Tíminn - 06.09.1989, Side 2

Tíminn - 06.09.1989, Side 2
2 Tíminn Miðvikudagur 6. september 1989 Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráöherra leggur til aö Patreksfirði verði hjálpað í gegn um Hlutafjársjóð og að sjóðurinn fái 200 milljónir úr ríkissjóði á næstu tveimur árum: Stjórnin samþykkir en Alþingi ákveður Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra lagði fram á ríkisstjórnarfundi í gær, tillögu þess efnis að ríkissjóður legði 200 milljónir í Hlutafjársjóð á þessu ári og næsta ári. Gert er ráð fyrir því í lögunum um sjóðinn sem samþykkt voru síðasta vetur, að ríkinu sé heimilt að leggja fjármagn inn í ný fyrirtæki er geti talist standa fyrir samsvarandi uppbyggingu og þau undirstöðufyrirtæki, sem hafi orðið gjaldþrota í viðkomandi byggðarlagi. Samþykki ríkisstjórnarinnar viö fyrir að öllu leiti öðru en engin tillögur sjávarútvegsráðherra liggur tiltekin fjárhæð er ákveðin til ISLENDINGUM SELD 31 ÞÚS. TONN AF LODNU Grænlendingar hafa ákveðið að selja íslendingum heimildir til að veiða 31.000 tonn af loðnu innan landhelgi sinnar, en endanlegt verð hefur ekki verið ákveðið. Hins vegar ntá búast við því að það verði svipað og Færeyingar greiða, en það er nú um 72 danskar krónur fyrir tonnið. Þessi mál voru m.a. til umræðu á fundi sjávarútvegsráðherra ís- lands Halldórs Ásgrímssonar og sjávarútvegsráðherra Grænlands Kaj Egede, sem fram fór á ísafirði á mánudag. Ráöherrarnir voru sammála um að sjávarspendýr væru auðlind sem bæri að nýta, en ekkert hefur verið ákveðið hvenær hvalveiðar hefjast að nýju. Rannsóknir fiskistofna voru einnig til umræðu hjá ráðherrunum og voru þeir sammála um að leggja bæri áherslu á auka rannsóknir, m.a. með merkingum. Þá ræddu þeir um aukið samstarf þjóðanna vegna samninga við Evrópubanda- lagið. -ABÓ Tilraunastöð Háskólans í meinafræði Keldum. Rannsóknarmaður óskast Líffræðingur eða maður með hliðstæða mennun óskast strax til rannsóknarstarfa við Tilraunastöð Háskólans í meinafræði, Keldum. Um er að ræða áhugaverða vinnu við riðurann- sóknir. Nánari upplýsingar veita Sigurður Skarphéðinsson og Sigurður Sigurðarson, Keldum, sími 82811. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast sendar fyrrnefndum. fJRARIK Bkk. A RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Ljósritunarvél til sölu Afkastamikil Ijósritunarvél með sjálfvirkri frumrita- innsetningu og röðun til sölu. Rafmagnsveitur ríkisins Innkaupadeild Laugavegi 118 105 Reykjavík. sjóðsins. í>að er hins vegar í höndum Alþingis að ákveða hve mikið fé verður lagt í Hlutafjársjóð, við af- greiðslu fjáraukalaga, og fjárlaga næsta árs. Halldór sagði í samtali við Tímann í gær að máefni Patreksfjarðar yrðu ekki leyst með öðrum hætti en þeim að heimamönnum yrði gert kleift að kaupa þangað skip aftur: Gert sé ráð fyrir því í lögum og reglugerð um Hlutafjársjóð að ef fyrirtæki sem skiptir sköpum fyrir atvinnulíf á viðkomandi stað verði gjaldþrota, geti sjóðurinn lagt frjármagn í ný fyrirtæki sem stofnuð séu með því markmiði að skapa viðunandi at- vinnuástand á staðnum. f>ó að lögin geri ráð fyrir slíkri aðstoð, hafi aldrei verið gert ráð fyrir neinu fjármagni til þessa. „Ég hef lagt það til að Hlutafjársjóður fái fjármagn, á þessu ári og því næsta, til þess að takast á við slík verkefni, að upphæð 100 milljónir á hvoru ári. Ríkis- stjórnin hefur fallist á að það verði eytt fjármagni til þessara hluta, en ekki endanlega gengið frá því hver fjárhæðin verður, né með hvaða hætti féð verður reytt af hendi. En, á þessum grundvelli á Hlutafjársjóð- ur að geta unnið í samvinnu við Byggðarstofnun og heimamenn á Patreksfirði", sagði sjávarútvegsráð- herra í samtali við Tímann í gær. Halldór kvaðst ekki geta sagt til um hve stór hluti af þeim 200 millljónum sem hann leggur til að ríkissjóður láti renna til Hlutafjár- sjóðs á næstu tveimur árum, fari til að liðka fyrir atvinnuuppbyggingu á Patreksfirði: „Það er málefni Byggð- arstofnunar, Hlutafjársjóðs og heimamana á Patreksfirði að fjalla um það með hvaða hætti á málum verði tekið á þeim grundvelli sem nú liggur fyrir. Ríkissjóður mun að sjálfsögðu ekki blanda sér beint í það hvernig atvinnurekstur verður skipulagður á staðnum“, sagði