Tíminn - 25.08.1989, Side 13

Tíminn - 25.08.1989, Side 13
Föstudagur 25. ágúst 1989 Tíminn 13 lllllil MINNING : .................................................................................................................................................................................. ................................................................................... ................................................Illllll........................ ..................................................................... .................................................................................................. ................................................. . .i;;iilllllllllllliiil!llllllllllllllll!ll: Sveinn Tryggvason fyrrverandi framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins Fæddur 12. ágúst 1916 Dáinn 16. ágúst 1989 Sveinn Tryggvason, fyrrverandi framkvæmdastjóri andaðist 16. þ.m. nýorðinn 73 ára. Sveinn fæddist á Akranesi, 12. ágúst 1916. Foreldrar hans voru hjónin Tryggvi Benónýs- son, sjómaður ættaður úr Skorradal og Sveinsína Sveinsdóttir. Þau bjuggu og störfuðu á Akranesi alla tíð. Sveinn ólst upp með foreldrum sínum við heldur knöpp kjör eins og flestir bjuggu við í þorpum á íslandi í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar og fram yfir kreppuárin. En það kom Sveini ekki að sök. Hann varð stór maður og karlmannlegur. Góðum gáfum var hann gæddur og kappsam- ur til vinnu. Hann stundaði gagnfræðanám í Reykjavík 1932-1933 og iðnnám á Akureyri 1933-1934. Ungurfórhann í sumarvinnu að Hvanneyri til Hall- dórs Vilhjálmssonar skólastjóra. Halldór var næmur á að finna góð mannsefni og hvetja þau til dáða. Hann hvatti Svein til að fara í landbúnaðarnám. Um þessar mund- ir var Sigurður Guðbrandsson ný- tekinn við forstöðu mjólkursamlags- ins í Borgarnesi, þá nýkominn úr mjólkurfræðinámi í Noregi. Hann bar með sér nýjar hugmyndir um framleiðslu, meðferð og vinnslu mjólkur frá Noregi og var brautryðj- andi í ýmsu er laut að mjólkur- vinnslu. Það réðist svo að Sveinn fór í mjólkurfræðinám og starf til Sigurð- ar Guðbrandssonar. Eftir tveggja ára starf í mjólkursamlaginu í Borg- arnesi og á Akureyri fór Sveinn svo fyrir hvatningu Sigurðar og þó enn meir Halldórs skólastjóra á Hvann- eyri til framhaldsnáms í mjólkur- fræði í Noregi. Hann réðst til inn- göngu í Statens Meieriskole í Þránd- heimi árið 1935 og lauk þaðan mjólk- urfræðinámi árið 1937. Eftir heimkomuna tók hann til að vinna í mjólkuriðnaðinum sam- kvæmt menntun sinni. Fyrst réðist hann til Mjólkurstöðvarinnar í Reykjavík og var stöðvarstjóri þar í eitt ár. Þá réðist hann til Mjólkur- stöðvar Hafnarfjarðar. Þar vann hann í fjögur ár frá 1938 til 1942. Síðan réðist hann norður á Sauðár- krók og var mjólkurbússtjóri þar í eitt ár. Á þessum árum voru miklar breyt- ingar að gerjast í íslenskum landbún- aði. Ný tækni hélt innreið sína í landbúnaðinn. Á stríðsárunum flutti fólk úr sveitum í stríðum straumum til þéttbýlisins. Færri hendur voru til að vinna verkin og vélar urðu að koma til, svo að búskapurinn gæti gengið. Mæðiveiki herjaði á sauð- fjárstofn landsmanna og bændur snéru sér meira að mjólkurfram- leiðslu til sölu en áður hafði verið. Þéttbýlisfólkið hafði um aldirnar orðið sjálft að bjarga sér með mjólk eða vera án hennar ella. En nú jókst framleiðsla á mjólk og vinnsla á smjöri og ostum og fleiri