Tíminn - 01.09.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 01.09.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn Föstudagur 1. september 1989 lllllllllllllllllll DAGBÓK lllllliiillllllllllllllllllllllilllill Vikuleg laugardagsganga Hin vikulega laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugar- daginn 2. september. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10:00. Markmið göngunnar er: Samvera, súr- efni og hreyfing. Verið með í bæjarröltinu í skemmtilcgum félagsskap. 'Nýlagað molakaffi. Munið Púttvöll Hana nú á Rútstúni, segir í fréttatilkynningu frá Frístundahópnum Hana nú í Kópavogi. Helgarferðir F.í. 1.-3. sept. ÓVISSUFERÐ Nú liggur leiðin aö hluta um áður ókannaðarslóðir. Gist í svefnpokaplássi. Þórsmörk. Gönguferðir við allra hæfi. Frábær gistiaðstaða í Skagfjörðsskála í Langadal. Landmannalaugar - Eldgjá. Á laugardegi er ekið til Eldgjár og gengið að Ófærufossi. Gist í sæluhúsi Ferðafé- lagsins í Landmannalaugum. Ferðafélag íslands. r « Mrtr ÓlafurÞ. Þórðarson GuðmundurG. Þórarinsson Pétur Bjarnason Tálknfirðingar athugið Ólafur Þ. Þórðarson, Guðmundur G. Þórarinsson og Pétur Bjarnason mæta á almennum stjórnmálafundi á Tálknafirði þriðjudaginn 5. september kl. 21.00. Allir velkomnir. Patreksfirðingar og nágrannar athugið Ólafur Þ. Þórðarson, Guðmundur G. Þórarinsson og Pétur Bjarnason mæta á almennum stjórnmálafundi á Patreksfirði miðvikudaginn 6. september kl. 21.00. Allir velkomnir. Dýrfirðingar athugið Ólafur Þ. Þórðarson, Guðmundur G. Þórarinsson og Pétur Bjarnason mæta á almennum stjórnmálafundi á Þingeyri fimmtudaginn 7. september kl. 21.00. Allir velkomnir. Konur Suðurlandi Landsþing LFK verður haldið að Hvanneyri dagana 8.-10. sept- ember n.k. Félag framsóknarkvenna í Árnes- sýslu gengst fyrir rútuferð á þingið frá Eyrarvegi 15, Selfossi kl. 17.00 föstudaginn 8. september og til baka að loknu þingi. Þær konur sem vilja vera með, tilkynni þátttöku í síma 63388, sem fyrst. Ath. þingið er opið öllum konum. Fjölmennum. Félag framsóknarkvenna í Árnessýslu. LFK \ \. ÓlafurÞ. Þórðarson GuðmundurG. Þórarinsson Bíldælingar athugið Ólafur Þ. Þórðarson og Guðmundur G. Þórarinsson mæta á almennum stjórnmálafundi á Bíldudal mánudaginn 4. september kl 21.00. Allir velkomnir. uu Kjördæmisþing Kjördæmisþing framsóknarmanna á Vestfjörðum verður haldið í Félagsheimili Patreksfjarðar þann 15. september n.k. og hefst kl. 17. Dagskrá samkvæmt samþykktum. Nánar auglýst síðar. Stjórn K.F.V. Mlf Sumartími: Skrifstofa Framsóknarflokksins, að Nóatúni 21 í Reykjavík, er opin alla virka daga frá kl. 8.00-16.00. Framsóknarflokkurinn. Frá Félagi eldri borgara Göngu-Hrólfur: Hittumst að Nótatúni 17 laugardaginn 2. sept. kl. 10:00. Krístín G. Magnús í Light Nights, sem Feröaleikhúsiö sýnir í Tjarnarbíói. „LIGHT NIGHTS“ í 20 ár: Síðasta sýningarvikan í sumar Sýningar Ferðaleikhússins á „Light Nights“ eru í Tjarnarbíói við Tjörnina í Reykjavík (Tjarnargötu 10E). Sýningar verða í kvöld, föstud. 1. sept, og laugard. 2. og síðasta sýning sunnudagskvöldið 3. sept. kl. 21:00-23:00 öll kvöldin. Sunnudagssýningin er 44. sýningin í sumar. Light Nights-sýningarnar eru sérstak- lega til skemmtunar og fróðleiks fyrir enskumælandi ferðamenn, en úrdráttur leikskrár á frönsku og þýsku er fáanlegur í miðasölu leikhússins. Þetta er 20. sumarið sem Ferðaleikhús- ið stendur fyrir sýningum á Light Nights í Reykjavík. Stofnendur og eigendur eru Halldór Snorrason, Kristín G. Magnús og Magnús S. Halldórsson. Portrctt frá París eftir Hörö Ágústsson. Hörður Ágústsson sýnir í Nýhöfn Laugardaginn 2. september opnar Hörður Ágústsson sýningu í listasalnum Nýhöfn, Hafnarstræti 18, kl. 