Tíminn - 25.08.1989, Qupperneq 2
2 íhiinn
Föstudagur 25. ágúst 1989
Ungmennasamband Dala-
manna og Norður-Breiðfirðinga:
Vilja brúa
Gilsfjörð
Stjórn Ungmennasambands
Dalamanna og Norður- Breið-
firðinga sendi Steingrími J. Sig-
fússyni landbúnaðarráðherra ný-
lega bréf þar sem skorað er á
hann að hraða ákvarðanatöku
um brúargerð yfir Gilsfjörð.
í bréfinu segir að bættar sam-
göngur yfir Gilsfjörð með brú,
kæmu til með að gerbreyta allri
samvinnu á milli Dalasýslu og
Austur- Barðastrandarsýslu, ekki
sfst á sviði æskulýðs og íþrótta-
mála. Hér sé um mikið byggða-
mál að ræða, og mikilvægt að
ungt fólk í fámennum byggðum
geti þjappað sér saman og notið
þeirra tómstunda sem hverjum
og einum sé nauðsynlegt. - ÁG
Námsmenn eiga rétt á að greiða í lífeyrissjóð:
FÆSTIR NÝTA SÉR
LÍFEYRISRÉTTINN
Félagar úr IFR sem fengu viðurkenningu fyrir frábæra frammistöðu í Seoul
1988. Aftari röð frá vinstri: Kristín Rós Hákonardóttir, Halldór Guðbergs-
son, Ólafur Eiríksson og Haukur Gunnarsson. Fremri röð: Sóley Axelsdóttir,
Sigrún Pétursdóttir og Reynir Kristófersson.
Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar:
Verkafólk
verksmiðja
Námskeið fyrir verkafólk í fiskimjölsverksmiðjum hefst
eftir helgi, á vegum Starfsfræðslunefndar fiskvinnslunnar. Að
sögn Gissurar Péturssonar starfsmanns nefndarinnar er um
að ræða tilraunanámskeið þar sem sérstök námskeiðsgögn
verða prófuð, með það fyrir augum að finna agnúa á efninu,
ef einhverjir eru.
Starfsfræðslunefndin hefur í sum-
ar verið að vinna að skipulagningu
þessa námskeiðs og undirbúnings
námsgagna. Kallaðir voru til ýmsir
sérfræðingar m.a. frá Rannsóknar-
stofnun fiskiðnaðarins, sjúkraþjálf-
arar og fleiri til aðstoðar við gerð
námsgagnanna. Sagði Gissur að 15
manna hópur verkamanna í fiski-
mjölsverksmiðjum á Reykjavíkur-
svæðinu yrðu fyrstir til að reyna
þetta nýja námsefni, áður en það
yrði útbúið og prentað í endanlegri
mynd.
Gert er ráð fyrir að þegar upp
verður staðið hafi um 500 manns sótt
námskeið þetta víðsvegar á landinu.
Námsefnið fjallar m.a. um gerla-
fræði, gæðamál, réttindi og skyldur
starfsmanna, öryggismál, vinnu og
heilsu og samstarf á vinnustað. Bók-
legi hluti námsins er 40 klukkustund-
ir, en til viðbótar er gert ráð fyrir
hálfsmánaðar starfsþjálfun í verk-
smiðjunum sjálfum.
Með haustinu er ætlunin að hefja
námskeiðahald á Austurlandi og
fara síðan suðurum og til Norður-
lands eftir áramót. Gert er ráð fyrir
að verkafóikið sæki námskeiðin þeg-
ar álagstímar eru ekki í verksmiðj-
unum, þar sem þau eru haldin í
vinnutímanum og að þeim loknum
hækki það í launum.
Fyrir þremur árum fór af stað
mikið átak fyrir verkafólk í fiskiðn-
fiskimjöls
á námskeið
aði og hafa um 6000 fastráðnir
starfsmenn í fiskvinnslu sótt nám-
skeið sem ná yfir nær allt starfssvið
fiskvinnslunnar. Nýverið var gerð
skoðanakönnun meðal forsvars-
manna fiskvinnslufyrirtækja þar sem
fram kom að meirihluti svarenda var
ánægður með árangur af námskeið-
unum og taldi nauðsyn á framhalds-
námskeiðum.
Á vegum nefndarinnar er þessa
dagana að koma út bæklingur sem er
kynning á fiskvinnslustarfinu fyrir
nýliða. Þar sem fjallað er um sjávar-
útveg og gildi hans, auk þess sem þar
er kynning á þeim námskeiðum sem
boðið er upp á. -ABÓ
Gissur Pétursson, starfsmaður starfs-
fræðslunefndar fiskvinnslunnar.
Námsmenn þurfa ekki að hafa
neinar áhyggjur af réttindum sínum
þó að dragist að Lánasjóður ís-
lenskra námsmanna skili lífeyris-
sjóðsgreiðslum til Söfnunarsjóðs líf-
eyrisréttinda. Fæstir námsmanna
hirða um að greiða í lífeyrissjóð.
