Tíminn - 06.09.1989, Side 3

Tíminn - 06.09.1989, Side 3
Miðviklfdagur'6. seþférhber'198ð1 Tíminn 3 Birgöaverslunin Gripiö og greitt opnuð aftur með 1.000 vörunúmerum: Er til hagræðis fyrir kaupmann- inn á horninu Rjúpur í meðallagi „Hér í „Gripið og greitt“ geta kaupmenn komið og keypt inn vörur í eins smáum/fáum eining- um og þeir óska sem auðveldar þeim að hafa á boðstólum fjöl- breytt vöruval um leið og þeir geta minnkað kostnað vegna birgðahalds og vaxta“. Þannig Iýsir Friðrik G. Friðriksson stjórnarformaður kostum Birgð- averslunarinnar Gripið og greitt. Verslunin var áður í eigu Sláturfélags Suðurlands. Nýir eigendur eru 18 heildsölufyrir- tæki, sem nú bjóða upp á rúm- lega 1.000 vörunúmer, fyrst og fremst matvörur (í pökkum, dósum og glösum) hreinlæti- svörur, sælgæti og tóbak. Að sögn eigenda er ætlunin að bæta við kælivörum innan skamms. Birgðaverslunin er umboðssala heildsala. Rétt til að gera þar inn- kaup hafa eingöngu þeir sem munu endurselja þær, t.d. smá- söluverslanir og veitingahús, enda vörurnar á heildsöluverði. Að sögn stjórnarformanns er hér ekki um að ræða nýjan millilið sem auka mundi kostnað og hækka vöru- verð. Friðrik sagði ekki einu sinni stefnt að gróða af fyrirtækinu, ein- ungis að það standi undir rekstri. En hver er þá tilgangurinn? Að draga úr dreifingarkostnaði bæði heildsalanna og smásala. Einn „kaupmaður á horninu“ Gunnar Jónasson, sagðist þurfa að skipta við um 60-65 heildsala vegna innkaupa í verslun sína, sem bæði sé kostnaðar- samt og tímafrekt. Auk hagræðingar af því að geta nálgast vörur margra heildverslana á einum stað sagði Gunnar það kannski enn meiri kost að engin kvöð er um lágmarksinn- kaup í Gripið og greitt. Innkaup í kassavís á vörutegundum sem hreyf- ast hægt í smáverslunum segir Gunn- ar þeim mjög dýr. Eins og í nafninu felst - Gripið og greitt - verða menn að staðgreiða allar vörur í versluninni og sömuleið- is að sækja þær sjálfir. En á móti kemur að þeir geta, sem fyrr segir, Nefnd skipuö á vegum heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra: Vátrygging- arlög í end- urskoðun Guðmundur Bjarnason heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra hefur skipað nefnd til þess að endurskoða gildandi lög um vá- tryggingarstarfssemi. Þau hafa verið í gildi í meira en áratug og þykir nauðsynlegt að endurskoða ýmis ákvæði þeirra og einnig að fjalla um ný svið sem ekki eða að litlu leyti er fjallað um í núgildandi lögum. í nefndinni eiga sæti: Siginar Ár- mannsson framkvæmdastjóri, full- trúi Sambands íslenskra trygg- ingarfélaga, Jón Magnússon lög- fræðingur fulltrúi Neytendasam- takanna, Bjarni Þórðarson trygg- ingafræðingur, Guðný Björnsdóttir lögfræðingur og Erlendur Lárusson forstöðumaður Tryggingaeftirlits- ins, en hann er formaður nefndar- innar. - ÁG keypt inn eftir hendinni, t.d. það sem þeir áætla að seljist yfir helgina, eða þann daginn ef því er að skipta. - HEI Allt bendir til þess að rjúpu- stofninn sé í meðallagi á þessu ári. Rjúpustofninn var í hámarki 1986, en að jafnaði nær hann hámarki 10. hvert ár, en minnkar síðan á milli. Á afmörkuðu