Tíminn - 25.08.1989, Qupperneq 3
Föstudagur 25. ágúst 1989 Tíminn 3
Óli Þ. Guðbjartsson þingmaður Borgaraflokks segir flokkinn fara í harða stjórnarandstöðu semjist
ekki við stjórnina, þrátt fyrir meirihluta í nefndum verði mál hennar felld á jöfnu í neðri deild:
Þurfum ekki að semja
við Sjálfstæðisflokk
Eins og kunnugt er hefur forsætisráðherra lýst því yfír að
lokatilraun til samninga við Borgaraflokkinn muni væntan-
lega Ijúka á næstu dögum. Óli Þ. Guðbjartsson þingmaður
Borgaraflokksins segir þá fara í harða stjórnarandstöðu
semjist ekki nú. Því hefur Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir lýst
yfir líka. Óli Þ. segir að þetta ástand þýði ekki að
Borgaraflokkurinn þurfí að spyrða sig saman við sjálfstæðis-
menn. Þó að stjórnin hljóti meirihluta í öllum nefndum,
vegna þess að stjórnarandstaðan bjóði ekki sameiginlega
fram á móti henni, dugi það henni ekki til að vera starfhæf
næsta vetur. Til þess þurfí hún meirihluta í báðum deildum
þingsins.
„Við bara bíðum rólegir það hefur
ekkert komið á okkar borð ennþá og
kannski kemur ekkert. Mér heyrist
nú á því sem Jón Sigurðsson lætur
eftir sér hafa í fjölmiðlum að hann
telji það algerlega ónauðsynlegt að
fá okkur til samstarfs og þá fær hann
væntanlega sínar kosningar", sagði
Óli.
Aðspurður vildi hann ekki meina
að Borgaraflokkurinn lenti í þeirri
stöðu að vera líkt og á milli steins og
sleggju, færi flokkurinn ekki í ríkis-
stjórn og væri jafnframt hafnað af
stærsta stjórnarandstöðuflokkinum,
Sjálfstæðisflokknum. „Já ætli við
eigum ekki að sverja þeim sjálfstæð-
ismönnum trúnaðareiða til þess að
fá að setjast á þingið", sagði Óli
Hann sagði það ekki rétt að einblína
á þingnefndirnar einar sér og benti á
að staðan á Alþingi núna yrði ná-
kvæmlega sú sama og hún var í
fyrrahaust, atkvæðavægi stjórnar og
stjórnarandstöðu væri það sama í
neðri deild. Hvernig færi með kjör í
nefndir í deildinni skipti ekki svo
miklu máli og vitnaði Óli þar til þess
að stjórnin hafði meirihluta í öllum
nefndum á síðasta þingi. „Það er
augljóst að þessari stjórn er ógerlegt
Samvinna í strand-
flutningum aukin
Samkomulag hefur verið undirrit-
að milli Eimskipafélags íslands,
Skipadeildar Sambandsins og
Skipaútgerðar ríkisins um aukna
samvinnu í strandflutningum.
I samkomulaginu felst að unnið
verði að gerð samnings milli þessarar
aðila til allt að 5 ára um samvinnu í
strandflutningum, með það að mark-
miði að auka hagkvæmni þessara
flutninga og draga úr kostnaði við
þá. Jafnframt er stefnt að því að
þjónusta við staði utan Reykjavíkur
verði ekki minni en verið hefur. Að
því er stefnt að samsiglingarkerfi
verði tekið upp í síðasta lagi um nk.
áramót.
Jafnframt er gert ráð fyrir að
unnið verði að endurskipulagningu
á þjónustu á landi með það að
leiðarljósi að gera vöruafgreiðslu
fyrir strandflutninga hagkvæmari og
ódýrari.
Samkomulagið var undirritað af
Steingrími J. Sigfússyni, samgöngu-
ráðherra, Guðjóni B. Ólafssyni, for-
stjóra og Herði Sigurgestssyni, for-
stjóra. - ABÓ
Kjúklingabændur
ræða verðlækkun
Samdráttur í sölu á kjúklingum og
leiðir til að lækka verð á þeim var
helsta umræðuefni á aðalfundi Fé-
lags kjúklingabænda sem var haldinn
á Hótel Selfossi síðast liðinn mið-
vikudag. Bjarni Ásgeir Jónsson úr
Mosfellsbæ var kosinn formaður fé-
lagsins.