Nokkuð er þó um að námsmenn
greiði eftir á í lífeyrissjóðinn til að
gera sig lánshæfa hjá Húsnæðismála-
stofnun.
Lántakendur hjá LÍN geta óskað
eftir því að greiða í lífeyrissjóð.
Tekin eru 4% af lánsupphæðinni en
LÍN leggur á móti til 6% líkt og
atvinnurekendur gera. Þegar núver-
andi húsnæðiskerfi var komið á fót
var í fyrstu ekki ætlunin að náms-
menn hefðu neinn lánsrétt en komið
var í veg fyrir það og námsmönnum
boðið að greiða af námsláni sínu.
Frekar fáir námsmenn hafa nýtt sér
þennan möguleika. Nokkuð er þó
um að námsmenn komi þegar þeir
hafa lokið námi og inni þá þessar
greiðslur af hendi. Þá eru þeir að
fara að kaupa sér íbúð en vakna upp
við það að þeir hafa ekki lánsrétt.
Námsmaður kom að máli við Tím-
ann og sagði farir sínar ekki sléttar
af samskiptum við Lánasjóð ís-
lenskra námsmanna. Hann tók
námslán á síðasta vetri og óskaði
eftir því að greitt yrði af láninu í
lífeyrissjóð. Þegar námsmaðurinn
ætlaði síðan að fá vottorð um að
hann hefði greitt í sjóðinn kom í ljós
að LÍN hafði ekki skilað greiðslun-
um til sjóðsins. Hjá LÍN fengust þau
svör að það kæmi fyrir að drægist að
skila lífeyrissjóðsgreiðslum en það
væri aðeins vegna veikinda starfs-
manna eða tæknilegra orsaka.
Greiðslurnar sjálfar fara inn á sér-
staka reikninga þangað til þær eru
sendar til lífeyrissjóðsins. Engin
hætta væri á að námsmaðurinn tap-
aði sínum réttindum vegna þessa.
-EÓ
Maður
og
kona
Á vegum Lista og menningar-
sjóðs Seltjarnarness var í sumar
sett upp verk Hallsteins Sigurðs-
sonar „Maður og kona“ í brekk-
unni við Norðurströnd á Seltjarn-
arnesi.
Listaverkið „Maður og kona“ er
um 2,6 metrar á hæð og stendur
það á þriggja metra háum stöpli.
Lista og menningarsjóður Sel-
tjarnarness hefur nú starfað í um
15 ár og á þeim tíma gert verulegt
átak í lista og menningarlífi á
Seltjarnarnesi, segir í tilkynningu
frá bæjarstjórninni.
Sjóðurinn hefur keypt um 90
málverk, keypt og látið stækka tvö
útilistaverk svo og styrkt ýmsa
menningarstarfsemi í bænum.
-ABÓ
1
íþróttafélag fatlaöra:
Viðurkenning veitt
fyrir frammistöðu
Á aðalfundi íþróttafélags fatlaðra
Reykjavík sem haldinn var nýlega
fengu nokkrir félagar ÍFR viður-
kenningu fyrir góða frammistöðu á
Ólympíuleikum fatlaðra í Seoul
1988. Viðurkenningin er stytta, sem
vonandi verður þeim hvatning til
áframhaldandi dáða, segir í fréttatil-
kynningu frá íþróttafélagi fatlaðra,
Reykjavík sem er 15 ára á þessu ári.
Lagt hefur verið kapp á að halda
æfingum gangandi og að koma
íþróttahúsi félagsins við Hátún 12
upp. Nú er verið að steypa upp 2.
áfanga hússins og er reiknað með að
þeim áfanga verði lokið í desember
á þessu ári.
í tilkynningunni segir að enn vanti
mikið fé til að hægt sé að Ijúka
byggingunni og er þess vænst að
almenningur og opinberir aðilar sýni
málinu skilning með fj árframlögum.
-ABÓ
Utanríkisráðherra: .
Pólverjum miðlað
af nægtaborðinu
Að tillögu Jóns Baldvins Hanni-
balssonar hafa stjórnvöld samþykkt
að veita Pólverjum þróunaraðstoð
að verðmæti 10-20 milljónir króna.
Aðstoð þessi mun verða í formi
matvælasendinga og hyggst ríkis-
stjórnin fara þess á leit við matvæla-
framleiðendur og útflutningsfyrir-
tæki að þessir aðilar leggi sitt af
mörkum til að fylla rausnarkvóta
ráðherrans. JBG.
Fulbright-stofnunin:
Sextán styrkþegar
Fulbright-stofnunin hefur veitt 16
íslenskum námsmönnum styrki til
náms í Bandaríkjunum í ár. Þar af
hljóta 12 fullan styrk en 4 ferða-
styrki. Framlag stofnunarinnar nem-
ur að þessu sinni $40.000, eða jafn-
virði 2.4 milljóna króna á núgengi,
en einnig veita bandarískir háskólar
sem svarar 4.2 milljónum til styrk-
þeganna, þannig að námsaðstoðin
nemur alls um 6.6 milljónum króna.
JBG