vörum. Sú vinnsla var verksmiðjuvinnsla og í stærri stíl en áður hafði verið. Þessar miklu atvinnuháttabreytingar og þjóðlífsbreytingar sem af þeim leiddu kröfðust nýrrar þekkingar og aukinnar leiðbeiningastarfsemi. Búnaðarfélag íslands jók stórlega ráðunautastarfsemi sína á stríðsár- unum og í lok stríðsins til að mæta þessum nýju viðhorfum og nýjum kröfum landbúnaðarins. Ákveðið var að stofna embætti ráðunauts í mjólkurfræðum hjá Búnaðarfélagi íslands og Sveinn Tryggvason var valinn til að gegna því starfi. Hann var ráðunautur hjá B.í. í mjólkurfræðum frá 1942 til 1947. Hann ferðaðist á þessum árum um landið til að leiðbeina um bætta meðferð mjólkur og að aðstoða bændur og félagssamtök þeirra við að stofna ný mjólkursamlög, þar sem þeirra var talin þörf og endur- skipuleggja önnur. Mjólkurmatur hafði verið gerður á heimilum landsmanna allt frá land- námsöld. En nú voru kröfur gerðar um aukna fjölbreytni í vörufram- boði, miklar og auknar kröfur voru gerðar um hreinlæti og ný geymslu- tækni var tekin upp, enda um verk- smiðjuframleiðslu að ræða í úr- vinnslu mjólkurinnar. Sveinn skrif- aði margar ritgerðir um mjólkurmál og fleiri landbúnaðarmál í blöð og tímarit. Hann var lengi formaður í prófnefnd í mjólkurfræðum, sem kennd voru í mjólkurbúum landsins. Sveini þótti takast vel og farsællega að leysa þessi störf og hann vann sér traust þeirra manna, sem hann vann með. Þegar Framleiðsluráð landbúnað- arins var stofnað með lögum er tóku gildi 1. júlí 1947, varð nokkur um- ræða um hvaða maður væri líklegast- ur til að vera framkvæmdastjóri þess. Menn í Framleiðsluráði urðu strax sammála um að leita til Sveins um að taka starfið að sér og svo varð. Sveinn var framkvæmdastjóri Fram- leiðsluráðs frá stofnun þess og til loka ársins 1979 eða í alls þrjátíu og tvö og hálft ár. Það kom í hlut hans að móta að miklu leyti starfsemi ráðsins og fórst honum það mjög farsællega. En jafnframt hélt hann áfram að vera ráðgjafi um byggingu nýrra mjólk- ursamlaga víðsvegar um landið og sameiningu annarra þar sem það átti við. Hann átti stóran þátt í umbótum og framförum mjólkuriðnaðarins í landinu um langt árabil. Hann var einn af frumkvöðlum þess að landbúnaðarsýning var hald- in árið 1947, og annar framkvæmda- stjóri hennar. Sú sýning var mikil lyftistöng fyrir landbúnaðinn og olli straumhvörfum um framtíð hans. Síðar beitti hann sér fyrir öðrum hliðstæðum sýningum. Hann var fulltrúi Stéttarsambands bænda í stjórn útflutningssjóðs 1957-1960. Hann var formaður stjórnar Fram- leiðnisjóðs landbúnaðarins árin 1972-1980 og hann átti lengi sæti í Sexmannanefnd, sem einn þriggja fulltrúa framleiðenda í nefndinni. Einnig var hann ritari nefndarinnar í mörg ár og sat jafnframt í þriggja manna yfirnefnd í nokkur skipti. Sveinn gekkst fyrir stofnun fs- landsdeildar norrænu bændasamtak- anna árin 1949/1950. Hann var lengi formaður deildarinnar. Hann sótti fjölda funda til Norðurlandanna fyr- ir íslands hönd og átti stóran þátt í að koma á nánari og betri verslunar- samböndum á milli fslands og ann- arra Norðurlanda. Hann átti sérstak- lega stóran hlut að því að ná samn- ingum við norsk stjórnvöld um mikla og hagstæða sölu á íslensku dilka- kjöti til Noregs um og eftir 1970. Sveinn var ritstjóri Árbókar land- búnaðarins árin 1964 til 1980. Hann átti sæti í mörgum stjórn- skipuðum nefndum á starfsævi sinni. M.a. var hann