Tíminn - 25.08.1989, Page 10
10 Tíminn
Föstudagur 25. ágúst 1989
DAGBÓK
lllllil
lllllllllllllllillll
Útivist,
Simar 14606 og 23732.
Sunnudagsganga Útivistar
Landnámsgangan 18. ferö
Kl. 10:30 Ulfljótsvatn-Ýrufoss-Álfta-
vatn (L-18a)
Þetta er ganga um fallegt vatnasvæði
(1(100 kr.)
Kl. 13:00 Ýrufoss-Álftavatn. Samein-
ast morgungöngunni. Enn er hægt að
taka þátt í ferðasyrpu í landnámi Ingólfs.
(1000 kr.) Frítt erfyrirbörn meðfullorðn-
um.
Brottför frá BSÍ, bensínsölu.
Laugardagsganga Hana nú
Vikuleg laugardagsganga Hana nú í
Kópavogi verður á morgun, laugardaginn
26. ágúst. Lagt af stað frá Digranesvegi
12 kl. 10:00.
Markmið göngunnar er samvera, súr-
efni og hreyfing. Rölt um bæinn í klukku-
tíma í skemmtilegum félagsskap. Nýlagað
molakaffi á boðstólum.
Munið Púttvöll Hana nú á Rútstúni,
sem er öllum opinn.
Dagsferðir Ferðafélags íslands
- sunnudaginn 27. ágúst
Kl. 08:00 Þórsmörk - dagsferð (2000
kr.)
Kl. 10:00 Rauðsgil-Búrfell í Reyk-
holtsdal. Þetta er öku- og gönguferð.
Gengið upp með Rauðsgili, sem er afar
fagurt. (1500 kr.)
Kl. 13:00 Eyrarfjall. Eyrarfjall er við
sunnanverðan Hvalfjörð og verður geng-
ið á fjallið að austan. (800 kr.)
Brottför frá Umferðarmiðstöðinni,
austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir
börn að 15 ára aldri.
Ferðafélag íslands.
Frá Félagi eldri borgara
Göngu-Hrólfur: Gönguferð á hverjum
laugardegi kl. 10:00. Farið verður frá
Nóatúni 17.
Snæfellsnesferð: Þriðjudaginn 5. sept.
nk. verður farin þriggja daga Snæfellsnes-
ferð. Upplýsingar á skrifstofu félagsins,
Nóatúni 17, sími 28812.
DE
n.vr\r\^a ■ «
Sumartími:
Skrifstofa Framsóknarflokksins, að Nóatúni 21 í Reykjavík, er opin
alla virka daga frá kl. 8.00-16.00.
Framsóknarflokkurinn.
Guðm. Jóhannes Sigrúnog AnnaGuðný
Bjarnason
Héraðsmót framsóknarmanna
í Skagafirði
verður í Miðgarði laugardaginn 26. ágúst og hefst kl. 21.00. Ræðu
flytur Guðmundur Bjarnason heilbrigöis- og tryggingamálaráðherra.
Meðal skemmtiatriða verður einsöngur Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, við
hljóðfærið Anna Guðný Guðmundsdóttir. Jóhannes Kristjánsson
verður með gamanmál. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur
fyrir dansi.
Landsþing L.F.K.
verður haldið að Hvanneyri dagana 8.-10. september n.k.
ingsnefnd Landsþingsins starfar nú af fullum krafti.
Undirbún-
I nefndinni eru: Guðrún Jóhannsdóttir, Margrét (varsdóttir og Unnur
Stefánsdóttir.
Málefnaundirbúningur er á lokastigi í öllum kjördæmum landsins.
Konur látið skrá ykkur á þingið sem fyrst í síma 91-24480, milli kl. 10
og 12 og á Hvanneyri í síma 93-70000 kl. 9-12 og 1-5.
Ath. Þingið er öllum konum opið.
Stjórn L.F.K.
Guðrún
Unnur
k
Aðalhciöur Skarphéðinsdóttir á vinnustofu sinni.
Sýning Aðalheiðar í Hafnarborg
Aðalheiður Skarphéðinsdóttir opnar
sýningu í Hafnarborg, menningar- og
listastofnun Hafnarfjarðar laugardaginn
26. ágúst 1989. Á sýningunni verða 38
verk, teikningar og grafík.