„Okkur finnst það skjóta nokkuð
skökku við að á sama tíma og menn
eins og Jón Baldvin Hannibalsson
og Jón Sigurðsson eru að tala um að
það þurfi að leifa innflutning á
kjúklingum af því að innlendir kjúkl-
ingar séu svo dýrir, þá skuli þeir
standa að því að hækka skatta á
kjúklinga," sagði Bjarni Ásgeir
Jónsson nýkjörinn formaður Félags
kjúklingabænda. „Það er auðvelt
fyrir þá að gagnrýna okkur fyrir hátt
verð þegar þeir sjálfir hafa staðið að
því að hækka það. Við gerum okkur
sjálfir fulla grein fyrir að það er
bráðnauðsynlegt að lækka verð á
kjúklingum. Við erum að reyna að
kynbæta kjúklingastofninn og auka
vaxtarhraða. En þetta er erfitt því
við megum ekki flytja inn betri
stofna og við megum ekki gefa
fuglunum lyf sem vinna á sjúkdóm-
um og hraða vextj. Þessi lyf eru gefin
kjúklingum víða erlendis."
Einhver óeining er meðal kjúkl-
ingabænda sem birtist meðal annars
í því að Jónas Halldórsson frá Svein-
bjarnargerði var felldur úr stjórninni
eftir að hafa verið formaður félagsins
í 18 ár. „Átök innan félagsins stafa
fyrst og fremst af því að þegar kvóti
var settu á var verið að skipta köku
sem var 1800-1900 tonn. Þegarhenni
var skipt en í fyrra var hún komin
niður í 1100-1200 tonn. Það eru allir
óánægðir með sínar sneiðar í dag.
Menn þyrftu að geta framleitt
meira,“ sagði Bjarni Ásgeir að
lokum. -EÓ
NÝTT SÉRK0RT
FRÁ MÝVATNI
Landmælingar íslands hafa gefið Kortaverslun Landmælinga Is-
út nýtt sérkort af svæðinu um lands flutti nýlega um set í rýmra
Húsavík og Mývatn. Kortið er í og betra húsnæði að Laugavegi
útgáfuröð sérkorta Landmælinga ]78. Auk korta eru þar einnig
íslands. Sérkortin eru nú alls orðin seldar ýmis konar ferðavörur, s.s.
níu talsins og þekkjast á grænum áttavitar, kortamælar, göngumælar
kápum sem notaðar eru fyrir sér- 0g kortatöskur. -ABÓ
kort stofnunarinnar.
að vinna verði öll hennar mál stopp-
uð í annarri þingdeildinni. Þá stefnir
bara í kosningar. En mér finnst það
aum frammistaða hjá stjórninni ef
þeir geta ekki komið sér saman um
einhver svör til okkar úr því að þeir
eru búnir að vera tala um þetta allan
þennan tíma“, sagði Óli.
En er stjórnin þá ekki á vetur
setjandi hlaupi ekki Borgaraflokkur
eða aðrir flokkar sem standa utan
við hana undir bagga með henni?
Óli Þ. Guðbjartsson segir að
reynslan frá því í fyrravetur sýni að
stuðningur þeirra við ýmis þingmál
hafi verið nauðsynlegur fyrir stjórn-
ina. „Þeir hefðu ekki getað komið
einu og öðru í verk sem gert hefur
verið, ef okkar hefði ekki notið við“.
Hann benti í þessu sambandi á tvö
stór mál er hann kvaðst telja að væru
verk Borgaraflokksins. Annars veg-
ar samþykkt bráðabirgðalaganna og
sú aðstoð sem atvinnulífinu var veitt
í gegnum ákvæði þeirra. „Ég hef
ferðast um landið og séð það með
eigin augum hvaða áhrif það hefur
haft að koma atvinnulífinu á þann
rekspöl sem það er þó á í dag“, sagði
Óli. Hin staðreyndin væri sú að
fjármálaráðherra hefði lagt fram þá
tillögu í ríkisstjórninni að tvö þrep
skuli vera í virðisaukaskattinum,
sem þýði minnkun skattlagningar á
matvæli. „Þetta er baráttumál okkar
frá upphafi og við erum búnir að
standa á þessu eins og hundar á roði
allan tímann. Nú sér fyrir endann á
matarskatti þeirra sjálfstæðismanna
og það er fyrst og fremst fyrir
baráttu okkar, ég er ekki í vafa um
það.“ - ÁG
Viltusopa?
í gær léttist heldur betur brúnin f dag er búist við svipuðu veðri
á sóldýrkendum á Suð-vesturhorn- 0g eru horfur á að léttskýjað verði
inu eftir sólarlitla og þungbúna um mest allt land í dag og á
sumarmánuði. Margir nýttu tæki- morgun en Veðurstofan gerir ráð
færið til að fá lit á kroppinn eins og fynr að það þykkni upp á sunnu-
þessar tvær vinkonur sem ljós- daginn, fyrst á vestanverðu land-
myndari Tímans hitti í Laugardals- inu. SH/Tímamynd Pjetur
lauginni.