formaður í nefnd til að gera tillögur um endurskipulagn- ingu sláturhúsa í landinu. Hann átti lengi sæti í miðstjórn Framsóknarflokksins og var fulltrúi í framkvæmdanefnd hans í fimmtán ár. Hann var einn helsti ráðgjafi stjórnvalda um mótun stefnu í land- búnaðarmálum á meðan hann var framkvæmdastj óri Framleiðsluráðs. Sveinn var mjög glöggur á aðal- atriði mála. Hann var öfgalaus í skoðunum og setti þær fram skýrt og skilmerkilega í tiltölulega fáum orðum. Hann þekkti vel til landbún- aðarmála meðal nágrannaþjóða okkar og átti auðvelt með að miðla af þeirri þekkingu til annarra manna. Hann var mjög afkastamikill og farsæll í störfum. Það var ánægjulegur tími, þegar fáir menn byggðu upp öflugt starf Stéttarsambands bænda og Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins. Sá hóp- ur var samhentur og vann vel. Is- lenski landbúnaðurinn blómgaðist og efldist mjög mikið á þremur áratugum eftir stríðslokin, á þeim tíma þegar Sveinn hafði mest áhrif á mótun landbúnaðarstefnunnar. Mikil eftirsjá er að slíkum mönnum, þegar þeir hverfa af starfsvettvangi. Innan við sextugt kenndi Sveinn sjúkdóms sem ekki varð læknaður og eyddi starfsorku hans á fáum árum. Það var raun fyrir þann mikla starfsmann að missa vinnuorku sína á þann veg. Af þessari ástæðu lét hann fyrr af starfi sínu en ella hefði verið. Kona Sveins er Gerður Þórarins- dóttir. Þau hafa lengi átt fallegt heimili að Brekkugerði 18 hér í borg. Þau eignuðust tvö börn. Þau eru Þórarinn Egill, mjólkurbússtjóri á Akureyri og Auður, landslagsarki- tekt. Vinir og samstarfsmenn Sveins þakka honum að leiðarlokum gott samstarf og mikla vinnu að málefn- um landbúnaðarins. Ég og kona mín vottum Gerði, börnum hennar og öðrum vanda- mönnum innilega samúð. Gunnar Guðbjartsson. Þann 16. þ.m. lést Sveinn Tryggvason, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri, sjötíu og þriggja ára að aldri. Sveinn var fæddur í Reykjavík 12. ágúst 1916, foreldrar hans voru Tryggvi Benónýsson vélamaður á Akranesi og síðar í Reykjavík og kona hans Sveinsína Sveinsdóttir. Sveinn hóf nám í Gagnfræðaskóla Reykjavíkur, en að því loknu fór hann í Iðnskólann á Akureyri, og síðar í verklegt nám hjá Mjólkurbú- inu í Borgarnesi og á Akureyri. Árið 1937 brautskráðist hann frá Statens Meieriskole í Þrándheimi. Að námi loknu gerðist Sveinn mjólkurbússtjóri, fyrst í Reykjavík, þá Hafnarfirði, og ennfremur um skeið hjá Mjólkurbúi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Hann vann á vegum Búnaðarfélags íslands að stofnun mjólkurbúa, víðsvegar um land, og einnig að uppbyggingu og endurbót- um sláturhúsa. Fleiri skyld verkefni lagði Sveinn gjörva hönd á, bæði hérlendis og erlendis. Hann var framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins frá 1947-1979. Hann sat í framkvæmdastjórn Framsókn- arflokksins frá 1950-1965. Sveinn var kappsfullur vinnumað- ur, hygginn vel og fljótur að átta sig á aðalatriðum. Ég kynntist honum vel, er við störfuðum að stofnun Stéttarfélags bænda, og meðan við unnum báðir að landbúnaðarmál- um. Hann var einn þeirra manna, sem ánægjulegt var að kynnast og vinna með að erfiðum og vandasöm- um málum. Það var því erfitt, ekki aðeins fyrir fjölskyldu hans, heldur fyrir okkur líka, sem treystu honum til að ljúka góðum og vandasömum verkum, þegar heilsa hans bilaði langt um aldur fram. Veikindastríð hans er búið að vera langt og