Aðalheiður er fædd í Hafnarfirði 1950.
Hún stundaði nám við Myndlista- og
handíðaskóla íslands 1967-1971 og lauk
þaðan prófi úr kennaradeild árið 1971.
Sama ár fór hún til framhaldsnáms til
Svíþjóðar og lærði textilhönnun við List-
iðnaðarháskólann Konstfalk í Stokk-
hólmi, og útskrifaðist þaðan 1980. Jafn-
framt lagði hún stund á grafík við Kollekt-
iva verkstæðið í Stokkhólmi á árunum
1978-1980.
Aðalheiður hefur kennt myndmennt
við grunnskóla Reykjavíkur, einnig við
Myndlistaskóla Reykjavíkur og Mynd-
lista- og handíðaskóla fslands.
Aðalheiður hefur tekið þátt í fjölda
samsýninga hér heima, einnig í Svíþjóð,
Danmörku, Finnlandi og nú síðast í
Japan, en þar átti hún verk á Listiðnaðar-
sýningunni „The Way of Life“ 1987-’88.
Aðalheiður rekur eigið grafík- og tex-
tilverkstæði við Suðurgötu 45 í Hafnar-
firði.
Sýningin í Hafnarborg stendur frá 26.
ágúst til 10. september og er opin kl.
14:00-19:00 alla daga nema þriðjudaga.
Listsýning Dags Sigurðarsonar
Dagur Sigurðarson opnar sýningu á um
þrjátíu myndverkum í Listamannahúsinu
Hafnarstræti 4 í Reykjavík laugardaginn
26. ágúst kl. 15:00.
Dagur hefur stundað myndlist frá því
hann myndskreytti skólabíöðin í Gaggó
Aust, en hann er samt þekktari sem
Ijóðskáld og fyrir þýðingar á suður-amer-
ískum skáldum.
Þessi listverk sem Dagur sýnir nú eru
máluð bæði hérlendis og erlendis undan-
farin ár.
Sýningin verður opin í hálfan mánuð
kl. 10:00-18:00 alla daga.
Dúkkukerran um Vestfirði
Brúðuleikhúsið Dúkkukerran fer leik-
ferð um Vestfirði dagana 26. ágúst-30..
ágúst með ævintýrið „Bangsi". Leikhúsið
reka þær Ásta Þórisdóttir og Lilja Sigrún
Jónsdóttir, ásamt aðstoðarmanni sínum
Einari Hauki Þórissyni.
Ævintýrið fjallar um vinina Bangsa og
Rebba. Leikið er með bæði hand- og
strengja-brúðum. Sýningin er fyrir börn á
öllum aldri.
Heymar- og talmeinastöð á Höfn
Móttaka verður á vegum Heyrnar- og
talmeinastöðvar íslands í Heilsugæslu-
stöðinni á Höfn dagana 8.-10. sept. 1989.
Þar fer fram greining heymar- og tal-
meina og úthlutun heyrnartækja.
Sömu daga að lokinni móttöku Heyrn-
ar- og talmeinastöðvarinnar verður al-
menn lækningamóttaka sérfræðings í
háls-, nef- og eyrnalækningum.
Tekið er á móti viðtalsbeiðnum i
Heilsugæslustöðinni á Höfn.
Eitt af verkunum á sýningunni „Myndlist frá Muldavíu'
Myndlist frá Moldavíu
KVENNAATHVARF
Húsaskjól er opið allan sólarhringinn
og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa
verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið
fyrir nauðgun.
Síminn er 21205 - opinn allan sólar-
hringinn.
„Myndlist frá Moldavíu” er heiti sýn-
ingar, sem nú stendur yfir í HAFNAR-
BORG, menningar- og listastofnun Hafn-
arfjarðar. Sýningin er hluti af Sovéskum
dögum MÍR. Sýningin var opnuð 12.
ágúst sl. og mun standa til 10. september.
Á sýningunni eru málverk, svartlist og
listmunir ýmiskonar, svo sem vefnaður
og fatnaður, sem er hluti af moldavíska
þjóðbúningnum.
Sýningin er opin kl. 14:00-19:00 alla
daga nema þriðjudaga.
UMFERÐAR
RÁÐ
*
I
HÓF!
ERT ÞÚ VIÐBÚIN(N)
ÓVÆNTUM „GESTI“
AF AKREININNI
/ /