14:00-16:00. Á sýningunni eru portrett frá Part's, teikningar unnar á árunum 1947-’49. Hörður stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands að afloknu stúd- entsprófi og var þar í tvö ár. Strax eftir stríð fór hann utan til náms og dvaldist lengst af í París, en auk þess í Kaup- mannahöfn, London og á Italíu. í París varð Hörður fyrir miklum áhrifum þeirra hræringa sem þar áttu sér stað á árunum eftir stríð. Hann sneri aftur til íslands 1952. Hörður Ágústsson er m.a. þekktur fyrir rannsóknir sínar á húsagerðarlist. Þar hefur hann bjargað frá glötun og dregið fram ómældan fróðleik. Einnig hefur hann unnið að bókagerð, auglýs- ingateiknun ogbókahönnun. Hörðurhef- ur lengi stundað kennslu og haft mótandi áhrif á stóran hluta þeirra listamanna sem nú eru starfandi. Nýir umboðsmenn Tímans: Akureyri: Halldór Ingi Ásgeirsson Hamarsstíg 18, sími 96-24275 Neskaupstað: Birkir Stefánsson Miðgarði 11, sími 97-71841 Vík, Mýrdal: Ingi Már Björnsson Ránarbraut 9, sími 98-71122. Umboðsmenn Tímans: Kaupstaður: Nafn umboðsmanns Heimili Sími Hafnarfjörður Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 45228 Kopavogur Linda Jónsdóttir Holtagerði 28 641195 Garðabær Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 45228 Keflavík GuðríðurWaage Austurbraut 1 92-12883 Sandgerðl Ingvi Jón Rafnsson Hólsgötu 23 92-37760 Njarðvik Kristinn Ingimundarson Faxabraut 4 92-13826 Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut55 93-11261 Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgata26 93-71740 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu25 93-81410 Óiafsvík LindaStefánsdóttir Mýrarholti 6A 93-61269 Grundarfjörður Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604 Hellissandur Ester Friðþjófsdóttir Háarifi 49 93-66629 Búðardalur Kristiana Guðmundsdóttir Búðarbraut3 93-41447 ísafjörður Jens Markússon HnífsdalsvegilO 94-3541 Bolungarvík Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu 115 94-7366 Flateyri SigríðurSigursteinsdóttir Drafnargötu 17 94-7643 Þatreksfjörður RagnheiðurGísladóttir Sigtúni 12 94-1149 Bíldudalur HelgaGísladóttir TjarnarbrautlO 94-2122 Þingeyri Karitas Jónsdóttir Brekkugötu 54 94-8131 Hólmavík ElísabetPálsdóttir Borgarbraut 5 95-3132 Hvammstangi FriðbjörnNíelsson Fífusundi 12 95-1485 Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut 20 95-4581 Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut 27 95-4772 Sauðárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahlíð13 95-5311 Siglufjörður Guðfinna Ingimarsdóttir Hvanneyrarbraut 54 96-71555 Akureyri Halldór Ingi Asgeirsson Hamarsstíg 18 96-24275 Svalbarðseyri ÞrösturKolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016 Húsavík Freyjalngólfsdóttir Mararbraut 23 96-41939 Ólafsfjörður HelgaJónsdóttir Hrannarbyggð8 96-62308 Raufarhöfn Ófeigurl. Gylfason Sólvöllum 96-51258 Þórshöfn Kristinn Jóhannsson Austurvegi 1 96-81157 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir Kolbeinsgötu44 97-31289 Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógar13 97-1350 Seyðisfjörður Anna Dóra Árnadóttir FjarðarbakkalO 97-21467 Neskaupstaður BirkirStefánsson Miðgarði 11 97-71841 Reyðarfjörður Marínó Sigurbjörnsson Heiðarvegi 12 97-41167 Esklfjörður Þórey Dögg Pálmadóttir Svínaskálahlíð19 97-61367 Fáskrúðsfjörður Guöbjörg H. Eyþórsdóttir Hlíðargötu4 97-51299 Stöðvarfjörður Svava G. Magnúsdóttir Undralandi 97-58839 Djúpivogur Jón Björnsson Borgarlandi21 97-88962 Höfn Ingibjörg Ragnarsdóttir Smárabraut 13 97-81255 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Skólavöllum 14 98-22317 Hveragerðl Lilja Haraldsdóttir Heiðarbrún 51 98-34389 Þorlákshöfn ÞórdísHannesdóttir Lyngberg 13 98-33813 Eyrarbakki ÞórirErlingsson Túngötu28 98-31198 Stokkseyri Hjörleifur Bjarki Kristjánsson Sólvöllum 1 98-31005 Laugarvatn HalldórBenjamínsson Flókalundi 98-61179 Hvolsvöllur Jón ína og Árný Jóna Króktún 17 98-78335 Vík Ingi MárBjörnsson Ránarbraut 9 98-71122 Vestmannaeyjar Marta Jónsdóttir Helgafellsbraut29 98-12192 Langt er síðan Hörður hefur haldið einkasýningu, en það var árið 1976 á Kjarvalsstöðum, en haustið 1983 hélt Listasafn íslands yfirlitssýningu á verkum hans, sem spannaði yfir rúmlega 30 ára tímabil. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur skrifar um listamanninn í sýningarskrá, einkum Parísarárin. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga kl. 10:00-18:00 og um helgar kl. 14:00-18:00. Henni lýkur 13. septem- ber. „Tvær konur“, svarthvít mynd frá árinu 1979 cftir Alfreð Flóka, er meðal verka sem boðin verða upp á Hótel Borg á sunnudaginn. Listmunauppboð á Hótel Borg 21. lislmunauppboð Gallerí Borgar i samvinnu við Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar h/f verður haldið sunnud. 3. sept. að Hótel Borg kl. 16:30. Að þessu sinni verða boðin upp 76 verk, flest vatnslita- og oltumyndir. Með- al verka sem boöin verða upp eru fjórar Kjarvals-myndir, stórt olíumálverk eftir Júlíönu Sveinsdóttur, vatnslitamynd eftir Ásgrím Jónsson, gömul vatnslitamynd frá París eftir Þorvald Skúlason, þrjár myndir eftir Alfreð Flóka, gömul ab- straktmynd eftir Eirík Smith, Heklumynd frá 1934 eftir Gretu Björnsson, gvass- mynd eftir Karl Kvaran, nokkrar myndir eftir Eyjólf J. Eyfells, Ólaf Túbals og Svein Þórarinsson. Uppboðsmyndirnar verða sýndar í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9, fimmtudag og föstudag kl. 10:00-18:00 og laugardag kl. 14:00-18:00. Michael Kunert sýnir í FÍM-salnum Michael Kunert frá Austur-Þýskalandi sýnir málverk og grafík í FÍM-salnum við Garðastræti dagana 19. ágúst - 5. sept- ember. Michael Kunert er fæddur 1954 í Leipzig og þar hefur hann búið og starfað. Hann nam málaralist og grafík við Listaháskólann í Leipzig 1979-’83, aðallega undir handleiðslu Hartwigs Ebersbach. Verk Kunerts hafa vakið áhuga og athygli, bæði í Austur- og Vestur-Evrópu, ekki síst sl. 3 ár, eftir fyrstu ferð Kunerts til „Vestúrstns“, þ.e. til Islands í júní 1987 þegar hann tók þátt í Graphica Atlantica tvíárinu í Reykj- avík. Hann var annar tveggja fulltrúa Aust- ur-Þýskalands á sýningunni og segir, að vikudvöl hans hér hafi valdið þáttaskilum í lífi hans og list. „íslands-myndir“ hans, sem nú eru á sýningunni í FlM-salnum hafa verið sýndar víða vestan tjalds á einkasýningum sem samsýningum, m.a í V- Þýskalandi, Frakklandi, Belgíu og Austurríki. Nú síðast í júní voru þær sýndar á Kúbu. FÍM-salurinn, Garðastræti 6 er opinn virka daga kl. 13:00-18:00 og um helgar kl. 14:00-18:00. HAFNARBORG Hafnarborg í Hafnarfirði: Sýning Aðalheiðar og Myndlist frá Moldavíu I Hafnarborg, menningar-oglistastofn- un Hafnarfjarðar, Strandgötu 34 í Hafn- arfirði sýnir Aðalheiður Skarphéðinsdótt- ir teikningar og grafík. Sýningin er opin alla daga - nema þriðjudaga - kl. 14:00- 19:00. Sýninginstendurtil 10. september. Myndlist frá Moldaviu er einnig sýnd í Hafnarborg um þessar mundir. Þar er sýning á málverkum, svartlist, vefnaði og þjóðlegum búningum frá Moldavíu. Sýn- ingin er á vegum MÍR í tengslum við „Sovéska daga 1989“. Sýningin er opin alla daga - nema þriðjudaga - kl. 14:00- 19:00. Sýningin stendurtil 10. september. KVENNAATHVARF Húsaskjól er opið allan sólarhringinn og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Síminn er 21205 - opinn allan sólar- hrínginn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.