Tíminn - 25.08.1989, Side 14

Tíminn - 25.08.1989, Side 14
14 Tíminn FöstucJfigur 25. ágúst 1989 FRÉTTAYFIRLIT JERÚSALEM - ísraelskir hermenn notuöu þyrlur tll aö leita aö Gyöingi sem rænt var á Vesturbakkanum. Þá hefur hæstiréttur staöfest aö brott- vísun fjögurra leiötoga Palest- ínumanna á hernumdu svæö- unum úr landi væri lögmæt. TOKYO - Þá er enn eitt hneykslismálið komið af staö í japönskum stjórnmálum og nú er það næst æðsti maður rikis- stjórarinnar sem hangir í hneykslisgálganum vegna- kynlífshegðunar sinnar. Þaö er Tokuo Yamashita sem hefur viöurkennt aö hafa greitt fyrr- um ástkonu sinni þrjar milljónir jena fyrir greiðasemi allskonar. Tokua hefur ekki ákveðið hvort hann muni segja af sér eöur ei. LISSABON - UNITA skæruliðahreyfingin í Angóla hefur lýst því yfir að vopnahlé það sem í gildi hefur verið undanfarna tvo mánuði sé ekki lengur í gildi og hyggja Unita- menn á mannvíg næstu daga. Unita segir að ríkisstjórnin í Angóla hafi ekkert komið til móts við skæruliðahreyfinguna og því sé ekkert annað að gera en taka upp fyrri iöju og reyna að fella stjórnina með hervaldi. BONN - Rúmlega hundrað austurþýskir flóttamenn komu til Vestur-Þýskalands eftir að stjórnvöld í Bonn höföi skipu- lagt örugga ferð frá vestur- þýska sendiráðinu i Búdapest þar sem Austur-Þjóðverjarnir hafa dvalið í ellefu daga. Utan- ríkisráðuneytið i Vestur- Þýskalandi segir að ungversk stjórnvöld hafi leyft hópnum að fara af mannúðarástæðum. BEIRÚT - Sovétríkin hafa sent háttsetta sendinefnd til Beirút þar sem hún á að freista þess að koma á friði. Á sama tíma drógu Frakkar aðeins úr flotastyrk sínum á austanverðu Miðjarðarhafi til að slá á spenn- una. BANKOK - Víetnamar og bandamenn þeirra í Kambodíu höfnuðu algerlega hugmynd- um um að hinir illræmdu Rauðu Khmerar tækju þátt í síðustu lotu viðræðna um frið í Kambódíu sem fram fara í næstu viku. Á sama tíma berj- ast hinar mismunandi skæru- liðasveitir á landamærum Tæ- lands og Kambódíu. Illllllllllllll ÚTLÖND Stjórnvöld í Kólumbíu eiga erfiöa tíma framundan eftir aöförina aö hinum voldugu eiturlyfjahringum: Eiturlyfjabarónamir í allsherjarstyrjöld Eiturlyfjabarónarnir í Kól- umbíu hafa sagt stjórnvöld- um stríð á hendur og hyggjast ráðast á allt og alla sem ekki beygja sig undir vilja þeirra. Yfírlýsing þessa efnis var send til dagblaða í Kólumbíu eftir að Bandaríkjastjórn hafði farið fram á það við Virgilio Barco forseta Kól- umbíu að tólf kólumbískir eiturlyf jabarónar verði hand- teknir og þeir framseldir til Bandaríkjanna þar sem þeir eru eftirlýstir. í yfirlýsingu eiturlyfjabarónanna segir að þeir muni hefja allsherjar- styrjöld gegn stjórnvöldum í Kól- umbíu auk þess sem þeir hóta blaða- mönnum, dómurum, viðskiptajöfr- um og alla þá sem unnið hafa gegn þeim í gegnum tíðina. - Við munum ekki virða fjölskyld- ur þeirra sem ekki hafa virt fjölskyld- ur okkar. Við munum brenna og eyðileggja iðnað fámennisstjórnar- innar, eignir þeirra og heimili, sagði í yfirlýsingu eiturlyfjabarónanna. Nú er liðin vika frá því að Virgilio Barcos lýsti yfir neyðarástandi til þess að berjast gegn eiturlyfjasmygli og eitulyfjaframleiðslu í landinu. Hann lét heldur ekki standa við orðin tóm heldur voru ellefuþúsund manns handteknir í herferð lögreglu og hersins um síðustu helgi, eignir Eiturlyfjabarónarnir í Kólumbíu hafa nú sagt stjómvöldum stríð á hendur eftir aðför stjórnvalda að hinum voldugu eiturlyfjahringum í landinu. Hér gætir vopnaður vörður verkamanna á kókaínekru. eiturlyfjasmyglara að verðmæti mill- jóna dollara voru gerðar upptækar svo og fjöldi flugvéla sem, notaðar hafa verið til eiturlyfjasmyglsins. Enginn hinna tólf eiturlyfjabaróna sem Bandaríkjamenn vilja fá fram- selda var þó handtekinn. Kveikjan að herferð Virgilios Bar- cos voru tvö morð sem framin