erfitt. Sveinn giftist Gerði Þórarinsdótt- ur 1. júní 1943. Hún hefur reynst honum eins vel og nokkur tök voru á í hans erfiðu veikindum. Börn Sveins og Gerðar eru Auður arkitekt og Þórarinn Egill mjólkurbússtjóri á Akureyri. Ég minnist Sveins með sérstöku þakklæti og virðingu. Við Margrét færum frú Gerði og börnum þeirra Auði og Þórarni innilegar samúðar- kveðjur. Halldór E. Sigurðsson. Sveinn Tryggvason, frv. fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs land- búnaðarins er látinn. Löngu veik- indastríði hans er nú lokið. Sveinn var húsbóndi minn og samstarfsmað- ur í þrjátíu og tvö ár. Mig langar að minnast hans með nokkrum orðum. Hann fæddist í Reykjavík þann 12. ágúst 1916, en ólst upp á Akra- nesi, sonur hjónanna Tryggva Ben- ónýssonar og eiginkonu hans Sveins- ínu Sveinsdóttur. Hann átti eina' systur, Ásu sem látin er fyrir all- mörgum árum. Var mjög kært með þeim systkinunum og í minnum haft hve Sveinn var henni góður bróðir. Sveinn hóf ungur nám í mjólkur- fræði, fyrst í Borgamesi, svo á Akureyri, en fór síðan utan til framhaldsnáms í Statens Mejeri- skole í Þrándheimi í Noregi og lauk þaðan prófi árið 1937 eftir tveggja ára veru þar. Eftir heimkomuna gegndi hann ýmsum trúnaðarstörf- um á sínu sérsviði. Hann var stöðv- arstjóri í eitt ár í Mjólkurstöðinni í Reykjavík og mjólkurbússtjóri í Hafnarfirði í fjögur ár. Á Sauðár- króki var hann um tíma, til þess ráðinn að koma rekstri samlagsins í betra horf en verið hafði. Ráðunaut- ur Búnaðarfélags íslands var hann frá 1942 til 1947, en frá 1. júlí 1947 að telja var hann ráðinn fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs land- búnaðarins, þá aðeins þrjátíu og eins árs að aldri. Gegndi hann því starfi samfellt í þrjátíu og tvö ár, er hann lét af störfum sökum heilsu- brests. Sveinn kvæntist eftirlifandi eigin- konu sinni Gerði S. Þórarinsdóttur árið 1943 og eignuðust þau tvö börn, Auði, landslagsarkitekt, en sam- býlismaður hennar er Einar Valur Ingimundarson og eiga þau tvö börn, og Þórarin Egil, mjólkursamlags- stjóra á Akureyri, sem kvæntur er Ingu Einarsdóttur og eiga þau þrjú börn. Sveinn var mjög góður fjöl- skyldufaðir. Eiginkona hans og börn voru honum afar kær. Má með sanni segja að hann hafi fyrst og fremst helgað líf sitt atvinnu sinni og fjöl- skyldu. Hann var stoltur af börnum sínum og mátti líka vera það. Fyrstu kynni mín af Sveini voru er ég réðst til Framleiðsluráðsins í desember 1947. Voru starfsmenn ráðsins þá aðeins þrír, Sveinn, Jón- mundur Ólafsson og ég. Ég hafði ekki hugsað mér að festa mig í þessu starfi til frambúðar, en margt fer öðruvísi en ætlað er, og árin urðu að lokum fjörutíu talsins. Segir það meira en mörg orð hvemig mér líkaði vistin með þeim mönnum sem þar störfuðu. Mér varð fljótt ljóst hve traustur maður Sveinn var. Bar fas hans allt vott um festu og einbeitni. Hann var mjög reglusamur maður og nákvæm- ur í öllu sem hann fékkst við. Dugnaður hans og ósérhlífni ein- kenndu störf hans öðru fremur. Var með ólíkindum hverju hann kom í verk á stuttum tíma þegar mikið lá við. Vai þá ekki verið að hugsa um hvort venjulegur vinnudagur væri liðinn Hann var afar reikningsglöggur og mótaði hann m.a. þær reglur sem notaðar voru við útreikninga á verð- rihðlun úr Verðmiðlunarsjóði mjólk- ur til mjólkursamlaganna. Annaðist hann sjálfur framkvæmdina mörg fyrstu árin, en það var bæði mikið verk og