svæði á Norð- austurlandi fara fram reglubundn- ar talningar að vorlagi og á þessu ári töldust 190 karrar á óðölum sínum. Á öðrum stöðum fara ekki fram reglulegar talningar á rjúpunni, en á haustin er í sumum tilfellum athugaður afli veiðimanna, sem segir talsvert um hvernig ástand stofnsins er, að sögn Ævars Peters- en fuglafræðings. Hvernig hlutfall- ið er milli unga frá því það sumarið og síðan eldri fugla. Yfirleitt er það þannig að hærra hlutfall er af fullorðnum fuglum þegar rjúpna- stofninn er á niðurleið. Ævar sagði að hvað rjúpustofninn varðaði þá telji menn að veiðar skipti ekki sköpum, þar sem þær séu ekki það miklar og tíu ára sveiflan hafi sinn gang þrátt fyrir allar veiðar. Ólafur Karl Nielsen líf- fræðingur, sem stundar athuganir á fálka, en aðalfæða hans er rjúpa, sagði í samtali við Tímann að ekki benti til annars en að stofninn yrði í meðallagi í ár. Árið 1986 þegar stofninn var í hámarki töldu þeir 280 karra á talningarsvæðinu fyrir norðan, en í vor töldu þeir 190 karra. Ólafur Karl sagði að lang- mikilvægustu varpsvæði rjúpunnar væru á lyngheiðum norðaustan- lands, þar sem hann hefur verið að rannsaka fálkann. - ABÓ H0WARD - GUFFEN - JF-KIMADAN Úrvalið í húsdýraáburðinn Fyrsti HOWARD mykjudreifarinn var framleiddur 1962, síðan hefur HOWARD fyrirtækið í Bretlandi framleitt yfir 100.000 dreifara og verið leiðandi í ýmsum tækninýjungum í þessum tækjum. Margar eftirlíkingar hafa verið smíðaðar en engin þeirra staðist gæðasamanburð við HOWARD eða náð vinsældum hjá bændum. Eigum fyrirliggjandi 3 stærðir: HOWARD 1052 3,4 rúmm. á flotdekkjum 15/70-18 HOWARD 1552 4,2 rúmm. á flotdekkjum 16/70-20 HOWARD 3052 6,6 rúmm. á f lotdekkjum 16/20-20 G. Með vökvastýrðu loki og vökvabremsum. 2JB0IG 4.20 "íaim ...w.. ....... . 'ý./.*.' ‘, TA? GUFFEN mykjudreifarar hafa fyrir löngu sannað gildi sitt hér á landi sem einn hagstæðasti mykjudreifari sem völ er á. Með hliðsjón af „V“ laga byggingarforminu má nota hann fyrir allar gerðir af mykju. Hann er með snigil í botninum sem færir mykjuna aftur í dreifistútinn, þannig að hann tæmir sig mjög vel. Þar sem ca. 80% af vinnutímanum við dreifingu fer í ferðir er það mikils virði að geta nýtt allt rúmmál dreifarans, en það er einmitt einn helsti kostur GUFFEN mykjudreifarans að hægt er að fylla hann alveg, bæði með þunnri og þykkri mykju. Við bjóðum tvær stærðir, 26001 og 42001, báðar stærðir á breiðum flotdekkjum. GUFFEN er sérlega hagkvæm lausn við mykjudreifingu. Einföld smíði - Áralöng ending i* > • KIMADANer stærsti framleiðandi mykjutanka og dæla í Danmörku. Glóbus er að taka yfir innflutning og sölu á KIMADAN mykjutönkum og dælum. KIMADAN tankurinn er til í mörgum gerðum, dreifarinn getur bæði sogað upp í sig og hrært upp í haugkjöllurum, haldið hringrás á mykjutanki og dreift. wniiies Nýi JF-A V5000mykjudreifarinn hentar vel til dreifingar á húsdýraáburði með miklu þurrheysinnihaldi. Dreifarinn er léttbyggður og tekur allt að 4,8 rúmm. Hafið samband við sölumenn okkar eða umboðsmenn Globus? Lágmúla 5 Reykjavík Sími 6S1SS5

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.