voru á föstudag. Annars vegar var um að ræða háttsettan dómara og hins vegar einn vinsælasta stjórnmála- mann landsins, Luis Carlos Galan sem talinn var líklegastur eftirmaður Barcosarí forsetastóli. Pólska þingiö staðfestir tímamót í Austur-Evrópu: Mazowiecki kosinn forsætisráðherra Sovétmenn líta á Samstöðumann- inn Tadeusz Mazowiecki sem í gær var kjörinn forsætisráðherra Pól- lands sem félaga þó hann sé ekki kommúnisti og hyggjast sovésk stjórnvöld bíða og sjá hvernig stefnuskrá ríkisstjórnar hans mun líta út og þróast. Kjör Mazowieckis brýtur blað í sögu Austur-Evrópu því hann er fyrsti forsætisráðherrann fyrir austan járntjald sem ekki er félagi í kommúnistaflokknum. Talsmaður sovésku ríkisstjórnar- innar hafði áður lýst áhyggjum sín- um ineð þróun mála í Póllandi ef kommúnistaflokkurinn verði ekki áhrifamikill í ríkisstjórn Tadeuzar. Tadeuz Mazowiecki hlaut 378 at- kvæði í kosningu forsætisráðherra, 41 þingmaður sat hjá og fjórir þing- menn greiddu atkvæði gegn honum. Allir stjórnmálaflokkar munu verða með í ríkisstjórn hans, Samstaða, Sameinaði bændaflokkurinn og Lýðræðisflokkurinn munu fara með öll mál nema varnarmál og innanrík- isráðuneytið sent kommúnistar munu stjórna. Tadeuz Mazowiecki hefur verið einn helsti ráðgjafi Lech Walesa leiðtoga Samstöðu. Hann er ritstjóri dagblaðs Samstöðu og hefur setið í fangelsi fyrir afskipti sín af stjórn- málum. Tadeusz Mazowiecki forsætisráð- herra Póllands. Hann er fyrsti fors- ætisráðherrann í Austur-Iivrópu sem er ekki kommúnisti. 1600 ástralskir flugstjórar segja upp starfi sínu: Innanlandsflug í Ástralíu leggst í rúst Öngþveiti er fyrirsjáanlegt í ástr- ölsku innanlandsflugi þar sem allir þeir sextánhundruð flugstjórar sem meðlimir eru í Samtökum ástr- alskra flugstjórar sögðu upp störf- um sínum eftir að flugfélög í Ástra- líu hófu að segja upp einstökum flugmönnum, Uppsagnir þessar koma flugfé- lögum í Ástralíu á kaldan klaka þar sem margir flugstjóranna eiga rétt á að fá greidda sem samsvarar allt frá tveimur milljónum upp í fjórar milljónir króna í lífeyri og sérstakar greiðslur sem flugstjórar ávinna sér eftir langa þjónustu hjá sama flugfélagi. Bætast erfiðleikar þessir við önnur fjárhagsvandræði flugfélaganna sem hafa átt í mikl- um fjárhagsvandræðum að undan- förnu. Ástralía er víðfeðmt land og eru flugsamgöngur þar mjög mikilvæg- ar og hafa flugstjórar nýtt sér það í samningaviðræðum eins og títt er að gerist annars staðar í heiminum. Þrjú stærstu innanlandsflugfélögin í Ástralíu höfnuðu fyrir nokkru kaupkröfum flugstjóra sem vilja 30% launahækkun. Gripu flugfé- lögin á það ráð að segja upp nokkrum flugstjórum sem ollið hafa vísvitandi töfum og sektað aðra. Þetta varð til þess að flug- stjórarnir sextánhundruð sögðu upp störfum. Ríkisstjórn BobHawkeser mjög uggandi vegna þessa máls því hún óttast að ef flugstjórar fái þá launa- hækkun sem þeir fara fram á muni skriða launahækkana fylgja á eftir með þeim afleiðingum sem íslend- ingar þekkja svo vel, hærri verð- bólgu. Sovéskir sveppir geislavirkir Sovéskir sveppir í skógunum kring um Leníngrad eru svo illilega geisla- virkir að stjórnvöld hafa varað íbúa svæðisins við að halda í sínar árlegu svepptínsluferðir, en villtir sveppir eru nauðsynlegir á borð Rússa í ágústlok og byrjun september. Hef- ur svo verið um aldir. Sovésk stjórnvöld vara almenning við að éta hina gómsætu sveppi á svæði sem eru 50 km langt og 10 km breitt vegna þess hve geislavirknin mikil. Ástæða geislavirkninnar er að sjálfsögðu slysið í Tsjernóbíl sem er að setja Hvíta-Rússland á hausinn og hefur lagt hefðbundið líf Sama í norðurhluta Skandínavíu í rúst. Þar eru berin, sveppirnir, fiskurinn og hreindýrin álíka geislavirk og svepp- irnir við Leníngrad.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.