vandasamt. Við sem með honum unnum fundum mæta vel hve hann mat mikils þegar vel og sam- viskusamlega var unnið, og hann kunni þá list að efla menn til dáða með því að sýna þeim traust, sem öllum er svo mikils virði. Ég held líka að Sveinn hafi upp- skorið eins og til var sáð. Með sínu dugmikla starfi fyrir íslenskan land- búnað, sem hann vann af fullum heilindum, leyfi ég mér að segja að hann hafi áunnið sér og Framleiðslu- ráði landbúnaðarins mikið traust hjá þeim fjölmörgu fyrirtækjum og stofnunum um land allt, sem sam- skipti þurftu að hafa við ráðið. Ekki má heldur gleyma þeim ágætu for- ustumönnum bændasamtakanna sem þá voru í stjórn Framleiðsluráðs og Stéttarsambands bænda, og unnu með Sveini að lausn hinna fjölmörgu vandamála sem þá var við að glíma í íslenskum landbúnaði. Þá má og geta þess að ýmis nefndar- og trún- aðarstörf voru Sveini falin er snerta landbúnaðinn, og skrifa mætti um langt mál. Má því með sanni segja að Sveinn hafi unnið íslenskum landbúnaði allt er hann mátti og staðið þar í fylking- arbrjósti í meira en þrjá áratugi. Fyrir það á hann þakklæti og heiður skilið. Nú þegar hann er allur og leiðir skilja, þakka ég honum sam- fylgdina og langt og gott samstarf. Eiginkonu og börnum hans, og öðr- um aðstandendum votta ég og fjöl- skylda mín innilega samúð. Gunnlaugur Lárusson. Á fyrsta fundi Framleiðsluráðs landbúnaðarins hinn 29. júní 1947 var Sveinn Tryggvason ráðinn fram- kvæmdastjóri jress og gegndi hann því starfi til ársloka 1979 er hann lét af störfum af heilsufarsástæðum. Það féll í hlut Sveins að byggja upp og móta starfsemi Framleiðsluráðs því að ekki var um troðnar slóðir að fara og mikilvægt fyrir bænda- stéttina, sölusamtökin og stjórnvöld að vel tækist til. Svo vel fórst Sveini þetta verk úr hendi að Framleiðslu- ráð naut mjög snemma fyllsta trausts þeirra aðila sem það vann fyrir. Starfstímabil SveinsTryggvasonar hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins var jafnframt mesta breytingaskeið sem íslenska þjóðin hefur lifað. Breytingarnar urðu á öllum sviðum þjóðlífsins, ekki sfst í landbúnaðin- um. Samfara tiltölulega örri fólks- fjölgun fækkaði mjög fólki sem vann við landbúnaðarstörf. En á sama tíma hvarf skortur á búvörum og í staðinn kom allsnægtaframleiðsla ís- lenskra landbúnaðarafurða eins og við þekkjum núna. Þar við bættist svo að öll meðferð og vinnsla bús- afurða var á sama tíma felld að ströngustu kröfum um heilbrigðis- eftirlit og hollustuhætti en jafnframt tryggð fjölbreytni í vöruúrvali svo að nálgast það sem gerist hjá tug- milljónaþjóðum. Ekki getur farið hjá því að nokkuð gusti um þá sem sitja í forsvari á slíkum breytingatímum en Sveinn var farsæll í starfi sínu og tókst með aðgætni og festu að samræma ólík sjónarmið þegar á þurfti að halda. Framleiðsluráð landbúnaðarins og þeir aöilar sem það vinnur fyrir standa í mikilli þakkarskuld við Svein fyrir störf hans. Framleiðsluráð landbúnaðarins vottar Sveini Tryggvasyni, fyrrver- andi framkvæmdastjóra virðingu sína og þökk og aðstandendum hans eru færðar samúðarkveðjur. Framleiðsluráð landbúnaðarins. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Þóra Magnúsdóttir fyrrum húsmóðlr, Miðbæ, Hrísey andaðist þann 22. ágúst að Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri Börn, tengdabörn, ömmubörn og langömmubörn

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.