Tíminn - 25.08.1989, Side 16

Tíminn - 25.08.1989, Side 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnorhúsinu v/Tryggvogötu, S 28822 ^ ÁTTHAGAFÉLÖG, FYRIRTÆKI OG EINSTAKLINGAR Glæsilegur salur tíl loigu íyrir samkvæmi og fundarhöld ó daginn sem ó kvöldin. «en= ===x==x=a=: PÓSTFAX TÍMANS 687691 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1989 Óvæntar sættir milli Reykjavíkur og Kjalarneshrepps: Samkomulag tókst um sorpurðun í Álfsnesi í gær náðist samkomulag milli Reykjavíkurborgar og Kjalarneshrepps um að urðun á sorpi borgarbúa verði í Álfsnesi. í framhaldi af samþykki hreppsnefndarinnar var gengið frá kaupum borgarinnar á Alfsnesinu fyrir 98 milljónir króna. Sem kunnugt er hafði lirepps- nefndin nýlega hafnað tilboði Reykjavíkurborgar um urðun sorps á þessum sama stað gegn yfirtöku á skuldum Hitaveitu Kjal- arness og föstu árlegu gjaldi. Hins- vegar samþykkti nefndin að ganga til viðræðna um urðun á svæðinu norðan Arnarholts en Davíð Odds- son borgarstjóri hafnaði þeim möguleika algerlega. Jón Ólafsson oddviti Kjalarneshrepps segir að skiptar skoðanir hreppsbúa á mál- inu og nýir þættir í tilboði borgar- innar hafi leitt til þess að hrepps- nefndin skipti um skoðun. Jón Ólafsson oddviti og Davíð Oddsson borgarstjóri undirrituðu í gærmorgun samkomulag um hvernig staðið skyldi að þessum málum með þeim fyrirvara að hreppsnefndin gæfi samþykki sitt. Á fundi hreppsnefndarinnar síð- degis í gær var hlaut samningurinn samþykki, þrír voru meðmæltir, einn á móti og einn sat hjá. Þegar fyrra tilboðinu var hafnað féllu atkvæðin aftur á móti þannig að þrír voru á móti en tveir meðmælt- ir. Jón Ólafsson oddviti sagði í samtali við Tímann síðdegis í gær að grunnur samkomulagsins væri svipaður og fyrra tilboðsins, það er að Reykjavíkurborg yfirtaki hita- veitu hreppsins og borgi fast ár- gjald fyrir urðunina, sem reyndar hækkaði úr 40 krónum fyrir tonnið í 60 krónur. Helstu breytingar eru þær að inn í samkomulagið voru tekin inn viss atriði varðandi sam- starf höfuðborgarinnar og Kjalar- neshrepps, til dæmis varðandi skipulagsmál, brunamál og sam- göngur almenningsvagna. Pessi atriði á þó eftir að útfæra betur. Að auki er kveðið á um það í samn- ingnum að hluti urðunargjaldsins rennur upp í kaupverð landsins, þannig að 25 árum liðnum á Kjal- arneshreppur landið og þá mun samningurinn verða endurskoðað- ur. Sérstaklega munu verða tekin til endurskoðunar þau atriði er varða málefni hitaveitunnar. Um ástæður þess að hrepps- nefndin skipti um skoðun sagði Jón: „Það voru mjög skiptar skoðanir orðnar innan hreppsnefn- darinnar og almennt milli íbúa hreppsins og orðið mjótt á munun- um. Það fór fram mikil umræða í sveitarfélaginu í kjölfar fyrri ákvörðunarinnar og menn mátu það svo að það væri komið að leiðarlokum að taka ákvörðun og þá fór það svona. - Ég sem oddviti og sveitarstjórinn mátum málið þannig að það þyrfti að taka það upp aftur.“ Jón sagði jafnframt að umræðan hafi á sínum tíma farið út í að finna annan urðunarstað á Kjalarnesi og þá hafi Arnarholtið orðið ofan á. „Það var kom hinsvegar í ljós að Sorpeyðing höfuðborgarsvæðisins hefði ekki tekið þann kost og þá tóku menn málið upp að nýju. barna var gefið eftir.“ - Heldurðu að meirihluti Kjal- nesinga sé nú ánægðari en áður? „Eigum við ekki að vona það, við vonum það. Þetta er mjög góður samningur að mörgu leyti.“ Peningasjónarmið látin ráða Inga Árnadóttir fulltrúi í hrepps- nefnd Kjalarness greiddi atkvæði á móti urðun í Álfsnesi. Um skýringar á því afhverju einn hreppsnefndarmaður skipti svo skyndilega um skoðun sagðist Inga ekki hafa þær á takteinum. „Ég þori ekkert að segja um það. Þetta er afskaplega undarlegt mál. Ég frétti lauslega af þessu máli í fyrrakvöld og hringdi síðan í oddvitann í gærmorgun og þá neit- aði hann mér um upplýsingar varð- andi það sem hafði gerst daginn áður, en þá höfðu þrír hrepps- nefndarmenn undirritað plagg þess eðlis að þeir væru samþykkir að taka þetta mál upp að nýju. Síðan var ég boðuð á fund með mjög stuttum fyrirvara í gær. - Þarna voru peningasjónarmiðin allsráð- andi og þau rök að þessi starfsemi spilli umhverfinu eru ekki tekin gild og vega létt þegar peningar eru í boði.“ Sem fyrr segir hefur verið gengið frá því að borgin kaupi Álfsnesið af núverandi eigendunt þess, Valdimar Steinþórssyni og Ragnari Guðmundssyni á 98 milljónir króna. SamkvæmtheimildumTím- ans hafa þeir átt landið í nokkra rnánuði og keyptu það á sínum tíma fyrir 84 milljónir króna. SSH „Islenskir dagar“ fá foisetann í heimsókn Vigdís Finnbogadóttir sótti „ís- lenska daga“ í Miklagarði við Sund síðdegis í gær. Var heimsóknin liður í svokallaðri lokahátíð þessa sam- starfsverkefnis Félags íslenskra iðn- rekenda, Kaupstaðar, Miklagarðs og Miðvangs. íslenskum dögum lýk- ur næstkomandi laugardag en kynn- ingarátakiðhefurstaðiðfrá 10. þ.m. í fréttatilkynningu segir að árang- ur þessa kynningarátaks hafi þegar skilað sér í mikilli söluaukningu á íslenskum neytendavörum og óhætt sé að fullyrða að neytendur hafi tekið vel undir og valið íslenskt í auknum mæli í innkaupaferðum. SSH Vigdís Finnbogadóttir heimsótti í gær „íslenska daga“ ■ Miklagarði. Forsetanum á vinstri hönd er Þröstur Ólafsson stjórnarformaður KRON en á hægri hönd Guðmundur Þ. Jónsson formaður Iðju. Tímamynd: Árni Bjarna .

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.