi inni að halda
varnagla við ósköpum sem þessum.
Harðsnúinn og fjölmenntaður
framkvæmdastjóri væri líklegur til
að geta tekið á málum svo sem til
þarf - og auðvitað getur hann þá
einnig borið heitið útvarpsstjóri
um leið. Líklega kann að verða
heppilegst að setja ákveðið fjár-
magn vegna útvarps og sjónvarps á
fjárlög á ári hverju, og að ekki
verði um aukafjárveitingar að
ræða, og komi auglýsingatekjur til
viðbótar því fjármagni. Afnota-
gjöld séu lögð á hvern skattskyldan
einstakling (nefskattur) er komi á
u.þ.b. 162 þúsund einstaklinga
(núverandi fjöldi gjaldenda er
u.þ.b. 81 þúsund) og greiðist gjald-
ið til Ríkissjóðs ásamt öðrum
sköttum. Nefna má að með þessu
fyrirkomulagi sparast mikill inn-
heimtukostnaður og pappírsaustur
í hverjum mánuði og margt fleira
sem er hér ótalið.
Rekstur tveggja hljóðvarpsráðsa
RÚV er kjánaleg og fjarstæðu-
kennd vitleysa, sem á ekki lengur
rétt á sér (þarf varla að skýra hvers
vegna!). Samkvæmt síendurtekn-
um könnunum Gallups á íslandi og
línuritum þar um, sem birtast oft í
sjónvarpi, er auðvelt að sjá að
nægjanlegt pláss er fyrir allt bita-
stætt efni á annarri hvorri rásinni
og að auki þokkalegt pláss fyrir
graðhestamúsík. Nokkra athygli
vekur hið kjánalega og ímyndaða
kapphlaup RÚV við einkaútvarps-
og sjónvarpsstöðvar og tilraunir til
að gera þeim flest til bölvunar, en
slíkt hefur einnig oft haft verulegan
kostnað í för með sér. Það verður
að teljast alls óviðeigandi að RÚV
sé í einhvers konar bófahasar af
þessu tagi.
Jón Gunnarsson, Þverá