Halldór. Sjávarútvegsráðherra sagðist eiga von á því að endanleg ákvörðun um fjárframlag ríkissjóðs til Hlutafjár- sjóðs yrði tekin af Alþingi við af- greiðslu fjáraukalaga í haust og fjárlaga fyrir næsta ár. Alþingi hefði á sínum tíma samþykkt lögin um Hlutafjársjóðinn og gert væri ráð fyrir því að til slíkra fjárframlaga gæti komið. „Aðal atriðið er það að ríkisstjórnin hefur samþykkt það að unnið verði að málinu með þessum hætti og ég vænti þess að hún geti skapað meirihluta um fyrir því með- al sinna stuðningsmanna. Ég held að það sé hægt að ganga út frá því að ákvörðun ríkisstjórnarinnar hafi þann stuðning sem til þarf.“ - ÁG Skálmöldin við héraðsskólann að Reykjanesi við ísafjarð- ardjúp á enda. Menntamálaráðherra hjó á hnútinn í gær: Lausnin fundin allir fari frá „Þetta viðkvæma og erfiða mál er nú leyst þannig að bæði skólanefnd og skólastjóri víkja til hliðar, skipað verður í nýja skólanefnd og skóla- stjórastaðan verður auglýst laus til umsóknar. Það voru allir, bæði skólanefndin, skólastjórinn og menntamálaráðuneytið, sammála um að það ástand sem skapast hafði við skólann yrði að taka enda svo að bjarga mætti skólahaldi við skólann." sagði Svavar Gestsson menntamálaráðherra í gær um deilur þær er staðið hafa um alllangt skeið meðal stjórnenda héraðsskólans að Reykjanesi við Isafjarðardjúp. Fyrir síðustu helgi hafði mennta- málaráðherra óskað þess við skóla- stjóra Reykjanesskóla við ísafjarð- ardjúp, Skarphéðin Ólafsson, að hann færi í ársleyfi frá störfum en gerði hann það ekki, yrði honum vikið úr starfi. Verulegt ósamkomulag og vand- ræði hafa undanfarin ár sett mark sitt á skólastarf að Reykjanesi og hafa skólastjórinn og formaður skólanefndar sem skipaður er af Menntamálaráðuneytinu einkum eldað grátt silfur saman. Þá hefur bryti skólans undanfarin tvö ár einnig komið við sögu og hafa stirð samskipti hans og Skarphéðins skólastjóra verið talsvert í fjölmiðl- um og ekki er langt síðan að skarst í odda með þeim tveim vegna þess að brytinn, sem rekið hefur sumar- hótel í skólanum í sumar, hafði skipt um lás að eldhúsdyrum í skólahús- inu. Brytanum var sagt upp starfi við skólann s. 1. vor og hefur verið ráðinn nýr bryti fyrir næsta skójaár. „Mér var lofað gulli og grænum skógum ef ég flytti hér inn í Reykjanes fyrir tveim árum síðan. Ég hef ekki átt í neinum deilum við skólastjórann þessi tvö ár, hef raunar lítið talað við hann enda talar hann ekki við sína undirmenn," sagði Heiðar Guð- brandsson bryti við skólann. „Atvinnumöguleikar hér í sýsl- unni eru litlir og ég hafði samband við menntamálaráðherra í fyrradag og tjáði honum að ég ætti mjög bágt með að fara úr íbúð þeirri sem ég hef búið í hér fyrr en að ég sæi hvert ég ætlaði,“ sagði Heiðar. Hann sagði það rangt sem fram kom í fréttum útvarpsins í gær að til stæði að bera hann út. Að sögn kunnugra er forsaga deilna við Reykjanesskóla sú að kennarar sem við hann kenndu fyrir nokkrum árum höfðu kært skóla- stjóra fyrir formanni skólanefndar- innar og hafði þá nefndin látið málin til sín taka og hefðu þau síðan þróast í allsherjar togstreitu og í raun væru nú allir búnir að missa sjónar og jafnvel gleyma upphaflegum deilu- efnum en mál farin að snúast um persónulegan fjandskap milli manna og ríki nú orðið skálmöld eða því sem næst að Reykjanesi. Tíminn spurði í gær Skarphéðin Ólafsson skólastjóra um þessar deil- ur og sagði hann að upphaf þeirra hefði verið vegna endurskoðunar reikninga mötuneytis skólans vegna kæru um ólöglega viðskiptahætti, en Skarphéðinn annaðist þá bókhald þess. Rannsóknin hefði ekki leitt neitt athugavert í ljós við bókhaldið en hins vegar hefði í kjölfar þessa verið reynt að flæma hann úr stöðu skóla- stjóra. Að því hefði síðan verið róið í allt sumar bæði með blaðaskrifum og símhringingum. „Þetta hafa gert bæði ýmsir skólanefndarmenn og þessi bryti sem var hjá mér í vetur er leið og er var hér hótelstjóri í sumar," sagði Skarphéðinn. Hann sagði síðan: „Ég er að melta það með mér í samráði við m.a. lögfræðing minn hvort ég láti þetta boð ráðherra um árs leyfi núna duga eða hvort ég láti hann víkja mér frá og leiti réttar míns fyrir dómstólum.“ -sá

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.